Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN i ! I í ; Vantar hnakk og beisli helst gegn staö- greiðslu, aðrir skilmálar koma til greina. Uppl. í síma 621699. Vantar Ijósritunarvél A3-A4. Helst með greiðsluskilmálum. Staðgreiðsla kemurtilgreina. Uppl. ísíma621699. Gleraugu töpuðust Frekar stór kvenmannsgleraugu töpuðust (h-1) í Ijósri plastumgjörð með svartri rönd í, töpuðust fyrir nokkrum vikum. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 30854. Vesturbær - barnagæsla Óska eftir áreiðanlegri stúlku/dreng til þess að gæta eins árs gæja, hluta úr degi og stundum á kvöldin. Uppl. í síma 21501. Til sölu Málverk eftir Eyjólf Einarsson. Uppl. í síma 21501. Svefnsófi til sölu Tvíbreiður svefnsófi með slitnu á- klæði fæst gefins. Uppl. í síma 40163. Stálvaskur Tvöfaldur stálvaskur ti sölu á kr. 2000.- Uppl. í síma 40163. Þaulvanur ritari Vélrita eftir handriti íslensku, ensku, dönsku og sænsku. Uppl. fyrir hádegi og á kvöldin í síma 18532 (Guðrún). Barnapössun Vill einhver unglingur passa 2 ára strák í sumar, helst í nágrenni Hrefnu- götu? Uppl. í síma 14888. Píanó Píanó til sölu, selst ódýrt. Uppl. í síma 19937 á kvöldin. Lítil bátavél Vantar 2ja cilindra Stewart eða aðra litla vél á vægu verði. Uppl. í síma 82479 eða 19805. Til sölu notuð Atari leikjatölva. Uppl. í síma 75990. Strauvél/svefnsófi Til sölu ónotuð Kenwood .strauvél, vals 61 sm. Einnig til sölu vel með farinn svefnsófi. Uppl. í síma 78184. Til sölu skíði (100 sm, 120 sm og 140 sm), skíðaskór nr. 31, Kenwood mixari, Crown hljómtæki, 5 ára tjald og norskur Linguaphone. Uppl. í síma 19848. Einstæð móðir óskar að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð. Á sama stað óskast barnastóll á hjól. Uppl. í síma 74380 (Inga). Hvolpar fást gefins, skosk-íslenskir. Uppl. í síma 13289. Athugið 2 vængjahurðir óskast í stofuop. Uppl. í síma 18681. Fullorðinn maður óskar eftir herb. með aðgangi að snyrtingu og eldunaraðstöðu gegn vægu verði. Góðri umgengni heitið. Á sama stað fæst góður Rafha suðu- pottur (minni gerð) til sölu. Uppl. í síma 22682 eftir kl. 6 á kvöldin. Sumarstarf Óska eftir vinnu við garðyrkjustöð. Uppl. í síma 75990. Sjálfsvarnarnámskeið 6 vikna sjálfsvarnarnámskeið verður haldið á vegum Samtaka um kvenna- athvarf. Námskeiðið er einungis ætl- að konum og verður hvern laugardag frá kl. 10 - 13, í fyrsta sinn þann 11. maí nk. og lýkur 15. júní. Innritun fer fram milli kl. 10 og 12 alla virka daga, sími 23720. Verði stillt í hóf. Liggur ekki ýmislegt gamalt dót ónotað hjá ykkur, td. bækur, plötur, slæðureða annað? Umsjónarfélag einhverfra barna er að safna á basar og þiggur slíkt með þökkum. Sækjum heim, Uppl. í síma 33458 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa homsófa eða sófasett. Uppl. í síma 29369. Einnig óskast rúm fyrir 10 ára stúlku. Til sölu stóll (Kevi) og skrifborð (finnskt). Uppl. í síma 620774 e.kl. 18. Skodi 120 L árg. '77 til sölu. Er með nýupp- gerða vél, en þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 686854. Húsnæði óskast Óskum eftir 3ja-4ra herb. íbúð (hjón með 2 börn). Uppl. í síma 37505. Atvinna óskast þrifalegt starf. Ýmislegt kemur til greina. Uppl. í síma 82827. íbúð óskast Óska eftir 2-4ra herb. íbúð (helst í Hólahverfi) frá 1. júlí. Uppl. í sima 74863. Hnattlíkan Fátækur námsmaður vill kaupa hnattlíkan í góðu ástandi. Uppl. í síma 621454. Svefnsófi Vel með farinn svefnsófi til sölu. Er með bakpúðum og rúmfatageymslu. Uppl. í síma 29545. Bamagæsla Óska eftir konu eða stúlku til að gæta 9 mánaða gamals drengs ca. 4 klst. á dag í sumar. Sími 29545. íbúðaskipti - Stokkhólmur Vil skipta á 3ja herb. íbúð í Stokk- hólmi og íbúð í Reykjavík í júlí. Uppl. í síma 31519 eftir kl. 17. Lesbíur! Opið hús á vegum Íslensk-lesbíska... í Kvennahúsinu, Hótel Vík, á laugar- dögum kl. 17 - 19. - Simatímar fyrir lesbíur eru á fimmtudögum kl. 21 - 23 í síma: 28539. Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað - með beltið spennt. wlUMFERÐAR VRÁÐ 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. maí 1985 MANNLÍF Sérhver íslendingur, 18 ára og eldri, fer í sumarferðalag innanlands í 3 daga eða lengur annað hvert ár að meðaltali. Þetta kom meðal annars fram í skoðanakönnun sem Ferða- málaráð lét Hagvang gera um ferðavenjur íslendinga innan- lands. í skoðanakönnuninni, sem gerð var í fyrrasumar, kom meðal annars fram að fjórðungur að- spurðra hugðist ekki fara í sumar- ferðalag, en af þeim sem ætluðu að ferðast hugðust 74,7% ferðast innanlands á meðan 17,5% Feröavenjur landans Heima er best Helmingur íslendinga fer í sumarleyfisferð innanlands annað hvert ár. Upplýsingaskortur um ferðamöguleika og þjónustu tilfinnanlegur. hugðu á utanlandsferð og 6,4% hugðu á hvort tveggja. Þetta sýnir okkur hvað innan- landsmarkaðurinn er stór fyrir ferðamannaþjónustu við íslend- inga, og jafnframt hvað hann hef- ur verið vanræktur miðað við fyr- irferð utanlandsferðaauglýsing- anna, sagði Birgir Þorkelsson hjá Ferðamálaráði á blaðamanna- fundi í gær. í könnuninni kom jafnframt fram að mikill skortur virðist á upplýsingum fyrir almenning um ferðamöguleika og þjónustu inn- aniands. Sagði Birgir að það gegndi furðu hvað innlendir þjónustuaðilar sinntu því lítið að kynna sína þjónustu við lands- menn, því ætla mætti að sú fjár- magnsvelta sem kæmi frá ferðum íslendinga um landið gæti varlega áætlað numið allt að 1000 miljón- um á ári hverju, eða álíka miklu og erlendir ferðamenn skilja eftir hér á landi. Það er þrennt, sem vekur at- hygli í þessari könnun, sagði Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins: Fjöldi þeirra sem ferðast er meiri en bú- ist var við, hlutfall þeirra sem ferðast á einkabíl (85%) er ótrú- lega hátt, og fjöldi þeirra sem gista á einkaheimilum, hjá vinum og kunningjum eða í sumarbúst- að er einnig ótrúlega hár (58,3%). Er fulltrúi Hagvangs var spurð- ur að því hvers vegna ekki kæmu fram upplýsingar um ferðamáta unga fólksins í þessari könnun sagði hann að ekki hefði verið hægt að spyrja fólk undir 18 ára aldri vegna þess að í spurninga- pakkanum hefðu einnig verið spurningar um pólitískar skoðan- ir og fleira, sem ekki tæki til ung- linga. Hins vegar kom það fram að upplýsingamiðlun um landið og ferðamöguleika er mjög ábóta- vant, og að ekki síst ungt fólk úr þéttbýli hefur takmarkaða þekk- ingu á stöðum og staðháttum vegna breyttra þjóðfélagshátta og vegna þess rofs sem orðið hef- ur á tengslum milli sveitar og þéttbýlis á síðari árum. Þegar Bjöm Þorgilsson var að því spurður hvort nægilega mikið væri að því gert að gera ungu fólki kleift að ferðast um landið og kenna því að þekkja það, sagði hann að sínu mati væri þetta van- rækt af skólum landsins. Slík fræðsla ætti að vera liður í grunnskólanáminu sagði Björn. Tilgangurinn með könnun Hagvangs var að sögn fulltrúa Ferðamálaráðs að veita þeim sem stunda ferðamannaþjónustu upplýsingar um hvernig þeir geti bætt þjónustu sína með það fyrir augum að auka og nýta betur hlut hins innlenda markaðs af ferða- þörf landans. Það sparar gjald- eyri, skapar atvinnu og eykur þekkingu íslendinga á eigin landi, sagði Birgir Þorgilsson. ólg Bjarnfríður Ásmundur Valgerður Verkalýðsmáiaráð AB Aríðandi fundur Verkalýðsmálaráð Alþýðu- bandalagsins boðar til fundar að Hverfisgötu 105 nk. laugar- dag og hefst hann kl. 10. Um- ræðuefnið verður: Baráttan framundan og mun formaður ráðsins Bjarnfríður Leósdóttir hafa framsögu. Viðhorf ASÍ: Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ. Viðhorf BSRB: Valgerður Eiríksdóttir kennari. Viðhorf BHM: Ingólfur H. Ing- ólfsson. Stuttar fyrirspurnir á milli erinda. Eftir hádegi verða almennar umræður um efnið: Kröfur og leiðir verkalýðshreyf- ingarinnar í baráttunni framund- an. Fundarstjóri verður Guðrún Ágústsdóttir. VERKALÝÐSMÁLARÁÐ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.