Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 12
JTú cr rctii timirm til a) pianta i paríinn. Trjáplöntur, runnar og rójir mi bcqar. Einuiq óumar - 1 1 •' 't 7 . • f r blom i bijrjun jum. UtfrS* KddnohtU Gróðmrstöðin Xundur. 3.686W 'Arb«r fttotwr Viö erum meö græna fingur Gróðrarstöðin Græna höndin SUÐURLANDSBRAUT46 SÍMI82895. Frá Skagamold og Gróðurvali Akranesi Reynið Skagamoldina. Hún næringarrík, létt og mjúk. Leitið eftir kaupum á garðplöntum frá Gróðurvali. Við sendum og þið greiðið þegar þið sjáið að plönturnar eru ánægðar að hafa lent hjá ykkur. Skagamold/Gróðurval Smiðjuvöllum 10-16 Sími 93-1641 og 2641. GARÐAR OG GRÓÐUR Fimm sentimetra þykkt sandlag einangrar vel frá kulda og heldur öllu illgresi í burtu. Frá trjábeðinu við Fossvogskapellu. Ljósm. Valdís. Pínulítil furuplanta í móanum ofan við Arnarbakka á ekki mikla lífsmögu- leika. Þar eru þær í hundraðavís stakar og óstuddar. Ljósm. Valdís. Hinum megin Arnarbakkans við íbúðablokk eru stæðilegar trjáplöntur ýmist uppbundnar eða í skýli eins og þessi barrtré. Skýlið kemur í veg fyrir vind- og frostþurrk sem gerir útaf við flest barrtré á bersvæði. Ljósm. Valdís. „Beðin þurfa að vera breið," segir Auður, „svo það sé ekki eins auðvelt að vaða yfir þau." Þessi mynd erírá Kóngsbakkablokkinni. Ljósm. Valdís. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. maí 1985 Fimmtudagur 9. maí 1985 ; ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 13 Trjárækt í þéttbýli Miklir möguleikar ef rétt er að farið Rætt við Auði Sveinsdóttur landslagsarkitekt um trjárækt í Reykjavík Við Landsbókasafnið hafa veikbyggðar birkiplöntur barist óstuddar við trekk og ágang. Árangur- inn: Kræklur og eyður. Ljósm. Valdís. „Það er auðvitað ekki hægt að leggja það að jöf nu að rækta í einkagörðum og á stórum opnum svæðum. Forsendurnar eru hins veg- ar alveg þær sömu: þetta er spurning um plöntuval, jarðveg og hirðingu. Hjá borginni er þetta aðeins í stærri mælikvarða en hjá venjulegum garðeiganda,” segir Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. Hún á sæti í sérstakri trjáræktar- nefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, en markmið nefndarinnar er að hvetja sveitarfélögin til átaks í trjárækt inni í þétt- býlinu. „Já, mér finnst ýmislegt athug- avert við ræktunina hjá Reykja- víkurborg, bæði plöntuvalið, teg- undir og stærðir, undirbúning jarðvegsins og hirðinguna,” segir Auður. „Ef maður skoðar t.d. trjágróðurinn á torginu eða sums staðar uppi í Breiðholti þar sem pínulitlar skógarplöntur eru að berjast fyrir lífinu, þá hlýtur mað- ur að fyllast vonleysi og álykta sem svo að það sé ekki hægt að rækta tré í jjessari borg. En svo sér maður allt í einu að hinum megin við sömu götu eru myndar- legir garðar eða tré, sem plantað hefur verið af alúð og fá rétta hirðingu. Og þá sér maður að þetta er kannski ekki svo von- laust. Borgin gæti mikið af einka- aðilum lært.” Finnurðu ilminn? Auður féllst á að sýna okkur nokkur dæmi, máli sínu til skýr- ingar. „Finnurðu ilminn?” spurði hún á horni 1 Frakkastígs og Laugavegar, þar sem hringferðin hófst. Ogmikið rétt, þaðvarekki venjuleg Laugavegarlykt frá bíl- apústi sem lá í loftinu, heldur hreinasta angan frá stórum Al- askaöspum sem gróðursettar voru þarna á horninu í fyrra. Þær eru margir metrar á hæð, glæsi- svona blokkum taka sig sjaldan saman um að gera nú eitthvað almennilegt við lóðina,” segir Auður, „og þess vegna eru þær flestar eins og grænar eyðimerk- ur. Það þyrfti að koma til móts við fólk með láni á vélum eða einhverju slíku því auðvitað er þetta dýrt.” Við Kóngsbakkann var skipt um allan jarðveg að sögn Auðar og sett góð gróðurmold ogskítur. Síðan voru keyptar valdar plöntur og þær sem þess þurftu voru bundnar upp og barrtrján- um skýlt. Á tveimur árum hafa plönturnar rótað sig vel og eru farnar að taka við sér. Þarna eru fjölmargar tegundir, birki, alask- avíðir, greni, birkikvistur og runnarósir. Yfir beðunum er 5 sm lag af sandi, sem einangrar vel og heldur öllu illgresi frá. Hinum megin Arnarbakkans eru 10-20 sm furuplönturnar sem áður er lýst, gular og rauðleitar eftir vetrarbrunann. Þarna eru þær næst veginum í hálfgerðu bleytusvæði, en bleyta á að auki mjög illa við furuna. „Það er auðvitað spurning hvort það á yf- irleitt að planta trjám í þennan fallega móa hér,” segir Auður, „en ef sú ákvörðun er tekin, þá er þetta versta lausnin. Þetta er stórt íbúðarhverfi og hér er mikill umgangur. Fjölmargar þessara litlu plantna hafa líka verið troðnar niður. Það er betra að planta þeim í þyrpingar með ein- staka stórri trjáplöntu, bæði til skjóls fyrir þær smáu og til að hindra átroðninginn. Þá sér fólk líka að þetta er hægt! Það ætti að vera auðvelt fyrir borgina að ala trjáplönturnar lengur og hafa þær stærri og sterklegri þegar þeim er plantað út.” Leið okkar lá víðar þennan eft- irmiðdag en hér gefst ekki rúm til að fjalla nánar um þá för. Að lok- um má þó benda lesendum á geysilega fjölbreytilegt og fallegt trjábeð við Fossvogskapelluna. Það er þess virði að heimsækja og skoða. -ÁI haggast ekki þótt vindur taki í krónuna. Birkið rótar sig því fyrr og skekkist síður. Eftir 2-4 ár má taka stoðirnar burtu. Hér er trénu svo gefinn áburður og vatn ef með þarf,” segir Auður og sýnir okkur fyrirferðarlítinn stút í moldinni. „Rauð- eða blátoppur- inn í kringum birkið kemur svo til með að hylja allt kerið og það þarf því ekki að eyða tíma eða vinnukrafti í að reyta arfa hér á ókomnum árum,” sagði hún. Frágangurinn kringum Jónas frá Hriflu stingur svo sannarlega í stúf við gamla birkihekkið kring- um hann Ingólf okkar Arnarson, skælt, skakkt og gisið. „Það þýðir ekki að stinga trjánum niður í moldina, allra síst veikbyggðum plöntum og vona svo að þær standi sig í baráttunni við vind og átroðning,” segir Auður. „Það er ekki hægt að bera saman birki- hekk og einstaka birkitré eins og hér er, en í kerjunum á torginu eru birkitré, sem ekki hefur verið vandað til eða passað uppá. Þetta er eins og svart og hvítt.” „Birki er falleg planta,” segir Auður, „en erfitt, því ef það brotnar, þá á það erfitt með að endurnýja sig. Þar sem mikill ágangur er á opnum svæðum er því vænlegra að plantá víði, sem myndar nýja sprota frá rót ef plantan brotnar. Birkið á því varla rétt á sér þar sem áníðslan er mikil.” Fyrstu árin þurfa stórar trjáplöntur stuðning. Hér má sjá uppbindingu á háum öspum við Fossvogskapellu. Bak við tréð sér í stútana sem áburður og vatn er gefinn í. Ljósm. Valdís. legar og beinvaxnar plöntur sem svo sannarlega auðga þetta fjöl- farna götuhorn lífi og lit. „Hér er verslunareigandi að verki,” sagði Auður, „og borgin gæti svo sann- arlega gert eitthvað þessu líkt á öðrum götuhornum í miðbæn- um. Og fyrsti viðkomustaður okkar er líka horn. Hornið á Lindar- götu og Ingólfsstræti, þar sem ný- lega var komið fyrir minnismerki um Jónas frá Hriflu. Aftan við minnismerkið eru upphækkuð beð með myndarlegum birki- trjám og toppum. Jónas og Ingólfur „Þetta er gott dæmi um vel unnið verk, vel valdar plöntur, góðan jarðvegsundirbúning og einfalda og ódýra hirðingu,” segir Auður. „Sá sem á heiðurinn af þessum frágangi er Einar Þor- geirsson garðyrkjumeistari. Birkiplönturnar eru bundnar upp við styrkar stoðir, þannig að rótin Sitt hvorum megin við Arnarbakkann Munurinn er kannski enn meiri við Arnarbakkann. Þar má sjá ár- angur trjáræktar sitt hvorum megin vegarins, annars vegar við íbúðarblokk við Kóngsbakka og hins vegar á opna svæðinu milli Breiðholts I og III. Við Kóngs- bakkablokkina eru myndarlegar plöntur í breiðum beðum, í mó- unum eru örlitlar furuplöntur sem varla sjást berum augum. „Það er leiðinlegt hvað íbúar í Þetta trjábeð við minnismerki um Jónas frá Hriflu er aðeins um viku gamalt. Hekkið hinum megin við götuna er hins vegar áratuga gamalt. Auður bendir hér á stútinn sem notaður er til að gefa trénu áburð. Ljósm. Valdís.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.