Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 4
UEIÐARI Eiu frystitogarar rétta leiðin? Það er ekki ofmælt að hin hnitmiðaða upp- bygging togaraflotans hér á landi skipti á sínum tíma sköpum fyrir atvinnulíf þjóðarinnar. Menn skulu ekki gleyma, að það voru einmitt íslenskir sósíalistarsem áttu ríkan þátt í að móta hana. Af því hlutverki fyrirrennaranna getur hreyfing sós- íalista verið stolt í dag. Nú hillir hins vegar undir nokkuð örlagaríka þróun sem kynni á stuttum tíma að gerbreyta hlutverki togaranna sem atvinnugjafa fyrir fólk í landi. Þessi þróun felst í því að aðilar í útgerð eru nú mjög víða að breyta togurunum yfir í frysti- togara, þar sem aflinn er að verulegu leyti unn- inn í neytendapakkningar um borð í skipunum. Arðsemissjónarmið ráða þessum breytingum og frá sjónarhóli útgerðaraðilanna er vafalaust rétt að málum staðið. En um leið er Ifka verið að taka atvinnu frá fólki, sem áður innti framvinnslu aflans af höndum í landi. Umsvifamiklar breytingar í þessa veru á togaraflotanum kunna því að leiða til verulegs atvinnusviptis. Við erum þjóð í örum vexti - við þurfum að skapa atvinnu handa fjölda vinnufúsra íslendinga á næstu árum, og því er rétt að menn staldri við og íhugi hvort breytingar á togaraflotanum í þessa veru séu alls kostar réttar, og hvort mögulega megi betur að þeim standa. Samkvæmt skýrslu sem Ólafur Gunnarsson verkfræðingur vann fyrir Framkvæmdastofnun að beiðni Geirs Gunnarssonar alþingismanns þá voru í fyrra alls fjórir frystitogarar í landinu sem veiddu sex þúsund tonn af botnfiski. I dag er hins vegar hafinn undirbúningur að breyting- um á 12 skuttogurum í viðbót og skýrsla Ólafs greinir frá að hlutdeild frystitogaranna í heildar- botnfiskafla togaraflotans muni á næstu árum vaxa upp í 100 þúsund tonn. Það þýðir í raun að nærfellt þriðjungur togaraaflans mun fiskast á frystitogurunum. Ástæða þessa er einföld: á síðasta ári var meðalskuttogarinn rekinn með rúmlega 41 prósent tapi - en meðalfrystitogari er í dag rek- inn með rösklega 4 prósent hagnaði! Með öðr- um orðum: frá sjónarhóli eigenda togaranna er auðvitað miklu hagkvæmara að breyta togurun- um yfir í frystiskip. Það er í hæsta máta eðlilegt að einstakir eigendur togara leiti í hámarks- gróða. Frá sjónarmiði heildarinnar lítur dæmið hins vegar öðru vísi út og ekki jafn gróðavænlega. í fyrsta lagi veldur þetta verulegum atvinnumissi í landi og gæti haft hrikalegar afleiðingar í smærri byggðarlögum. Þeim kynni fyrir vikið að vera hrundið út í darraðardans atvinnuleysis, sem hingað til hefur einungis verið þekkt af afspurn frá löndum sem búa við illræmdar íhaldsstjórnir. í öðru lagi er mjög margt sem bendir til þess að nýtingarsjónarmiðið fari mjög halloka á frysti- togurum samanborið við hina hefðbundnu vinnslu. Verri nýting stafar af ýmsu. Þannig er fleygt frá frystitogurunum ýmsum úrgangi sem í landi mætti vinna í mjöl og meltu. Árlega fer þannig í hafið andvirði þriggja miljóna hjá meðalfrysti- togara. Sömuleiðis mætti vinna bolfiskaflann í verðmætari pakkningar í landi heldur en er gert um borð í frystitogurunum. Hins vegar virðist sem frysting á hafi úti á tegundum einsog karfa og grálúðu sé miklum mun hagstæðari en vinnsla þeirra í landi og sjálfsagt er að beina þessum togurum að teg- undum sem þeim, og einnig rækju. Á þetta bendir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra í viðtali við Þjóðviljann í dag og það er full ástæða til að taka þeirri ábendingu. Jafnframt er svo rétt að benda á að nú er í burðarliðnum ný frystitækni sem gæti með að- stoð frystitogaranna gjörbylt sjávarútveginum. Með henni er unnt að heilfrysta fisk nýveiddan á hafinu og þíða hann svo til vinnslu þegar í land er komið. Með því móti er hráefnið ævinlega í úrvalsflokki. Takist að fullkomna þessa tækni þá verða einmitt frystitogarar mjög nauðsyn- legir. Það er því ekki endanlega víst að þeir muni, þegar til lengdar lætur, leiða til atvinnu- missis í landi. Þjóðviljinn leggur á það áherslu, að þessi mál verði ítarlega rædd. í húfi eru ekki einungis mikil verðmæti, heldur líka atvinna fyrir mjög marga, einkum úti á landsbyggðinni. Það þarf að koma af stað uppbyggilegri umræðu svo við rösum ekki um ráð fram. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Kreppa í BJ f>að er ekki einvörðungu Sjálf- stæðisflokkurinn sem á í vand- ræðum með að fá fólk í landinu til að koma á fundi hjá sér; jafnvel þótt skartað sé tignarmönnum og ráða-. Bandalag jafnaðarmanna efndi til fyrsta kjördæmisfundar síns á Akureyri nú í vor. Fundur- inn var auglýstur með miklum ágætum í hljóðvarpinu og í blöð- unum. Þannig var reynt að smala sem flestum inná fundinn, því BJ er flokkur sem hefur allar gáttir opnar þeim sem lystir. En hver var nú eftirspurnin í Norðurlandi eystra? Á fundinn mættu um 20 manns. Deyfðin Almannarómur klippara í BJ sem þekkir þetta einsog fingurna á sér kvað það hafa slegið sig mest, að margir dyggra stuðn- ingsmanna frá því í sl. kosninga- baráttu létu sig vanta. Hrein- skilnir menn í forystu Bandalags- ins viðurkenna, að hið pólitíska umhverfi, sem BJ er nú í, sé einkar dauft. Reyndar á það nú ekki við um BJ umfram marga aðra flokka, að deyfðin virðist hafa náð yfirhöndinni, en lítum nú á hvað þau hafa sjálf að segja: Aldrei verið til? { gagnmerku umræðuplaggi fyrir landsnefnd BJ sem hélt með sér fund seint í sl. mánuði segir m.a.: „Það er augljóslega heimsku- legt að fara að pæla mjög í fram- boðsreglum og öðru þess háttar ef við erum í dauðateygjunum. Það er mikilvægt í þessu sam- hengi að átta sig á því að við höf- um hugsanlega aldrei verið til að því marki sem þarf til að geta dáið”. Áhugiá persónum „Það hlýtur að vera okkur al- varlegt umhugsunarefni að okkur skuli ekki takast betur að ná til fólks en raun ber vitni um”, segir í því innanhússplaggi BJ sem hér er til vitnað. „Áhuginn er á einstaklingum en ekki málefnum...”. „Það er hugsanlegt að í framsetningu okkar hafi fólkið gleymst og kerfi orðið að markmiði í sjálfu sér. BJ snúist þá um lög og reglugerðir, stjórnarskrá og stofnanir en ekki fólk. Þá er að sjálfsögðu ekkert undarlegt að í kringum okkur sé fólksfæð. Líklegast er eitthvað athugavert við aðferðir okkar”. Bara bláeygari? „Þó svo að BJ sé ekki nema tveggja ára þá er alveg ljóst að við erum í augum þess fólks, sem við ætluðum að ná til, einn flokkur- inn enn. Við getum náttúrulega pælt í því hvort þörfin fyrir einn krataflokkinn enn sé mikil. Mér sýnist ef litið er yfir aðstöðu okk- ar til allskyns dægurmála, þá er það einmitt það sem við erum á ískyggilega góðri leið með að verða. Sennilega aðeins öðruvísi en hinir kratarnir, aðeins bláeyg- ari, en það fer af með árunum ef að líkum lætur”. í kjölfar Samtakanna „Ég held jafnvel að það þurfi engar umtalsverðar einfaldanir til að sjá töluverða samsvörun á milli stöðu BJ þessa dagana og Samtakanna á sínum tíma”, segir formaður landsnefndarinnar í umræðugrundvelli sínum til nefndarinnar. „Gamla flokka- kerfið afmáði sérstöðu þeirra á einu kjörtímabili með því að til- einka sér það úr málefnum þeirra sem fékk hljómgrunn”. Kerfisbanar gegn krötum Meðal þess fámenna hóps sem er „virkur” í kringum BJ er stundum talað um að andstæð- urnar felist í því að annars vegar séu eins konar kratar og hins veg- ar „kerfisbanar”. Inná alþingi síðustu daga finnst mörgum sem þingflokkurinn sé að marka sér bás nær Sjálfstæðis- flokknum og hyllingasamtökum Jóns Baldvins og þykjast sjá móta þannig fyrir „viðreisnarstjórn”. En hvað sem um það má segja, telja margir að andstæðurnar séu ekki síður fólgnar í því meðal „kerfisbananna” hvort gagnrýna eigi kerfið frá hægri eða vinstri, - út frá sjónarhóli í nánd við frjáls- hyggjuna ellegar þá félags- hyggju. Hins vegar er ekki víst að samtökunum gefist líftími til að komast að niðurstöðu í þeim efn- um, - því einhvern tíma verður kosið. Bláþráðurinn? Innan BJ einsog annars staðar telja margir að það eina, sem gæti „bjargað” BJ inná næsta kjör- tímabil, sé nýr frambjóðandi, sbr. það sem sagt er í plagginu um að pólitík snúist nú um stundir meir um persónur en hugmyndir. Og þá er talið að Valgerður Bjarnadóttir gæti skorað stigin fýrir BJ í Reykjavík. Hún muni ná til fylgis frá hyllingasamtökum JB annars vegar og Sjálfstæðis- flokknum hins vegar. Én um það er ekki hægt að fullyrða frekar á þessu stigi... -«g ÞlOÐVIUINIfl Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rit8tjórar: Árni Berqmann, össur Skarphóöinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljóamyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson. Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýalngastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Fimmtudagur 9. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.