Þjóðviljinn - 09.05.1985, Blaðsíða 2
_____________________FRÉTTIR______
Sendibílaslagurinn
Fyrstu málin að koma
til ríkissaksóknara
Kœrumálin eru mörg og hvert mál verður að
rannsaka sérstaklega og senda síðan til ríkissaksóknara
ær deilur og þau átök spm átt
hafa sér stað milli leigubif-
reiðastjóra í Reykjavík annars
vegar og sendiferðabílstjóra í
mannflutningum í vetur hafa leitt
af sér fjölmargar kærur. Bragi
Steinarsson vararíkissaksóknari
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gær, að fyrstu kærurnar sem
embættinu hefðu borist væri nú
verið að taka til meðferðar.
Arngrímur ísberg fulltrúi lög-
reglustjóra í Reykjavík sagði að
lögreglan rannsakaði hverja
kæru, hvert mál fyrir sig og síðan
væri málið sent ríkissaksóknara
til ákvörðunar. Hann sagði að
mjög margar kærur hefðu borisi
til lögreglunnar vegna þessa máls
og eru þær frá leigubifreiða-
stjórum og fjölluðu alfarið um að
menn sem ekki hefðu til þess leyfi
önnuðust mannflutninga gegn
gjaldi.
Lögreglan hefur hvað eftir
annað stöðvað menn sem eru í
fólksflutningum gegn gjaldi án
þess að hafa til þess leyfi, en
Arngrímur sagði að engin leið
væri til að koma í veg fyrir svona
brot í eitt skipti fyrir öll, taka yrði
á hverju máli fyrir sig þegar þau
kæmu upp og það hefur verið
gert.
Að lokum sagði Arngrímur að
mörg kærumálin væru komin til
ríkissaksóknara og mörg væru á
leiðinni.
-S.dór.
Sigurður G. Pálmason forstjóri Hagkaups og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skoða íslenskan varning i versluninni. Ljósm. E.OI.
Hagkaup
Má bjóða þér íslenskt?
Kynning á íslenskum iðnvarningifram til 18. maí
Verslunin Hagkaup er nú með
stórátak í kynningu á íslensk-
um vörum í verslunum sínum.
Nefnist það íslenskir dagar. Hafa
forráðamenn verslunarinnar
samvinnu við Félag íslenskra iðn-
rekenda og mun sölu- og kynning-
arátakið standa fram til 18. maí.
Sérstakar vörukynningar verða,
tískusýningar o.fl.
Allar íslenskar vörur í hinum 5
verslunum Hagkaups verða
merktar með sérstökum hætti og
með því reynt að leiða athygli
neytenda að íslenska varningn-
um. Er markmiðið að snúa við
þeirri þróun sem verið hefur und-
anfarin ár að erlendar vörur hafa
sótt æ meira inn á íslenska mark-
aðinn.
I dag má nefna að kl. 12.00
hefjast vörukynningar nokkurra
fyrirtækja, kl. 15.00 hefst tísku-
sýning og frá kl. 16.30 mun Hálft í
hvoru með Gísla Helgason inn-
anborðs skemmta gestum. Alla
dagana sem íslenskir dagar
standa yfir verður margs konar
fróðleikur og skemmtan á boð-
stólum í verslunum Hagkaups.
Ha? Herlög í stríðinu? Og ég
sem hélt að Steingrímur hefði
sett þau.
Listamenn
Starfslaun
Úthlutunarnefnd starfslauna
listamanna úrskurðaði í gær
starfslaun til 38 listamanna og er
þar um að ræða laun
menntaskólakennara í 3, 6 og 12
mánuði. Samtals sóttu 128 um
launin. Þessir skipta með sér
þeim 3,4 miljónum sem til ráð-
stöfunar voru:
12 mánaða laun:
Brynhildur Porgeirsdóttir mynd-
listarmaður, Guðrún Tryggvadóttir
myndlistarmaður, Áskell Másson
tónlistarmaður, Karólína Eiríksdótt-
ir, tónlistarmaður.
6 mánaða laun:
Gylfi Gíslason myndlistarmaður, Jó-
hanna Bogadóttir myndlistarmaður,
Jón Gunnar Árnason myndlistar-
maður, Kjartan Ólason, myndlistar-
maður, Kolbrún Björgólfsdóttir
myndlistarmaður, Sigurður Örlygs-
son myndlistarmaður, Pétur Einars-
son leikari, Friðrik Pór Friðriksson,
kvikmyndagerðarmaður.
3 mánaða laun:
Bergþóra Árnadóttir tónlistarmaður,
Helga Ingólfsdóttir tónlistarmaður,
Hlíf Sigurjónsdóttir tónlistarmaður,
Marteinn H. Friðriksson tónlistar-
maður, Pétur Jónasson tónlistarmað-
ur, Ása Ólafsdóttir myndlistarmað-
ur, Daði Guðbjörnsson myndlistar-
maður, Guðmundur Benediktsson
myndlistarmaður, Hannes Lárusson
myndlistarmaður, Harpa Björnsdótt-
ir myndlistarmaður, Ingólfur Örn
Arnarson myndlistarmaður, ívar
Valgarðsson myndlistarmaður, Jón
Axel Björnsson myndlistarmaður,
Kristinn G. Harðarson, myndlistar-
maður, Lísa K. Guðjónsdóttir mynd-
listarmaður, Ólafur Lárusson mynd-
listarmaður, Ragnhiidur Stefánsdótt-
ir myndlistarmaður, Valgarður
Gunnarsson myndlistarmaður, Vign-
ir Jóhannsson myndlistarmaður,
Messíana Tómasdóttir leikmynda-
hönnuður, Kristín Bjarnadóttir leik-
kona, Filippía Kristjánsdóttir rithöf-
undur, Guðmundur Halldórsson rit-
höfundur, Ingólfur Jónsson rithöf-
undur, Ulfar Þormóðsson rithöfund-
ur, Valgerður Þóra Másdóttir rithöf-
undur.
Horten í Noregi
Kjamorkuvopn bönnuð
Samþykktin í blóra við norska öryggishagsmuni segir varnarmálaráðherrann.
Sigurfyrirfriðarhreyfinguna segirfulltrúi samtakanna Nej tilatomváben.
Ratsjár
Ábyrgðarleysi
Þjóðviljanum hefur borist
eftirfarandi ályktun frá sósíalist-
um í Menntaskólanum á Akur-
eyri:
S.Ó.M.A. Sósíalistafélag
Mcnntaskólans á Akureyri lýsir
yfir fyrirlitningu sinni á ábyrgð-
arleysi leikaranna við Austurvöll,
þegar þeir síðastliðinn
fimmtudag (02.05.85.) flæktu
okkur íslendinga enn frekar í net
heimsvaldasinnaðs auðvalds.
Og þótti okkur þó nóg um. Um
rúmlega 30 ára skeið hafa tagl-
hnýtingar Bandaríkjastjórnar
fengið að fara sínu fram óáreittir í
því þjóðarleikhúsi sem Alþingis-
hús kallast. Við særum íslenska
alþýðu við hinn rauða fána, að
rísa nú upp gegn tortímingar-
stefnu pappírstígranna.
Stjórn S.Ó.M.A.
ann 22. aprfl síðastliðinn
gerði meirihluti bæjarráðs í
bænum Horten í Noregi sam-
þykkt sem felur í sér að öll þau
herskip sem koma til bæjarins
þurfa að gefa yfirlýsingu um að
þau hafi ekki kjarnorkuvopn
innanborðs. Samþykkt þessi hef-
ur vakið athygli og umtal í Nor-
egi, ekki síst vegna þess að í Hort-
en er gömul flotastöð. Varnar-
málaráðherra Noregs hefur
þannig lýst því yfir að samþykkt-
in gangi í berhögg við stefnu
stjórnvalda í öryggis- og varnar-
málum.
Manne Barth, hjá samtökun-
um Nei til atomvápen sagöi í
samtali við Þjóðviljann í gær að
yfirlýsing þessi hafi verið sam-
þykkt í bæjarráðinu með 6 at-
kvæðum sósíaldemókrata og einu
atkvæði sósíalíska vinstriflokks-
ins gegn 6 atkvæðum hægri-
manna. Hefur varnarmála-
ráðherrann lýst þ ví yfir að engar
flotaheimsóknir yrðu gerðar til
Horten á meðan samþykkt þessi
er í gildi. Fyrirhuguð er flota-
heimsókn danskra og vestur-
þýskra herskipa á næstunni, en
ekki er talið að yfirlýsingin muni
trufla hana. Hins vegar mun hún
hugsanlega koma í veg fyrir flota-
heimsóknir frá kjarnorkuveldun-
um, Bandaríkjunum, Bretlandi,
Sovétríkjunum og Frakklandi.
Manne Barth sagði að tvær
hliðstæðar samþykktir hefðu ver-'
ið gerðar í tveim minni sveitarfé-
lögum í N-Noregi, Kvæfjord og
Torsken, en þær samþykktir
hefðu ekki vakið jafn mikla at-
hygli og friðlýsing Horten sem er
gömul flotastöð. Bærinn er um
100 km suður af Osló, og þar búa
um 10 þúsund manns.
Manne Barth sagði að samtök-
in Nej til atomváben litu á sam-
þykkt þessa sem árangur mikils
starfs sem unnið hefði verið á
vegum samtakanna um allan
Noreg. Hafa samtökin barist fyrir
því að hliðstæðar samþykktir
verði gerðar sem víðast. SV hefur
stutt þá stefnu, en skoðanir munu
skiptar innan Verkamanna-
flokksins.
-ólg.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN