Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 2
HVERNIG ENDAST LAUNIN? Jóhanna Asgeirsdóttir Kauphækkanir strax „Það gengur alls ekki vel. Mér fínnst þetta alltaf vera erfiðara og erfiðara“, sagði Jóhanna Ás- geirsdóttir verslunarmaður.“ „Við eigum að semja strax um einhverjar kauphækkanir. Ég held að það sé vænlegra. Okkur veitir alls ekki af því að fá ein- hverjar kauphækkanir og við verðum að fá þær strax“, sagði Jóhanna. -Ig. Björn Ingibjartsson. Kauptryggingu „Það er erfitt að lifa af kaupinu í dag. Ég hef verið í siglingum erlendis en mér sýnist að hér gangi allt út á að vinna eins og þrælar til að hafa ofan í sig. Þetta getur ekki gengið svona, fólk verður að hafa mannsæmandi laun fyrir dagvinnuna“, sagði Björn Ingibjartsson verkamaður. „Það er alveg út í hött að hafa kaupið óverðtryggt á meðan allt annað í landinu er verðtryggt. Menn verða að tryggja einhvern varanlegan árangur í samning- um. Þetta á að vera eins og hjá siðuðum þjóðum þar sem menn geta lifað af 8 stunda vinnudag. Mér sýnist því miður að ekkert gerist raunhæft í málum, það er ekkert sem bendir til þess“, sagði Björn. -Jg- Alþingi: Byggðastefna í bjórmálinu! Hjörleifur Guttormsson lýsir stuðningi við bjórinn ef allir landsmenn sitji við sama borð. Það er greinilega orðið heitt undir Engeyjarættinni. Hvernig hafa menn hugsað sér að fólk úti á landi, þar sem ekki er áfengisútsala nálgist bjórinn? Eiga menn að panta hann eins og vínið nú og hver á að bera kostnaðinn af dreifingunni? Ég er hræddur um að það muni þrengjast um á pósthúsunum þeg- ar farið verður að dreifa bjórnum þaðan um landsbyggðina“, sagði Hjörleifur Guttormsson í umræð- um um bjórinn á fimmtudags- kvöld.“ „Þetta er spurning um kostnað“. Hjörleifur gerðist í umræðun- um talsmaður „byggðastefnu í bjórmálinu" og sagði að allsherj- arnefnd og flutningsmenn frum- varpsins slyppu of billega með því að vísa á útsölu ÁTVR, þegar spurt væri um dreifinguna. Hann sagðist áskilja sér rétt til að end- urskoða afstöðu sína eftir þeim svörum sem hann fengi við þess- um spurningum. Hjörleifur sagðist að öðru leyti telja rétt að samþykkja bjórfrum- varpið nú og höggva á þann hnút, sem bjórlíkissalan og sala áfengs öls í Fríhöfninni hefði sett um- ræðuna í. í samtali við Þjóðvilj- ann í gær sagðist Hjörleifur óttast að sú tilhögun að dreifa bjórnum aðeins um útsölur ÁTVR muni þrýsta á opnun á slíkum útsölum víðar eða að bjór verði seldur í almennum verslunum. Því sagð- ist hann andvígur eins og trúlega flestir aðrir þingmenn. Þá sagðist Hjörleifur að lokum ekki tala fyrir munn annarra þingmanna AB í þessu máli, þar hefðu menn óbundnar hendur um afstöðu. -AI Bjórfrumvarp Ekkert rætt við Albert Sverrir Hermannsson: lög um Jarðboranir hf. fyrirþinglok. Albert: á eftir að kynna sér málið. Samningur um sameiningu Jarðborana ríkisins og Gufu- bors ríkis og borgar var undirrit- aður í vikunni með fyrirvara um samþykki borgarstjórnar og al- þingis. Á blaðamannafundi í fyrradag sagði iðnaðarráðherra að hann hygðist leggja frumvarp um þetta fyrir þingið og fá það samþykkt fyrir þinglok í vor. Al- bert Guðmundsson borgarfullt- rúi og fjármálaráðherra sagði við Þjóðviljann í gær að enn hafi ekki verið rætt við sig um að ríkið yfir- tæki 119 milljón króna skuldir Jarðborana. „Þessir pappírar voru lagðir fram í gær í ríkisstjórninni og ég er ekki farinn að lesa þá“ sagði Albert í gær. „í borgarstjórn hef- ur þetta ekki verið kynnt fyrir mér. Það getur verið að borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins hafi fjallað um málið, ég hef ekki mætt á alla fundi þess, en það hefur ekki verið rætt við mig sem borgarfulltrúa. Innan ríkisstjórnarinnar vissi ég að þessar umræður áttu sér stað, en ég vissi ekki að það væri komið að því að undirskrifa samninga." Nú segir Sverrir að þetta muni fara í gegnum þingið í vor? „Þá hlýtur hann að vera búinn að kynna sér það mál. Ég vil ekki mótmæla því.“ Það þýðir að þitt samþykki þarf til að koma? Kráarlíf Kópavogur de Janeiro Ríó heitir ný bjórkrá í Kópa- vogi. Hún var opnuð með pompi, pragt og veigum vel glýjaðra þýja í gærkvöldi og er á Smiðjuvegi eitt í sama húsi og Útvegsbank- „Ég á eftir að kynna mér málið og heyra frekari rök iðnaðarráð- herra og borgarstjóra." -m/ÁI Rockall Útlenskir eiga líka rétt Geir Hallgríms: reynum samninga „Leita ber samkomulags milli Islands og annarra hlutaðeigandi landa um endanlega afmörkun landgrunnsins í samræmi við al- mennar reglur þjóðarréttar“. Þetta segir meðal annars í reglu- gerð sem utanríkisráðherra Geir Hallgrimsson gaf út í gær um af- mörkun landgrunnsins og þar sem lýst er yfir réttindum Islands á Hatton-Rockall svæðinu. íslendingar, Danir og Færey- ingar hafa átt viðræður um sam- eiginlega hagsmuni sína á um- ræddu svæði en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað við Breta og íra þar sem þeir vísa kröfum íslendinga eindregið á bug. Nýlega lýstu Danir yfir kröfu sinni til mikils hluta Hatton Rockall svæðisins en af hálfu ís- lendinga hefur það verið ítrekað að þeir séu reiðubúnir til við- ræðna og æski þess að ágreining- ur verði leystur með samningum. -aró ínn. -m Hótel Borg Samvinna í borgó? Almennurfundurfélagshyggjufólksá þriðjudag. |y| álfundafélag félagshyggju- fólks efnir til almenns fundar á Hótel Hofí þriðjudaginn 14. maí nk. og hefst hann kl. 20.30. Þar verður til umræðu: Borgarstjórn- arkosningar 1986 - Hvað gerafé- lagshyggjuflokkarnir? í freft frá félaginu er minnt á að byggðakosningar verða eftir rúmt ár og að undirbúningur framboðslista flokkanna hefjist senn. Á fundinum mun aðal- frummælandi verða Magnús Ól- afsson ritstjóri en auk hans þau Adda Bára Sigfúsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Snorri Guðmunds- son. Fundarstjóri verður Kristín Ástgeirsdóttir. MALL AF HVERJU Þaö er ekki tilviljun aö Mallorca er einn eftirsóttasti sólarstaður í Evrópu. Á Mallorca er allt gert til að gera fólki fríið sem skemmtilegast. Þar er allt fyrir alla. Umboö a Islandi fyrir \ DINERS CLUB *,‘r\ INTERNATIONAL FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 Brottfarardagar. Mal: 27. - Júni: 17. - Júll: 8., 29. - Agúst: 19. - Sept.: 9., 30. - Okt.: 21. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.