Þjóðviljinn - 11.05.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Síða 3
FREITIR Fiskeldi Ný sjóeldisbúr opna mikla möguleika Japönsk uppfinning. Eldismenn í Evrópu ánœgðir. Sjóeldi íHöfnum hefur áhuga. 4 íslendingar í kynnisferð á írlandi. Miklir möguleikar við suðurströndina og í Faxaflóa Ný tegund af gríðarstórum og sterkbyggðum búrum fyrir sjávareldi á laxi eru að ryðja sér braut inn á markað í helstu lax- eldislöndum Evrópu og hafa vak-. ið mikla athygli. Fjórir íslending- ar eru nýkomnir frá írlandi þar sem þeir kynntu sér þessi búr og hafa forráðamenn Sjóeldis í Höfnum áhuga á að kaupa slíkt búr og koma því fyrir í Faxaflóa. Búr þessi sem framleidd eru í Japan af Bridgestone eru 66000 rúmmetrar að stærð. Þau eru 10 metrar á dýpt og því mun stærri en þau búr sem áður hafa þekkst við sjóeldi. Japanir haf notað þessi búr við fiskeldi með góðum árangri og Norðmenn, Sovét- menn, Skotar, frar og nú síðast Færeyingar hafa keypt þessi búr. Hvert búr kostar um 90 þús. $, eða um 4 miljónir ísl. kr. „Þetta eru miklu stærri búr og eftirgefanlegri fyrir öldugangi en þau sem notuð hafa verið og henta því vel fyrir íslenskar að- stæður. Þeir segja að búrin þoli meira heldur en fiskurinn", sagði Jón Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri Sjóeldis í Höfnum í samtali við Þjóðviljann en hann var einn f'eirra sem kynntu sér þessi búr á rlandi á dögunum. „Það verður haldinn stjórnarfundur mjög bráðlega þar sem teknar verða ákvarðanir um hvort við festum kaup á svona búri“, sagði Jón. Fiskeldisfrömuðir telja að þessi nýja gerð sjávarbúra muni opna möguleika á sjávareldi mjög víða við sunnan- og vestan- vert landið þar sem sjór er vel hlýr yfir sumartímann. Þá verði hægt að nýta innlent fóður slóg- meltu, í þessum búrum en það hefur verið illmögulegt hingað til. -Ig. •“i**,*1 ", . * v. : . . . » - *■ ' • . ■ ;*•■- *■>:.. '• ■• ' - i.'l % v ÍSV- * ’ ' * ‘ * . •!. . -í *. ■■*' • , ■ :... • -« ; . i i ■ - ••. '•:■ . ' , '■ ' ■ • ,■:■. ■ ... Meistarakeppni Fram sigur í framlengingu Framarar eru meistarar meistaranna eftir að hafa sigrað Skagamenn í hörkuleik á Kópa- vogsvelli í gærkvöld. Liðin skiidu jöfn að venjulegum leiktima lokn- um en á síðustu mínútu framleng- ingarinnar tryggði Fram sér sigur 3-2 með marki Ómars Torfa- sonar. Mikið rok setti svip á leikinn og voru öll mörkin skoruð undan vindi. Sigurður Lárusson náði forystu fyrir Akranes en Kristinn náði að jafna 1-1 fyrir Fram. í framleng- ingunni náðu Skagamenn aftur forystu 2-1 með marki Harðar Jó- hannssonar en Guðmundur Torfason jafnaði og það var síðan Ómar Torfason sem tryggði Fram sigurinn á síðustu mínútum leiksins. ^g- Mútubrigsl Oiafur neitar að endurtaka Fréttamenn: rógur! Sjáviðtalvið Ólaf „á beininu“ í sunnudagsblaði rógur að drótta að fólki misferli í falla á alþingi eða annars staðar. í starfi án þess að finna þeim orð- Því ljósi veður að skoða orð Ólafs um stað, hvort sem þau eru látin Olafur Þ. Þórðarson neitar í Þjóðviljanum í dag að endur- taka utan þings ummæli sín um fréttamenn ríkisfjölmiðla, bjór og mútuþægni. Útvarps- og sjón- varpsmenn hafa mótmælt áburði þingmannsins. Þegar Þjóðviljinn leitaði álits fréttamanna á Ríkisútvarpi á orð- um Ólafs kom í ljós að stjóm Fé- lags fréttamanna hafði samþykkt eftirfarandi: „Stjórn félags fréttamanna mótmælir harðlega þeim aðdrótt- unum Ólafs Þ. Þórðarsonar á al- þingi í gær þegar hann segir að það hvarfli að sér að fréttamenn Ríkisútvarpsins þiggi mútur til að draga upp glansmynd af bjór- drykkju, væntanlega í þeim til- gangi að stuðla að framgangi bjórfmmvarpsins sem nú er hart deilt um á alþingi. Ólafi Þ. Þórðarsyni hefur verið gefinn kostur á að endurtaka þessi ummæli utan alþingis þar- sem hann þarf að standa við þau. Því hefur hann hafnað. Það er Þ. Þórðarsonar.1' ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3 Útvarpsráð Gunnar mótmælir með fjarveru Gunnar Stefánsson dagskrár- stjóri á útvarpinu mætti ekki á fund útvarpsráðs í gær í mót- mælaskyni við vinnubrögð ráðs- ins á síðasta fundi þegar meirih- lutinn kom meðal annars í veg fyrir að Ævar Kjartansson vara- dagskrárstjóri sæi um frétta- tengdan þátt í sumardagskrá. Gunnar staðfesti fréttina í sam- tali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Hann sagðist fyrr í vikunni hafa skrifað útvarpsstjóra bréf þar sem hann hefði gert grein fyrir mótmælum sínum. Þeir hefðu síðan rætt saman og ákveðið að koma á fundi með formanni út- varpsráðs um þessi mál. Inga Jóna Þórðardóttir formaður er nú erlendis. „Ég vona að það verði hægt að koma þessu þannig fyrir að svona árekstrar verði ekki aftur“ sagði Gunnar, „það er ekki hægt að vinna við þær aðstæður að út- varpsráð vaði svona yfir menn einsog þarna var gert.“ -m •BORÐBÚNAÐUR • ELDHÚSÁHÖLD • 6JAFAVÖRUR • RAFTÆKI SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS-06 BORÐBÚNAÐ NÝBÝLAVEGI 24 SÍMI 41400

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.