Þjóðviljinn - 11.05.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Qupperneq 5
INN SÝN Eyian í íhaldshafinu 30 ára afmœli Kópavogskaupstaðar Það var von á barni í einu húsanna á frumbýligsárun- um í Kópavogi og húsbónd- inn hringdi í Ijósmóðurina. Ljósmóðirin spurði um líð- an hinnar væntanlegu móð- ur: Er vatnið komið? Hús- bóndinn sem var með hug- ann við uppbygginguna svaraði að bragði án þess að hugsa sig um: Nei, en hann Finnbogi er búinn að lofa því fyrir áramót! Þessi gamansaga var sögð á frumbýlingsárunum í Kópavogi, þarsem Finnbogi Rútur Valdi- marsson var bæjarstjóri og stjórnaði uppbyggingunni öðrum fremur. Hann var oddviti Kópa- vogshrepps frá stofnun 1948-1955 er bærinn fékk kaupstaðarrétt- indi. Þá varð hann bæjarstjóri til 1957. í bæjarstjóminni sat hann til 1962. Þegar Finnbogi Rútur lét af bæjarstjórn í Kópavogi tók við henni Hulda Jakobsdóttir fyrsta konan sem gegnt hefur starfi bæj- arstjóra á íslandi. Hulda er eigin- kona Finnboga Rúts og saman má segja að þau hafi verið for- eldrar landnámsins í Kópavogi og frumbýlingarnir báru þannig traust til þeirra svosem gaman- sagan hér að ofan vitnar um. Þau Hulda og Finnbogi Rútur fluttu að Marbakka í Kópavogi 1940. Húsfreyjan og húsbóndinn á Marbakka urðu fljótlega allt í öllu einsog sagt er, í félagslífi Seltjarnarnesshrepps hins forna og síðan bæjarfélagsins Kópa- vogs. Þð var því að miklum verð- leikum að Kópavogskaupstaður gerði þau hjón að fyrstu heiðurs- borgurum Kópavogs árið 1976. Þau hjónin búa enn á Marbakka í hljóðlátri og virðulegri elli. Þeir lögðu hönd á plóg Margur góður drengur hefur lagt hönd á plóg með hjónunum frá Marbakka að uppbyggingu Kópavogs. Nöfn þessa fólks og afrek þeirra mega ekki gleymast á tímamótum einsog 30 ára af- mæli kaupstaðarins. Meðal frum- kvöðlanna voru menn einsog Óskar Eggertsson bústjóri í Kópavogi, Þormóður Pálsson að- albókari, Ingjaldur ísaksson bíl- stjóri frá Fífuhvammi, Eyjólfur Kristjánsson verkstjóri fyrsti forseti bæjarstjórnar, Hjálmar Ólafsson var bæjarstjóri í Kópa- vogi frá 1962 til 1970 og Ólafur Jónsson sem tekið hefur þátt í þessari uppbyggingu allt fram á þennan dag af þeirri ósérplægni og alúð sem einungis fám mönnum er hent í félagsstarfi. Nöfn þessa fólks og vinna mega ekki gleymast eftirkomendum - né heldur fjölmargra annarra sem vert væri að minnast. Ólafs þáttur Ekki get ég stillt um að geta Ólafs Jónssonar ögn ítarlegar. Ólafur flutti í Kópavog á lýðveld- isárinu 1944 og tók fljótlega drjúgan þátt í uppbyggingarstarf- inu. Hann var í hreppsnefnd Kópavogs 1954 og svo í bæjar- stjórninni frá 1955 og til ársins 1978 (með fjögurra ára hléi, 1970-1974). Ólafur hefur unnið gífurlegt starf þessa áratugi. Hann átti stærstan hlut að stofn- un Strætisvagna Kópavogs og var stundum kenndur við strætó, - hann beitti sér fyrir stofnun bygg- ingafélags verkamanna í Kópa- vogi auk margs konar annars brautryðjendastarfs. Það er táknrænt fyrir starf Ólafs Jóns- sonar, að þessa dagana var verið að auglýsa 79 íbúðir handa full- orðnum Kópavogsbúum, en þetta framtak hefur verið gert undir forystu Ólafs. Til marks um það hvers konar átak þetta er fyrir bæjarfélagið er bent á að þessi íbúafjöldi samsvari 400 íbúðum handa öldruðum í Reykjavík. Nú er það svo að frumbyggjarnir og forystumennirnir í Kópavogi voru ekki einungis að hamra járnin innan bæjarmarkanna. Samtímis var þetta fólk að vinna að margvíslegum málefnum - og hafði jafnvel forystu á ýmsum sviðum þjóðlífsins á landsvett- vangi. Þannig var t.d. Finnbogi Rútur alþingismaður fyrir sósía- lista og Alþýðubandalagið frá 1949 til 1959 og allir vita að hann vann í kyrrþey að margvíslegum framfaramálum fyrir verkalýðsh- reyfinguna. Hjálmar heitinn Ól- afsson starfaði samtímis í bæjar- stjórninni að margvíslegum lista- og menningarmálum, auk hinnar norrænu samvinnu sem hann lagði á fórnfúst starf í. Ólafur Jónsson vann að húsnæðismálum og átti sæti í ýmsum ráðum og nefndum fyrir Alþýðubandalag- ið, auk þess sem hann var fram- kvæmdastjóri þess. Og þannig mætti lengi telja. Flúðu eymdina í Reykjavík Hvers vegna byggðist Kópa- vogur svona fljótt upp? Uppbygging þessa bæjarfélags varð með allt öðrum hætti heldur en annarra sveitarfélaga í landinu. Um það leyti sem bær- inn þaut upp, var ófremdará- stand í húsnæðismálum í Reykja- vík. Sjálfstæðisflokkurinn í borg- inni lét alveg undir höfuð leggjast að gera átak í húsnæðismálum eftir stríðið. Á sama tíma var fjöl- di fólks að flytja til höfuðborgar- innar utan af landsbyggðinni. í Reykjavík voru á árunum í kring- um 1950 sannkölluð fátækra- hverfi, braggar frá stríðsárunum voru notaðir sem íbúðarhúsnæði, engar lóðir fengust. í Kópavogi gátu menn byggt sér sjálfir hús og forystumennirnir í bæjarfé- laginu, hreppsnefndinni og síðar bæjarstjórninni unnu til að byrja með aðallega að því að gera fólk- inu kleift að reisa húsin, leggja fyrir vatni og skólpi og gera götu- slóða. Það þurfti að byggja upp skólakerfi frá grunni. Dugnaðar- fólk hvaðanæva að landinu, sem ekki átti uppá pallborðið í því kerfi sem Reykjavíkurborg vildi hafa á hlutunum, þyrptist að Kópavogi. Og landnámið, að- stæðurnar og ástandið í Reykja- vík þjappaði frumbýlingunum í Kópavogi saman. Af þessum ástæðum byggðist Kópavogur ævintýralega hratt upp í öðru andrúmslofti og með allt öðrum hætti en önnur bæjarfélög. í þessu ljósi er einnig ævintýri lík- ast að svipast um í Kópavogi ¥á Afreksmenn í Kópavogi I Finnbogi Rútur Valdemarsson. Framkvæmdastjóri Seltjarnarnesshrepps hins forna frá 1946 til ársloka er hreppurinn var lagður niður. Oddviti Kópavogshrepps frá stofnun 1948 til 1955 er hreppurinn fékk kaupstað- arréttindi. Þá varð hann bæjarstjóri til 1957. Hulda Jakobsdóttir, fyrsta konan sem gegndi bæjar- stjórastarfi. Bæjarstjóri frá 1957-1962. Bæjarfulltrúi frá 1970-74 og gegndi margvíslegum öðrum trúnaðar- störfum í Kópavogi. Laugardagur 11. maí 1985 Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi 1962-70. Frumkvöðull í menningarmálum í Kópavogi sem ann- ars staðar. Hann lést í fyrra. Ólafur Jónsson í hreppsnefnd 1954-1955, I bæjar stjórn frá 1955-1978 með hléi. Beitti sér fyrir stofnun verkamannabústaða f Kópavogi, strætisvagnanna, íbúðabyggingum fyrir aldraða og margsfleira. dagsins í dag sem er um flest fyrir- myndarbæj arfélag. í kosningum buðu þeir frum- býlingar sem hér hefur verið get- ið fram í nafni Framfarafélags Kópavogs, síðar sem óháðir kjós- endur og höfðu lengst af hreinan meirihluta. Á móti þessum listum buðu fram fyrst Sjálfstæðisflokk- ur, Alþýðuflokkur og loks Fram- sóknarflokkur frá 1956. Frá 1962 tók Framsóknarflokkurinn þátt í meirihlutanum en árið 1970 var myndaður hægri meirihluti í Kópavogi, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem stóð til ársins 1978, - að Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur mynduðu meiri- hluta bæjarstjórnar. Eyjan í íhaldshafinu Þegar Kópavogur varð sjálf- stætt sveitarfélag voru íbúarnir 1163 árið 1948. I dag munu þeir vera tæplega 15 þúsund. Þannig má segja að byggð hafi verið smá- borg (á íslenskan mælikvarða) á örfáum áratugum. Um aldamótin er talið að íbúar verði orðnir um 40 þúsund talsins. Kópavogskaupstaður er í dag brautryðjandi á ýmsum sviðum, í atvinnumálum, félagsmálum og menningarmálum. Svo nokkur dæmi séu nefnd af handahófi um framsækni bæjar- félagsins er rétt að benda á að á dagvistarstofnunum í Kópavogi eru fleiri menntaðar fóstrur en annars staðar, félagsráðgjöf fyrir alla þykir með eindæmum góð í bænum, vinnuskóli unglinga til sérstaks sóma, félagsmál aldr- aðra í betra horfi en annars stað- ar, vandað og gott bókasafn er í bænum, þar er starfandi frístund- aklúbburinn „Hana nú“ fyrir 50 ára og eldri, og margs konar átak hefur verið gert í atvinnumálum og félagsmálum fatlaðra. í bæn- um er nú starfandi menntaskóli - og fyrir dyrum stendur að Veitinga- og þjónaskólinn sam- einist honum. í atvinnumálum er einnig verið að brjóta blað í Kópavogi. Þar er verið að setja á laggirnar Iðnþró- unarfélag til undirbúnings þeirri atvinnubyltingu er koma skal. í launamálum hefur kaupstað- urinn að ýmsu leyti unnið betur en önnur bæjarfélög, t.d. reið nú- verandi meirihluti á vaðið um að viðurkenna húsmæðrastarfið einsog aðra starfsreynslu. Þannig mætti lengi rekja hvemig Kópavogur frá upphafi getur með sanni kallast eyjan í íhaldshafinu, þrátt fyrir nokkurra ára samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á árunum 1970-78. í núverandi meirihluta Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks í Kópa- vogi eiga sæti: Björn Ólafsson forseti bæjarstjómar, Heiðrún Sverrisdóttir, Ragnar Snorri Magnússon, Skúli Sigurgríms- son, Guðmundur Oddsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Á þeim tímamótum sem þrjá- tíu ára afmæli kaupstaðarins í Kópavogi eru, eigum við þá ósk heitasta til Kópavogsbúa að mannlífið fái að þróast í samræmi við hugsjónir fmmkvöðla byggð- arinnar. Óskar Guðmundsson. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.