Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 6
Kvennabarátta HUGMYNDAFRÆÐI OG ÁHERSLUR Kvennafylking Alþýðbandalagsins, gengst fyrir fundi miðvikudaginn 15. maí að Hverfisgötu 105,4. hæð Framsögumenn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðslista María Jóhanna Lárusdóttir félagi í Samtökum um kvennalista Birna Þórðardóttir félagi í Samtökum kvenna á vinnu- markaðnum Kristín Guðmundsdóttir formaður Sambands Alþýðuflokks- kvenna Jónína Leósdóttir varaþingmaður Bandalags jafnaðar- manna Kristín Á. Ólafsdóttir félagi í Kvennafylkingu Alþýðubanda- lagsins HVAR GREINIR Á MILLI? - HVAR LIGGJA LEIÐIR SAMAN? Að loknum framsöguræðum sitja fram- sögumenn ásamt fleiri konum fyrir svörum. Húsið verður opnað kl. 20.00. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.30. Kaffi og kökur Kvennamúsík á fóninum. Fólkiö á Heggstöðum ræktar líka venjulegar kanínur, en eftirspurn veitingahús- anna í Reykjavík eftir kanínukjöti fer mjög vaxandi. Hliðarbúgreinar Angórukanína gefur af sér 1300 kr. á ári Guðmundur Albertsson bóndi að Heggstöðum í Koibeinsstaðahreppi: Þetta erathyglisverð hliðarbúgrein sem kostar ekkimikia vinnu Allnokkur umræða hefur átt sér stað hér á iandi um hliðarbú- greinar og hafa fiskeldi og loð- dýrarækt þar risið hæst. Á bæn- um Heggstöðum í Kolbeinsstað- ahreppi hafa feðgarnir Guð- mundur Albertsson og Albert Guðmundsson stundað angór- ukanínurækt í 2 ár og lofar þessi tilraun þeirra góðu. Guðmundur segir að hver kanína gefi af sér 1 kíló af angóruull á ári og fyrir það fást 1300 kr. Fóður fyrir hverja kanínu kostar 250 til 300 á ári. Guðmundur sagði að þetta hefði byrjað með því að börnin langaði til að eignast kanínur. Pau hugsuðu vel um þær og á- kvað hann þá að prófa angóru- kanínurækt. Hann sagðist hafa keypt 6 dýr, tvö karldýr og fjögur kvendýr. Angórukanínur fjölga sér ekki jafn hratt og venjulegar kanínur og virðast þar að auki viðkvæm- ari og sagði Guðmundur að því hefði gengið nokkuð hægt að stækka stofninn en þeir feðgar eru þó komnir með 60 angóru- kanínur. Klippa verður hvert dýr fjórum sinnum á ári og verða ullarhárin að vera orðin 6 sm Iöng þegar klippt er og að auki alveg tandurhrein. Pá sögðu þeir feðgar að mikil eftirspurn væri eftir lífdýrum því margir virtust hafa áhuga á að prófa þetta. Fyrir þá sem hafa áhuga á þessu er þetta upplögð hliðarbúgrein, sagði Guðmund- ur, en hann sagði líka að þótt ekki væri mikil vinna við að hirða um angórukanínur, þá þyrftu dýrin mikla natni og umhyggju. Hann Albert Guðmundsson með tvo angórukanínuunga. sagði að rangt væri að ætla sér að koma strax upp stórbúi, menn yrðu að þreifa sig áfram með þetta og stækka svo við sig þegar þeir hefðu náð föstum tökum á búgreininni. Hinsvegar sagðist hann telja angórukanínurækt at- hyglisverða búgrein. -S.dór lch bin ein Bitburger Einsog kunnugt er stóðu harðvítugar deilur beggja vegna Atlantsála vegna þess að Ronald Reagan forseti ákvað að heiðra grafreiti fallinna hermanna, þar- sem ma. hvíla nokkrir úr hinum illvígu hersveitum SS. Grafreitur þessi er þarsem heitir Bitburg í Þýskalandi. Af þessu tilefni stakk Willy Brandt forseti Alþjóðasambands sósíalista og fyrrum kanslari V- Þýskalands upp á í stráksskap að ræða Reagans hljóðaði sísona: „Ich bin ein Bitburger“, (Ég er frá Bitburg). Með þessari kerskni er Brandt að vísa til frægrar ræðu Kennedys forseta 1961, þegar hann var í heimsókn í Berlín, þarsem Brandt var þá borgarstjóri. Kennedy sagði einmitt: „Ich bin ein Berliner“ (Éger Berlínarbúi). -óg Sportveiði- blaðið stórt og veglegt Sportveiðiblaðið er nýkomið út, tæplega 100 blaðsíður að stærð og prýtt fjölda litmynda. í blaðinu er fjöldi greina um stang- og skotveiði auk fjöl- margra viðtala við merka veiði- menn. Meðal annars er rætt við Hinrik ívarsson refaskyttu í merkisnesi og ítarlegt viðtal er við Pál Leifsson stórskyttu frá Eskifirði. Þá skrifar Jóhanna Á. Steingrímsdóttir um Laxá í Að- aldal, sagt er frá fiskeldistil- raunum og skólum á því sviði í Noregi. Rætt er við Jörund grín- ista og rakara um stangveiði og sagt frá veiðiferð í Skotlandi. Ritstjóri Sportveiðiblaðsins er Gunnar Bender. Elsti traktorinn í sveitinni 67 ára gömul dráttarvél í Ont- ario í Kanada er talin elsta land- búnaðarvél sem enn er í notkun. Henni er ekið daglega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.