Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 17
LEIÐARAOPNA
HA, nýgift hjón og AIDS? Hver fjárinn! Hvers vegna? Það er von lesendur furði sig á þessari tengingu. En á fundi hjá landlæknisembættinu kom fram sú
skoðunaðþarsem„lauslæti‘‘ykilíkuráAIDSsmiti, þáværi barabestaðskella á sig hnaþþheldunni fyrir fullt og allt og ganga í það heilaga. Staðreyndin er
nefnilega sú að rannsóknir hafa sýnt að líkur á AIDS aukast með fjölda rekkjunauía. Föst sambönd án nokkurra framhjáhlaupa eru ráð læknavísind-
anna. Mynd Valdís.
Bóluefni
enn
ófundlð
ÓlafurJensson,
yfirmaður
Blóðbankans:
Mótefnamœlingar ó
döfinni. Hitameðferð
minnkar smithœttu af
blóði. Sex lyf koma að
einhverjum notum
Guðni Baldursson: „Aids er enginn
hommasjúkdómur, einsog er nú ber-
lega að koma í Ijós erlendis". Ljósm.:
E.ÓI.
Ólafur Jensson: Miklar upplýsingar
safnast um AIDS á skömmum tíma.
Sjúk-
dómurinn
gerir ekki
mannamun
Guðni Baldursson:
Hérlendis hafa
fjölmiðlar ekki viljandi
alið ó fordómum
Sýkingar-
hœtta
Smit berstvið
kynmök, blóðgjöf
og með óhreinum
sprautum. Lítil
smithœtta með
snertingu, hósta,
hnerra eða
matvœlum.
Smit getur borist með
bióðvökva og blóðfrumum.
í hvert sinn sem blóðblönd-
un á sér stað getur smitið
borist milli fólks. Þetta get-
ur gerst við kynmök, blóð-
gjöf og hjá eiturlyfjaneyt-
endum sem nota gjarnan
óhreinar nálar tii að sprauta
sig með.
Veiran sem veldur AIDS hefur
líka fundist í sæði, brjóstamjólk
og munnvatni. Hins vegar er rétt
að leggja áherslu á, að AIDS er
ekki talinn mjög smitandi sjúk-
dómur. Þannig er talið að smitun
verði ekki við venjulega snert-
ingu, hósta, hnerra eða með mat-
vælum. Því má segja að öll venju-
leg umgengni við þá sem eru
smitaðir sé hættulaus.
í Bandaríkjunum var fylgst
með fósturfjölskyldum níu ung-
barna sem fæddust með AIDS
sjúkdóminn (en hann getur borist
gegnum fylgju frá móður til barns
í móðurkviði), í talsvert langan
tíma. Engin fósturmæðranna né
fóstursystkina sýndi nokkur
merki um að hafa fengið sjúk-
dóminn.
Ekki bara
hommar
Fréttir óábyrgra fjölmiðla bæði
hér á íslandi og víðar hafa verið
þess eðlis að flestir eru haldnir
þeirri firru að AIDS berist ein-
göngu milli homma. Það er al-
rangt. Veiran getur borist við
kynmök karls og konu ekki síður
en við samræði karla, þótt líf-
fræðilegur munur valdi að sýk-
ingarhættan er líklega meiri
millum karla.
Alls konar sögusagnir hafa
verið á lofti um að AIDS sé þeg-
ar kominn til íslands. í viðtali
við Þjóðviljann kvað Ólafur
Jensson yfirmaður Blóðbank-
ans það alrangt. Hann greindi
jafnframt frá því að ýmsar að-
gerðir væru í gangi til að
greina AIDS-veiruna í blóði og
til að fyrirbyggja dreifingu
hennar.
„Á næstu tveimur til þremur
mánuðum munum við koma upp
aðstöðu til mótefnaleitar í blóði
hjá bæði blóðgjöfum og áhættu-
hópum. En það eru til dæmis
sjúklingar sem eru með einhver
einkenni sem gætu líkst forstigi
AIDS. Ef mótefni finnst í blóði -
eins og hefur gerst hjá tveimur
íslendingum - þá þýðir það hins
vegar alls ekki að viðkomandi sé
með sjúkdóminn, heldur bendir
það til að einhvern tíma hafi hann
komist í kast við AIDS veiruna,
og myndað mótefni gegn henni.
En mótefnamælingar eru ekki al-
veg öruggar, það geta komið það
sem við köllum „falskar pósitív-
ar“. Þá mælist mótefni í blóði án
þess raunverulega að vera til
staðar. Það kemur þá í Ijós þegar
framhaldsrannsóknir hafa verið
gerðar á viðkomandi“.
Miklar upplýsingar
Ólafur kvað heilbrigðismála-
ráðherra myndu sjá um aukafjár-
veitingu til að standa straum af
mótefnamælingunum. Talið er
að hver einstök mæling kosti 3-
400 krónur, og þar sem mæla þarf
blóð hvers einstasta blóðgjafa er
um talsverðan rekstrarkostnað
að ræða.
- Dreyrasjúklingar þurfa á
innfluttum blóðstorknunarþætti
að halda, svonefndum Faktor 8,
sem í dag er keyptur af Finnum.
Þar sem smit getur borist með
blóðgjöf, eru þá ekki á kreiki hug-
myndir um að fara að framleiða
Faktor 8 hér á landi?
„Jú, það hafa komið upp hug-
myndir um að fullvinna storkn-
unarþáttinn úr blóði hér á landi í
samvinnu við lyfjaframleiðendur
og Háskóla íslands. En þetta yrði
mjög dýrt. Ætli það kosti ekki um
8 miljónir að setja upp tæki til
þess. Aftur á móti vil ég benda á,
að það er hægt að draga allveru-
lega úr smithættu frá blóðgjöf
með því að setja blóðið í hitam-
eðferð, láta það vera eina
klukkustund í 60 gráðu hita.
Þetta eru Finnar nú að fara að
gera“.
- Bólusetning?
„Því miður. Sú varnarleið er
ekki opin enn. En við vonum að
rannsóknir leiði senn til þess að
bóluefni verði að veruleika“.
-ÖS
Guðni Baldursson er for-
maður samtaka lesbía og
homma hér á landi. Þjóðviljinn
spurði hann fyrst hvernig hon-
um þætti umfjöllun fjölmiðla
um AIDS og tengsl sjúkdóms-
ins við homma, hafa verið hér-
lendis.
„Mér er ekki launung á því að
ég er ekki mjög ánægður með
hana. En ég held þó að það hafi
ekki gerst hérlendis einsog ytra
að menn hafi viljandi reynt að ala
á fordómum eða reynt að efna til
æsinga. En fjölmiðlar hafa vissu-
lega reynt að gera sér mat úr sjúk-
dómnum og stundum finnst mér
einsog það hafi hlakkað í sumum
þeirra. Fréttamenn taka mest af
umfjöllun sinni úr erlendum
blöðum eða fréttaskeytum sem
oft eru full af fordómum, og
gjarnan ákveðinni mistúlkun.
Það er kannski fyrst og fremst
gagnrýnisleysi á slíkt efni sem ég
get fundið að við blaðamenn,
fremur en þeir hafi einhverja
prívat fordóma.”
- Erlendis hefur fjöimiðlahyst-
ería kringum AIDS breytt við-
horfum til homma á verri veg.
Verður þessa vart hér á landi?
„Nei, ekki hef ég fundið það.”
Guðni benti á, að í umfjöllun
um málið væru oft ýmsar fullyrð-
ingar óbotnaðar. Hann tók sem
dæmi, að á blaðamannafundi
landlæknisembættisins fyrir
skömmu hefði - samkvæmt tjöl-
miðlafréttum af fundinum - verið
talað um „lauslæti” sem einn þátt
í útbreiðslu AIDS, og þar á með-
al hjá hommum. Guðni vildi ekki
neita því að svokallað lauslæti
ætti þátt í því. Hann benti hins
vegar á, að til dæmis hér á íslandi
væru aðstæður allar þannig að
mjög erfitt væri fyrir homma að
mynda varanlegt samband. „Öll
viðhorf í þjóðfélaginu eru þannig
að það er erfitt fyrir homma að
mynda varanleg sambönd. Slíkt
fólk er til dæmis stundum rekið úr
húsnæði, ég veit um nýlegt dæmi
þess. Viðhorfið hjá löggjafanum
og kannski ekki síst inná heimil-
unum er líka þrándur í götu.
Þessu þyrfti auðvitað að breyta,
þó menn geri sér almennt ekki
grein fyrir hvaða máli þetta
skiptir.”
„ AIDS er auðvitað bara einsog
hver annar sjúkdómur, krabba-
mein, lungnabólga eða bara slys.
Þannig að við erum ekki sérstak-
lega hræddir við hann, umfram
aðra sjúkdóma. AIDS er enginn
hommasjúkdómur, einsog er nú
berlega að koma í ljós erlendis.
Hann getur lagst á hvern sem er,
þó í fyrstu hafi verið reynt að gera
hann að einhverju hræðilegu sem
tengist bara hommum. Hann ein-
faldlega leggst á fólk, hvort sem
það eru hommar eða ekki. Það er
staðreynd.” _ö§
í Bandaríkjunum var fylgst
með eiginkonum sjö manna sem
höfðu sýkst af AIDS. Fimm þess-
arra kvenna sýndu merki um
AIDS og fjórtán mánuðum síðar
voru þrjár þeirra komnar með
óræk merki um AIDS. Þetta
sýnir að sjúkdómurinn getur til
að mynd borist við samræði
hjóna.
Varúðarreglur
Ljóst er að því fleiri rekkju-
nautar sem menn eiga þeim mun
meiri líkur eru á að fá sjúkdóm-
inn. Samförum við vændiskonur
fylgja auknar líkur á AIDS og á
næstu árum er öruggt að meðal
þeirra mun tíðni sjúkdómsins
vaxa. í sumum hlutum Afríku,
þar sem AIDS veiran virðist
næsta víðförul, sýna mótefna-
mælingar að hvorki meira né
minna en 80 prósent af vændi-
skonum hafa einhvern tíma borið
veiruna þó auðvitað hafi þær ekki
allar tekið sjúkdóminn.
Meðal homma má draga veru-
lega úr smithættu með því að
fækka rekkjunautum, og heim-
sóknir til vændisfólks af hvoru
kyni sem er ættu menn ekki held-
ur að stunda vilji þeir fríir af sjúk-
dóminum. Með notkun gúmmí-
verja má líka draga allverulega úr
smithættu.
-ÖS
Sunnudagur 12. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17