Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA AIDS - Hvað er áunnin ónœmisbœklun? Hvaða varnarað- gerðir eru í bígerð á íslandi Fáir sjúkdómar hafa vak- ið jafn mikla athygli - og jafn mikinn hrylling - og áunnin ónæmisbæklun, AIDS (skammstöfun á enska heitinu: Acquired Im- mune Deficiency Synd- rome). Sjúkdómurinn er bráðskæður eins og sést gleggst á þvi, að 80 prósent þeirra sem sýkjast ganga guði sínum á vald innan tveggja ára. Sjúkdómurinn breiðist hraðar út meðal homma en annarra og hefur í hugum margra verið tengdur þeim umfram aðra hópa. Hins vegar berst AIDS smitið ekki síður meðal þeirra sem iðka ástir með gagnstæðu kyni, ein- ungis hægar. Nú er hins vegar far- ið að bera talsvert á sjúkdómnum hjá þessu fólki líka, og innan fimm ára er talið er talið að svo mikil brögð verði að AIDS hjá fólki sem ekki eru hommar, að ekki verði lengur talað um AIDS sem „hommasjúkdóm". Nýtilkominn meinvættur Sjúkdómurinn var ekki greindur fyrr en rétt kringum 1980. Síðan hafa rösklega 11 þús- und manns fengið hann svo vitað sé. Sjúkdómurinn er líka allút- breiddur á sumum svæðum í Afr- íku og þar er skráning ekki mjög nákvæm þannig að fjöldi sýktra kann að vera miklum mun meiri. í þeim löndum sem hafa mesta tíðni AIDS, hafa 6-7 af miljón íbúum sýkst. AIDS var fyrst greint í Banda- ríkjunum en nú er sjúkdómurinn til í 40 þjóðlöndum í fimm heimsálfum. í Evrópu eru það einungis ísland, Tékkóslóvakía og Albanía þar sem AIDS hefur ekki verið greint. Það er einkum tveir hópar sem samkvæmt bandarískum skýrslum hafa hæsta tíðni af AIDS: hommar og eiturlyfjaneytendur, en þeir síðarnefndu nota gjarnan óhreinar sprautur og smit berst þannig á milli. Skráð tilfelli af AIDS eru 9.600 í Bandaríkjunum. Þar af eru 73 prósent hommar eða menn sem iðka ástir með báðum kynjum, samkvæmt ameríska ritinu Time. Hins vegar óttast menn að allt upp í 1 miljón manna hafi sýkst af veirunni, en sökum langs með- Sjúkdómurinn AIDS or- sakast af sérstakri veiru sem leggst á mikilvæga tegund hvítra blóðkorna, svonefndar T-4 hjálpar- frumur, sem gegna þýðing- armiklu hlutverki í ónæmi- svörnum líkamans. Þegar veiran hefur gengið í skrokk á þessum frumum má heita að ónæmiskerfi líkamans sé óstarfhæft. Ónæmiskerfið er hins vegar varnarmúr gegn aðvífandi sótt- kveikjum, sem á einhvern hátt komast inn í líkamann. Þegar ónæmiskerfið er komið í rúst eiga sóttkveikjur greiða leið inn í göngutíma muni obbinn af þeim ekki verða ljós fyrr en á næsta áratug. Smit getur borist með blóð- gjöfum og í Bandaríkjunum hafa nú 142 einstaklingar sýkst með þeim hætti. Búið er að þróa sér- stakar mótefnamælingar sem hægt er að beita til að kanna hvort AIDS veiran sé til staðar í blóði. Með þeim hætti er kleift að kanna blóð til að koma í veg fyrir að sýktir einstaklingar - sem enn hafa ekki fengið sjálf einkenni sjúkdómsins þó veiran sé í blóði þeirra - gefi blóð, eða selji sem er algengt t.á.m. í Bandaríkjunum, þar sem það eru einmitt eitur- Iyfjaneytendur sem stunda slíkt í fjáröflunarskyni. Því miður er þó óttast að ekki verði hægt að úti- búkinn. Sökum þess eru AIDS sjúklingar mjög hrjáðir af alls kyns sýkingum sem heilbrigt fólk á auðvelt með að yfirvinna. Það eru þessar sýkingar sem draga menn gjarnan til dauða. Nýjar rannsóknir sýna jafnframt, að veiran leggst einnig á miðtauga- kerfið, þar sem skemmdir geta orðið snemma á sjúk- dómsferlinum, áður en annarra einkenna verður vart. Langur meðgöngutími Sjúkdómurinn byrjar yfirleitt með hægfara veikindum, sem einkennast af bólgnum eitlum í hálsi, handarkrikum og nára. í kjölfarið sigla svo slen og þreyta, loka þann möguleika að sýkt blóð sleppi í gegn. Uppruni AIDS Sérfræðingur við Harvard há- skólann í Bandaríkjunum, Dr. Myron Essex, telur að AIDS veiran sé upphaflega komin frá sérstökum öpum í Afríku, og hafi borist með biti frá þeim til manna á síðustu áratugum. 70 prósent apanna hafa í sér veiru sem líkist geigvænlega mikið AIDS veir- unni, og aparnir eru einmitt til í langmestum fjölda þar sem AIDS varð upphaflega vart. Eftir að veiran kom í mannfólkið hefur hún svo dreifst mun hraðar meðal homma (fyrir því eru líffræðilegar ástæður), en hún dreifist að sjálfsögðu líka stöðugur hiti, nætursviti, þyngd- artap og almenn vanlíðan. Um það bil 15 prósent þeirra sem fá þessi forstigseinkenni verða síðar AIDS að bráð, og í yfirgnæfandi meirihluta tilvika verður það banabiti viðkomandi. í hinum sem sýkjast af veirunni verður ónæmiskerfið ofan á í bar- áttunni við hana, og útrýmir henni. Hámarkslíkur á AIDS eru fimm og hálfu ári eftir sýkingu af veirunni. Hins vegar er að líkind- um hægt að ganga með hana í allt að 14 ár áður en sjúkdómurinn byrjar að herja á viðkomandi. -ÖS meðal fólks sem iðkar ástir með hinu kyninu eingöngu. Þess má geta að sums staðar er fylgni milli AIDS og malaríusýk- ingar sem berst með skordýra- biti. Því telja sumir að í Afríku geti veiran borist milli staða með skordýrum. Veiran er mjög skyld visnuveirunni, sem miklar rann- sóknir hafa verið stundaðar á hér á íslandi á undanförnum ára- tugum. En meðgöngutími hennar er einmitt mjög langur eins og AIDS veirunnar. Breytt viðhorf Áunnin ónæmisbæklun hefur mestmegnis verið tengd homm- um, því yfirgnæfandi fjöldi til- fella hefur komið úr þeirra hóp- um samkvæmt skýrsium. Nú fjölgar þeim hins vegar sem fá sjúkdóminn, sem ekki eru hommar. í sumum hlutum Afr- íku er AIDS til að mynda komið gegnum „hommaskeiðið“ og er sjúkdómur sem í mestum mæli er að finna hjá þeim sem hneigjast að gagnstæðu kyni. í einu Afrfku- landa sýna mótefnamælingar til dæmis að tuttugasti hluti þjóðar- innar hefur komist í kast við AIDS veiruna. Fimmtungur þeirra sem gefa blóð í sama landi sýna merki um hana og hvorki meira né minna en 80 prósent vændiskvenna! Dr. Dean Echenberg sem starfar við heilbrigðisdeild San Fransisco borgar hefur greint frá því að nú sé að koma í ljós fyrsta kynslóð AIDS sjúklinga sem koma ekki fyrst og fremst úr hóp- um homma. Hann telur að fjöldi þeirra muni stóraukast á næstu árum, og þá muni menn hætta að líta á AIDS sem sjúkdóm sem tengist hommum fyrst og fremst. Hvað er AIDS? LEIÐARI AIDS og fjölmiðlarnir Sjúkdómurinn AIDS, eöa áunnin ónæmis- bæklun einsog hann nefnist í álappalegri þýð- ingu, hefur verið allmikið til umræðu hér á landi síðustu mánuðina. Ástæðan erauðvitaðsú, að í ýmsum nágrannalöndunum hefur s|úkdómur- inn gert vart við sig, og raunar er Island eitt þriggja landa í Evrópu sem hefur enn sem kom- ið er sioppið við sjúkdóminn. Hins vegar er það Ijóst að það er einungis tímaspursmál hvenær AIDS berst hingað til lands. Þó fáir sjúkdómar hafi verið rannsakaðir jafn mikið á jafn skömmum tímaog AIDS, þá standa vísindin andspænis þeirri sorglegu staðreynd að framleiðsla á nothæfu bóluefni virðist ennþá eiga langt í land. Það er þeim mun alvarlegra þegar litið er til þess, að sjúkdómurinn verður banabiti 80 prósenta þeirra sem fá sjúkdóminn, áður en tvö ár eru liðin frá því einkennin greinast. Sjúkdómurinn ferðast hraðast meðal karl- manna sem iðka karlaástir. Hommar hafa því orðið að skotspæni þeirra fjölmiðla sem helst má kenna við göturæsi, og í Bandaríkjunum hafa ofstækisfullir hópar á hægri kantinum á borð við Moral Majority, reynt að koma út þeirri skoðun að AIDS sé refsing máttarvaldanna gagnvart hommum. Það er að vísu rétt að tíðni AIDS er enn sem komið er hæst meðal homma í flestum löndum, þó ekki öllum. Hins vegar er það alrangt að sjúkdómurinn smitist einungis milli homma. Hann berst líka milli fólks sem á sínar ástir einungis með gagnstæðu kyni. Guðni Baldursson, formaður samtaka homma og lespía, bendir réttilega á þetta í viðtali við Þjóðviljann: „AIDS er enginn hommasjúkdóm- ur, einsog nú er berlega að koma í Ijós er- lendis... Hann einfaldlega leggst á fólk hvort sem það eru hommar eða ekki. Það er stað- reynd“. Gögn í þessa veru voru lögð fram á ráðstefnu um sjúkdóminn sem haldinn var í Atlanta í Bandaríkjunum. Dr. Dean Echenberg frá heilbrigðisþjónustu San Fransisco greindi frá því að sjúkdómurinn bærist nú smám saman milli fólks, sem iðkar ástir með gagnstæðu kyni og „við gerum ráð fyrir að fleiri slík tilvik komi í Ijós á næstu árum“. Annar bandarískur sér- fræðingur, Dr. James Curran, sagði á sömu ráðstefnu að svo kynni að fara að innan fimm ára yrði ekki lengur litið svo á að sjúkdómurinn væri fyrst og fremst í hópum homma, heldur hjá flóru mismunandi þjóðfélagshópa. Sú fjölmiðlamóðursýki sem víða í veröldinni hefur spunnist kringum AIDS hefur lætt þeim röngu skoðunum inn hjá mörgum, að AIDS sé bráðsmitandi. Svo er hins vegar alls ekki. Hann berst ekki með venjulegri snertingu, hósta eða hnerra, og ekki heldur í matvælum. íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist á mjög yfirvegaðan hátt við hættu á AIDS hér á landi. Þau hafa sett í gang undirbúning að mótefnamælingum og undirbúið vel hvernig á að bregðast við uppkomu sýkinnar hér. Þau hafa líka slegið gegn þeim móðursýkistóni sem gætt hefur í umfjöllun sumra blaðanna. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á herðum sér. Þeir verða að forðast að flytja inn í landið þá móðursýkislegu umfjöllun sem sum erlend dag- blöð hafa gert sig sek um. Dæmi um hvernig fjölmiðlar eiga ekki að taka á AIDS var uppslátt- ur Morgunblaðsins sunnudaginn 28. apríl þar sem sagt var í fyrirsögn fréttar um sjúkdóminn. „Allt mannkynið í hættu“. Svona staðhæfing er einfaldlega röng. Hún getur vakið upp tiiefnislausa fjöldahræðslu. Staðreyndin er að enn eru ekki skráð nema rösk 11 þúsund tilfelli af AIDS í heiminum og meðal þeirra þjóða í Vesturheimi sem hafa hæsta tíðni sjúkdómsins eru ekki nema 6 til 7 af miljón íbúum sýktir. Frétt Morgunblaðsins var einfald- lega dæmi um vonda blaðamennsku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.