Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 7
Reykjavík Dansað við Dillons- hús Spjallað við Ragnheiði Þórarinsdótturborgarminjavörð um Árbœjarsafnið Verðuropnað Ljúní Vissulega er dapurlegt að geta ekki opnað fyrr í svona góðviðri sagði Ragnheiður Þórarins- dóttir minjavörður Ár- bæjarsafnsins þegar Þjóðviljinn heilsaði uppá hana í sólskininu í vik- unni, en safnið verður opnað almenningi nú um mánaðamótin. Ragnheiður sagði okkur að þrátt fyrir hina formlegu lokun safnsins yfir vetrarmánuðina, kæmu mjög margir að skoða safnið. Þannig koma margir skólakrakkar undir leiðsögn kennara síns og stundum í tengsl- um við einhver verkefni í skólan- um til að skoða Árbæjarsafn. Þegar Þjóðviljinn var á ferðinni var til að mynda 7. bekkur eins skólanna í Reykjavík í heimsókn á safninu. - Það er verið að vinna að mar- gvíslegustu verkefnum á vegum Árbæjarsafnsins. Stöðugt er unn- ið að endurbótum á gömlu hús- unum og við erum þátttakendur í norrænu verkefni um gömul hús, mannlíf og menningu í bæjum og borgum fyrr á tímum. Ut hafa Fundu gamalt kort Nanna Hermannsson og Jón E. Böðvarsson fundukortaf Reykjavíkfró 1887! Nanna Hermannsson og Jón E. Böðvarson fundu gamlan upp- drátt af Reykjavík eftir Svein Sveinsson búfræðing, en ekki var vitað um þetta kort áður. Þau munu hafa fundið kortið í skjal- asafni borgarinnar þar sem þau voru að leita að eldri uppdrátt- um. Svein Sveinsson búfræðingur sem dró upp þessa mynd af Reykjavík, var fæddur árið 1849 en dó 1892. Hann nam búnaðar- komið vandaðar bækur um þess- ar rannsóknir og á okkar vegum er nú unnið að útgáfu bókar um Reykjavík á árunum 1876-1902. - Þá er unnið að gagnasöfnun um gömul hús, byggð fyrir 1920 vegna endurskoðunar á skipulagi gamla borgarhlutans í Reykja- vík. - Meðal annarra verkefna sem unnið er að á vegum Árbæjar- safns er Sögusýningin sem á að opna á 200 ára afmæli borgarinn- ar á næsta ári. Áðurnefnd verk- efni nýtast vel fyrir Sögusýning- una og margvíslegur undirbún- ingur er að henni. Nanna Her- mannsson og Jón E. Böðvarsson fundu kortið frá 1887, sem segir frá á síðunni, einmitt þegar þau voru að vinna í gagnaöflun. Ragnheiður sagði okkur frá Suðurgötu - sem nú stendur á hlaðinu „pakkað" inní bárujárn, þar til peningur fæst til endur- byggingar á því. Stöðugt er unnið að endurbyggingu gamalla húsa á lóðinni og voru smiðir að vinna að Dillonshúsi þegar okkur bar að garði. - Þeir eru m.a. að smíða dans- palla fyrir framan Dillonshús, en í gamla daga var bæði hægt að drekka kaffið sitt á slíkum palli og stíga danssporið. Ég vonast til Borgarminjavörður í hlaðinu. I baksýn er íbúðarhús Ragnheiðar. Það var byggt árið 1902 af Hannesi Thorarensen verslunarstjóra. Það er með svokölluðu svissnesku lagi sem algengt var um aldamótin. Húsið var síðar í eigu breska ríkisins, sem gaf Árbæjarsafni það. Myndina tók Valdís. að danspallarnir og endurbæt- urnar á Dillonshúsi muni glæða safnið nýju lífi, sagði Ragn- heiður. Hún kvað aðstandendur Ár- bæjarsafns hafa mikinn áhuga á því að fá menningarlega viðburði inná svæðið og hefðu ýmsir hópar notfært sér hina skemmtilegu að- stöðu fyrir gleði- og menningar- leiki á hlaðinu. Þannig hefðu t.d. norrænir danshópar haldið sýn- ingar og þeir sem hefðu áhuga á því að skemmta sér eða öðrum á hlaðinu gætu haft samband við safnið. ÍtEyKÍAVÍR Ragnheiður Þórarinsdóttir borgarminjavörður fyrir framan hinn geysistóra uppdrátt af Reykjavík frá 1887, sem fannst á dögunum innanum annan pappír á skjalasafni borgarinnar. Mynd: Valdís. fræði í Noregi og átti vetursetur í Danmörku. Sveinn var skóla- stjóri á Hvanneyri síðustu þrjú æviár sín. Sveinn Sveinsson hafði áður dregið upp kort af Reykjavík 1876 en ekki var vitað um hið nýfundna fyrr ennú. Sveinn Sveinsson skrifaði greinar í tíma- rit og reit bæklinga; Leiðarvísi til að þekkja landbúnaðarverkfæri 1873, Um meðferð mjólkur og smjörs 1876, Fátt er of vandlega hugað 1889. -óg- Ragnheiður kvað nýju byggð- ina þrengja nokkuð að safninu en hún vonaðist til að nábýlið ylli ekki vandræðum. Hún kvað safn- ið og húsin hafa fengið að vera í nokkuð góðum friði fyrir spellvirkjum en nú væri verið að ganga frá mjög fullkomnu örygg- iskerfi á svæðinu. í sumar verður farandsýning um grænlenska báta á svæðinu og kaffiveitingar verða að nýju í Dillonshúsi. Ragnheiður tók við starfinu sl. haust af Nönnu Hermannsson sem er í leyfi. - Starfið leggst prýðilega í mig, það er bæði erils- samt og erfitt en gefandi, sagði hún. Sjálf býr hún í einu húsanna, sem áður var Laufásvegur 31 1 Reykjavík og það var byggt árið 1902. Hún flutti að austan þar- sem hún hefur verið fornminja- fræðingur Austfirðingafjórðungs undanfarin ár. Að þjóðlegum sið var Ragnheiður spurð hvort hún hefði orðið vör við eitthvað tor- kennilegt í gamla húsinu, en hún gaf lítið útá það. Nee-ei, það get ég ekki sagt, sagði hún. Hins veg- ar hittum við ektamann Ragn- heiðar, Hans Vollertsen, dan- skan mann og kennara, á Eiðum, en hann er á leiðinni til Reykja- víkur. Hann sagði uppá alíslen- skan máta, að á nýársnótt hefði mátt heyra klingt -'""im ogsuð í röftum. Það fannst okkur í Árbæ- jarsafni góður punktur. -óg. Sunnudagur 12. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.