Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 2
FLOSI Miku skammtur af eggjahryðiuverkamönnum Þeir sem gæta eiga laga og réttar í landi hverju hafa jafnan í mörgu að snúast því alltaf eru bölvaðir prakk- ararnir samir við sig. Afbrotamenn eru afskaplega litríkur hópur og af- brotin fjölskrúðug eftir því, en afþrot er það að fara ekki að lögum, sem skilgreind eru í prentuðum bókum og pésum. Þetta eru lagaboð, reglur og samþykktir, sem maður þarf helst að kunna utanað, ef maður ætlar sér að vera góð, heiðarleg og elskuleg manneskja. Til eru smáglæpamenn og stórglæpamenn og allt þar á milii. Smáglæpamenn eru skattsvikarar, ökuníð- ingar, menn sem ekki spenna öryggisbeltin og lakkrís- þjófar. Þegar ég var krakki var það talið minnsta afbrot í heimi að stela lakkrís. Með alvarlegri afbrotum eru afturámóti yfirsjónir einsog fjöldamorð. Það skrítnasta við þetta allt saman er þó það að lakkrísþjófnaður mundi aldrei í neinu landi vera fyrir- gefinn, en fjöldamorð þykja stundum sjálfsögð og eru jafnvel undirvissum kringumstæðum lögboðin, guðitil dýrðar. Slíkt hefur þó enn ekki skeð á Islandi. Sem betur fer. Stundum hendir það, að angar alþjóðlegrar glæp- astarfsemi ná hingað til lands, en sem betur fer halda verðir laganna á Islandi vöku sinni og hafa hingaðtil brugðið við hart og tekið skúrkana óblíðum tökum og er skemmst að minnast Þjóðverja sem reynt hafa að koma hingað til lands og gætu verið eggjaþjófar. Ef marka má þiaðafregnir eru þetta alþjóðlegir glæpa- menn sem fara um varplönd og stela eggjum undan fuglum til að selja Alí Baba eða einhverjum soldáni í barbaríinu. Löggæslumenn, tollyfirvöld og útlendingaeftirlitið hafa lengi átt í höggi við eggjaglæpamenn og hefur viðskiptum íslenskra yfirvalda og útlendra eggjaþjófa venjulega lyktað með því að þeir síðarnefndu hafa verið teknir fastir og settir í svartholið en sloppið svo þaðan til útlanda framhjá löggæslunni með eggin og ungana. En nú virðast tímamót í eggjaglæpamálum (slend- inga. Löggæslan er að byrja að ná tökum á vandan- um, eða eins og talsmaður dómsmálaráðuneytisins sagði um málið á dögunum: - Þið skuluð sjá að við munum ná að bægja frá þessari vá. Nú hefur íslenska lögreglan semsagt fundið óbrigð- ult ráð til að þekkja eggjaþjófa frá öðrum túristum. Yfirlögregluþjóninn á Húsavík leiddi semsagt blaða- mann Dagblaðsins Vísis s.l. þriðjudag í allan sann- leika um það hvernig þekkja mætti eggjaþjóf. Og hvernig líta eggjaþjófar út? - Þeir eru yfirleitt með góðan útbúnað í góöum skóm og aka um á bílaleigubílum. Lögreglan var því vel í stakk búin að bregða hart við þegar hin alþjóðlegi eggjahryðjuverkamaður Christi- an Krey reiddi til höggs á íslandi fyrir skömmu. Það kom semsagt í Ijós að fjögur fálkaegg vantaði í fálkahreiður í Aðaldal einmitt þá dagana sem Krey var hér og féll þegar grunur á hinn grunaða. Því má skjóta hér inn - þó það skipti að vísu ekki meginmáli - að ekki var við hinn seka, Christian Krey, að sakast heldur fálkann sjálfan sem hafði verpt eggj- unum í felulitum svo þau sáust ekki. Talið er fullvíst að hryðjuverkamaðurinn hefði tekið eggin hefði hann séð þau, svo nú reið á að hafa í hendur í hári hins seka. Allt tiltækt lögreglulið í landinu var kallað út til að handsama illvirkjan en allt kom fyrir ekki, Krey hafði bókstaflega „gufað upp“, eins og eitt dagblaðanna komst að orði. Loks fann þó lögreglan hann með aðstoð tollyfirvalda, útlendingaeftirlitsins og leynilög- reglunnar þar sem hann var að afhenda farseðilinn sinn í afgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli. - Við þekktum hann á skónum, sagði einn leynilög- reglumannanna þegar búið var að berhátta þennan unga þýska fuglavin, svo hægt væri að leita að fálka- eggjunum á dónalegustu felustöðum líkamans, en þegar eggin fundust hvorki í farteski mannsins, inn- vortis né í saurveginum var Ijóst að hann hafði komið eggjunum á einhvern samferðamannanna. Um 699 farþega var að ræða og var farangri þeirra snúið við í þessari dæmalausu eggjaleit. Sumir voru kroppvísi- teraðir, aðrir gegnumlýstir en engin fundust eggin, að minnsta kosti ekki fálkaegg. - Við höfum rökstuddan grun um að alþjóðlegir eggjahryðjuverkamenn feli eggin innvortis, sagði einn leynilögreglumannanna og annar bætti við: - Við fundum fjóra fálkaunga inná klósettinu hérna fyrir framan útlendingaeftirlitið um daginn og við telj- um það fullvíst að fálkaeggjaþjófaur hafi gleypt fálka- egg með skurni og öllu saman, til að koma þeim úr landi en eggin hafi síðan klakist út við ylinn í meltingar- veginum og ungarnir gengið útaf manninum á sínum vitjunartíma, ófleygir eða jafnvel andvana. - Ja það má nú með sanni segja að það eru fleiri vegir órannsakanlegir en vegir guðs, sagði hlaðfreyja sem þarna var stödd fyrir tilviljun. Nú var flugvél að renna í hlaðið og öll löggæslu- hersingin snéri sér að því að láta hendur standa fram- úr ermum. Meðal farþega voru tveir Þjóðverjar í grun- samlegum skóm. Þeir voru umsvifalaust færðir í járn og settir í gæsluvarðhald, svo þeir gerðu sig ekki seka um að vera grunaðir um að ætla að stela eggjum til að selja Alí Baba og soldáninum í barbaríinu fyrir miljón dollars. Og fulltrúi dómsmálaráðuneytisins, sem þarna var staddur í tilefni dagsins endurtók vísuna: Þið skuluð sjá að við munum ná að bægja frá þessari vá. Ævintýri í bílageymslu Þjóðviljinn upplýsti lesendur sína um síðustu helgi um hina gljáfægðu og þykklökkuðu bifreiðargeymslu í kjallara Seðlabankahallarinnar. Ekki mun hafa gengið átakalaust að gera gólfið svo úr garði að byggingarnefnd væri ánægð. Eftir að tillaga hafði komið fram um að lakka gólfið og gera það „skemmtilegra" en það sementsgráa í Kola- geymslunni í hinum enda byggingarinnar þar sem al- múginn fær að geyma bíla sína gegn gjaldi, var haft sam- band við einn ágætan málara meistara. Honum leist að sjálfsögðu vel á að lakka gólf- ið, enda drjúg vinna. Þegar búið var að lakka og gólfið orðið þurrt ákvað byggingar- nefnd að skoða aðstæður. Menn söfnuðust saman á bíl- um sínum inn i geymslunni en það gekk hálfbrösulega. Úti var rigning og þegar menn óku inn á glansandi gólfið réðu menn lítið við járnfákana. Ákveðið var að hafa samband við málaram- meistarann, þettagat ekki gengið. Ekkert vandamál sagði málarinn, viö sandber- um bara gólfið. Ofaná fína lakkið var siðan málað með sendnu gólflakki og allir voru að lokum ánægðir með sitt, ekki síst málarinn sem fékk tvöfalda vinnu. En hvað gólf- ævintýrið kostaði skattborg- arana skiptir víst minna máli.B Svartur dagur hjá KR Síðastliðinn mánudagur var einn sá svartasti í sögu Knattspyrnufélags Reykjavík- ur. Þá var æfingaleikur á gervigrasvellinum í Laugardal á milli meistaraflokks KR og 4. deildarliðsins Árvakurs. Fóru leikar svo að amatörarnir fóru með sigur af hólmi eftir bar- áttuglaðan leik. Hinn útlendi þjálfari KR mun hafa sleppt sér í búningsherbergjunum eftír leikinn og rifið hár sitt í örvæntingu. Eru KR-ingar mjög uggandi um framtið sína. Sérfræðingar segja skýringarnar á úrslitunum þær að KR hafi á síðustu misserum verið að missa hverja skrautfjöðrina á fætur annarri yfir í raðir Árvakurs. Eggið sé því farið að kenna hænunni... ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. mai 1985 Gróðinn erlendis íslenskir iðnrekendur eru ævareiðir við stjórnvöld sín vegna starfsleyfis sem útibú bandaríska fyrirtækisins Hewlett Packard fékk hjá Steingrími og félögum. Á opnunarfundi HP- umboðsins hélt Steingrímur Hermannsson ræðu og óskaði þess, að fyrirtækið yrði nýtur „íslenskur þjóðfélags- þegn“. Nú kemur nefnilega í Ijós að viðskiptavinir fyrirtæk- isins verða sjálfir látnir panta vörur erlendis frá, þannig að útibúið hefur engar tekjur. Það eina sem Islendingar hafa uppúr krafsinu, þjóð- hagslega séð, er laun starfs- mannanna, en gróðinn af vöruviðskiptunum situr eftir erlendis. Starfsleyfi fyrir útibúið var veitt án nokkurra skilyrða, en iðnrekendur telja að veita hefði átt leyfi til fimm ára og setja auk þess þau skilyrði, að einhver hluti framleiðslu þessa stórfyrirtækis færi fram hérlendis. Þess má geta til gamans að enginn fulltrúi frá IBM var mættur við opnun HP-útibúsins. Það verðurhins vegar í húsnæði öreiganna, - Watergata-byggingu ís- lenskra aðalverktaka. ■ Ég vona að þið verðið nýtir ís- lenskir þjóðfélagsþegnar.... Dýrindis fótbolti Einsog slúðurdálkar Sunnu- dagsblaðsins hafa áður hermt kemur út dýrindis bók fyrir fót- boltaáhangendur og byrjend- ur í knattspyrnu á vegum Máls og menningar í samráði við Knattspyrnusamband íslands nú um mánaðamótin maí/júní. Með bókinni fylgir mynds- nælda og er sýningartími hennar vel yfir þrjár klukku- stundir. Á snældunni eru sýnd brot úr frægum knattspyrnu- leikjum, snilldartaktarfærustu knattspyrnumanna heims - og það sem hæst ber í ís- lenskri knattspyrnu. Sigurður Svavarsson fór nýverið utan, til Lúxemborgar, Belgíu, Hol- lands og V-Þýskalands, ásamt tæknimönnum m.a. til að taka upp viðtöl við íslensku atvinnumennina á megin- landinu og fara þau inná snælduna. Hermann Gunn- arsson er þulur á snældunni, - og fer á kostum að sögrí sérfróðra. Bókarinnar og myndsnældunnar mun beðið með mikilli eftirvæntingu áhugamanna og ungu knatt- spyrnukynslóðarinnar. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.