Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.05.1985, Blaðsíða 14
Gagnfræðaskólinn í Mosfellssveit. Kennara vantar til að kenna eftirtaldar námsgreinar skólaárið 1985/1986: íslensku, ensku, dönsku, þýsku, stærðfræði, samfélagsfræði, líffræði, eðlisfræði, sauma, smíðar, matreiðslu, vélritun, bókfærslu. Ennfremurtil stuðningskennslu og bókasafnsfræðing á skólasafn. Upplýsingar gefa Gylfi Pálsson skólastjóri í símum 666186-666153 og Steinþór Þráinsson yfirkennari í símum 666586-667174. Prentari Vanur maöur óskast í pappírsumbrot. Vakta- vinna. Upplýsingar gefur verkstjóri. Vopnafjörður Vanur bifvélavirki óskast, nú þegar, á bifreiðaverk- stæði Kauþfélags Vopnfirðinga. Gott húsnæði í boði. Nánari upplýsingar gefur Magnús Jónasson í síma 97-3200. Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafiröi Hjúkrunarfræðingar, takið eftir. Sjúkrahúsið í Húsavík óskar að ráða hjúkrunarfræð- inga í 2 deildarstjórastöður og hjúkrunarfræðing sem hefur reynslu í svæfingum og skurðstofuhjúkrun sem fyrst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 og í heimasíma 96-41774. Sjúkrahúsið í Húsavík. íbúðalánasjóður Seltjarnarnes Auglýst eru til umsóknar lán úr íbúðalánasjóði Sel- tjarnarnes. Umsóknir skulu sendast bæjarskrifstofu fyrir 1. júní n.k. Lán úr sjóðnum eru bundin lánskjara- vísitölu. Vextir eru breytilegir samkvæmt ákvörðun Seðla- banka íslands. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrif- stofu. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til sumarafleysinga að Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum 97-7403 og 97-7466. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Dýrin kunna ekki umferöarreglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferöar- reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót og þeir ætlast til af þeim. yUMFERÐAR RÁÐ 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. maí 1985 SÓFINN BÆLDUR ★★★★ Nútímamenn nenna ekki aö lesa. Þetta er pakk sem vill fá upplýsingar, slúðursögur, áróöur og fordóma inní heilabúið án þess að þurfa að hafa fyrir því. Helst með auðskiljanlegum myndum eða ýmsum auðveldum táknum þannig að hægt sé að snúa sér strax að brennivíni, lauslæti og yfirvinnu. Dagblaðið Þjóðviljinn hefur reynt að mæta þessum óskum les- anda á einu tilverusviði: í um- fjöllun um kvikmyndir, - og tekið upp daglegan dálk á bíósíðunni þarsem fólk sem hvorteðer nenn- ir ekki í bíó getur á þremur mín- útum sannfærst um að ekkert merkilegt er að gerast á hvíta tjaldinu í höfuðborginni. Um þennan sleggjudómadálk sjá víð- sýnir niðurrifsmenn, veita þar út- rás illgirni sinni og lífsleiða, sem kemur þá ekki niðrá öðrum í bili. Hefur þetta framtak mælst vel fyrir hjá öllum nema eigendum kvikmyndahúsa. Og ánægðir lesendur vilja meira af svo góðu. Þeir vilja að blaðið sé allt í þessum dúr, og viðfangsefni afgreidd með stjörnugjöf og nokkrum hnitmið- uðum lýsingarorðum. Þetta er til dæmis gráupplagt fyrir íþrótta- síðuna: Handbolti FH-Víkingur 25-21 ★★★ Kristján Arason bjargaöi FH í Firðin- um með velheppnuðum vítaskotum. Þjállari Víkings má fara að taka pok- ann sinn. Ágætur leikur. Fótbolti KR-Fram 1-3 ★ Frammarar eiga þetta alls ekki skilið. Eiga nokkra góða menn, en þeir voru ekki frammarar þegar ég var ungur. Pulsan í hálfleik var afleit og leikurinn l heild leiðinleg lifsreynsla. Stjaman er fyrir mark KR-inga. Hrúðleiðinleg menningarskrif í blaðinu mætti líka stytta verulega með þessum hætti: Tónlist 5. sinfónía Beethovens ★★ Ba-ba-ba-bamm. Fiðludeildin afleit en tókst ekki að eyðileggja tónlistina alveg. Sviðsframkoma í daufasta lagi nema hjá skemmtilega trúðnum með prikið fremst á senunni. Myndlist Samsýning desemberhópsins ★ Sæmilegt handverk og á stöku stað örlar á hugmyndum. En við höfum séð þetta þrjátíu og átta sinnum áður. Blaðamenn gætu líka stytt sér verulega leið í fréttaflutningi með þessari ágætu tækni: Alþingi Útvarpslög ★★ Farsi með ýmsum óvæntum uppá- komum. Aðalleikarinn Ragnhildur Helgadóttir lendir i ýmsum raunum og ekki fallegt að sjá lítilsigld fram- sóknarmenni stela senunni. Svolítið langdregið og sér ekki fyrir endann ennþá. Daglegt líf Hnifaslagur á Grensásveginum ★★★ Blóðið flýtur i stórskemmtitegum átökum óharðnaðra unglinga við gamla mafiósa. Klassísk spenna i óvenjulegu umhverfi. Hver er eigin- lega leikstjóri þessa samtímaharm- leiks? Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn endurkjörinn ☆ Mikið lagt i leikmyndina en helstu leikarar dauðyflislegir og þráttfyrir ýmsa tifburði tekst aldrei að ná upp spennu. Einn af fáum Ijósum punkt- um er ungi maðurinn í hlutverki puls- usalans. Hverfisgata 105 Svavar heldur ræðu ★★★★★ Ógleymanleg og hrifandi athöfn sem fyllti gesti baráttuhug og eld- móði. Gömul kona við hliðina á mér féll í yfiriið. Meira af þessu, Svabbil Og að lokum má svo gera ráð fyrir að almenningur í gjánni fari loksins að stytta mál sitt til að geta betur einhent sér í yfirvinn- una, brennivínið og lauslætið: . Jón:,_________________________ Heimilið Gunna nöldrar ★ Orðinn þreyttur á slfelldum kjafta- vaðli útaf engu. Hafirðu ekkert að segja skaltu þegja. Farinn útá lifið. Gunna:_____________________ Lífið Framhjáhald Jóns ☆ Ekki mikið varið í mann sem kássast uppá jússu einsog Siggu. Tilhuga- Iffið skítsæmilegt en siðan fór allt lil fjandans. Farvel Frans. Skilin. Sófinn martes ★ Helur maðurinn ekkertþarfaraað gera? LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmenn til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamning- um • Forstöðumaður við skóladagheimili í Heiðargerði 38. • Forstöðumaður við leiksk./dagheimili Iðuborg, Iðufelli 16. • Þroskaþjálfa við sérdeild í Múlaborg. • Fóstrustöður við leiksk./dagh. víðsvegar um borg- ina. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjónar- maður Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 24. maí 1985. Kennari óskast Grunnskóli Súðavíkur óskar að ráða kennara til al- mennrar kennslu í 5, 6. og 7. bekk. Æskilegt er að viðkomandi geti kennt tónmennt, eðlis- og efnafræði. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 94-4946 og -4924. Blaðbera vantar víðsvegar um borgina frá 1. mai. tiioDViuiNN ABR Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 21 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfund- arstörf. 2) Önnur mál. Félagar fjölmennið. - Stjórn 4. deildar ABR. ÆSKULÝÐSFYLKING Rauðhetta Skilafrestur efnis í næstu Rauðhettu rennur út sunnudag- inn 12. maí nk. Hámarkslengd greina 600 orð. - Framkvæmd- aráð. Skemmtiferð, skemmtiferð Á Hvítasunnuhelginni komandi munu ÆFR félagar eyða saman í sveitinni. Dvalið í Skátaskála í 2- 3 dægur. Verði stillt í hóf. Allir velkomnir. Nánarauglýstsíðar. - ÆF. Fundaröð um marxismann Þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30 heldur Árni Sverrisson fyrirlestur um Bandaríkin og 3ja heiminn. Stjórnarfundur ÆFR Fundur verður haldinn í stjórn ÆFR sunnudaginn 12. maí kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Allir félagar í ÆFR velkomnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.