Þjóðviljinn - 22.05.1985, Side 2

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Side 2
HVERNIG ENDAST LAUNIN? Fjóla Guðmundsdóttir Enginn lifir á dagvinnunni „Mánaðarlaunin fyrir dagvinn- una hafa ekkert að segja, ég held að enginn geti látið enda ná sam- an af taxtakaupinu“, sagði Fjóla Guðmundsdóttir starfsmaður Hagkaupa. „Það sem hjálpar fólki er mikil eftirvinna, mér finnst óraunhæft að það sé skrifað undir samninga sem er fyrirfram vitað að er ekki hægt að lifa á. Það er mun erfið- ara að láta enda ná saman nú en áður, matur og þjónusta hefur hækkað margfalt miðað við laun.“ -sp. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Dæmið gengur aldrei upp „Það gengur aldrei upp, ég vinn mikla aukavinnu, reyni að semja við skuldunautana og velti skuldunum þannig á undan mér“, sagði Guðbjörg Vilhjálmsdóttir útstillingardama hjá IKEA. -sp Bertha Biering Ég hrópa ekki húrra „Launin eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, það ætti að semja til lengri tíma en 2ja ára því það er hrikalegt hvernig verkföll fara með fólk“, sagði Bertha Biering starfsmaður hjá IKEA. „Taxtarnir eru allt of lágir, þannig að ef vinnuveitandi hefur efni á að borga meira en taxtinn segir til um þá finnst mér það í Iagi.“ -sp FRETTIR ■TORGIÐ1 Eitt kennarafélag Heimir Pálsson: Islensk kennarastétt verbur að endurskipuleggja alla baráttu sína. Verðum aðfá verkfallsrétt Stéttabarátta Islensk kennarastétt stendur greinilega í þeim sporum nú að hún verður að endurskipuleggja alla baráttu sína, sagði Heimir Pálsson íslenskukennari ( MH er blaðið leitaði álits hans á stétta- baráttu kennara - að kunnum úrslitum í stjórnarkjöri HÍK. „Vinnudeilurnar á síðasta vetri eiga að hafa kennt okkur marga lexíu, þ.á.m. að kjarabarátta kennara skilar ekki nokkrum ár- angri nema þeir hafi verkfallsrétt og sameinist í eitt stéttarfélag.“ Heimir taldi að kennarar hlytu að skoða til þrautar hvaða sam- leið þeir ættu með öðru launa- fólki. Hann benti á að það brak- aði í viðum BSRB og BHM þessa dagana m.a. af því að forystu- menn samtakanna hefðu átt býsna erfitt með að viðurkenna sérkenni kennarastarfsins, - þess væru jafnvel dæmi að forystan hefði beinlínis beitt sér gegn því að kennarar fengju þau laun sem störf þeirra ættu að veita. „Kjara- samningar BSRB - og BHM líka - hafa einatt verið sniðnir fyrir skrifstofufólk og allir út- reikningar eru gerðir út frá þess störfum", sagði Heimir ennfrem- ur. „Viðurkenni stóru félögin eða heildarsamtökin ekki sérstöðu kennara, hljótum við að taka okkar afstöðu í ljósi þess.“ Að endingu kvaðst Heimir vilja leggja áherslu á að barátta kennara fyrir bættum launum væri barátta fyrir betri skóla; menntun og þekking væru lykl- arnir að jafnrétti og menningar- legu frelsi ekki síst á örtölvuöld. Draumaskólakerfi frjálshyggju- manna, þar sem hver og einn nyti skólagöngu eftir efnahag, gæti ekki fært þjóðinni annð en aukna menningarlega örbirgð. bsk. Ætla jafnaðarmenn að sameinast um einn lista í borgarstjórn - allir nema kratar? Sumargjöf 20% Heimir Pálsson: Kennarar hljóta að skoða til þrautar hvaða samleið þeir tiafa með öðru launafólki. - Valdís. hækkun ísbætó Meirihluti borgarráðs sam- þykkti í gær að hækka gjaldskrá SVR um 19,9% frá og með 2. júní. Minnihlutamenn, Guðrún Jónsdóttir og Sigurjón Pétursson, fengu ekki stuðning við tillögu um að hækka fargjöld ekki að sinni og sátu þau hjá við lokaaf- greiðslu. Eitt far fullorðins hækkar úr 18 krónum í 20, sex miða spjald úr 100 krónum í 120, tuttugu miða spjald úr 300 krónum í 350. Eitt far barns hækkar úr 5 krónum í 6, tuttugu miða spjald úr 80 krónum í 95. Tuttugu miða spjald öryrkja og aldraðra hækkar úr 150 krón- um í 175. Sýnt var strax þegar fjárhagsá- ætlun var samin fyrir þetta ár að fjármálaútreiknarar meirihlutans í borgarstjórn gerðu ráð fyrir þessari hækkun einhverntíma árs. - m Suðureyri Urgur í Súgf irðingum Gestur Kristinsson hreppstjóri: Unnið að málum fiskiðjunnar samkvœmt íslenskum lögum. Stefna stjórnvalda að eyða byggð á Vestfjörðum? Isjálfu sér hef ég lítið um blaða- skrifin um fískiðjuna Freyju að segja, ég vil taka það fram að við áttum ekki frumkvæðið að þess- um skrifum, sagði Gestur Krist- insson hreppstjóri á Suðureyri er Þjóðviljinn leitaði álits hans á umræðu þeirri um samskipti sveitarfélagsins og Freyju, sem er í eign Sambandsins. Sveitarfélagið telur til skuldar við fiskiðjuna Freyju. Þar er um að ræða aðstöðugjöld og fast- eignagjöld fyrir árið ’83 og ’84 og hafnargjöld og hitaveitugjöld fyrir hluta ársins ’84. Okkur greinir á um ýmsa hluti en það liggur ljóst fyrir að Suðureyrar- hreppur ætlar ekki að auka hluta- bréfaeign sína í fiskiðjunni. Við erum með skuldabréf uppá 2Vi milljón vegna kaupa á hluta- bréfum. Þau voru keypt þegar Suðureyrarhreppur tók upp sam- starf við Sambandið. Við höfum átt okkar fulltrúa í stjórn og það hefur lengi vakað fyrir okkur að ganga frá skuldabréfinu en það ekki tekist hingaðtil. Það hefur verið unnið að þessu máli samkvæmt íslenskum lögum og skuld fiskiðjunnar fengin lög- fræðingum til innheimtu. Stórfyr- irtæki heyra jafnmikið undir lög og aðrir. Menn hér eru orðnir samdauna þessu. Auðvitað á fyrirtækið líka við sína erfiðleika að stríða alveg eins og sveitarfélagið. En það er greinilegt að þeir hafa haft aura til að leggja í framkvæmdir. Það er ekki langt síðan verkalýðsfé- lögin áttu inni pening hjá þeim vegna vanskila í sjúkrasjóð og þess háttar. Það hefur orðið að draga allt úr þeim með töngum sem fengist hefur. Við megum ekki láta loka og megum ekki hreyfa okkur. Ef til þess kemur verðum við að ganga á fund Sambandsins og grátbiðja þá um að opna aftur því þetta er stærsta atvinnufyrirtækið á staðn- um. Málið er allt mjög snúið en samstarfsvilji stjórnar fiskiðjunn- ar hefur ekki verið mikill. Þetta hefur ekki haft nein áhrif á íbúafjöldann enn sem komið er. íbúum fjölgaði á Suðureyri á síð- asta ári og sú íbúatala hefur stað- ið óbreytt síðan. Það er enginn hlaupinn burt ennþá. Sunnlendingar vaða uppi Hins vegar er urgur í mönnum hér nú þegar trilluvertíðin er að hefjast. Hér er stunduð trilluút- gerð frá maí og fram í september og nú þegar veður leyfir til fiskjar þá setja stjórnvöld stopp á allt saman, kvótinn er búinn. Það voru leyfðar veiðar uppí 1600 tonn á 10 tonna bátum en þegar veiðarnar voru stoppaðar var búið að veiða 4200 tonn. Þessi afli, tæp 3000 tonn, kemur ekki að landi á einni nóttu. Stjórnvöld vissu að í ógöngur stefndi löngu áöur en gripið var í taumana. Stjórnvöld áttu að stoppa Sunnlendinga í mars þegar þetta var vitað. En það eru þessir þrýstihópar sem búa í næsta ná- grenni við ráðuneytin sem öllu ráða. Ég kannenga aðra skýringu á þessu. Hér er verið að ganga á hlut annarra landsmanna og ekki trúi ég því að Norðlendingar og Austfirðingar séu hressir yfir þessu. Öll stærstu fiskvinnslufyr- irtækin eiga rót sína að rekja til trillubátanna, ekki togaranna, en með þessu er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það virðist sem stjórnvöld stefni í að eyða byggð hér. Við stundum ekki nógu fína atvinnu á Vestfjörðum. Það er ekkert gott sem frá okkur kemur nema gjald- eyririnn. Þó er hljóðið í Suðureyringum ekki slæmt fremur venju. Við erum ánægðir með að búið sé að semja eins og stendur í blöðunum og 4. liður greinarinnar sem birt- ist í Morgunblaðinu á sunnudag- inn var, gleður eflaust fleiri en mig. Þá verður allt í röð og reglu og við horfum glaðir til framtíð- arinnar hér á Suðureyri. aró_ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.