Þjóðviljinn - 09.06.1985, Blaðsíða 18
LEIÐARAOPNAI
„lce Queen" (Snædrottningin) nefnist ein af nýju hönnunarlínunum frá Álafossi
1985.
Veljum
„Betri vörur
sterkasti mótleikurinn”
- segir Úlla Magnússon hjó Álafossi
„Þaö er ekkert nýtt að er-
lend fyrirtæki „steli“ hug-
myndum og sniðum af ís-
lenskri ullarvöru og reyndar
eru dæmi þess að íslensk fyr-
irtæki „stæli“ þannig hvert
annað. Við erum ekki ánægð
með þetta, en ég held að það
sé minna um þetta nú en
áður, þegar ýmsum bestu við-
skiptalöndum okkar, t.d. Kan-
ada, var ógnað af ódýrum
eftirlíkingum á okkar fram-
leiðslu," sagði Úlla Magnús-
son deildarstjóri í hönnunar-
deild hjá Álafossi, þegar við
ræddum við hana um er-
lendar eftirlíkingar á íslenskri
ullarvöru.
„Okkar sterkasti mótleikur er
að vera með betri og vandaðri
vörur og sífellt að þróa þær og
bæta, því þá er ógerlegt að elta
okkur“.
„Er ekki hægt að koma í veg
fyrir beinar eftirlíkingar á ís-
lenskri ullarvöru?“
„Það er mjög erfitt, því þá
þarftu að hafa verndað einka-
leyfi. Ýmsar okkar hugmynda
eru ekki íslenskari en hvað annað
og erfitt að henda reiður á því
hver upphaflega átti hugmynd-
ina. Fyrirtæki eins og danska fyr-
irtæki STOBI sem selur mikið af
ullarvörum sem líkjast íslenskri
framleiðslu, hafði á sínum tíma
mikil tengsl við ísland og fors-
varsmaður þess hjálpaði íslenskri
ullarframleiðsiu á ýmsan máta.
Auðvitað erum við ekki ánægð
með að hann skuli nú nýta sér
þekkingu sína á þennan hátt, en
það er lítið hægt að gera við
þessu, nema koma með eitthvað
nýtt og betra,“ sagði Úlla.
„Viljum vernda íslensk
framleiðsluheiti”
- segir Jens Pétursson, markaðsstjóri í ullarvöruútflutningí
„Enginn er annars bróðir í
leik og í þessum viðskiptum
þýðir ekki að fást um það þótt
ýmsum óheiðarlegum brögð-
um sé beitt til að ná í góða
markaði. Norðurlöndin eru
ekki okkar helsta sölusvæði,
heldur Bandaríkin og Kanada
og það er þar sem við þurfum
að gæta vel að okkur.
Enda stefnum við að verndun á
nöfnum á framleiðsluvörum frá
íslandi. Það myndi tryggja okkur
miklu betur í samkeppninni, og
er raunar sterkasti leikurinn til að
halda mönnum frá stuldi á vöru-
heitum og framleiðsluaðferðum.
Það er ekki þar með sagt að það
sé nóg áÖ fá vöruheitin vernduð,
annað aðalatriðið er að vera með
nógu góða og sérstæða vöru,
þannig að menn geti ekki fylgt
okkur.
Það er líka stefnan hjá íslensk-
um fyrirtækjum í ullariðnaði að
skapa sér eigin línu í fram-
leiðslunni og það má segja að við
stöndum nú á tímamótum. í stað
þess að einblína á sauðalitina og
hina sígildu íslensku ullarvöru,
erum við nú komin inn á alveg
nýja braut. Framleiðslan miðar æ
meira við tískumarkaðinn, mikið
er lagt upp úr hönnun og nýir litir
ryðja sér til rúms. Auðvitað höld-
um við í ýmis íslensk sérkenni, en
reynum að stfla á fjölbreyttari og
sérstæðari framleiðslu, sem
stenst samanburð við bestu tísku-
framleiðslu í heiminum." Þetta
eru orð Jens Péturssonar, mark-
aðsstjóra í ullarvörum hjá Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins.
„Telurðu að við eigum góða
möguleika á þessum markaði?"
„Já, mér sýnist allt benda til
þess. Tískumarkaðurinn kallar á
nýja hönnun og flestir íslensku
framleiðendurnir koma með nýja
vörulínu 2 til 4 sinnum á ári. Við
flytjum út frá íslandi jafn mikið
af fatnaði til Ameríku og öll hin
Norðurlöndin til samans og þetta
er sterkur og góður markaður
sem við verður að halda í og
styrkja.
„Verðið þið varir við að er-
lendir framleiðendur sigli undir
fölsku flaggi og kalli framleiðslu
sína íslenskum nöfnum eða stæli
okkar framleiðslu?“
„Það er alltaf eitthvað um það.
Þessi fyrirtæki eru orðin sterkari
og varan frá þeim í mörgum til-
vikum vandaðri. Þetta eru bæði
norræn fyrirtæki eins og Stobi og
Runox sem hafa ýmsa fyrir-
greiðslu umfram okkur í sínum
heimalöndum og einnig hefur
Kanada verið duglegt í eftirlík-
ingum. Auðvitað finnst manni
undarlegt að sjá eftirlíkingar frá
STOBI á íslenskum ullarvörum á
stærstu skíðastöðum Evrópu, en
þetta eru þó ekki mjög stór mark-
aðssvæði ef miðað er við Amer-
íku. Þess vegna leggjum við höf-
uðáherslu á að halda okkar striki
þar og vernda íslensk heiti og ís-
lenska framleiðslu vestan hafs,“
sagði Jens Pétursson að lokum.
„Matvœli úrómenguðu umhverfi
hafa sérstöðu”
- segir Hafsteinn Vilhelmsson markaðsstjóri í matvœlaútflutningi
„Þaö er enginn vafi á því aö
okkar sterkasta tromp í sam-
bandi við matvælaframleiðslu
er hreint vatn, loft og náttúra.
Fiskur sem veiddur er í hreinu
vatni og verkaður og geymdur í
ómenguðu, köldu umhverfi er
ólíkt frambærilegri vara en fiskur
úr óhreinu umhverfi, geymdur og
verkaður þar sem hreint, kalt
vatn er af skornum skammti og
andrúmsloftið mengað. Hræðsla
fólks við súrt regn og mengun
kemur okkur til góða, - sem get-
um státað af matvælum sem unn-
in eru við bestu hugsanlegu að-
stæður hvað þetta varðar“, sagði
Hafsteinn Vijhelmsson, mark-
aðsstjóri hjá Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins.
Helstu matvælategundirnar
sem Útflutningsmiðstöðin leggur
áherslu á í útflutningi er rækja,
hörpudiskur, kavíar og síld.
„Við leggjum höfuðáhérslu á
niðursuðuvörur, sem alls staðar
eiga stóran neytendahóp. Einnig
er hugsanlegt að matvæla-
pakkningar fyrir örbylgjuofna
verði freistandi framleiðslugrein
- einkum fyrir minni fyrirtæki.
Við leggjum áherslu á að menn
skoði þörfina áður en farið er út í
framleiðslu á nýjum matvælum
og að markaðurinn sé tilbúinn að
taka við því sem sett er í fram-
leiðslu. Nú er til dæmis mjög mik-
ill áhugi á íslenskum regnbogasil-
ungi í Hollandi, hörpudiskurinn
er mjög vinsæll á Norðurlöndum
og fleiri dæmi mætti nefna. Þegar
markaðurinn opnast svona fyrir
ákveðnum matvælum eru mögu-
leikar okkar mjög sterkir og við
þurfum að grípa þessi tækifæri
strax og þau gefast“.
„Nú þykja íslensk matvæli yfir-
leitt eftirsóknarverð - reyna
menn að kalla erlend matvæli ís-
lensk?“
Já, það er alltaf eitthvað um
það. Til dæmis selja Danir fisk
sem þeir kalla „islandssild", en
þessi fiskur hefur aldrei komið
nærri íslandsströndum. Við selj-
um líka mikið út af óunnu hráefni
og þá er erfitt að fylgja eftir hvort
fullunnin matvæli eru úr íslensku
hráefni. íslensk fyrirtæki eiga erf-
itt um vik, þar sem lánafyrir-
greiðsla hér er hvergi sambærileg
við það sem gerist erlendis. ís-
lensk fyrirtæki verða að taka alla
áhættu og fá engar tryggingar
sem vernda þau gegn skakkaföll-
um í framleiðslu og sölu. Danir
hafa t.d. náð í ýmsa markaði af
okkur, vegna þess að þeir hafa
haft miklu betri fjárhagsstöðu.
En við höfum góða möguleika ef
vel er haldið á spöðunum. Ó-
menguð matvæli, veidd og unnin
við bestu aðstæður eru lykill að
góðum og eftirsóttum markaði.
Við eigum ekki að reyna að kom-
ast inn á ódýra markaði, sem
kaupa matvæli í miklu magni,
heldur stfla á minni og dýrari
markaði, sem vilja sérstaka og
vandaða matvöru", sagði Haf-
steinn að lokum.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júní 1985