Þjóðviljinn - 09.06.1985, Blaðsíða 20
m \í
\ átmk
þúsund íbúa, en íslendingar
fæsta, 525. Hins vegar skákum
við frændum okkar í bflaeign.
Hér á landi eru 408 bflar á þúsund
íbúa, í Svíþjóð 361, í Noregi 336,
Finnlandi 291 og danir reka lest-
ina með 272 bfla á þúsund íbúa
enda eru þeir allir á hjólum.
Nfu sinnum
í bíó
Við skulum segja skilið við
neysluna og líta á menninguna.
Það kemur sjálfsagt engum á
óvart að íslendingar fara oftast í
ieikhús og heldur ekki að næstir
koma finnar. Tölurnar í bókinni
ná einungis til atvinnuleikhúsa en
eflaust myndi samanburðurinn
verða okkur enn meir í hag ef
áhugaleikhúsin væru tekin með.
En samkvæmt tölunum um
leikhúsaaðsókn fara íslendingar
þrisvar í leikhús og finnar tvisvar
meðan danir, norðmenn og svíar
láta sér nægja eina leikhúsferð.
íslendingar eru líka iðnastir við
að fara í bíó. Árið 1983 (en töl-
urnar eru flestar frá því ári) fór
hver íslendingur 9,2 sinnum í bíó
meðan norðmaðurinn fór 3,7
sinnum, daninn 2,8 sinnum, sví-
inn 2,3 og finninn aðeins 1,9 sinn-
um.
Á hinn bóginn eru íslendingar
latastir á Norðurlöndum við að
skoða söfn. Norðmenn fara rúm-
lega helmingi oftar á söfn en við
og danir og svíar eru enn dug-
legri.
Bœkur og blöð
Tölfræðihandbókin segir okk-
ur að íslendingar gefi mest út af
dagblöðum, þau telj ast vera gefin
út í 547 eintökum á hverja þús-
und íbúa. Næstir koma svíar með
528 eintök, finnar með 505, norð-
menn með 462 og danir hafa
minnstan áhuga á dagblöðum því
þar eru gefin út 366 eintök á
hverja þúsund íbúa. Eitthvað
segir mér að þessi forysta okkar
þoli illa nána skoðun, t.d er upp-
lagseftirlit allt í skötulíki hér á
landi en mjög nákvæmt í hinum
löndunum.
En ef marka má útgefna bóka-
titla stöndum við enn undir nafni
sem bókaþjóð. Við gefum út 4,
71 titil á hverja þúsund íbúa með-
an danir sem koma næstir verða
að láta sér nægja 1,85 titla og sví-
ar sem gefa minnst út komast af
með tæplega 1 titil á hverja þús-
ensku en sambærilegt hlutfall á
íslandi er 47%, í Danmörku
52,3%, í Noregi 67,3% og í Sví-
þjóð 68%. Með öðrum orðum
eru 2 af hverjum þremur bókum
sem þýddar eru á norsku og
sænsku upphaflega ritaðar á
ensku en tæplega helmingur
þeirra bóka sem við þýðum.
Fóstureyðingar
og óskilgetin börn
Það eru viðtekin sannindi að
hvergi á byggðu bóli sé hlutfall
óskilgetinna barna hærra en á ís-
landi. Ekki er það nú alveg rétt
þótt það fari nærri lagi. Græn-
lendingar slá okkur rækilega við í
þessumefnum. í>areru2afhverj-
um þremur börnum fædd utan
hjónabands en á íslandi eru 45%
barna fædd utan hjónabands.
Fast á hæla okkar koma svíar
með 43,6%, danir með 40,6%, á
Álandseyjum er hlutfallið 37%, í
Færeyjum 32,9%, í Noregi
19,3% en fæst börn eru fædd utan
hjónabands í Finnlandi, 14%. Á
öllum Norðurlöndunum er hlut-
fall óskilgetinna barna 31% árið
1983 og hækkar greinilega
hröðum skrefum því meðaltal
áranna 1976-80 er 24,3%.
En þótt hlutfall óskilgetinna
barna sé hátt á íslandi erum við
ekki minna hrifin af hjónaband-
inu en frændþjóðir okkar. Gift-
ingar hafa verið ofan við meðal-
lag en skilnaðir undir meðallagi
mörg ár aftur í tímann.
Kannski má finna einhverja
skýringu á öllum þessum óskil-
getnu börnum með því að bera
saman fjölda fóstureyðinga hér á
landi og á hinum Norðurlöndun-
um. Þá kemur í ljós að árið 1983
voru þær fæstar í Finnlandi, 2,8 á
hverja þúsund íbúa, síðan hér á
landi, 2,9, í Noregi 3,3, í Svíþjóð
3,7, í Danmörku 4,1 en græn-
lendingar eru í algerum sérflokki,
þar eru fóstureyðingar 11,1 á
hverja þúsund íbúa.
Það hefur mikið verið býsnast
yfir því að fóstureyðingar skuli
vera leyfðar af félagslegum
ástæðum hér á landi eins og í all-
flestum nágrannaríkjum okkar.
Ef litið er á það hversu stórum
hluta þjóðartekna er varið til fé-
lagslegrar aðstoðar hér á landi og
á hinum Norðurlöndunum ætti
mönnum að vera ljóst af hverju
íslenskar konur vilja standa fast á
rétti sínum til fóstureyðinga af fé-
Tölfrœði
Kakóþambarar með
bíladellu
íslendingar reykja mest, fara oftast í bíó og
leikhús, enhafamisstforystunaíhlutfalli óskilgetinna barna.
Blaðað í norrœnni tölfrœðihandbók
Undirritaður er einn þeirra
sem hafa gamanaftölum.
Þess vegna týndi ég mér á
dögunum í norrænni tölfræði-
handbók sem datt inn á borð-
iðmitt. Þarmásjáýmislegan
samanburð á Norðurlöndum
sem er forvitnilegur og gefur
mynd af íbúum þeirra.
Það hefur lengi verið viðtekinn
sannleikur að íslendingar séu
heimsins mestu kaffídrykkju-
menn. En það er nú aldeilis ekki,
við erum næstneðstir norður-
landabúa, aðeins danir drekka
minna kaffi en við. Hins vegar
innbyrða íslendingar nær því tvö-
falt meira kakó en svíar sem
koma næstir okkur, og við
reyfum níu sinnum meira en dan-
ir sem eru minnstir kakóneytend-
ur á Norðurlöndum. Danir og
svíar drekka þjóðanna mest af tei
en íslendingar, finnar og norðm-
menn eru varla hálfdrættingar
þeirra í tedrykkju.
íslendingar reykja töluvert
meira en frændur vorir á Norður-
löndum. Tóbaksneysla er mæld í
kflóum í bókinni og samkvæmt
henni er tóbaksneysla hvers ís-
lendings liðlega 2 kfló á ári, finn-
ar koma næstir með 1,67 kfló, sví-
ar með álíka, en danir og norð-
menn reykja minnst, uþb. 1,35
kíló á mann.
Svíar eiga flesta síma, 890 á
und íbúa. Það er líka athyglisvert
að skoða af hvaða tungum
norðurlandaþjóðirnar þýða
mest. Þær tölur sýna okkur að
íslendingar eru iðnastir norður-
landabúa að þýða af öðrum
norðurlandatungum en svíar hafa
langminnstan áhuga á bók-
menntum frændþjóða sinna.
Hins vegar er hlutfall þýðinga úr
ensku næstlægst á íslandi en lang-
hæst í Noregi og Svíþjóð. 44,3%
þýddra bóka í Finnlandi eru af
lagslegum ástæðum. Tölfræði-
handbókin segir okkur að íslend-
ingar verji 18,7% þjóðarfram-
leiðslunnar til félagslegrar að-
stoðar sem er lægsta hlutfallið á
Norðurlöndum. Norðmenn
koma næstir með 21,3%, síðan
finnar með 23,6%, svo danir með
30% en svíar verja langstærstum
hluta þjóðarframleiðslunnar til
félagslegrar aðstoðar, 33,1% eða
réttum þriðjungi.
-ÞH
20 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júní 1985