Þjóðviljinn - 09.06.1985, Blaðsíða 8
Titringur
í Hafskip
HP birti í vikunni ítarlega út-
tekt á Hafskip, þar sem sitt-
hvað fróðlegt kom í Ijós. Sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
ætlaði hins vegar allt af göfl-
unum að ganga á skrifstofum
fyrirtækisins þegar fréttist af
úttekt HP. Björgúlfur Guð-
mundsson setti sína menn í
Frímúrarareglunni af stað og
jafnframt notaði hann tengsl|
sín gegnum SÁÁ batteríið til
að reyna að hafa áhrif á HP.
Ingólfur Margeirsson, rit-
stjóri HP, sem staddur er er-
lendis um þessar mundir, fékk
þannig upphringingu frá
Björgúlfi en þverneitaði að
draga grein blaðsins til baka,
þrátt fyrir eindregin tilmæli
Björgúlfs. Annar úr SÁÁ batt-
eríinu, Gísli Ólafur Lárus-
son, hjá Reykvískum Endur-
tryggingum (sem hann á
ásamt Björgúlfi og Ragnari
Kjartanssyni hjá Hafskip)
mun einnig hafa hringt í vini
sína á HP og lagt strengilega
að þeim að hætta úttektinni.
Þeir Hafskipsmenn munu
telja að bak við upplýsingar
HP sé fyrrverandi starfsmað-
ur hjá dótturfyirirtæki Haf-
skipa í Bandaríkjunum,
Gunnar Andersen, sem hér
er staddur í stuttri heimsókn.
Hafa þeir haft í hótunum við
Gunnar, samkvæmt upplýs-
ingum Þjóðviljans, og ógnað
honum með lögsókn bæði hér
heima og í Bandaríkjunum.
Greinilega telja þeir því að
Gunnar viti eitthvað fremur
skuggalegt um hagi Hafskipa.
Svo mikill varð þrýstingurinn
að á HP telja menn sig aldrei
hafa fundið annað eins, og
fyrrnefndur Gunnar, sem ekki
mun vera aðalheimild HP,
þurfti að fara í felur.
Hið hlálega í málinu er þó,
að þegar Hafskipsmenn lásu
greinina vörpuðu þeir öndinni
léttar. Þeir höfðu búist við
mun verri uppljóstrunum.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að í úttekt HP kom bara topp-
urinn á ísjakanum í Ijós. í djúp-
unum leynist enn margt...B
Útvarp SÍS
Innan Sambandsins ríkir mikil
ólga hjá almennum félögum
sökum aðildar SÍS að fjölmiðl-
arisanum ísfilm. Nú eru uppi
raddir innan SÍS að draga sig
út úr ísfilm og á aðalfundi
Sambandsins um næstu helgi
er líklegt að um það verði rætt
af gaumgæfni. Þess í stað
munu Sambandsmenn íhuga
að efla útvarpsstöð sem yrði á
snærum samvinnuhreyfing-
arinnar, þegar búið er að
breyta útvarpslögunum.
Helgi Pétursson nýbakaður
ritstjóri NT hefur átt í óform-
legum könnunarviðræðum
um þessi mál við áhrifafólk hjá
Sambandinu og Framsókn.
Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi
stationvagn sem sannar aö fjórhjóladrifnir
bílar geta verið þægilegir.
Hvort heldur á hann er litið eða í honum ekið er hann ekki
eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir
sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör-
uggur svo sem við er að búastfrá Toyota.
Þægindi fólksbifreiðarinnar,
seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum
sameinastJ Tercel station. Harðger
1,5 lítra bensínvél sinniraf samaöryggi 2 og4 hjóla drifunum.
TERŒb
Nýbýlavegi8 200 Kópavogi S. 91-44144
Helgi Pétursson nýbakaður rit-
stjóri NT.
Bubbi
og TV
Útgáfustarfsemi Grammsins
blómstrar um þessar mundir. í
fyrradag kom út platan Kona
með Bubba Morthens, sama
dag og garpurinn varð 29 ára
gamall. Hún var rifin út strax á
fyrstu dögunum, þannig að ríf-
lega 1000 eintök munu hafa
farið í verslanir strax á fyrsta
degi. Grammið sá líka um al-
þjóðlega útgáfu á plötu
Pshychic TV, sem hingað
kom og lék á hljómleikum um
árið. Undirtektir urðu hreint út
sagt frábærar: Af þeim 6000
eintökum sem Grammið fékk
að pressa seldust 5600 um
leið og hitt er að fara líka. Ás-
mundur og Dóra sem reka
Grammið gera það því bæri-
lega þessa dagana...B
Innan NT hefur hann einnig
gefið sterklega í skyn, að NT
muni hasla sér völl á öldum
Ijósvakans við fyrsta tækifæri.
Telja menn að þetta sé agnið
sem notað var til að fá hann
frá útvarpinu yfir á NT. En
skýrendum frétta hefur ekki
gengið vel fram að þessu að
skýra hvernig stóð á því að
Helgi P. kastaði vísum frama
innan útvarpsins fyrir róða tii
að taka við blaði sem nú er
komið í strítt flokkstjóður
Framsóknar...B
Kona með Bubba Morthens rifin út.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN