Þjóðviljinn - 09.06.1985, Blaðsíða 5
íslenskir nazistar marsera eftir Austurstræti árið 1935. Afgreiðsla Morgunblaðsins til vinstri. I leiðara Morgunblaðsins eftir innrás Þjóðverja í Tékkóslóvakíu 15. mars 1939 var talað um glæsilega
sigurgöngu þeirra án blóðsúthellinga. (Ljósmynd: Skafti Guðjónsson).
Birgir Sörensen
Morgunblaðið og
nasisminn 1933-’38
Afstaða Morgunblaðsins til þriðja ríkisins og skoðanabrœðra Hitlers á íslandi
Fjóröi áratugurinn var á marg-
an hátt mikill umbrotatími.
Kreppan varallsráöandi í
heiminum. Margireygöu nýj-
an og betri heim í kommún-
ismanum. Með valdatöku
Adolfs Hitlers 30 janúar 1933
eygöu enn aðrir bjartari tíma
undir merki hans. Amk. stæði
hann sem bjarg gegn
heimsbyltingaráformum
kommúnista.
Heima á Fróni endurspegluð-
ust atburðirnir í smækkaðri
mynd. Harðvítug stjórnmála-
átök hér á landi snerust
öðrum þræði um afstöðunatil
atburða úti í hinum stóra
heimi. Hértöldumargirnas-
ismann eina raunhæfa ko-
stinn í baráttunni gegn heims-
byltingarmönnum. Nasisminn
hafði enn ekki fengið tækifæri
til að sýna sína réttu ásjónu.
Hér verður skýrt frá afstöðu
Morgunblaðsins til Þriðja
ríkisins og skoðanabræðra
Hitlersá Islandi, þjóðernis-
sinna.
En hvað gerir stjórnmálaritnefnd
Alþýðublaðsins við fregn þessa?
Hún snýr henni við. Það eru ekki
kommúnistar sem kveikt hafa í
þinghúsinu í Berlín, segir hr.
alþm. Hjeðinn Valdemarsson.
Öðru nær það eru þýsk yfirvöld,
sem lagt hafa hina glæstu þinghöll
að miklu leyti í rústir (!).
Eins og hann viti þetta ekki betur
en t.d. lögreglan í Berlín (!). En
hvers vegna þessi yfirbreiðsla yfir
talandi staðreyndir, hvers vegna
þessar barnalegu málsbætur fyrir
athæfi og byltingarstarf þýskra
kommúnista.
í garð kommúnista ríkti hið
mesta hatur hjá Morgunblaðinu.
Kommúnistaflokkur íslands
starfaði á þessum tíma sem deild í
Komintern, það eitt var ærin
ástæða til að líta hann hornauga.
Reyndar hélt blaðið því fram að
þessi flokkur væri stórhættulegur
sjálfstæði íslensku þjóðarinnar
og yrði að stemma stigu við fylgis-
aukningu hans. í baráttunni fyrir
völdum leyfðu kommúnistar sér
allt eins og bruninn í Berlín hefði
borið með sér:
Kommúnistar byrjuðu kosning-
ahríðina með því hermdarverki,
að kveikja í ríkisþinghöllinni, og
jafnframt ætluðu þeir að koma á
stað borgarastyrjöld í landinu
þannig að ekki væri unnt að
ganga tU kosninga. En þessi Lok-
aráð snerust svo í höndum þeirra,
að nú er ríkisstjórnin einhuga um
það, að eyða þeim óaldarflokki
algerlcga.
Fréttaflutningur Morgun-
blaðsins af stjórnarskiptunum í
Þýskalandi 30. janúar 1933 bentu
tæplega til þess að nýir tímar
væru í vændum fyrir ríki álfunn-
ar. Stuttu eftir valdatöku Hitlers
fylgdu fréttir um harkalegar að-
gerðir stjórnarinnar gegn pólit-
ískum andstæðingum svo og gyð-
ingum. í Morgunblaðinu var nán-
ast enga gagnrýni að finna á þess-
ar aðgerðir. Engir atburðir höfðu
enn gerst sem gáfu tilefni til þess.
Til að byrja með var litið á nas-
ismann sem heilbrigt andsvar
gegn sýkingu kommúnismans.
Fyrstu meiriháttar tíðindin
sem Morgunblaðið færði lesend-
um sínum frá Þriðja ríkinu var
bruni ríkisþinghallarinnar. At-
hugasemdarlaust var skýrt frá því
sem þýsk stjórnvöld höfðu látið
frá sér fara um málið. Ekki var
Alþýðublaðið sama sinnis og það
fór fyrir brjóstið á Morgunblaðs-
mönnum:
Aðgerðir Hitlers gagnvart
kommúnistum voru vissulega
litnar mildum augum. Tylliástæð-
an sem fékkst með brunanum var
á engan hátt gagnrýnd. Gagnvart
kommúnistalýðnum dugði ekk-
ert hálfkák. Skömmu eftir þing-
kosningarnar birtist löng grein í
Morgunblaðinu undir fyrirsögn-
inni „Sigur Hitlers". Upphafsorð
hennar voru á þessa leið:
Hitler hefir ekki eingöngu komist
til valda á löglegan hátt. Honum
hefir líka tekist að skapa stjórn
sinni þingræðislegan grundvöll
við almennar þingkosningar.
Skömmu fyrir þingkosningarnar
5. mars, sagði Goebbels, að kosn-
ingadagurinn ætti að verða „dag-
ur hinnar vaknandi þjóðar“.
Morgunblaðið tók því vel hin-
um nýju „löglega" kosnu hús-
bændum í Berlín. í framhaldi af
því mátti reikna með að blaðið liti
vonaraugum til nýstofnaðrar
þjóðernishreyfingar hér á landi.
íslenska
þjóðernis-
hreyfingin
Vorið 1933 var stofnuð hér ís-
lensk þjóðernishreyfing. Fyrir-
mynd hennar var sótt til Þýska-
lands og sagði Morgunblaðið að
vinstri menn og Hriflungaliðið
hefði hlaupið upp til handa og
fóta vegna þessa atburðar. Tók
blaðið í byrjun upp hanskann
fyrirhina nýstofnuðu hreyfingu. í
Reykjavíkurbréfi, þann 14. maí
1933, var ma. farið þessum orð-
um um hreyfinguna: „Er óþarft
að taka það fram, að þjóðernis-
sinnum detta engin spjöll lýð-
ræðis í hug en fylgja af alhug
efling ríkisvalds, er spornar viö
hvers konar yfirgangi ofbeldis-
seggja? Höfundur bréfsins viröist
hafa haft brunann í Berlín til hlið-
sjónar. Sókn væri besta vörnin
gegn kommúnistum. Þessu voru
gerð enn betri skil í forystugrein
nokkru seinna:
Eins og sjúkdómur í sæmilega
heilbrigðum líkama hrindir af
stað gagnverkandi starfsemi til
varnar gegn sjúkdómum, eins fer
með hvert þjóðfélag, sem á lífs-
þrótt og framtíðarelju. Kommún-
isminn rússneski, stjetta hat-
urspólitík sósíaldemókrata og
svikaflækja Hriflunganna eru
sjúkdómar, sem þjáð hafa þjóð-
ina á undanförnum árum.
Stjórnarliðið fékk oft óþvegn-
ar kveðjur í Morgunblaðinu.
„Rauðka“ var jafnmikið glap-
ræði þótt kommúnistar stæðu
utan hennar. Þegar upp var stað-
ið „lyktaði hún af vinstri vill-
unni“. En nú var komin ný kjark-
mikil hreyfing sem fleiri en Morg-
unblaðið áttu að hafa boðið vel-
kornna. „Æska landsins og hin
uppvaxandi kynslóð, hefir tekið
hinni vaknandi þjóðernishreyf-
ingu með mesta fögnuði."
Þótt fyrirmynd hreyfingarinn-
ar væri erlend kom það ekki að
sök. Unga kynslóðin átti ekki að
vera að glepjast á innfluttri
stefnu. Þjóðerniskenndin hefði
Sunnudagur 9. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5