Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 2
Kjör fiskvmnslufólks Fanney Gunnlaugsdóttir Neskaupstað Kaupið er allt of lágt „Kaupið er allt of lágt, það að aðalmeinið,“ sagði Fanney Gunnlaugsdóttir fiskverkunarkona hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað. „Kröfurnar eru orðnar svo miklar í kringum verkunina á fiskinum þannig að það er orðið ansi erfitt að standa í stykkinu og nánast alls ekki hægt. Konurnar eru sammála um að þetta sé sífellt að verða erfiðari vinna og þær eru orðnar voðalega þreyttar á þessu. f>ó þær reyni allt sitt besta þá dugir það engan veginn til, fólk er orðið hálfút- keyrt af vinnu, illa launaðri vinnu. Pað verður að leggja aðaláherslu á hækkun tímakaupsins. Það er það eina sem vit er í. Fólk vill fá hækkun á tímakaupinu. Ég get ekki almennilega gert mér grein fyrir því hve lágmarkslaunin þyrftu að hækka en það er alveg ljóst að eins og málin standa í dag þá er þetta allt of alltof lítið," sagði Fanney Gurinlaugsdóttir. -lg- Elín Frímann Seyðisfirði 20 þús. algert lágmark „Tímakaupið í fiskvinnslunni er allt of lágt. Það verður að hækka þessa taxta en draga úr bónusinum. Það eru allir hér sammála um að við þurfum mun hærri taxtakaup en minni bónus,“ sagði Elín Frímann fískverkunarkona hjá Fiskiðjunni á Seyðisfirði. „Það er búið að miða allt of mikið bónusinn en ekki tímakaupið og fólk er orðið alveg útslitið af þessu kapphlaupi í bónusinum og fær síðan inest lítið út úr þessu öllu saman. Uppsagnarákvæðin eru alls ekki fullnægjandi en það hefur sem betur fer lítið reynt á uppsagnir hér hjá okkur. Það sem mér finnst að eigi að leggja aðaláherslu á í komandi samningum er að hækka kaupið og lækka bónusinn. Lágmarkslaunin eru algerlega óviðunandi og mér finnst krafa um 20 þúsund króna lágmarkslaun vera algert lágmark. Ég hreinlega skil ekki hvernig ungar konur með börn á framfæri geta framfleytt sér á þeim launum sem fiskvinnslan býður uppá. Það væri fróðlegt að sjá þá uppskrift,“ sagði Elín Frímann. -Jg- Kristrún Arnarsdóttir Eskifirði Orðin lægst launaða stéttin „Menn eru ekkert yfír sig glaðir með launakjörin í fiskverkun. Fólk er mjög óánægt með kaupið auk þess sem þetta er sífellt að verða erfiðari vinna og meiri kröfur og sífellt krafist meira af verkafólkinu,“ sagði Kristrún Arnarsdóttir fiskverkunarkona í Hraðfrystihúsi Eski- Ijarðar. „Þetta er alveg sálardrepandi fyrir konurnar að standa allan daginn og rýna ofan í Ijósaborðin fyrir þetta lélega kaup. Fólk þarf að fá minnst 25 þúsund krónur á mánuði fyrir 8 tíma vinnudag, það er algjört lágmark. Það á að leggja aðaláhersluna á hærri laun í komandi samningum og auðvitað kauptryggingu alveg skilyrðislaust. Uppsagnarfresturinn hef- ur ekki brunnið eins á okkur og þeim fyrir sunnan því hér hefur verið standandi vinna allt árið. En það er mikill urgur í fólki vegna launanna. Fiskverkunarfólk er orðið lægst launaða stéttin í þjóðfélaginu á sama tíma og kröfurnar eru að auka’st, en það er greinilega einskis metið í launum,“ sagði Kristrún Arnarsdóttir. -lg- Svala Axelsdóttir Höfn Hornafirði „Ekki hægt að vinna við þetta“ „Það eina sem hægt er að segja um launakjörin er að það er alls ekki hægt að vinna við þetta eins og kjörin eru í dag. Álagið er það mikið en launin léleg“, sagði Svala Axelsdóttir fiskverkunarkona hjá Fisk- vinnslu Kaupfélags A-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Það er í lagi að vinna í bónus ef menn geta unnið upp í toppinn en það er bara alls ekki möguleiki, þannig að þetta streð gefur ekkert af sér. Mér finnst að það eigi að leggja aðaláhersluna á kaupið og kaup- tryggingar í næstu samningum. Þó skömm sé frá að segja þá hef ég lítið fylgst með því sem er að gerast en það verður að hækka kaupið. Mér gengur engan veginn að lifa af þessum launum og ég get ekki ímyndað mér að fjölskyldufólk geti það. Ég held að mönnum veitti ekki af minnst 20 þúsund krónum á mánuði. Ég myndi kannski sætta mið við það en það er ljóst að þetta er ekki neitt,“ sagði Svala Axelsdóttir. -íg- FRÉTTIR___________________ BÚH-salan „Vilja ekki sjá hvað við bjóðunT Guðrún Lárusdóttir Stálskipum h/f: Bœjaryfirvöld hafa ekki skoðað neitt tilboðfrá okkur ennþá. Samþykkja boðfrá öðrum án þess að við fáum að leggja inn formlegt tilboð. Mér finnst það merkilegt að þeir skuli ekki vilja sjá hvað við höfum að bjóða. Þcir hafa ekki skoðað neitt tilboð frá okkur ennþá né skoðað okkar veð, sagði Guðrún Lárusdóttir framkvstj. Stálskipa h/f í Hafnarfirði í sam- tali við Þjóðviljann í gær, um þá ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafn- arfirði að selja Hvaleyri h/f eigur BÚH án þess að fá fyrst á borðið tilboð frá þeim tveimur aðilum öðrum sem hafa sýnt eigum BÚH áhuga. „Þeir eru greinilega búnir að samþykkja boð frá öðrum án þess að gefa okkur nein tækifæri til að leggja inn formlegt tilboð. Við fengum skuldalistann hjá bæjar- stjóra en höfum ekki einu sinni fengið tækifæri til að skoða eignir fyrirtækisins. Okkar tilgangur var alls ekki að eyðileggja neitt fyrir öðrum en mér finnst merki- legt að þeir skuli ekki vilja sjá hvað við höfum að bjóða. Ég veit ekki hvaða veð Samherji býður uppá en við höfum m.a. veð í skuldlausum togara Ými metinn á 70-80 miljónir, þrjú stór iðnað- arhús hér í bænum með hrein veðbókarvottorð og ég veit að Sigurður og Júlíus eiga einnig miklar eignir," sagði Guðrún Lárusdóttir. -•g- Hitaveitan Aðalæðar endur- nýjaðar Einangrun ónýt í hitaveitulögnum í Fossvoginum Miklar viðgerðir eiga sér nú stað á hitaveitulögnum í Fossvogshverfi í Reykjavík. Að sögn Jóhannesar Zoega hitaveitu- stjóra er hér um að ræða endur- nýjun á aðalæðum í hverfinu. - Þegar við lögðum þessar lagnir 1967 notuðum við froð- steypu sem þá var það nýjast á markaðnum, og þótti það fínasta á norðurlöndum þá. Nú hefur komið í ljós að þetta efni hentar afar illa í vætusömum jarðvegi. Samskonar efni var notað við hit- aveitulagnirnar í Arbæ og þar hefur það reynst vel, sagði Jó- hannes. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir eru áætlaðar um 20-25 miljónir króna. -SG Atvinnuleysi Samkvæmt yfirliti frá fé- lagsmálaráðuneytinu voru at- vinnuleysisdagar í maímánuði rösklega 16 þúsund talsins. Það samsvarar því að um 800 manns hafi verið skráðir atvinnulausir allan mánuðinn sem er uþb. 0,6% af mannafla á vinnumarkaði. Skráðir atvinnuleysisdagar eru uþb. 2 þúsund færri en í apríl og þeir voru færri nú í maí en í sömu mánuðum árin 1983 og 1984. Eina undantekningin er höfuð- borgin þar sem atvinnuleysis- dögum fjölgaði um 2.400 milli mánaða. í frétt frá ráðuneytinu er látið að því liggja að þessi fjölgun eigi sér þá skýringu að þar 0.6% í maí sé um skólafólk að ræða. Síðasta dag maímánaðar voru 224 skóla- nemar á skrá í Reykjavík en á sama tíma í fyrra voru þeir 432. Þessar tölur benda til þess að Eg hef ekki séð neina stefnu frá Hafskip, sagði Halldór Hall- dórsson ritstjóri HP, en í frétta- tilkynningu frá Hafskip eftir að- alfund félagsins um helgina kem- ur fram að ákveðið hafi verið að stefna ritstjóra og Ijósmyndara HP fyrir „atvinnuróg og meiðyrði“. „Ég reikna með að þetta hafi fyrst og fremst verið sett fram í skólafólki hafi reynst auðveldara að finna sér vinnu á þessu vori en í fyrra og er á það bent að stúlkur séu mun færri á skrá nú en í fyrra. hótunarskyni, enda ber greinar- gerð Hafskips um þetta mál það með sér að þeir hafa ekkert að athuga við kjarnann í grein Helg- arpóstsins. Það sem er einkar at- hyglisvert við þessa greinargerð er í rauninni það sem ekki stend- ur í henni. í þessu máli er ennþá margt ósagt, og ekki öll kurl til grafar komin,“ sagði ritstjóri HP. -óg -ÞH Engin stefna frá Hafskip Vortiappdrætti ABR Vinningsnúmer birt á fostudag. Gerið skil!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.