Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 7
Tónlist Sveiflan rœður ríkjum LéttsvoitRíkisútvarpsins kemurfyrstfram ó þjóðhátíöardaginn. Mýmörg verkefni Stund milli sveiflna, Léttsveit Ríkisútvarpsins fékk leyfi í smástund hjá umsjón- armanninum honum Óla í Ríó til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndara. Sveitina skipa: Björn Thoroddsen gítar, Viðar Alfreðsson franskt horn, Gunnar Hrafns- son bassi, Steingrímur Óli Sigurðsson trommur, Stefán S. Stefánsson saxó- fónn, Þorleifur Gíslason saxófónn, Þórir Baldursson hljómborð, Oddur Björns- son básúna, Sveinn Birgisson trompet, Asgeir Steingrímsson trompet, Rúnar Georgsson saxófónn, Pétur Grétarsson slagverk og Vilhjálmur Guðjónsson saxófónn. Á myndina vantar Jón Kjell Seljeseth hljómborðsleikara. Ljósm. E.ÓI. Strákar, pásan er búin, tökum „Hönnuna" einu sinni enn, áður en við vindum okkur í „Fatlaðafólið". Þannig rak Ftíó-Óli strákana í Léttsveit Ríkisútvarpsins áfram á æfingu. Ensveitinvaraðæfa sig fyrir frumraun sína sem verður á Lækjartorgi á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní. - Við munum eingöngu leika lög eftir íslensk tónskáld og vona ég að það hamli á móti allri þeirri erlendu tónlist sem nú ríður hús- um á íslandi, sagði Ólafur Þórð- arson sem stundum er kenndur við Ríó tríóið. Hann sagði að á æfingardagskránni væru tólf lög að þessu sinni, þar af væru fjögur eftir útsetjarana fjóra, þá Gunn- ar Þórðarson, Þórir Baldursson, Stefán S. Stefánsson og Vilhjálm Guðjónsson. Meðal annarra höf- unda væru Jón Múli, Megas, Sig- fús Einarsson og Magnús Eiríks- son og fl. - Verkefnin eru mýmörg. Sveitin getur starfað í ýmsum myndum, haldið tónleika og leikið í skemmtiþáttum, en einn stærsti kosturinn er að útvarpið getur flutt upptökur með sveitinni án aukakostnaðar hve- nær sem okkur langar, sagði Ólafur. „Einn-tveir, einn-tveir-þrí- fjór.“ Vilhjálmur Guðjónsson gaf skipun og sveiflan í laginu „Harðsnúna Hanna" eftir Gunn- ar Þórðarson varð allsráðandi og blaðamaðurinn óskaði sér þess samstundis að hann væri ekki samferða ljósmyndaranum sem var að flýta sér á fótboltaæfingu. - SG Verður sýnd d vegum Hins leikhússins í Gamla bíói í sumar í næstu viku hefjast sýningar á Piaf eftir ensku skáldkon- una Pam Gems í Gamla bíói. Það er Hitt leikhúsið sem stendurfyrir heimsókn Leikfélags Akureyrar suður með þessa vinsælu sýningu, en sýningum lýkur nyrðra um komandi helgi. Edda Þórarinsdóttir I hlutverki Piaf og Guðlaug María Bjarnadóttir í hlutverki Marlene Dietrich. Piaf er leikrit með söngvum, og rekur sögu söngkonunnar frægu frá vöggu til grafar. Stuttum at- riðum er brugðið upp til að varpa ljósi á lífshlaup Piaf og milli þeirra er stungið nokkrum þekkt- ustu og ástsælustu söngvum hennar. Leikurinn var frumsýndur á Akureyri þann 8. mars og hefur gengið þar fyrir fullu húsi síðan. Leikstjóri er Sigurður Pálsson, en Þórarinn Eldjárn þýddi leikinn og vöktu þýðingar hans á söngtextunum sérstaka athygli. Leikmynd og búninga vann Guðný B. Richards. Lýsingu ann- aðist Viðar Garðarsson og verður hún endurskoðuð fyrir sýninguna í Gamla bíói vegna betri tækja- kosts og stærra sviðsrýmis. Átta manna hljómsveit skipuð hljóð- færaleikurum úr Reykjavík og frá Akureyri leikur undir stjórn Ró- ars Kvam. Þá koma fram í sýn- ingunni tveir dansarar og hefur Ástrós Gunnarsdóttir. samið nýja dansa fyrir flutning sýningarinnar suður. í titilhlutverkinu Edith Piaf, er Edda Þórarinsdóttir en túlkun hennar á þessari marbrotnu og sérstæðu konu hefur vakið óskipta aðdáun og mikla athygli. Leikfélag Akureyrar Piaf suður Sunna Borg leikur vinkonu henn- ar í strætinu. Guðlaug María Bjarnadóttir leikur og syngur Marlene Dietrich, og Emeiia Baldursdóttir leikur ráðskonu Piaf, Madelaine. Karlmennirnir í leikhópnum þurfa að bregða sér í fjölda hlutverka, en þeir eru Gestur E. Jónasson, Marinó Þor- steinsson, Pétur Eggerz, Teódór Júlíusson og Þráinn Karlsson. Miðasala hefzt í Gamla bíó 18. júní og er opin daglega frá kl. 16 - 20.30. Síminn er 11470. Hand- hafar Visakorta geta tryggt sér miða símleiðis og pantanir eru teknar fram í tímann á auglýstar sýningar. Frumsýning er þann 21. júní, en næstu sýningar eru fyrirhugað- ar 22., 23., 25., 26., þriðjudag og miðvikudag, og svo 28., 29. og 30. sem er helgi. Ætlunin er að sýna fram í júlí en aðsókn ræður hversu lengi. Með þessari heimsókn vill Hitt leikhúsið gefa Reykvíkingum og nágrönnum kost á ágætri og skemmtilegri sýningu Leikfélags Akureyrar og lengja nokkuð leikárið sem er brátt á enda í leikhúsum borgarinnar. Miðvikudagur 12. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.