Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Spánarleikurinn „Stórkostlegur liðsandi“ HM-leikurinn íkvöld. Magnús veikur. Janus eða Gunnar í vörnina? Áhorfendur mikilvœgir, segir Teitur. Spánverjar hrœddir, segir Guðmundur. Eins ogaðfá vítamín, segirAtli „Ég held að það mætti leita víða og lengi til að finna betri liðs- anda en er í þessum hópi. Andinn er stórkostlegur, og hann er mikilvægur fyrir leik liðsins - það sást best í leiknum við Skota á dögunum," sagði Tony Knapp landsliðsþjálfari íslands í knatt- spyrnu í samtali við Þjóðviljann í gær. Knapp stendur frammi fyrir einu vandamáli. Magnús Bergs er búinn að liggja veikur í tvo daga og það skýrist fyrst í dag hvort hann geti leikið í kvöld. „Ég hef misst mikinn kraft og þó ég treysti mér kannski til að leika þýðir það lítið nema ég komi að gagni. En leikinn vil ég endilega spila, þetta átti að vera kveðjul- eikurinn minn og það yrði leiðin- legt að missa af honum,“ sagði Magnús í gær. Hvað gerir Tony þá? „Ég hef tvo möguleika," sagði hann.. „Draga Janus aftur í miðvarðar- stöðuna, eða færa Þorgrím þang- að og setja Gunnar Gíslason sem hægri bakvörð. Það er mjög mikilvægt að Magnús geti leikið. Möguleikar á að komast til Mex- íkó? Ekki miklir, við höfum verið óheppnir. Ef heppnin hefði verið á okkar bandi værum við nú með 5 stig í stað tveggja. Gegn Spáni verður fyrst og fremst leikið fyrir stolt íslenskrar knattspyrnu. Ég er bjartsýnn, það er ekki annað hægt með þennan hóp og þennan liðsanda." Teitur Þórðarsson fyrirliði á von á allt öðruvísi leik en gegn Skotunum á dögunum. „Én ég tel að við verðum að leika okkar knattspyrnu,“ sagði hann. „Við verðum að ná tökum á miðjunnu og ná upp spili. Það er engin upp- gjöf í hópnum þrátt fyrir svekkj- andi tap gegn Skotum, ég er bjartsýnn og við gerum okkar besta. Möguleikar okkar í riðlin- um hafa minnkað ákaflega, en við gefumst ekki upp. Það getur enn allt gerst og við förum í þenn- an Ieik til þess að sigra. Fyrsti hálftíminn verður afgerandi fyrir leikinn í heild, þeir reyna örugg- lega að ná marki snemma, en ef við stöndumst þá pressu getur allt gerst. Ég vil hvetja sem flesta áhorfendur til að mæta, við fund- um vel gegn Skotum hve mikið þeir hafa að segja,“ sagði fyrirlið- inn. „Liðið hjá okkur er orðið mjög reynt og „rútinerað“,“ sagði Guðmundur Þorbjörnsson. „Það er Iiðin tíð að við berum virðingu fyrir andstæðingunum og við erum komnir í svipaðan gæða- flokk og þjóðirnar sem eru með okkur í riðli. Spánverjar eru hræddir, það sést best á því að þeir hafa verið níu daga í einang- run, sem er örugglega einsdæmi hjá nokkru landsliði fyrir leik gegn íslandi." „Þetta verður erfiðara en gegn Skotum," sagði Þorgrímur Þrá- insson. „Spánverjarnir eru fljóta- ri og flinkari með boltann og við megum því ekki gefa þeim neinn tíma til að athafna sig og ná upp sínu hættulega þríhyrningaspili. Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik gegn spænsku liði, en það á ekki að skipta máli. Andinn í hópnum er frábær, ég hafði áhyggjur af því fyrir Skotaleikinn að menn væru kannski einum og léttir, en það skilaði sér í enn meiri leikgleði og samheldni." ,JVið gefum ekki bæði stigin, svo mikið er víst,“ sagði Sigurður Grétarsson. „Ég á von á öðruvísi leik en gegn Skotum, meiri bar- áttu, og við komum betur undir- búnir til leiks.“ „Það er eins og að fá vítamín að koma í þennan hóp,“ sagði Atli Eðvaldsson, sem ekki síst er mað- urinn á bak við léttleikann og stemmninguna. „Spánverjar hafa tapað í Skotlandi og Wales og því skyldum við ekki geta sigrað þá? Öll pressan er á þeim, það segir enginn neitt ef við töpum, en tap er sama og stórslys fyrir þá. Ég vona að áhorfendur verði jafnvirkir og gegn Skotum, stemmningin þá var slík að mað- ur var með gæsahúð allan leikinn," sagði Atli. „Við getum vel velgt þeim undir uggurn," sagði Bjarni Sig- urðsson markvörður. „Sjálfs- traustið er í góðu lagi og leikurinn leggst vel í mig.“ „Spánverjarnir vilja fá tíma til að athafna sig úti á vellinum og reyna síðan að prjóna sig í gegn. Það er því mikilvægt að pressa þá og gefa þeim engan tíma,“ sagði Ómar Torfason. „Við förum ekki útá völlinn með neina minnimátt- arkennd, Tony Knapp kyndir okkur vel upp með góðri ræðu fyrir leikinn og ég vona bara að þessi leikur verði framhald af Skotaleiknum." Tony Knapp tilkynnir ekki byrjunarliðið fyrr en í dag, en verði Magnús leikfær verður það líklega óbreytt frá Skotaleiknum, nema hvað Sigurður Grétarsson eða Ragnar Margeirsson fer í framlínuna í stað Péturs Péturs- sonar. Þá er spurning um mark- vörsluna en ekki er ólíklegt að Bjarni komi í markið á ný í stað Eggerts. Eitt er á hreinu, strákarnir munu leggja sig alla fram í kvöld um að ná sem bestum leik og sem hagstæðustu úrslitum. Það stefnir ekki í neina lognmollu um hvaða þjóðir komast í lokakeppnina í Mexíkó næsta sumar. Það er Laugardalsvöllurinn kl. 20 í kvöld - síðasti stóri heimaleikur íslenska landsliðsins á árinu 1985. -VS Handbolti Þrír nýir Bogdan Kowalczyck landsliðs- þjálfari hefur bætt Guðmundi Hrafnkelssyni markvcrði úr Breiðabliki í íancisliöshóp sinn sem æfir stíft um þessar mundir. Þá er talið líklegt að hann muni einnig bæta við þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Hermundi Sig- mundssyni úr Stjörnunni. Allt eru þetta ungir og upprennandi leikmenn. -VS Handbolti Tobbi ráðinn? Miklar líkur eru á að Þorbjörn Jensson landsliðsfyrirliði í hand- knattleik taki við stjórn 1. deildarliðs Vals fyrir næsta vetur. Hann mun þá leika með liðinu, jafnframt því að þjálfa það. -VS Pineda, nr. 9, hefur náð að spyrna knettinum yfir markalínu og tryggja þar með Spánverjum sigur, 0-1, í leik íslands og Spánar í gærkvöldi. ísland - Spánn U-21 Barattulaust tap Kvennaknattspyrna Bikarinn Síðustu leikirnir í 1. umferð bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu fóru fram í fyrrakvöld. Valur sigraði Stjörnuna 8-0, Sel- foss tapaði 0-3 fyrir Fram og ÍR tapaði 1-4 fyrir FH. í 8-liða úrslitum mætast þá eftirtalin félög: ÍA-Haukar ÍBK-FH Valur-Breiðablik KR-Fram Bikarmeistarar Vals fá sem sagt hið sterka lið Breiðabliks, sem vann þá 7-1 í 1. deildinni á dögunum, í heimsókn. Leikirnir fara fram 1.-9. júlí. -VS Það var fátt um fina drætti á Kópavogsvelli í gærkvöldi þegar tið Islands og Spánar, skipuð leik- mönnum undir 21 árs, áttust við. íslenska liðið náði ekki upp bar- áttu í leiknum gegn hörðum Spánverjum. Spánverjar sigruðu 1-0, skoruðu úr sínu eina færi í leik sem hefði átt að enda 0-0. Okkar strákar fengu sitt besta færi í byrjun leiksins. Á 5. mín. náðu þeir að trufla markmanninn eftir markspyrnu og barst boltinn til Kristins Jónssonar sem var um 5 m fyrir utan vítateig. Mark- vörður Spánverja var út við víta- teig og markið tómt. Kristinn náði ekki að skjóta nógu hnitmið- að og tækifærið rann út í sandinn. Stuttu síðar var Halldór Áskels- son nálægt því að komast inn í sendingu til markvarðar, en það var aðeins byrjun á því sem entist út leikinn. Þ.e. strákarnir voru oft nálægt því að komast í færi, ern herslumuninn vantaði til þess að færin yrðu raunveruleg. Vörn Spánverjanna var sterk og fljót að byggja upp sókn eftir að okkar menn höfðu misst knöttinn. Það gekk þó ekki betur hjá þeim að skapa sér færi. A 36. mín. tók Kristján Jóns- son mikinn sprett upp allan völl- inn. Lék hann á fjölda Spánverja og skaut rétt utan vítateigs, en framhjá. Spánverjar ná síðan for- ystu á 40. mín.. Vörnin missti af Quique sem var aleinn inn í víta- teig er hann fékk góða sendingu. Hann náði að koma boltanum framhjá Friðrik í markinu, í stöng og þaðan fyrir markið. Mikil þvaga myndaðist og höfðu strák- arnir tvisvar möguleika á að hreinsa, en það mistókst og Pine- da komst að og sendi knöttinn af öryggi í netið. Þetta var frekar klaufalegt og ekki í samræmi við gang leiksins. fslensku strákarnir náðu sér aðeins betur á strik í síðari hálf- leik en, eins og í þeim fyrri, náðu ekki að skapa sér hættuleg mark- tækifæri. Spánverjar sýndu lítið meira og var helst að hætta væri þegar upp kom misskilningur á milli íslensku varnarmannanna. í heild var leikurinn ekki góður. Ekki náðist upp sú barátta sem flestir áttu von á og við vitum að liðið getur sýnt. Það var helst Pétur Arnþórsson sem barðist og Guðni Bergsson var traustur í vörninni. Spánverjarnir voru fljótir á boltann og gáfu engan frið. En þeir voru grófir og hefði að ósekju mátt gefa þeim fleiri en þau 2 gulu spjöld sem þeir fengu. Jafnvel hefði mátt vísa einum þeirra útaf. Þá var furðulegt að þeir skyldu ekki einu sinni fá tiltal frá dómaranum fyrir gegndarlausar tafir allan síðari hálf- leikinn. í heildina dæmdi hann þó vel og ekki við hann að sakast. Spánverjar eru þar með búnir að tryggja sér sigur í þessum riðli. „Við náðum ekki nógu góðri stemmn- ingu,“ sagði Guðni Kjartansson þjálf- ari íslenska liðsins. „Menn voru ragir, sérstaklega í fyrri hálfleik og náðu ekki upp baráttu. Þeir sýndu það í síðasta leik að þeir geta gert betur og munum við reyna að vinna þá á Spáni.“ „Við vonum bara að þetta snúist við á morgun,“ sagði Guðni að lokum. -gsm Kvennaleikir ÍA vann Skagastúlkurnar unnu sinn annan sigur í 1. deildinni í gær- kvöldi. Þeir unnu KR upp á Akra- nesi 3-0. Fyrri hálfleikurinn var frekar daufur, en heimaliðið þó aðeins sterkara. í seinni hálfleik var nánast um einstefnu að ræða á KR-markið. Á 50. mín. náði ÍA forystu þegar Halldóra Gylfa- dóttir skoraði eftir hornspyrnu. Halldóra endurtók þetta um miðjan hálfleikinn. Ásta Bene- diktsdóttir gulltryggði svo sigur- inn þegar hún skoraði með fal- legu skoti frá vítateigshorninu. Það var fyrsta snerting hennar á knettinum, en var nýkomin inná sem varamaður. Eftir þetta var það markvörður KR sem kom í veg fyrir fleiri mörk. -sh Mi&vlkudagur 12. júní 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.