Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 9
MENNING
Tónlist
„Debút“
tónleikar
Brynju
Fantasía Schumanns op. 17 og
„Myndir á sýningu“ eftir Múss-
orgskí hafa aldrei þótt nein á-
hlaupaverk fyrir píanóleikara
þótt þaulreyndir séu, hvað þá
heldur þegar um „debút“tónleika
er að ræða. En Brynja Guttorms-
dóttir var vandanum vaxin. Hún
lék þessi meistaraverk af næmum
skilningi og kunnáttu sem gerði
henni kleift að yfirstíga ýmsa
tæknilega örðugleika sem
óneitanlega voru fyrir hendi, og
kom hún þessum gífurlega erfiðu
verkum til skila á sannfærandi
hátt. Að vísu var stundum dálítið
hægt leikið, eins og í marsinum
(2. þáttur Fantasíunnar) og þá
sérstaklega í enda þáttarins sem
er mjög tæknilega erfiður. En
ekkert fór forgörðum hjá henni
og lék hún marsinn í heild mjög
vel með fallega mótuðum línum.
Samt var það fyrsti þátturinn sem
ég var hrifnastur af í túlkun
Brynju. Þar sýndi hún mikið hug-
myndaflug ásamt tilfinningu fyrir
uppbyggingu tónlistarinnar. Yf-
irleitt var mjög vandvirknislega
að öllu staðið og meðfædd tón-
listargáfa hennar leyndi sér ekki í
gegnum alla tónleikana.
„Myndir á sýningu“ eftir Múss-
orgskí var skemmtilega og hug-
vitsamlega leikið, en það var ekki
von að þessi fíngerða stúlka hefði
alltaf þann kraft og úthald sem
maður heyrir hjá þaulvönum
konsertpíanistum. Það er ekki
þar með sagt að Brynja hafi verið
að reisa sér hurðarás um öxl í efn-
isvali. Hún hefir þegar mjög góða
tækni sem með áframhaldandi
þjálfun mun fleyta henni yfir alla
örðugleika. Og músikalskt var
það, það eitt er víst.
Áheyrendur þökkuðu lista-
konunni með dynjandi lófataki
og svaraði hún með tveimur
Brynja Guttorms-
dóttir. Ekki ráðist á
garðinn þar sem
hann er lægstur.
aukalögum, eftir Debussy og
John Speight, sem bæði voru
mjög vel leikin og skemmtileg
áheyrnar. Ég hefi af ásettu ráði
sleppt að minnast á „Þrjár Gnoss-
iennes“ eftir Erik Satie. Það er
svo sem ágætt að byrja tónleika á
þessum stykkjum, svona til þess
að taka úr sér mestu taugaspenn-
una, en mikil lifandis skelfing er
þetta leiðinleg og ómerkileg mús-
ík. Ekki meir um það.
Að endingu vil ég óska Brynju
Guttormsdóttur til hamingju
með þennan áfanga á lista-
brautinni, og hvet ég hana til að
leggja nú ekki árar í bát, heldur
láta aftur í sér heyra, því ekki
vantar hana gáfurnar, eins og hún
sýndi svo ótvírætt á þessum tón-
leikum. R-S.
Það var ekki verið að ráðast á
garðinn þar sem hann er
lægstur er Brynja Guttorms-
dóttir þreytti frumraun sína
sem konsertpíanisti á
Kjarvalsstöðum 7. júní s.l.
RÖGNVALDUR
SIGURJÓNSSQ
í júlí og ágúst verður haldin
norræn tónlistarhátíð í Skál-
holti í tilefni af því að liðin eru
300 ár frá fæðingu Jóhanns
Sebastians Bachs, Georgs
Friedrichs Hándels og Dom-
enicos Scarlattis. Ennfremur
er 10 ára afmæli Sumartón-
leika í Skálholtskirkju.
Bach
Ihins vivi
udfoste fi
at th't cr
Hándel
I sumar er 10 ára afmæli sumartónleika í Skálholtskirkju.
Sumartónleikar í
Skólholtskirkju
Norrœn tónlistarhátíð í tilefni af 300 ára
afmceli Bachs, Hándels og Scarlattis
Sumartónleikar í Skálholts-
kirkju voru fyrst haldnir 1975.
Frá upphafi hafa þar einkum ver-
ið flutt íslensk verk og tónlist frá
17. og 18. öld. Þess má geta að
þar hafa 20 íslensk verk eftir 10
tónskáld verið frumflutt. En jafn-
framt hafa mörg hinna fornu
verka verið flutt í fyrsta sinn á
íslandi á sumartónleikunum.
í sumar verður efnisskrá
sumartónleika tileinkuð Bach,
Hándel og Scarlatti og munu verk
þeirra hljóma á öllum tónleikum,
en tónleikar verða alls 15 á þessu
margfalda afmælisári. Meðal
verka sem flutt verða má nefna
sembalsónötur Scarlattis,
gömbusónötur og Goldberg-
tilbrigði Bachs, sembalvísur og
kammerverk Bachs og Hándels.
Leikið verður á barokkfiðlu,
barokkflautu, blokkflautu,
sembal og viola da gamba.
Listamenn frá Danmörku,
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
munu leika á hátíðinni ásamt ís-
lendingum. í þessu sambandi má
benda á að fólk og félög á hinum
Norðurlöndunum hafa mjög átt
þátt í endurreisn Skáiholtsstaðar.
Þau nýmæli eru nú að tvennir
stuttir tónleikar verða á laugar-
dögum,þeirfyrrikl. 15:00 oghin-
ir seinni kl. 17:00. Á sunnu-
dögum verða tónleikar kl. 15:00
og messa kl: 17:00.
I tengslum við hátíðina verður
sýning frá Goethe-stofnuninni í
Lýðháskólanum um ævi Bachs,
Hándels og Schutz. Ennfremur
verða seldar veitingar í Lýðhá-
skólanum. Áætlunarferðir verða
frá Umferðamiðstöðinni í
Reykjavík alla tónleikadaga.
Tónlistarhátíðin hefst laugar-
daginn 6. júlí.
Astfangin
í tónlistinni
Hljómplatqn Það vorar- A Musical Affair með
Bergþóru Árnadóttur og Graham Smith er að
koma út
Fyrirtæplegaári, eða nán-
ar tiltekið um Jónsmessu á
síðasta sumri hittust þau
Bergþóra Árnadóttir vísna-
söngkona og fiðlusnillingur-
inn Graham Smith í fyrsta
sinn.
Tilefnið var brúðkaup tveggja
af eigendum hótelsins á Búðum á
Snæfellsnesi, og voru þau Berg-
þóra og Graham fengin þangað
ásamt Magnúsi Þór Sigmunds-
syni og Steingrími Guðmunds-
syni slagverksleikara, til að leika í
áðurnefndu brúðkaupi, en gamla
kirkjan á Búðum er án orgels. Er
þar skemmst frá að segja að þau
Bergþóra og Graham urðu „tón-
listarlega ástfangin“, ef svo má að
orði komast og hafa unnið mikið
saman síðan, leikið á krám borg-
arinnar, á vísnakvöldum og ýms-
um öðrum uppákomum. Af-
rakstur þessarar samvinnu þeirra
mun líta dagsins ljós á næstu
dögum, því þá mun koma út
hljómplata þeirra, „Það vorar -
A Musical Affair." Þessi plata
hefur að geyma 10 lög 6 eftir
Bergþóru og 4 eftir Graham.
Graham Smith og Bergþóra Árnadóttir: Afrakstur samvinnu þeirra mun líta
dagsins Ijós á næstu dögum.
Miðvikudagur 12. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9