Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.06.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Á aö fá fólkið til að hætla að rífa kjaft? í Þjóðviljanum í gær er greint frá því að sextán manns hafi verið sagt upp störfum hjá Kjötiðn- aðarstöð Sambandsins. Þar af voru 6 komnir á eftirlaunaaldur, en 10 manns var sagt upp störf- um þó áratugir séu eftir af vinnualdri. Af þessum tíu starfsmönnum eru níu konur sem flestar eru á aldrinum milli fertugs og fimmtugs. Það er ekkert launungamál að fyrir fólk á þessum aldri er ekki um auðugan garð að gresja á vinnu- markaði. Það er sláandi þegar kemur að því að fyrir- tæki telja sig þurfa að breyta hjá sér, skuli konur fyrst og fremst verða fyrir barðinu á hag- kvæmnisráðstöfunum. í mars sl. fengu um 20 manns sem störfuðu hjá verslunum Sláturfélags Suðurlands í Glæsi- bæ uppsagnarbréf. Meðal þeirra voru starfs- menn sem unnið höfðu hjá fyrirtækinu í áratugi. Bæði þessi dæmi vekja upp spurningar um hlut- verk og styrk viðkomandi verkalýðsfélaga. Auk kvenna verður fullorðið fólk, sem oft á tíðum á ekki afturkvæmt á vinnumarkað, oftast fyrir knífnum atvinnurekenda þegar þeir ætla að beita sinni hagkvæmni og endurskipuleggja reksturinn einsog það er kallað. Stundum eru atvinnurekendur með slíkum ráðstöfunum, að losa sig við starfsmenn sem fá hærri laun vegna starfsaldurs, til að geta ráðið unglinga á byrj- endatöxtum. En oftast er þó um að ræða að vélar eigi að leysa mannshöndina af hólmi. Hvað sem veldur, - þá er afleiðingin oft sú að heill og hamingja fólksins er gerð að engu. Kristín Karlsdóttir trúnaðarmaður hjá Kjötiðn- aðarstöð Sambandsins sagði í viðtali við Þjóð- viljann í gær, að fólki væri sagt upp þegar það færi að lýjast. Atvinnuöryggi launafólks á íslandi er ekki meira en þetta, að eftir áratugastarf er hægt að segja fólki upp án þess að atvinnurek- endur séu lögum samkvæmt skuldbundnir fólk- inu á nokkurn hátt. Það kann að vera löglegt, en það er siðlaust. Að undanförnu hafa naprir hægri vindar svokallaðrar frjálshyggju nætt um íslenskt þjóðfélag. Reiknistokki skyndigróðans er beitt á alla mögulega og ómögulega hluti, en mannleg reynsla, gildi manneskjunnar hefur rýrnað að mati þessarar nýju hagfræði. Reyndar mun svo oftar en ekki, að það sem átti að skapa meiri gróða leiðir til taps á öðrum sviðum, ef ekki til fjárhagstjóns þá annars konar. Launafólk hefur undanfarin misseri verið nið- urlægt í smáu sem stóru í anda þessarar kald- hömruðu hugmyndafræði auðhyggjunnar. í tíð núverandi ríkisstjórnar voru mannréttindi af- numin, það var hætt að greiða dýrtíðarbætur á laun. Auk þessa hafa atvinnurekendur náð auknum völdum og afgerandi víða á vinnustöð- um, í gegnum viðbótarkaup á taxta. Ósamn- ingsbundið launaskrið hefur þannig fært at- vinnurekendum aukið vald, sem þeir notfæra sér á stundum til hins ítrasta. Og þegar svo bætist við að þeir geti sagt upp starfsfólki allt að því eftir geðþótta þá segir sig sjálft að atvinnuör- yggi fólks hér á landi er sorglega lítið. Það er nóg komið af slíkri og þvíumlíkri niðurlægingu íslenskra launamanna - með samtakamætti verðum við að ná aftur reisn og réttindum okkar. Trúnaðarmaðurinn hjá Kjötiðnaðarstöðinni sagði einnig um uppsagnirnar: En er þetta ekki að verða svona í okkar þjóðfélagi? Hæfilegt atvinnuleysi til að fá fólktil að hætta að rífa kjaft? Enn búa íslenskir launamenn við málfrelsi og félagafrelsi. Það frelsi eigum við að notfæra okkur til að verjast og sækja réttinn til að lifa einsog menn. -óg KLIPPT OG SKORIÐ Blóðbaðið í Brussel Á dögunum var mikið og lengi talað um knattspyrnumorðin í Briissel. Eins og að líkum lætur voru þau mál mála í Bretlandi. Fyrst var eins og allir skömmuð- ust sín fyrir aðdáendur Liverpool sem verst létu með svo hörmu- legum afleiðingum sem raun bar vitni. En svo komu refsiaðgerðir Alþjóða knattspyrnusambands- ins og þá hófust upp margar radd- ir sem sögðu, að þær væru ósann- gjarnar, að verið væri að refsa heilli þjóð fyrir afbrot fárra og þar fram eftir götum. Þær raddir heyrðust í leiðinni sem sögðu, að iylgi Margaret Thatcher myndi enn rýrna vegna þessa máls - hún hefði verið of fljót á sér að lýsa því yfir að fótboltablóðbaðið væri þjóðarskömm og rétt mátulegt að refsa breskum knattspyrnuaðdá- endum. „Félagslegt deyfilyf" Og það komu upp allskonar kenningar að sjálfsögðu um þetta mál. Ein var sú að menn tengdir Þjóðfylkingunni svonefndu, sam- tökum sem nærast mest á útlend- ingahatri og kynþáttafordómum, hefðu kynt undir í anda þeirrar formúlu, að þvíverrsem ástandið er þeim mun betra. Aðrir sögðu sem svo að ekki þyrfti Þjóðfylk- ingarmenn til. Knattspyrnuof- beldi er ekki nýmæli, þótt það fari svo versnandi eins og heimur- inn yfirleitt. Félagsfræðilegar athugasemdir um þetta mál hafa líka verið á kreiki. Það hefur verið rifjað upp, að fótbolti var eitt sinn bresk yfirstéttaíþrótt sem átti að létta af spennu í strákasamfélagi heimavistarskóla. Sfðan hafi ver- ið brugðið á það þjóðráð að breiða íþróttina út meðal al- mennings sem einskonar „félags- legt deyfilyf" (Spiegel): „Það vorufyrst ogfremst kenn- arar og prestar sem stofnuðu knattspyrnufélögin sem félagslegt deyfilyf sem átti að draga úr innri spennu sem annars hefði kannski brotist fram í byltingarstarfi. í stað þess að marséra inn í bylting- una skálmuðu fótboltavinir á völlinn á laugardögum rétt eins og þeir fóru til kirkju daginn eftir". Og það urðu til allskonar furðulegar hefðir um tryggð við „okkar félag", helgisiði ýmiskon- ar með samstilltum gauragangi og geðshræringum. Og svo þegar ástandið versnar, segja félags- sálfræðingarnir, þá magnast heiftin á knattspyrnuvöllunum. Spiegel segir: „Mikill fjöldi breskra fótbolta- vina eiga rœtur í þeim lágstéttum sem aldrei áttu möguleika á því að komast áfram í hefðbundnu bresku stéttaþjóðfélagi, og hafa á sex ára valdatíma Margaret Thatcher búið við enn lakari kjör en fyrr “ Hringleika- hús fyrr og nú . Ekki vilja allir taka undir túlk- anir af slíku tagi. Ekki Umberto Eco, ítalski rithöfundurinn sem samdi Nafn rósarinnar. í grein sem hann birti í L’Espresso fer hann háðsyrðum um ítalska máls- vara fótboltans, sem segja að ef ungir menn fái ekki að veifa hauskúpufánum framan í breta og aðra fjandmenn og láta sínum illu látum líka, þá taki þeir upp á því að kveikja í húsum, stunda hópnauðganir, verða virkir í verkalýðshreyfingunni eða skjóta páfann. Grein Umberto Ecos er fjandi grimm. Helst minnir íþrótta- heimur samtímans hann á herfi- legar og blóðugar skemmtanir sem Rómarlýð var boðið upp á í fornöld. Undrið mikla er það, segir Umberto Eco, að í íþrótta- heimi samtímans eru skylminga- mennirnir ekki þrælar heldur frjálsir borgarar, sem taka þátt í atinu af fúsum vilja, enginn er semsagt arðrændur og allir geta því notið rólegrar samvisku. Að vísu vill Umberto Eco leyfa sér að leggja til, a börnum verði bannað að koma á kappleiki rétt eins og þeim var til skamms tíma bann- aður aðgangur að hóruhúsum. „Blóð er dásamlegt og við erum öll ánœgð, en það ersamt betra að halda börnunum utan við þetta" segir höfundur rósarinnar. Vel flutt sýning Umberto Eco finnst að þeir sem lýsa yfir harmi yfir því sem gerðist séu hræsnarar. Hann heldur áfram á sinn kaldranalega hátt: „Það sem við sáum (í sjón- varpsútsendingum frá leik Li- verpool og Juventus) var velflutt sýning og árangursrík vegna þess að eitthvað svona hafði vantað og hún hafði lengi verið í undirbún- ingi. Jafnvel þótt íþróttaskipu- leggjendur hafi í hógvœrð sinni látið í Ijós undrun yfir því sem gerðist, er það aðeins vegna þess að þeir vilja ekki hafa heiðurinn af sköpunarverkum sinum, áhorfendunum sem hefur verið kennt að álíta fótboltann grimma en samt mikla hátíð. Og hvað um rytmann í öllu saman? Hann var hægur og sterkur, nœstum því ep- ískur að formi, og kórflutti okkur nýjust fréttir í réttum skömmtum: einn dauður, eftil vill tveir, þrját- íu og sex, fjörtíu... Með þessu móti gátu jafnvel áhorfendur heima hjá sér, ekki síst fjölskyldur fótboltavinanna, tekið þátt í leiknum rétt sem um spurningak- eppni vœri að rœða“. Ég varð svo dálítið hissa, segir Eco ennfremur, þegar allt í einu fóru 22 menn á vellinum „klœddir eins og sólhlífasalar á baðströnd" að sparka bolta og héldu því áfram í hálfan annan tíma sjón- varpsfréttamönnum til sárra leiðinda. Þeir fundu það víst á sér eins og allir aðrir, að besti partur sýningarinnar var búinn. DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglysingor: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.