Þjóðviljinn - 12.06.1985, Síða 6
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra bifhjóla
í Seltjarnarneskaupstað og Kjósar-, Kjalarnes- og
Mosfellshreppum 1985.
Skoðun fer fram sem hér segir:
Seltjarnarnes:
Þriðjudagur 18. júní
Miðvikudagur 19. júní
Fimmtudagur 20. júní.
Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnarnesi.
Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppur:
Mánudagur 24. júní
Þriðjudagur 25. júní
Miðvikudagur 26. júní
Fimmtudagur 27. júní.
Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi.
Skoðað verður frá kl. 8.00-12.00 og 13.00-16.00, alla
framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn
leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir
því að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir
hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósa-
stillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal vakin á því að skrán-
ingarnúmer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðun-
ar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sekt-
um samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið
úr umferð hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi, Sýslumaðurinn í Kjós-
arsýslu. 10. júní 1985.
Einar Ingimundarson.
Samkeppni um
stúdentagarða
Félagsstofnun stúdenta auglýsir hér með samkeppni
um stúdentagarða. Keppnin fer fram eftir samkeppn-
isreglum Arkitektafélags íslands. Þátttökurétt hafa all-
ir arkitektar, og þeir sem hafa leyfi til að leggja aðal-
teikningar fyrir bygginganefnd Reykjavíkur og
háskólastúdentar í félagi við þá.
Heildarverðlaunafé er kr. 900.000.-, og innkaup fyrir
allt að kr. 200.000,-
Keppnisgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni dóm-
nefndar, Þórhalli Þórhallssyni, Freyjugötu 41, 101,
Rvk., sími 11465 og heimasími 16788.
Frestur til að skila tillögum rennur út 4. september
1985.
Rannsóknarstyrkir
EMBO
í sameindalíffræði
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecul-
arBiologyOrganization, EMBO), styrkjavísindamenn
sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri
dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sam-
eindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina í
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vík.
Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. Tooze, Executive
Secretary, European Molecular BiologyOrganization,
Postfach 1022.40, D-6900 Heidelberg 1, Sambands-
lýðveldinu Þýskalandi. Umsóknarfrestur um styrki til
3ja mánaða eða lengur er til 15. ágúst en um styrki til
skemmri tíma má senda umsókn hvenær sem er.
Menntamálaráðuneytið
4. júní 1985.
Vist á Stúdenta-
görðunum næsta vetur
Félagsstofnun stúdenta auglýsir hér með eftir um-
sóknum um vist á Stúdentagörðunum fyrir næsta
skólaár. Á Gamla og Nýja Garði eru samtals 92 ein-
staklingsherberai og 4 parherbergi leigð út tímabilið 1.
sept.-31. maí. A Hjónagörðum eru 4 þriggja herb.
íbúðir og 51 tveggja herb. íbúðir, þar af 1 sérstaklega
ætluð fötluðum, leigðar út tímabilið 1. sept.-1. sept.
Umsaekjendur skulu stunda reglulegt nám við Há-
skóla íslands.
Umsóknir berist skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta
fyrir 25. júní nk. á umsóknareyðublöðum, sem þar
fást.
Félagsstofnun Stúdenta
v/Hringbraut, box 21, Rvk.
s.16482
ÞJÓÐMÁL
„Það þarf ekki að orðlengja
það að Siglfirðingar eru orðnir
langeygðir eftir því að sjá
þennan skóla komast af stað,“
sagði Ragnar Arnalds m.a.
þegar hann spurði mennta-
málaráðherra á þriðjudag
hvað liði undirbúningi að
stofnun Fiskiðnskóla í Siglu-
firði.
Ragnhildur Helgadóttir sagði
að athugun þessa máls stæði enn
yfir og nauðsynlegt væri að
standa vel að undirbúningi nýs
skóla. Frumathugun á aðstæðum
í Siglufirði hefði farið fram og
væri ljóst að fyrir Siglufjörð væri
verulegur ávinningur í skóla-
húsnæði og heimavist fyrir 30-40
nemendur, en það væri þó háð
því að eigendur hússins væru því
samþykkir. Húsnæði fyrir verk-
námskennslu yrði að leigja eða
byggja þar sem fyrirtæki í fiskiðn-
aði gætu ekki leyst þá þörf, þó
þau yrðu nýtt fyrir þjálfun nem-
enda.
Ragnhildur sagði að frekari at-
hugun málsins þyrfti m.a. að taka
til þess hvort þörf væri fyrir nýjan
skóla á þessu sviði og hefðu nið-
urstöður úr þessari frumathugun
m.a. verið sendar sérstakri
nefnd, sem nú fjallar um
menntun í sjávarútvegsfræðum.
Æskilegt væri að fá álit nefndar-
innar í þessu máli, sem tengdist
heildaruppbyggingu fiskiðn-
menntunar í landinu.
Björn Dagbjartsson lagði
áherslu á að fleiri staðir kæmu til
greina en Siglufjörður, m.a. ís-
afjörður og Akureyri, sem nefnd-
Fiskiðnskóli
Sérskóli eða fjölbraut?
Unnið er að athugun á stofnunfiskiðnskóla í Siglufirði
ir hefðu verið strax í upphafi.
Fiskvinnskuskóla væri hægt að
staðsetja nánast hvar sem nægi-
legt hráefni væri til staðar. Hins
vegar skortir verulega kennara í
Siglufirði og nær væri að hlúa að
þeim skóla sem fyrir væri en
stofna til nýs skóla á þessu sviði.
Skúli Alexandersson sagði eðli-
legt að menn hugleiddu hvar
staðsetja ætti nýja stofnun á
þessu sviði, en þó hálfur annar
áratugur væri liðinn frá því Fisk-
vinnsluskólinn í Hafnarfirði tók
til starfa, þá væri hann enn hús-
næðislaus og vanbúinn að sinna
því starfi sem honum hafi verið
ætlað. Skúli sagði það sína
skoðun að það væri ekki æskileg-
asta leiðin til að efla kennslu í
fiskiðnaði og sjávarútvegsf-
ræðum að stofna til nýrra sér-
skóla, heldur efla til mun fjölb-
rautaskólana, og byggja þar upp
brautir til að fara inn á þennan
vettvang. Óskaði hann eftir því
að nefndin, sem
menntamálaráðherra nefndi,
tæki þetta til athugunar og einnig
hvort ekki væri rétt að hefja
kennslu í þessum fræðum strax í
9. bekk grunnskóla.
-ÁI
Störf alþingis
Eni byggðarmál
ómerkari en bjór
Hjörleifur Guttormsson gagnrýnir ríkisfjölmiðlanafyrir að gefa
bjórnum ofmikið rúm ífréttum miðað við önnurmál. Athugun á
fréttum frá alþingi í bígerð hjá útvarpsstjóra.
Útvarpsstjóri hefur óskað eftir
samvinnu við forseta alþingis um
athugun á fréttaflutningi og
kynningu á alþingi í ríkisfjölmiðl-
unum. Munu viðræður fara fram
í sumar og er þess vænst að úr
megi bæta fyrir næsta haust.
Þessar upplýsingar komu fram
hjá Þorvaldi Garðari Krist-
jánssyni forseta sameinaðs þings í
gær í framhaldi af gagnrýni sem
Hjörleifur Guttormsson setti
fram á fréttaflutning ríkisfjöl-
miðlanna af störfum þingsins.
Það vakti athygli að ríkisfjölmiðl-
arnir sáu ekki ástæðu til að geta
þessarar gagnrýni í kvöldfrétta-
tímum sínum í gær.
Hjörleifur kvaddi sér hljóðs
utan dagskrár og taldi fjölmiðl-
ana og ekki síst útvarp og sjón-
varp gefa ranga mynd af störfum
alþingis. Um þverbak hefði keyrt
undanfarna daga hvernig
bjórumræðan hefði verið tíunduð
og sjónvarpið, sem hann teldi of
sjaldséðan gest í þinghúsinu hefði
t.d. vakað yfir störfum efri
deildar klukkutímum saman af
því tilefni í fyrrakvöld. Hjörleifur
sagðist ekki kvarta undan of
miklum fréttum af þessu máli,
heldur hinu að öðrum málum
væri ekki sinnt og heildarmyndin
væri röng. Á sama tíma og bjór-
inn hefði verið til umræðu í efri'
deild, hefðu þingmenn neðri
deildar t.d. verið að ræða byggð-
amálin, sem væru stærsta málið í
dag. Þeir hefðu síðan vaknað við
að í þá hefði verið hreytt ónotum
í fréttatíma útvarps og sagt að
þeir hefðu farið út um víðan völl
og verið að hita sig upp fyrir eld-
húsdagsumræðuna.
Hjörleifur óskaði eftir því að
forseti hlutaðist til um að hlutlægt
væri skýrt frá störfum þingsins,
ekki með fyrirmælum eða rit-
skoðun, heldur þannig að þjóðin
frétti eðlilega af málum þingsins
og störfum.
-ÁI
Spurtum...
...landvistarleyfi
útlendinga
Kolbrún Jónsdóttir hefur lagt
fram fyrirspurn til dómsmálaráð-
herra um landvistarleyfi erlendra
ríkisborgara á íslandi. Kolbrún
spyr hvaða reglur gildi þar um og
í hve mörgum tilfellum á s.l.
árum umsækjendur hafi fengið
synjun um landvistarleyfi. Hún
spyr einnig hvaða ástæður hafi
legið að baki hverrar synjunar og
hvort tekið sé tillit til þess ef um-
sækjandi á ættingja hér á landi.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. júní 1985