Þjóðviljinn - 12.06.1985, Síða 8
MENNING
Myriam Bat-Yosef, eöa María
Jósefsdóttir, hefuráundan-
förnum árum sýnt reglulega í
Reykjavík. Ersýning hennar
að Kjarvalsstöðum eðlilegt
framhald af gjörningnum í
Norræna húsinu 1983 (fram-
inn ásamt bræðrunum Hauki
og Herði), og sýningunni í
GalleríLækjartorgi 1982. Hún
sýnir þar 90 verk af öllu tagi;
málverk; teikningar; þrívíð
verk; grafík o.fl., ásamt Ijós-
myndum af gjörningum allt
fram til ársins 1965.
Jafnvœgið sem ekki má raska
Myriam Bat-Yosef sýnirað Kjarvalsstöðum
Bat-Yosef heldur áfram að
mægja saman list og líf í verkum
sínum. Hlutirnir í nánasta um-
hverfi öðfást heimspekilegt
inntak í austurlenskum skilningi,
þegar listamaðurinn fer um þá
höndum og laðar fram dulið
táknmál þeirra. Með pensilinn að
vopni ræðst Bat-Yosef á hvað
sem fyrir er og málar það á sinn
sérstæða hátt. Hún hefur komið
sér upp ákveðnum stfl sem á ræt-
ur að rekja til jafn ólíks uppruna
og rókókós, aldamótastíls, skyn-
víkkunarlistar og arabísks
skrauts (Arabeskur). Þessi stfll er
einkar lífrænn og minnir óneitan-
lega á persneskt teppamynstur í
öllum sínum flæðandi flækjum.
Stólar og borð, hljóðfærakass-
ar og blævængir eru beinlínis dul-
búnir eða dulfarðaðir með þessu
endalausa og bylgjandi mynstri.
Það er athyglisvert að hver hlutur
er þannig þakinn að helmingur-
inn er dökkur en hinn ljós. Það er
jafnvægið milli „jing og jang“;
jafnvægi sem engan veginn má
raska ef lífið á að hafa sinn gang.
Þetta kemur enn betur í ljós í
tvenndum, þ.e. pörum sömu
hluta („Eitt par af rúmbukúlum"
nr. 38) og samanfelldum eða
samfellukenndum hlutum
(„Banjókassi" nr. 42). Eitt verka
sýningarinnar gefur þessa
grunnhugmynd listamannsins
betur til kynna en nokkuð annað.
Það er verkið „Gefa líf og taka
líf“. Tvenna, nr. 55 á sýningunni.
Myndmálslega er það nokkurs
konar summa þeirra þanka sem
list Bat-Yosef snýst um.
Eins og fram kemur í stuttum
en hnitmiðuðum texta lista-
mannsins í sýningarskrá, þenur
Iist Myriam Bat-Yosef sig stöðugt
út. Frá uppsprettunni, þ.e. lík-
ama hennar, flæðir málningin út
yfir hluti og fólk. Gjörningar Bat-
Yosef eru fyrst og fremst lifandi
málverk og erfðaskrá hennar
hljóðar upp á samsömun hennar
eigin líkamsleifa við listaverk
sem hún hefur þegar skapað
(„Ljósmyndir af erfðaskrá
minni“). Hún er m.ö.o. upp-
spretta eigin listar, alfa hennar og
omega, um leið og hún er skapari
eigin umhverfis; áhrifa- og ör-
lagavaldur í senn.
Þetta er í sjálfu sér kvennalist,
þar sem listamaðurinn sér sjálfan
sig sem guðdómlega uppsprettu,
eða eins konar „Jarðarmóður".
Listtjáning hennar er andstæða
díonýsískrar listsköpunar karl-
mannsins og á sér margar hlið-
stæður í kvennalist nútímans.
Myriam Bat-Yosef hefði ekki
getað fundið betri stund til að
sýna þessi verk sín á en einmitt
yfirstandandi kvennaár. Hér er á
ferð athyglisverð sýning, einkum
vegna þess að við íslendingar
eigum svo sjaldan kost á að sjá
list sem byggð er á trúarlegum og
heimspekilegum grunni.
HBR.
Látlaus
verk en
áleitin
ValgarðurGunnarsson sýniríGallerí Langbrók
(Gallerí Langbrók sýnir Val-
garður Gunnarsson um þess-
armundir. Valgarðurhefur
getið sér gott orð fyrir málverk
sín, allt frá því hann tók þátt í
UM-sýningunni á Kjarvals-
stöðum fyrir u.þ.b. þremur
árum. Á síðasta ári var hann í
hópi 6 annarra (slendinga
sem boðið var að sýna verk
sín í Listasafninu í Lundi, á
sýningu sem baryfirskriftina
„Málverk". Síðan þá hefur
hann staðið fyrir einni tví-
menningssýningu að Kjar-
valsstöðum.
Það eru fremur smá verk sem
Valgarður sýnir að þessu sinni í
Gallerí Langbrók. Þau sverja sig
samt sem áður í ætt við það sem
listamaðurinn hefur verið að fást
við á undanförnum árum. Segja
má að Valgarður sé „lýrikerinn" í
hópi ungu málaranna. Myndir
hans snúast fyrst og fremst um
pensilskrift og beitingu litarins
fremur en stórskorin yrkisefni
eins og vanalega eru kennd við
málverk nútímans.
Máiverk Valgarðs hafa heldur
ekki til að bera þá tilvistarkenndu
eða fáránlegu ásýnd sem oftast
birtist í myndefni ungra lista-
manna. Myndir hans eru langt frá
því að vera expressionískar.
Miklu fremur mætti kalla þær im-
pressionískar vegna þeirrar
áherslu sem lögð er við málunina
sjálfa. Það er nefnilega ákveðinn
hugblær í myndum Valgarðs, at-
mosfera sem er mjög óvanaleg nú
á tímum.
Þetta eru einfaldar myndir,
bæði hvað varðar form og liti.
Sumar eru langar og mjóar og
þ.a.l. nokkuð skreytikenndar,
jafnvel svo minnir á aldamótatil-
raunir nabíanna, en það var hóp-
ur franskra listamanna sem
mægja vildu skreytilist við ein-
falda (frumstæða) list og ná þann-
ig fram ákveðnum, náttúru-
sprottnum blæ sem þeir töldu ó-
mengaðan af ofursiðfágun.
Reyndar er töluvert í tækni Val-
garðs sem minnir á aldamóta-
myndir þeirra Veuillards og
Bonnards.
Einhvern veginn er það samt
svo að Valgarður fellur hvergi í
þær mýmörgu gryfjur sem yfir-
leitt verða þeim að fjörtjóni sem
nálgast skreytilist að einhverju
leyti. E.t.v. er hann fæddur undir
svipaðri heillastjörnu og Matisse
gamli, en sá gat tekið skrautið í
þjónustu sína eins og Sæmundur
kölska, án þess að þurfa að óttast
að það yrði honum skeinuhætt.
Eitt er vístlgarður nálgast skreyti-
hættuna eins og sá sem þykist
ekki vita af henni eða stendur
hjartanlega á sama um hana.
Honum svipar að þessu leytinu
til þeirra mannvera sem svo oft
prýða hans eigin verk. Það eru
afslappaðir strákar sem horfa
fremur kæruleysislega út í loftið,
eða láta sig dreyma dagdrauma,
ósnortnir af öllu veraldlegu am-
stri. Þeir kæra sig kollótta þótt
þeir séu dregnir í dilka eftir útliti.
Hvort þeir eru taldir of skraut-
legir gildir einu, því þeir vita sem
er að fyrr en seinna endar öll list
sem stofuprýði; allar bókmenntir
sem stásskilir og öll tónlist sem
effektasuð undir glæstar sjón-
varpsauglýsingar.
Hví þá ekki að taka upp sömu
afstöðu og fyrrnefndur Matisse
og reyna að finna einhverja
merkingu í hinu skrautlega, ef
vera kynni að þannig mætti læða
inn nýrri hugsun hjá saklausum
áhorfanda? Er listin ekki einmitt
orðin eins konar skæruhernaður í
herbúðum vitundariðnaðarins?
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. júní 1985