Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTIR MANNLÍF HEIMURINN Laugarnes Setja trukka á tangann Meirihluti borgarstjórnar ætlar að leggja veg meðframfriðlýsta svœðinu á Laugarnesi að Sundahöfn. Leiði Hallgerðar langbrókar í Tollvörugeymslunni? Borgarstjórn hefur í ráði að anum meðfram friðlýsta svæð- ráð fyrir sjö milljónum til þessa. leggja veg á Laugarnestang- inu. Á fjárhagsáætlun í ár er gert verks og á vegurinn að liggja að Björgvin meö fósturbamiðen andi litli hristir sig og snurfusar og hefur ekki tima til að sitja fyrir. Ljósm. Valdls. Andarungi á glapstigum Stokköndin verpir í görðum út um allan bæ og svo hellist kannski einn ungi úr lestinni þeg- ar lagt er af stað með hersinguna niður á Tjörn. Þeir vilja týnast greyin, eru kannski seinfærari en hinir ungarnir, sagði Björgvin Fiiippusson, iögregluþjónn. Undanfarin ár hefur líka verið mikið um illfygli við Tjörnina sem flæma ungana í burtu. Við finnum oft andarunga hér og hvar um bæinn og þar er al- gengt að krakkar komi með þá hingað svo við erum oft með andarunga í fóstri. Það var komið með þennan litla vin okkar í gær- kvöldi og við reyndum að fara með hann strax niður á Tjörn en hann vildi ólmur ganga í lögregl- una svo við fórum með hann uppá varðstofu. Hann hefur verið hér á borðinu í pappakassa bæði til að halda á honum hita og svo vill hann ólm- ur komast úr og vera bara á vappi. Hann fékk brauðmola að borða og fór í bað en er ekki orð- inn alveg þurr, sennilega eru fitu- kirtlarnir ekki farnir að virka. Þegar unginn var orðinn þurr og saddur var aftur farið með hann að Tjörninni og í þetta skipti sættist hann á að svona liti framtíðarheimkynni hans út og kom sér fyrir undir verndarvæng andarmömmu. -aró Sundahöfn stækkaðri. Vegurinn er Listasafn Sigurjóns Ólafs- á samkvæmt þeim hugmyndum sonar, og gamli Laugarnesbær- sem nú eru uppi að liggja milli inn, eitt sinn biskupssetur, húss Sigurjóns Ólafssonar og kirkjugarður og ýmsar fornminj- gamla Laugarnesbæjarins, meðal ar. Þar er og útsýni gott. Vegar- annars með þeim afleiðingum að málið er nú til umræðu í umhverf- fornminjar á Laugarnesi, þará- ismálaráði, og Borgarskipulag meðal gröf Hallgerðar langbrók- mun vera að vinna að málinu. ar lenda i krika milli nýja vegar- Ljóst er að vegur sem tengir ins, Kleppsvegar og Tollvöru- stækkaða Sundahöfn inní bæinn geymslunnar. verður fyrst og fremst til þunga- Adda Bára Sigfúsdóttir kvaddi flutninga- sér hljóðs um þessi efni á borgar- Hulda Valtýsdóttir formaður stjórnarfundi í gærkvöldi. Hún umhverfismáiaráðs sagði að bað um skýringar á þessari fyrir- Héðinsgata dygði ekki fyrir hafn- huguðu vegagerð, vakti athygli á arsvæðið. Þetta væri mikið að með veginum væri gengið á vandamál, sagðiHuldaog vonað- útivistarsvæðið og því spillt, kvað ist til að Laugarnesið héldist ó- öll fyrirtæki á svæðinu þegar vera skert að mestu leyti „þótt það í ágætu vegasambandi um Héð- skerðist að einhverju leyti“. insgötu og taldi þá götu fullgóða tengingu hafnarsvæðisins við Búast má við frekari fréttum af aðra borgarvegi. málinu á næsta fundi borgar- Á Laugarnestanganum er eina stjórnar hinn fjórða júlí. friðlýsta fjaran í Reykjavík, Þar -m Sjónvarpið Svart útlit Mönnum boðið alltað 100% hœrri laun í einkageiranum. Tœknideildin lamastíhaust efekki verður breyting. Pétur Guðfinnsson framkvœmdastjóri: Skil vel mennina. Launin hjá hinu opinbera ekki samkeppnishœf Hvort skermurinn verður svartur í haust veit ég ekki en hitt er ljóst að það er svart útlit varðandi rekstur á tæknideild sjónvarpsins ef fer sem horfir um mannahald, sagði Pétur Guð- finnsson framkvæmdastjóri Sjón- varpsins þegar Þjóðviljinn spurði hann hvort við ættum von á því að sjónvarpsskermur yrði líflaus hjá okkur f haust vegna flótta tækni- manna frá Sjónvarpinu, sem óá- nægðir eru með sín laun. - Það er leitt til þess að vita að menn sem annars una sér vel hjá okkur hafi ekki efni á því að vinna hér, ég skil þá vel að þeir skuli sækjast í betur launuð störf hjá einkafyrirtækjum, sagði Pét- ur. - Þjóðviljinn hefur fregnað að starfsmönnum tæknideildar Sjónvarpsins hafi verið boðið allt að 100% hærri laun hjá einka- fyrirtækjum. Er hér aðallega um að ræða fyrirtæki sem starfa að auglýsingagerð, og jafnvel fyrir- tæki sem hyggjast stofna sjón- varpsstöðvar með tilkomu nýju útvarpslaganna. - Það er deginum ljósara að Sjónvarpið hlýtur að bíða lægri hlut í samkeppni við einkaaðila um starfsmenn, á meðan launin hjá því opinbera eru svona langt fyrir neðan það sem gerist út á hinum almenna markaði. Við höfum vakið athygli útvarpsráðs á þessum vanda og það hefur sent frá sér ályktun um að gripið verði strax til aðgerða til að reyna að itöðva þennan flótta tæknimanna 'rá stofnuninni sagði Pétur. -SG Sólstöður Góður tími til ásta í dag er lengstur sólargangur, sólstöður á sumar. Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins var sólarupprás f Reykjavík f nótt klukkan 2.54 og sólarlag verður flmm mfnútum eftir miðnætti. Reykjavfkurdagurinn er þá 21 tfmi og 51 mfnúta, og heldur lengri þegar norðar dregur: f Grfmsey er engin nótt. Langdeginu hér á norðurslóð- um fylgja ýmsar furður í náttúru og mannlífi. Þannig hefur hinn langi sólargangur mjög hvetjandi áhrif á hormónaframleiðslu lík- amans. Framleiðsla heiladinguls- ins á vaxtarhormóni stóreykst enda fimmfaldast vöxtur nagla og hára að sumarlagi. Kynkirtlarnir taka líka laufléttan kipp: ýmis kynhormón eru í blóði okkar í margföldu magni á við það sem gerist að vetrinum. Tíminn er því góður til ásta um þessar mundir. Þótt í dag sé lengstur sólar- gangur í raun og vísindum, þá er þjóðsiður að telja stystu sumar- nótt undan Jónsmessu ögmunds- sonar: aðfaranótt næsta mánu- dags.. _m/ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.