Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 13
MYNDLIST Gallerí Langbrók Á morgun opnar Ina Sal- óme einkasýningu á textíl- verkum í Galleí Langbrók. Opið um helgina kl. 14-18 ogvirkadagakl 12-18. Nýlistasafnið I kvöld kl. 20 opnar holl- enski listamaðurinn Nini Tang málverkasýningu í Nýlistasafninu. Opin dag- legakl. 16-20. Klapparstígur26 Idagkl. 17opnarSigríður Björnsdóttir vinnustofu- sýningu á lands- lagsmynum á Klapparstíg 26,2. hæð t.v. Opið í dag og um helgina kl. 17-22. Gallerí Slunkaríkl Sara Vilbergsdóttir heldur slna tyrstu einkasýningu í Galleí Slunkaríki á Isafirði og opnar hún á morgun. Gallerf Salurinn Sýning Steingríms Þor- valdssonar á graf íkmynd- um í Salnum Vesturgötu 3 framlengist til 26. júni. Opið alladagakl. 13-18ená fimmtudögum til 22. Lokað ámánudögum. Gallerí Borg Á fimmtudaginn var opnuð í Gallerí Borg við Austurvöll sýningin Hestar í málverki. Verkin eru eftir Baltazar, Einar Hákonarson, Hring Jóhannesson og Jóhann- es Geir. Opið um helgina kl. 14-18 en aðra daga kl. 12-18. Hafnarborg Nú stendur yfir sýning á verkum ungverska lista- mannsins János Probstner í Haf narborg við Strand- götu I Hafnarfirði. Slðasta sýningarhelgi. Selfoss Torfi Harðarson er með sýningu í húsi Listasafns Árnessýslu á Selfossi. Opiðkl. 14-22. Síðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir Elías B. Halldórsson er nú með málverkasýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Opið alla daga kl. 14-22. Listmunahúsið Nústenduryfirí Lislmunahúsinu sýning á verkum Hallgríms Helga- sonar. Norrænahúsið (sýningarsölum í kjallara Norræna hússins stendur yfir sýning á sjávarmynd- um Gunnlaugs Schevings. Opiðdaglegakl. 14-19. Listasafn ASÍ Nú stendur yfir í Listasafni AS( við Grensásveg sýn- ing á síðustu verkum Sig- urjóns Ólafssonar mynd- höggvara. Opið kl. 14-22 um helgar en 14-20 aðra daga. Ásmundarsafn Opnuð hefur verið í Ás- mundarsafni ný sýning er nefnist Konan í listÁs- mundar Sveinssonar. Opið alladagakl. 10-17. Mokka Jón Axel Björnsson sýnir um þessar mundirgrafík- myndiráMokka. Ásgrímssafn Sumarsýning stendur yfir. Opið daglega nema laugardagakl. 13.30-16. Gerðuberg Nemendur í Myndlista- og handíðaskóla íslands sýna verk sin. Opiö daglega. Cafó Gestur SigþrúðurPálsdóttir (Sissú) sýnir9 málverk á Café Gesti að Laugavegi 28B.Húnvarviðmynd- listarnám í New York ifimm ár. Opiö alla daga kl. 8-01. Golfskálinn Akureyri Kári Sigurðsson opnar myndlistarsýningu að Jaðri, skála golf klúbbs Akureyrar á morgun kl. 14. Opið um helgina ki. 14-20 og virka daga kl. 16-22. ÝMISLEGT Norræna húsið Á sunnudagskvöld kl. 20 efna Samtök vinafélaga Norðurlanda til norrænnar hátíðar- Jónsmessuvöku - við Norræna húsið. Reist verður Jónsmessustöng og kveikt Jónsmessubál. Söngur, dans, leikir og veitingar. Árbæjarsafn Nú stendur yfir sumarsýn- ing Árbæjarsafns. Það er farandsýning f rá þjóð- minjasafni Grænlendinga í Nuuk og fjallar hún um grænlensku bátana. Opið kl. 13.30-18alladaga . nema mánudaga. Sigurjónsvaka Á morgun klukkan 15 verð- ur upplestur á Sigunóns- vöku í Listasafni ASI. Leikararnir Herdís Þor- valdsdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Helga Bachmann og Erlingur Gislason lesa upp. Ásunnudag veröur svo skoðunarferð um Laugarneskl. 20.30. Leiðsögumenn verða Sig- urður A. Magnússon, Þór Magnússon, Hrefna Sig- urjónsdóttirog Þorleifur Einarsson. Litiðverðurinnl listasmiðju Sigurjónsog Árni Björnsson rifjarþar upp miðsumarsiði. Að þessu loknuverður Jónsmessubrenna í Norðurkotsvör. Norrænahúsið Nú stendur yf ir sýning á ís- lenskum steinum í anddyri Norræna hússins. Sýning- in hefur vakið mikla athygli og mikill fjöldi komiö að skoða hana. Akranes Nú stendur yfir sovésk bóka- og listmunasýning i bókasafninu á Akranesi. LEIKLIST Þjóðlelkhúsið Leikári Þjóðleikhússins er nú að Ijúka. Síðasta tæki- færi til að sjá Islandsklukk- una er í kvöld og síðustu sýningar á söng- og dans- leiknum Chicago eru á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Lelkfélag Reykjavíkur Vegna mikillar aðsóknar að Draumi á Jónsmessu- nótt verður allra síðasta sýning á morgun laugar- dagkl. 20.30. TÓNLIST Vestflrðlr Píanóleikarinn James Haughton heldur tónleika í Bolungarvík í kvöld kl. 21, á morgun í Alþýðuhúsinu á (safirði. Á efnisskrá eru eingöngu verk eftir Franz Liszt. Norrænahúsið Á sunnudag kl. 15 halda joeir Roy Samuelsen bass- bariton og Carl Fuerstner píanóleikari tónleika í Nor- rænahúsinu. Áefnisskrá eru aríur eftir Hándel og Verdi, sönglög eftir Brahms og Strauss og nor- ræn lög. Norræna húslð Á mánudagskvöld heldur Þorsteinn Gauti Sigurðs- son tónleika í Norræna húsinu og eru tónleikarnir í röðinni Ungir norrænir ein- leikarar. Vestfirðir Píanótónleikar James Haughton Þekktur breskur píanóleikari, James Haughton, heldur Liszt- píanótónleika á nokkrum stöðum á Vestfjörðum nú um helgina en hann hefur kennt í tónlistarskól- anum á Flateyri í vetur, en í kvöld kl. 21 leikur hann í félagsheimil- inu í Bolungarvík og á morgun kl. 17 í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Á efnisskrá eru eingöngu verk eftir Frans Liszt. James Haughton tók Iokapróf frá Royal Academy of music í London og var nemandi Dennis Murdoch. Hann hefur fengið mörg verðlaun og heiðursstyrki. -GFr James Haughton. Sara Vilbergsdóttir sýnir á ísafirði. Gallerí Slunkaríki Fyrsta sýning Söru Laugardaginn 22. júní opn- ar Sara Vilbergsdóttir mál- verkasýningu í „Gallerí Splunkaríki“ á ísafirði. Sýn- ingin mun standa til 4. júlí. Samtímis sýnir hún pastel- myndir og teikningar í anddyrinu á Hótel Isafirði. Sara útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og Handíða- skóla íslands nú í vor. Þetta er hennar fyrsta einkasýning. fj •11 ks m fSL \ ■ Wm HlraL.. . i , +1 ■ 1 Sigríður Björnsdóttir á vinnustofu sinni. Vinnustofusýning á Klapparstíg Sigríður Björnsdóttir mynd- listarmaður heldur vinnu- stofusýningu á landslags- myndum að Klappastíg 26II hæðt.v. Sýningin verður opin föstu- daginn21.júníkl. 17-22,laug- ardag og sunnudag kl. 14-22. Sunnudaginn 23. júní mun Roy Samuelsen, bass- bariton og Carl Fuerstner, píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu og hefjast þeirkl. 15.00. Roy Samuelsen er fæddur og uppalinn í Noregi en fluttist ung- ur maður til Bandaríkjanna. Hann hefur unnið til fjölda verð- launa, þ.á m. San Francisco og Metropolitan Opera Auditions. Carl Fuerstner fæddist í Strass- Sigríður sýnir að þessu sinni 60 myndir málaðar með akrýl á pappír og nefnir sýninguna: SUMARSÓLSTÖÐUR. Sigríður hefur haldið margar einkasýningar, bæði hérlendis og erlendis. Síðast hélt hún sýningu í Wáinö Aaltonens Borgarsafninu í Áko í nov. 1983. bourg og hóf píanónám 5 ára gamall í Köln. 19 ára gamall var hann orðinn þjálfari við Kölnar- óperuna. Eftir að hann fluttist til Bandarikjanna var hann aðstoðarhljómsveitarstjóri við óperuna í San Francisco og deildarstjóri óperudeildar Eastman School of Music í New York, og er nú vel þekktur sem hljómsveitarstjóri, tónskáld og undirleikari. Miðasala verður við inn- ganginn. Jóns- messu- vaka í Nor- " rœna húsinu Sunnudaginn 23. júní kl 20:00 efna Samtök vinafé- laga Norðurlanda á íslandi til norrænnar hátíðar- Jónsmessuvöku-við Nor- ræna húsið. Reist verður Jónsmessustöng og skrýdd eins og venja er að gera í Svíþjóð og kveikt verður Jónsmessubál og dansað um- hverfis það, eins og margir, seem dvalist hafa á Norðurlöndum munu kannast við. Hornaflokkur Kópavogs leikur undir stjórn Björn Guð- jónssonar, meðan fólk safnast saman, Þjóðdansafélag Reykja- víkur sýnir þjóðdansa og Skóla- kór Kársness syngur nokkur lög undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Ekki er þó ætlast til að fólk haldi að sér höndum og láti skemmta sér heldur er þess vænst, að allir taki virkan þátt í hátíðarhaldinu og dansi, syngi og leiki sér af Iífi og sál. Dansinn verður stiginn undir stjóm dans- flokks Færeyingafélagsins. Hægt verður að kaupa veiting- ar bæði úti, þar sem grillaðar pylsur og fleira verða á boðstól- um, og inni í kaffistofunni. Að öðru leyti er aðgangur að Jónsmessuvökunni ókeypis og allir em hjartanlega velkomnir. Norrœnq húsið Norsk-þýskir söngtónleikar Föstudagur 21. júní 1985. ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.