Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 14
UM HELGINA Hóskólabókasafn Vegleg bókagjöf Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 22. júní kl. 13 í Iðnó. Umræðuefni: Samningarnir. Áríðandi að allar félagskonur mæti og sýni skírteini við innganginn. Stjórnin Þroskaþjálfar og fóstrur óskast til starfa við Greiningardeildina í Kjarvalshúsi, Sæbraut 1 frá 15. ágúst nk. Umsóknir sendist fyrir 3. júlí. Upplýsingar eru veittar í síma 20970 og 26260. 2 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. júní 1985 Ina Salóme við eitt verka sinna. Gallerí Langbrók Fimmtudaginn 13. júní s.l. var opnuð í Háskóla íslands sýn- • ing á bókum og tímaritum, sem útgáfufyrirtækið Black- well Scientific Publications í Oxford hefurgefið Háskóla- bókasafni. Sýningineropin daglega kl. 9-17 til 25. júní. Gjöfin er veitt í tilefni af heim- sókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Oxford árið. 1982. Forgöngu að gjöf þessari hafði Per Saugman, forstjóri Blackwell-útgáfunnar. Hann er danskur að þjóðerni og hóf feril sinn við bókaútgáfu og bóksölu hjá Ejnar Munksgaard í Kaup- mannahöfn, sem var í nánum tengslum við íslenska fræðimenn og gaf út margt íslenskra rita eins og kunnugt er. Per Saugman réðst til Blackwells fyrir rúmlega þrjátíu árum og hefur verið for- stjóri og stjórnarformaður Black- well Scientific Publications lengst af síðan. Undir hans stjórn hefur fyrirtækið orðið eitt af virtustu vísindaforlögum heims. Gjöfin felur það í sér, að Há- skólabóksasafni gefst kostur á því um árabil að velja endurgjalds- laust þau útgáfurit Balckwell- forlagsins, sem talin eru koma að gagni við kennslu og rannsóknir í Háskóla íslands. Hefur safnið þegar tekið á móti um 1200 bind- um bóka og tímaritsárganga. Jafnframt má geta þess að í gjöf- inni felst áskrift á 30 tímarit frá forlaginu. Bækurnar í gjöf þessari taka til allflestra greina, sem stundaðar eru við Háskólann. Mikið er um rit í læknisfræði, hjúkrunarfræði og náttúruvísindum; einnig tals- vert í hagfræði, heimspeki og málvísindum, svo að dæmi séu nefnd. Margar gjafabókanna og sýnishorn allra tímaritanna liggja frammi á sýningunni sem er í and- dyri Háskólans, framan við inn- ganginn í bókasafnið, og stendur í nokkra daga. Háskólabókasafni er mikill fengur af þessari höfðinglegu bókagjöf og stendur í mikilli þakkarskuld við Blackwell Sci- entific Publications, og þá sér- staklega Per Saugman. Aður er getið um aðaltilefni þessarar gjaf- ar, sem er heimsókn forseta ís- lands til Oxford, en jafnframt er með gjöfinni minnst hinna góðu tengsla Ejnars Munksgaard við íslenskt samfélag, því að Blackwell-fyrirtækið er nú aðal- eigandi Munksgaard-útgáfunnar í Kaupmannahöfn. Per Saugman hefur verið stjórnarformaður Munksgaard um tuttugu ára skeið, en það var einmitt þar sem hann hóf feril sinn að bókaút- gáfu, eins og áður segir. Edda Þórarinsdóttir í hlutverki Edith Piaf. Edith Piaf í Gamla bíói í kvöld verður fyrsta sýning í Reykjavík á söngleiknum vinsæla Edith Piaf eftir Pam Gems, sem Leikfélag Akureyrar hefur leikið fyrir norðan í vetur við fádæma vinsældir og mikla hrifningu. Það er Hitt Leikhúsið sem stendur fyrir heimsókn Leikfé- lagsins suður og verða sýningar í ísiensku óperunni - Gamla Bíó. Það er Edda Þórarinsdóttir sem fer með hið kröfuharða hlut- verk söngkonunnar frægu, en aðrir leikendur skipta með sér fjölda hlutverka til að bregða ljósi á harmalíf þessarar mikil- hæfu listakonu. Þar er á ferð meginstofninn í leikendahópi Leikfélags Akureyrar undanfarin ár; Sunna Borg, Marinó Þor- steinsson, Theódór Júiíusson, Þráinn Karlsson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Gestur E. Jónas- son, Emelía Baldursdóttir og Pét- ur Eggerz. Átta manna hljómsveit leikur undir sýningunni nokkur af þekktustu lögum Piaf og er skip- uð hljóðfæraleikurum að norðan og sunnan, en Roar Kvam heldur um stýrissprotann. Guðný B. Ric- hards hefur gert búninga og leiktjöld, en Viðar Garðarsson lýsir. Það er Sigurður Pálsson sem leikstýrir, en Þórarinn Eld- járn snéri leiktextanum á ís- lensku. Fyrsta sýning er í kvöld, en síð- an verða sýningar á laugardag og sunnudag nú um helgina. Golfskálinn Á laugardagskvöldum eru kvöldvökur í Þingvallakirkju. Leiðsögn á Þing völlum Kári sýnir á Akureyri Kári Sigurðssona opnar mynd- listarsýningu að Jaðri, skála golfklúbbs Akureyrar á morgun kl. 14. Á sýningunni eru verk unnin í ollíu, pastel og olíukrít. Þetta er 10. einkasýning Kára, auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýning- in stendur til 30. júní n.k. og er opin um helgar kl. 14-20 og virka daga kl. 16-22. Eins og í fyrra verður boðið upp á leiðsögn um þjóðgarðinn á Þingvöllum í sumar. Nánari upp- lýsingar og önnur fyrirgreiðsla er í Þjónustumiðstöðinni á Þing- völlum. Föstudaga og laugardaga kl. 13 er Skógarkotsganga og er gengið frá þjónustumiðstöðinni. Föstu- daga, laugardaga og sunnudag kl. 16.30 er gengið um þinghelgina (Lögbergsganga) og er lagt af stað frá Flosagjá (Peningagjá). Laugardaga kl. 20 eru kvöld- vökur í Þingvallakirkju. Þingvall- aspiall og náttsöngur. Á sunnudögum kl. 14 er guðs- þjónusta í Þingvallakirkju. -GFr Textílverk ínu Salóme Bootleg Beatles er hljómsveit sem fer með einskonar Bítlasjó; „John, Paul, George og Ringo" fara í gegnum tónlistarferil hljómsveitarinnar heimsþekktu, allt frá árinu 1963, þegar allt var í startholunum og fram til endalokanna örlagaríku 1970, með viðeigandi fataskiptum og hársíddum auðvitað. Þeir hafa hlotið mikið lof hvarvetna fyrir afbragðs eftirhermusjó og þykja ná þeim ektabítl- um ótrúlega vel. Bootleg Bítlar verða í Broadway í kvöld kl. 22.30 og laugardags- og sunnudagskvöld á sama stað og tíma. ínaSalóme heldureinka- sýningu á textílverkum í Gall- erí Langbrók, Amtmannsstíg 1, frá 22. júnítil 7. júlí Ina útskrifaðist frá MHÍ 1978 og hélt síðan í framhaldsnám til Svíþjóðar og Danmerkur. Síð- astliðin tvö ár hefur ína dvalist í Finnlandi og eru verkin sem nú eru sýnd unnin þar. Þetta er fyrsta einkasýning ínu Salóme en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Galleríið er opið dag- lega, virka daga 12.00-18.00, um helgar 14.00-18.00. Aðgangur er ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.