Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 7
Hvað með Traffic meðan það var og hét „Það var öðru vísi“ segir Hjör- leifur. „Það gerðist það sama, að vísu, að fullt af krökkum safnað- ist saman fyrir utan Traffic. En þar er ekki hraðbraut fyrir fram- an, og mannþröngin hægði á um- ferðinni. Mikið af bflum stoppaði líka fyrir framan Traffic því menn voru að tékka á liðinu. Hættan var því ekki fyrir hendi. Þar að auki var umferðarlögreglan mjög árvökur og hreinlega lokaði fyrir umferð á stundum. Ástandið við Traffic var því öðru vísi. „Menn mega ekki gleyma því, að þetta er partur af því hvernig krakkarnir skemmta sér í dag. Við fullorðna fólkið hímum með hund í biðröðum til að komast inn á skemmtistaðina, en krakk- arnir koma allt eins til að vera bara fyrir utan. Þetta ástand verður því alltaf til staðar. Þess vegna er rangt að veita stað, sem er staðsettur einsog Villti Tryllti Villi, skemmtanaleyfi, án þess að gera mjög verulegar úrbætur á umferðinni, að minnsta kosti á þessum kvöldum um helgar. Ui-^9 . ^leifur&n i£ m- u/-bseturbraut * ~ 8 Ur>giim skúl Urbætur Þarna er nánast verið að eftir stórsiysum ef ekkert verður að gert. Við hjá Útideildinni höf- um auðvitað miklar áhyggjur af þessu og höfum meðal annars rætt þetta við umferðarlögregl- una og þeir hafa tekið þessu vel. Þetta sagði Hjörleifur Sveinbjörnsson, starfsmaður Útideildar, þegar Glætan leitaði álits á ástandinu við Villta Tryllta Villa, þar sem Safarí var áður. En Glætan hefur af því spurnir að fyrir utan staðinn safnist saman þröng unglinga á föstudags- og stundum laugardagskvöldum. I hópnum vill bera við að séu drukknir krakkar sem er auðvit- að ekki í frásögur færandi. En hraðbrautin um Skúlagötu er ekki nema nokkrum metrum frá mannþrönginni, og bifreiðar bruna þar hjá á miklum hraða. Það er því veruleg hætta á, að hálffullir krakkar álpist útá göt- una og hreinlega verði keyrðir niður. Er forsvaranlegt að veita staðnum skemmtanaleyfi með þessi ósköp í huga? Glætan fór og Ieitaði álits löggunnar og Úti- deildarinnar. Lögreglu- stjóraembættið - uhumm Þegar við leituðum til lögreglu- stjóraembættisins fengum við þau svör hjá Signýju Sen, að Saf- arí, sem var áður í húskynnum Villta Tryllta Villa, væri með veitingaleyfi sem væri forsenda skemmtanaleyfa. Staðurinn hefði síðan sótt um skemmtana- leyfi og fengið það. „Við veitingu leyfanna er einungis tekið tiliit til þess sem fer fram innan dyra, og við það er ekkert að athuga hjá Villta Tryllta Villa" sagði Signý, og kvað það sem gerðist utan dyra vera vandamál umferðar- deildar lögreglunnar. Beðið eftir slysum „Mér sýnist raunverulega að það sé verið að bíða eftir bana- slysum“ sagði Hjörleifur hjá Úti- deildinni. „Það er komin reynsla á, að á unglingaskemmtistöðum safnast saman mikill fjöldi af krökkum fyrir utan staðina. Það er bara orðinn partur af kúltúrn- um, orðið munstrið sem gengur á þessum stöðum. Unglingarnir koma oft bara til að spá í lífið fyrir utan. Það er líka dýrt inn og þeir hafa ekki efni á því að borga. Það er líka strangt eftirlit með aldurs- takmörkunum og þau sem freistuðu gæfunnar en voru of ung til að komast inn hanga áfram utandyra. En hraðbrautin er alveg við staðinn, og þar að auki koma bíl- ar með fólki sem er að skoða lífið fyrir utan og þeir leggja á götu- ræmuna utan við staðinn og þrengja þannig enn meir það svæði sem krakkarnir geta verið á. Auðvitað eru í hópnum krakk- ar sem hella í sig slatta af brenni- víni og verða full einsog gengur. Þetta lið, drukkið að einhverju leyti, metur auðvitað aðstæðurn- ar kolvitlaust einsog drukkið fólk gerir. Það er svo að álpast út á hraðbrautina, og það er einungis tímaspursmál, hvenær einhver þeirra verður fyrir æðandi bfl. nauTá 'stad. Traffic var öðru vísi Hjörleifur tók fram, að þau hjá Útideildinni hefðu í sjálfu sér ekkert að athuga við staðinn sjálfan. Ástandið innan dyra væri ágætt. Það væri einungis staðs- etningin og nálægðin við hrað- brautina um Skúlagötu, sem ylli þeim áhyggjum. Hvað er til ráð, spurði Glœtan hnýsin að vanda? „Það mætti setja hindranir sem hægðu á umferðinni. En þetta er hraðbraut þar sem umferðin verður að ganga hratt fyrir sig, þannig að ekki er víst að menn fallist á það. Það mætti setja upp .tóra girðingu. Sá kostur er þó ekki góður, og eins víst að krakk- arnir klifri yfir hana, sér í lagi ef menn eru ekki allsgáðir. En skynsamlegast fyndist mér að reyna að beina umferðinni annað meðan skemmtanirnar standa yíir. Þetta væri ekki nema örfáa klukkutíma sem það þyrfti. Þeim bflum sem eru á leiðinni austur í bæ mætti til dæmis sem best beina upp á Hverfisgötuna, sem er ekki nema slatta í burtu“. _ „En ég tek það fram að við hjá Útideildinni erum ekkert fagfólk í þessu. Þetta eru bara úrbætur sem mér detta í hug einsog hverj- um öðrum múg útí bæ sagði Hjör- leifur að lokum. _ös Föstudagur 21. júní 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7 Villti Tryllti Villi Oheppilegur fyrir unglingaskröll Óskar yfirlögregluþjónn: Þarf ekki annaö en einn álpist út á götuna Við höfum bent á að þetta er óheppilegur staður fyrir ung- lingaskemmtistað, sagði Óskar Ólason hjá umferðardeild lög- reglunnar í Reykjavík. - Það er alltaf töluverður slæð- ingur af krökkum fyrir utan, sagði Óskar. Annað hvort fá krakkarnir ekki að fara inn eða vilja það ekki heldur safnast sam- an fyrir utan. Það þarf ekki annað en einn unglingur álpist út á götu- na. Voldug girðing er kannski það eins sem dugar en það er erf- itt að koma því við því Skúlagat- an er eina tengingin við húsið. Önnur leið er að setja upp þreng- : : JHi’i'. i~'r'' . ingu í Skúlagötunni svo bílarnir aki hægar. „Það er greinilega þörf á ein- hverjum stað fyrir unglingana en ef svona skemmtistaður er inní íbúðarhverinu er kvartað undan hávaða en Skúlagata er heldur ekki heppilegur staður vegna hraðbrautarinnar! „Við höfum haldið uppi lög- gæslu fyrir utan en það kemur að því að eigendur staðarins verða að borga hana sjálfir því við tökum þessa löggæslu frá öðrum sem þurfa hennar með. En það verður eitthvað að gera og gæti komið til þess að skemmtana- leyfið verði endurmetið.“ aró

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.