Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Góður sigur Skagastúlkna í Kópavogi og þœr standa mjög vel að vígi Kvennaboltinn UBKsotti en ÍA skoraði íslandsmeistarar Akurnesinga stigu stórt skref í átt til varnar titilsins í gærkvöldi með því að sigra skæðasta keppinautinn, Breiðablik, 3-1 á Kópavogsvellin- um. Þó Blikastúlkurnar væru mikið meira með boltann allan leikinn vörðust meistararnir vel og uppskáru þrjú dýrmæt stig. Strax á annarri mínútu fékk í A vítaspyrnu og úr henni skoraði Ragnheiður Jónasdóttir af ör- yggi. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 0-2, Laufey Sigurðardóttir notfærði sér hik í Blikavörninni og skoraði með laglegu skoti. Skömmu fyrir hálf- Helgar- sportið Knattspyrna Sjöttu umferðinni í 1. deild karla lýkur um helgina. í kvöld kl. 20 leika Þór og Víðir á Akureyrar- velli og Víkingur-Þróttur á Laugardalsvelii. A morgun kl. 14 mætast síðan ÍBK og FH á Kefla- víkurvelli og Valur-IA á Valsvelli. f 2. deild leika á morgun kl. 14 Völsungur-Skallagrímur og Leiftur-ÍBÍ, og kl. 17 Fylkir-ÍBV. Á sunnudag leika Njarðvfk og KS kl. 14 og Breiðablik-KA kl. 20. í 3. deild mætast á morgun HV- Stjaman, Víkingur Ó.- Grindavík, Reynir S.-ÍK, Leiknir F.-Þróttur N, Magni-Valur Rf, HSÞ.b-Huginn og Tindastóll- Einherji en Ármann og Selfoss leika á mánudagskvöldið. f 4. deild er leikið í öllum riðlum - þar eru þýðingarmestir leikir ÍR og Víkverja á morgun og leikir Hvat- ar í Eyjafirðinum, gegn Svarfdæl- um í kvöld og Reyni Árskóg- strönd á morgun. í 1. deild kvenna eru tveir leikir kl. 14 á morgun. ÍA og ÍBÍ leika á Akranesi og KR-Þór A. á KR- vellinum. Á sunnudag leika síðan ÍBK og ÍBÍ í Keflavflc og Valur- Þór A. á Valsvellinum og hefjast báðir leikirnir kl. 14. Golf Dunlop-drengjamót verður haldið hjá Golfklúbbnum Keili um helgina. Aldurstakmark er 16 ára og yngri. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Þátt- taka tilkynnist f síma 53360 fyrir kl. 20 föstudaginn 21. júní. Ræst verður út frá kl. 10. Æfingadagur er föstudagurinn 21. júní. Verð- laun til mótsins gefur Dunlop- umboðið Austurbakki, Borgart- úni 20. Opna Johny Walker mótið, forgjöf 0-11, fer fram á Nesvellin- um á morgun, laugardag. Leiknar verða 18 holur, með og án forgjaf- ar. Þá verða Jónsmessumót hjá öllum klúbbum landsins á morg- un. Frjálsar Meistaramót íslands f fjölþrau- tum fer fram í Laugardalnum í kvöld og á morgun og á sunnudag eru Reykjvíkurleikar þar á dag- skrá. Bamamót HSS fer fram að Sævangi í Strandasýslu á morgun, og sömuleiðis vormót UDN í Búðardal. Þá verður héraðsmót USAH haldið á Skagaströnd laugardag og sunnudag. Siglingar Erix Twiname-minningamótið í opnum flokki fer fram á Fos- svogi á morgun, laugardag, og hefst kl. 10. Ymir sér um mótið. leik fékk svo Breiðablik víta- spyrnu. Ásta María Reynisdóttir skaut, Vala Úlfarsdóttir varði en sló boltann í stöng og út og Ásta María náði að skora úr þröngu færi, 1-2. En rétt á eftir skoraði svo Halldóra Gylfadóttir, fyrir- liði ÍA, með skalla eftir horn- spyrnu, 1-3 í hálfleik. Breiðablik pressaði stíft nánast allan seinni hálfleikinn en ÍA varðist af skynsemi og krafti. Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Erla Rafnsdóttir fengu tvö mjög góð færi hvor til að minnka muninn en hittu aldrei markið. Laufey var síðan nálægt því að skora fjórða mark ÍA eftir varnarmis- tök Breiðabliks en Ásta Óskars- dóttir náði að verja skot hennar. í A og Þór Akureyri eru þá einu liðin í 1. deild kvenna sem ekki hafa tapað stigi - Breiðablik er þó áfram í efsta sætinu. -VS Ásta B. Gunnlaugsdóttir sækir að Skagamarkinu í gærkvöldi en varnarmaður ÍA reynir að stöðva hana. Mynd: E.ÓI. l.deild Miklir yfirburðir Guðmundarnir og Ómar áfram á skotskónum Framarar koma ekki til með að gefa eftir efsta sætið í 1. deildinni ef þeir ná jafngóðum leikjum og þeir náðu í gærkvöldi í Laugar- dal. Nú urðu það KR-ingar sem urðu fórnarlömb þeirra og það var léttur sigur hjá Fram 4-1, en í hálfleik var staðan 3-0. Það þurfti ekki að bíða lengi eftirfyrstamarkinu. Guðmundur Torfason fékk góða sendingu inn fyrir vörn KR og tók á sprett. Er hann kom að vítateig skaut hann, en Stefán Jóhannsson varði. Hann hélt þó ekki boltanum og Guðmundur Steinsson hafði bet- ur í kapphlaupi við 2 varnarmenn og renndi boltanum í autt mark- ið. Framarar sóttu stíft og var mark KR oft í hættu. KR komst þó í sókn og varði þá Friðrik Frið- riksson vel skot frá Ásbirni Björnssyni. Sló hann boltann út _____4.deild B___ Afturelding gerði níu Afturelding vann Mýrdæling 9- 1 í B-riðli 4. deildar í fyrrakvöld, 3-0 í hálfleik, og er þar með kom- ið í annað sætið með 9 stig á eftir Höfnum sem hafa tíu. Lárus Jónsson 2, Einar Guðmundsson 2, Friðsteinn Stefánsson 2, Atli Atlason 2 og Hafþór Kristjánsson skoruðu mörkin. Bikarinn Einherji eða Austri Einherji frá Vopnafírði er kominn í 3. umferð bikarkeppni KSI eftir sigur á Þrótti í Neskaup- stað, 6-5, eftir framlenginu og vítaspyrnukeppni í fyrrakvöld. Það verða því Austri og Einherji sem leika um sæti í 16-liða úrslit- unum og vcrður leikið á Eskifírði í næstu viku. og myndaðist þvaga við Fram- markið, en þaðan fór boltinn útaf og markspyrna. Guðmundur Torfason náði að nikka boltann áfram úr markspyrnunni og allt í einu var Steinsson á auðum sjó. Hann lék alla leið, framhjá Stef- áni og renndi síðan í markið. Stuttu síðar skoraði Ómar Torfa- son, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Þriðja mark- ið var nánast endurtekning á því fyrsta. Nú var hreinsað langt fram, Steinsson hafði betur í bar- áttu við KR-inga og Iék upp frá miðju að vítateig og skaut. Stefán varði, en hélt ekki boltanum sem barst út til G. Torfasonar sem átti ekki í vandræðum með að senda hann í autt markið. Vörn KR- inga var langt frá því að vera vak- andi í öllum þessum tilvikum, sem og mörgum öðrum. Seinni hálfleikurinn var rétt nýhafinn þegar Pétur Ormslev tók aukaspyrnu og sendi á G. Torfason. Hann skaut úr frekar erfiðri stöðu og boltinn small í þverslá og út. Fjórða markið kom eftir hornspyrnu sem Pétur tók. Skallað var til hans aftur og í ann- arri tilraun rataði boltinn á höfuð Ómars sem skallaði. Knötturinn fór niður og hoppaði upp í blá- hornið, óverjandi. Stuttu síðar varði Sæbjörn Guðmundsson á línu eftir samskonar undirbún- Fram-KR 4-1 (3-0) ★ ★★ Mörk Fram: Guðmundur Steinsson 10. og30. mín. Guðmundur Torfason 34. min. Ómar Torfason 63. mín. Mark KR: Saebjörn Guðmundsson 88. mín. Stjörnur Fram: Friðrik Friðriksson *» Guðmundur Steinsson ** Guðmundur Torfason •* Ómar Torfason * Ásgeir Eliasson * Pétur Ormslev * Stjörnur KR: Hálfdán Örlygsson * Gunnar Gíslason • Dórnari: Friðjón Eðvarðsson ** Áhorfendur: 1070. ing. Og enn gaf Pétur fyrir, Ás- geir Elíasson renndi laglega á Guðmund Torfason, en þrumu- skot hans sleikti stöngina að utanverðu. Hægt væri að skrifa mikið um yfirburði Fram í þess- um leik. Þeir léku oft snilldarvel og voru mótherjarnir oft nánast eins og statistar. Spil KR-inga var oft vandræðalegt þegar enginn samherji var í sjónmáli. Þeir komu þó aðeins inn í leikinn síð- ustu 15 mínúturnar. Hálfdán lífg- aði þá upp á sóknina. Friðrik varði vel skot frá honum eftir að hann hafði leikið á 3 Framara. Friðrik sýndi síðan meistaratakta þegar hann varði góðan skalla frá Jósteini Einarssyni sem stefndi í bláhornið. Dæmigert fyrir þenn- an leik hjá KR var léleg samvinna sem kom best í ljós þegar góð fyrirgjöf kom og Sæbjörn og Björn Rafnsson voru báðir í stór- góðu færi, en samvinnu vantaði og færið rann út í sandinn. Það var síðan Sæbjörn sem minnkaði muninn er hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem var dæmd á Jón Sveinsson fyrir að fella Hálf- dán. Þetta var fyllilega sanngjarn sigur hjá Fram og hefði jafnvel getað orðið stærri. Fram hefur nú komið sér notalega fyrir á toppn- um, með 6 stiga forystu. -gsm Golf Þorbjörn sigraði Þorbjörn Kærbo, GS, sigraði í keppninni um Ólafs Gíslasonar bikarinn sem haldinn var hjá Golfklúbbnum Keili um síðustu helgi. í keppni án forgjafar urðu þrír jafnir, Þorbjörn, Jóhann Benediktsson, GS, og Knútur Björnsson, GK, en Þorbjörn sigr- aði í bráðabana. Ástráður Þórð- arson, GR, sigraði örugglega í keppni með forgjöf. Stykkishólmur Golf á uppleið Golfíþróttin hefur vaknað til lífsins á Stykkishólmi. Stofnaður hefur verið Golfklúbburinn Mo- stri og er starfíð líflegt. í fyrra sumar fengu áhuga- samir golfarar smá landspildu til afnota við Helgafell, en í sumar hafa þeir útbúið 6 holu völl á mjög góðum stað. Fyrsti teigur- inn er aðeins um 10 m. frá hóte- linu í bænum, og kemur það án efa til með að verða ánægjuefni fyrir þá sem ferðast um Snæfells- nes með golfsettið í skottinu. Á næstu vikum munu félagar klúbbsins stækka völlinn og verð- ur hann þá 9 holur. Stefnt er að því að halda fyrsta opna mótið í haust. Formaður Golfklúbbsins Mostra er körfuknattleiksmaður- inn gamalkunni Ríkharður Hrafnkelsson. -gsm Augnablik Stjómin örvæntir! Það verður mikið um dýrðir á Kópavogsvellinum á morgun, laugardag, þegar Augnablik og Snæfell leika þar í 4. deildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn, sem hefst kl. 14, verða Augnabliks- mönnum afhentir nýir og mjög sérstakir búningar með auglýs- ingu frá auglýsingastofunni Tímabæ. Ýmsar uppákomur verða tengdar leiknum, „kraftajötnar" reyna með sér í rómverskum hjólbörudrætti, sætir strákar verða fánaberar, svo eitthvað sé nefnt. Tilgangurinn er sá að draga athygli Augnabliksmanna frá leiknum því stjóm félagsins er farin að örvænta vegna sigur- göngu liðsins í 4. deild! Vegna velgengninnar hefur þjálfara liðs- ins, Kristjáni Halldórssyni, verið gefið frí frá leiknum og rætt er um að endurráða hinn gamla þjálfara félagsins, Ara Þórðarson, sem hingað til hefur alltaf náð að halda liðinu í réttri deild... Föstudagur 21. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.