Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 8
GL4ETAN Alison Moyet elskar hænur Hún er söngkona og fyrsta sólóplatan hennar hefur selst í nær miljón eintökum. Hún er verðandi móðir, elskar hrollvekjur og kynlífsmyndir. Hún á hús uppí sveit og ræktar hænur. Hún er æði! Váááá - Alison í Yazoo er al- gjört æði, sögðu breskir ung- lingar þegar Alison Moyet kom fyrst fram á sjónarsviðið i Bret- landi fyrir þremur árum. Og Alison tók sér næstum fasta bólfestu á sjónarsviðinu, því þar er hún búin að vera allar götur síðan. Um þessar mundir er allt á fullu hjá henni. Hún er nýbúin að gefa út fyrstu sólóplötuna sína, „Alf’, sem hefur selst í hvorki meira né minna en 860 þúsund eintökum, og fer áreiðanlega yfir miljón plötu strikið undir lokin. Það er sannarlega ekki auðvelt að fá hænur í heimsókn. Barn á leiðinni En „Alf’ er ekki eina dæmið um frjósemi Alison Moyet. Eftir tvo mánuði mun hún nefnilega bera frumburð sinn í heiminn. Flestir myndu vera í hennar spor- um annaðhvort alveg í skýjunum yfir barninu og plötunni, ellegar alveg að hrynja sundur úr algjöru stressi. En ekki Alison. Meðan hinar súperstjörnurnar í bransan- um eru með hausinn skýjum ofar er hún sallaróleg og heklar á krógann sem von er á innan skamms. (Malcolm, maðurinn hennar er talinn vera pabbinn!) í viðtali við breskt blað fyrir skömmu sagði hún bara að hún væri ósköp ánægð með velgengi plötunnar. „Annars hef ég meiri áhuga á hænsnum þessa stund- ina,” sagði Alison bara og horfði til himins. „Púddur hafa nefni- lega ofsalegan persónuleika. Þær eru ekki algjör hænsn einsog sumir í poppbransanum - ég nefni engin nöfn,” bætti Alison við og horfði á viðtalstakanda ís- meygilegum augum... Púdda-púdd Alison elskar nefnilega hænur. Þessa undarlegu ást skýrir hún á eftirtaldan hátt: „Þegar ég var stelpa var ég oft hjá afa og ömmu. Þar voru engir aðrir krakkar til að leika sér við. En afi og amma áttu púddur. Æðislega sætar litlar púddur. Það er eitthvað virkilega hlýlegt við þær,” segir Alison sem ásamt Malcolmi sínum á sex stykki. „Síðan þá elska ég púddur. Best finnst mér að taka þéttings- fast utan um hálsinn á þeim og finna hvað þær eru í rauninni heitar. Ekki þannig að mig langi neitt sérstaklega til að snúa þær úr hálsliðnum, þó ég geti ekki svarið fyrir að það hendi. Sér- staklega þegar ég er búin að vera góð við þær, strjúka þeim og gæla á alla kanta, og svo snúa þær sér við og bíta mig, bölvaðar pjás- urnar.” Getnaðarverjurnar brugðust Hvað með barnið - var ekki plötufyrirtækið hennar Alison súrt þegar hún varð allt í einu ólétt upp úr þurru, einmitt þegar hún var að verða að mega- stjörnu? „Ætli þeir séu ekki dálítið orð- nir leiðir á mér en mér er skít- sama. Óléttan var ekki plönuð og ef ég á að vera heiðarleg þá hélt ég að ég vissi meira um getnaðar- varnir.” Alison er auðvitað byrjuð að kaupa barnaföt og barnahús- gögn? Já, og þykir bara þrælskemmti- legt en ég kaupi engin leikföng. Krakkar taka hvort eð er kassann undan spilunum fram yfir leikföng og ég á nóg af slíkum kössum heima. Heima er fimm-herbergja hús útí sveit, svo gott sem mubblu- laust. „Við eigum tvo sófa og sjón- varp og eina ástæðan fyrir því að það eru skápar í svefnherberginu er sú að þeir voru þar þegar við fluttum inn. En við erum líka með éldhús, með uppþvottavél, ofni, ísskáp og fleiri skápum... „Eg horfi lítið á sjónvarp nú- orðið. Hryllings- og kynlífsmynd- ir eru mitt uppáhald en svoleiðis myndir eru sjaldan sýndar í sjón- varpi. Þeirri sögu hefur verið komið á kreik að ég liggi í vídeói og glápi á subbulegar myndir þar sem einhver ráfar um og heggur útlimi af fólki en þær myndir finnst mér leiðinlegar. Ég vil hafa hryllinginn á andlega planinu.” Ætlar þessi verðandi móðir að leyfa barninu sínu að umvefja sig andlegum hryllingi? Barnið fær að horfa á það sem það þolir án þess að fá martraðir. - En hvað með Óla Lokbrá? Sú mynd getur stundum verið dálítið martraðarleg? „Ég verð bara að bíða þangað til barnið hefur náð þeim aldri og þroska að það getur horft á Óla Lokbrá án þess að fá martröð. Þegar ég var lítil og langaði til að horfa á eitthvað í sjónvarpinu fór pabbi alltaf að ryksjúga. Svo ég fékk aldrei að sjá gott sjónvárp. Ég varð bara að nýta tímann tvö- falt þegar hann var í fótbolta. Engin kvikmyndastjarna Vildirðu sjálf vera með í bíó- mynd? „Nema síður sé. Mér líður illa fyrir framan myndavél og ég er ekki neitt sérstaklega myndræn og ég hata að búa til vídeómynd- ir.” Viðtalstakandi muldrar eitthvað um að vídeómyndin „Love Resurrection” sem Alison gerði geti varla talist til mestu af- reksverka vídeólistarinnar - allt þetta flan fram og aftur um eyðimörkina. „Þetta var algjörlega mér að kenna. Þú getur kennt mér um að allar mínar vídeómyndir eru al- gjört rusl. Ég hef bara ekki áhuga á þeim. En á ég að segja þér hvernig „Love Resurrection” varð til? Ég ákvað að gera hrollvekju, sem væri svo svaka- leg, að fólk óskaði þess heitt og innilega að þessi ógeðslega mynd færi sem fyrst af skerminum. Og það gerði ég. Hrollvekjur - umm” segir Alison og hryllir sig af unaði. „Ég elska þær.” aró/ÖS Alison Moyet með fiðraða vinkonu í fanginu. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (2) 1. Nineteen - Poul Hardcastle (-) 2. View to a kill - Duran Duran (1) 3. Icing on the cake - Stephan TinTin Duffy (4) 4. Cloud across the moon - RAH Band (—) 5. Raspberry berets - Prince (6) 6. Celebrate youth - Rick Springfield (-) 7. The beast in me - Bonnie Pointer (10) 8. Roses - Heywood (-) 9. Just a gigolo - David Lee Roth (9) 10. Cherish - Cool and the Gang Rás 2 ( 1) 1. A view to a kill - Duran Duran ( 8) 2. Icing on the cake -Stephan TinTin Duffy ( 2) 3. Axel F - Harold Faltermeyer ( 6) 4. Raspberry beret - Prince ( 4) 5. Clouds across the moon - RAH-band ( 3) 6. Nineteen - Poul Hardcastle ( -) 7. Móðurást - Possibillis ( -) 8. Celebrate youth - Rick Springfield (10) 9. Get it on - Power Station ( -) 10. Left right - Drýsill Grammið (1) 1. Kona - Bubbi Morthens (4) 2. Rip, rap, rup - Oxsmá (2) 3. Low life - New Order (5) 4. Meat is murder - The Smiths (3) 5. The perfect kiss - New Order (9) 6. Beverly Hills Cops - Soundtrack (8) 7. Blá himmel blues - Imperiet (6) 8. Rockabilly psychosis - Cramps, Gunclub, Meteos ofl. (7) 9. Brothers in arms - Dire Straits (-) 10. Cotton Club - Soundtrack

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.