Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 1
141. tölublað 50. órgangur MANNLÍF ATVINNUUF ÍÞRÓTTIR Afbrot Lögfræðingur stal miskabótum Lögfrœðingurinn sem nú situr inni vegna skuldabréfafals hefur marg oft brotið afsér. Sveik 1,2 miljónir miskabœtur af skjólstœðingi. Málið til kasta Ábyrgðasjóðs lögfrœðinga. að hefur ýmislegt nýtt komið upp á yfirborðið eftir að við hófum rannsókn þessa máls, - hún beinist nú að fleiri fölsunum og frjárdrætti, sagði Erla Jóns- dóttir deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, þegar Þjóðviljinn bar undir hana frétt sem blaðið hefur eftir á- reiðanlegum heimildum að lög- maðurinn sem nú situr í gæslu- varðahaldi fyrir skjalafals hafi svikið nærri tólf hundruð þúsund kr. út úr einum af fyrrverandi skjólstæðingum sínum. Mál þetta snýst um mann sem átti kröfur um miskabætur vegna slyss. Lögmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi tók að sér málið. Eftir að það hafði farið fyrir undirrétt og manninum verði dæindar miskabætur var því áfrý- jað til Hæstaréttar. Áður en til kasta Hæstaréttar kom var gert samkomulag um greiðslu miska- bóta milli mannsins og þeirra sem ábyrgir voru fyrir slysinu. Samkomulagið fól í sér að mann- inum skyldi greitt með skulda- bréfi.Lögmaðurinntók bréfið og seldi en gerði ekki upp við skjól- stæðing sinn. Þegar það var ljóst fékk'hann sér nýjan lögfræðing til að inn- heimta peningana. Eftir mikla eftirgangs-muni lagði lögmaður- inn, sem nú situr í gæsluvarð- haldi, fram víxla sem greiðslu á skuldabréfinu sem hann hafi selt og stungið undan. Nú hefur hins- vegar komið í ljós að ábyrgðirnar á bak við þessa víxla voru falsað- ar. - Ábyrgðasjóður lögmanna er stofnaður til að mæta svona áföll- um sem skjólstæðingar lögmanna verða fyrir af hálfu lögmanna. í sjóðnum eru nú 3,5 miljónirog er hann fjármagnaður með að tek- inn er hluti af málflutnings gjaldi í hann, sagði Hafþór Ingi Jónsson framkvæmdastjóri Lögmannafé- lags íslands, þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á þessu máli. Hafþór sagði að ekki hefði enn borist umsókn til sjóðsins vegna máls þessa, en ef svo verður, eins líklegt er talið, verður það í fyrsta sinn sem kemur til kasta sjóðsins. Lögmannafélagið hefur farið þess á leit við dómsmálaráðherra að lögmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi verði sviptur leyfi sem málflutningsmaður. Mun það vera í fyrsta sinn sem til slíks kemur af hálfu Lögmannafélags- ins. -SG Undirskriftasöfnun Gegn trukkavegi „Við undirrituð förum fram á það við borgarstjórn Reykjavík- ur að frestað verði öllum ákvörð- unum um mannvirkjagerð, þar með talin gatnagerð í Laugarnesi og á Laugarnestanga, uns gerð hefur verið úttekt á fornminjum, náttúrufari og útivistargildi þessa einstaka svæðis.“ Á Jónsmessu- vöku á Laugarnestanga í fyrra- kvöld, sem milli 200 og 300 manns tóku þátt í, hófst undirskrifta- söfnun með þessum texta en ætl- unin er að setja mikinn kraft í þessa söfnun næstu daga og vik- ur. Margt bcndir til að tekin verði afstaða til vegargerðar þvert yfir Laugarnestanga á borgar- stjórnarfundi 4. júlí næstkom- andi. Jónsmessuvakan var haldin í tengslum við Sigurjónsvöku og var m.a. gengið um svæðið í fylgd með Þór Magnússyni þjóðminja- verði, Sigurði A. Magnússyni rit- höfundi, Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi og Hrefnu Sigur- jónsdóttur líffræðingi. Lýstu þau fjölbreytileik náttúru og sögu- minjaásvæðinu. -G.Fr Bálkösturlnn var í friðsælli og fagurri Norðurkotsvörinni en trukkavegurinn kemur til með að liggja meðfram henni - samþykktur verður. Ljósm.: Valdís ef Ný sókn íslenskt hugvit í sókn Þingmenn Alþýðubandalagsins íheimsókn í Verkfrœði- og Raunvísindadeild Háskólans. Svavar Gestsson: Ótrúlega mikið að gerast hjá vísindamönnum Háskólans. Lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf Okkur var tekið einstaklega vel af starfsfólki Háskólans, ekki síst af tiivonandi rektor, Sig- mundi Guðbjarnasyni. Það er óhætt að segja að við heýjuðum okkur forða mjög góðra hug- mynda, og hygg að við skiljum nú miklu betur þá starfsemi sem hérna fer fram. Þetta sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, en hann fór í gærmorgun ásamt tveimur öðrum þingmönnum flokksins, þeim Skúla Alexand- erssyni og Steingrími J. Sigfúss- yni, í heimsókn í Verkfræði- og Raunvísindadeild Háskólans, og Reiknistofnunina. Þessi heim- sókn var sú fyrsta af mörgum sem forsvarsmenn flokksins hyggjast fara á ýmsar rannsóknarstofnan- ir, til að kynnast starfsemi þeirra betur, og afla sér gleggri hug- mynda um hvernig starfsemi þeirra megi nýtast atvinnulífinu á ýmsan hátt betur. En í Alþýðu- bandalaginu er nú unnið að gagngerri stefnumótun í atvinnu- málum. „Mér þótti afar fróðlegt að heyra og sjá hversu mikið af nýj- um gagnhugmyndum eru í fæð- ingu hjá þeim í Háskólanum," svaraði Svavar. „En hitt var ekki síður fróðlegt að sjá og finna, hversu fjársvelti hamlar mjög ýmsum þjóðþrifarannsóknum. Mér var til að mynda greint frá merku verkefni sem gæti sparað þjóðarbúinu miljónir eða jafnvel miljónatugi, en það vantar fé til að ljúka því endanlega. Þetta er afskaplega sárt að heyra“. „Okkur voru til dæmis kynntar hugmyndir um nýtingu mós til brennslu, og Þorkell Helgason greindi frá nýrri reiknitækni sem felur í sér stórkostlega hagræð- ingu við glerskurð og gæti sparað háar upphæðir. Þessi tækni, eða svipuð, gæti nýst mjög vel á fleiri sviðum“. „Ég legg áherslu á, að þetta er einungis fyrsta heimsóknin af mörgum, og er liður í þeirri við- leitni okkar að kynnast frá fyrstu hendi því hugviti sem til er í landinu og er raunar í sífelldri þróun í stofnunum einsog þess- um,“sagði Svavar aftur og ítrek- aði ánægju sína með þær jákvæðu móttökur sem þeir Alþýðu- bandalagsmenn fengu, og sagðist sannfærður að íslenskt hugvit væri í sókn. aró/ÖS Sjá bls. 4 og 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.