Þjóðviljinn - 25.06.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Side 9
MINNING Kristinn D. Guðmundsson Kristinn D. Guðmundsson, fyrrverandi sjúkrahússráðsmað- ur og bæjargjaldkerfi á ísafirði, er látinn. Útför hans fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag. Með Kristni er genginn öðlings- og sómamaður sem við starfsmenn bæjarskrifstofunnar á ísafirði höfum ríka ástæðu til að sakna. Við fráfall hans, sem bar skyndi- lega og óvænt að vinnustað, hefur ísafjarðarkaupstaður misst einn sinn allra besta starfsmann, því þrátt fyrir þá staðreynd að hann væri fyrir nokkru kominn á eftir- launaaldurinn, þá vann hann enn vandasöm störf fyrir bæjarfé- lagið. Starfsaldurinn var orðinn langur því Kristinn hóf störf á skrifstofu bæjarstjóra ísafjarðar árið 1955 og í yfir aldarfjórðung hafði hann með höndum tvö af vandasömustu og erfiðustu störf- unum, var bæjargjaldkeri og jafnframt framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins. Kristinn D. Guðmundsson var Önfirðingur og ólst upp á Víf- ilsmýrum í Önundarfirði. Hann var fæddur 18. janúar 1913. Ön- undarfjörður var honum ávallt kær, þótt fátækt hafi ráðið ríkjum í æsku hans. Hann mat þess meir velmegun nútímafólks og gerði sér grein fyrir þeirri stórkostlegu breytingu, sem orðið hefur á högum þjóðarinnar á ör- skömmum tíma. Hann var raun- sær og sanngjarn. Hann var trú- lega sósíalista alla tíð, en eindreg- inn unnandi frelsis og lýðræðis. Margt var það í fari Kristins sem vakti aðdáun. Snyrti- mennska í klæðaburði mætti vera mörgum til fyrirmyndar og hirðu- semi með hús, bíl og aðrar eigur var aðdáunarverð. í>ó bar garð- urinn hans við Hlíðarveg lífs- skoðun hans og viðhorfum gleggst vitni. Hann sannaði, svo eftir hefur verið tekið, að skóg- rækt á íslandi þarf ekki að vera neinn hégómi. Húsið hans er um- kringt skógi, barr- og lauftrjám, sem hann sýndi sérstaka natni og umhyggju. Virðing hans fyrir móður jörð og öllu því sem lifir var ótakmörkuð. Og þó höfum við sjaldan séð hann sárari en þegar kettir höfðu lagt þrastar- hreiður í einu trénu í garðinum hans í rúst nú fyrir skömmu. Þeim var þó ekki refsað á annan hátt en þann að gefa þeim væna vatns- gusu, þegar til þeirra náðist. Lífs- keðjuna mátti ekki brjóta og taka varð tillit til meðfætts eðlis dýra og manna. Hann var sannur nátt- úruunnandi og nátúruverndar- maður. Reglusemi í vinnubrögðum og vandvirkni voru aðalsmerki Kristins, en orðheldni og skiln- ingur á mikilvægi mannlegra samskipta vó þó enn þyngra. Hann átti marga aðdáendur í hópi samstarfsmanna, sem nutu þess að rabba við hann um bók- staflega allt milli himins og jarð- ar. Minningaínar frá þessum samræðum eru vissulega skemmtilegar og góðar. Kristinn naut ekki langrar skólagöngu en var sjálfmenntað- ur maður, vel að sér í íslenskum bókmenntum, sögu og fleiri fræðum. Hann var ljóðelskur og kunni að meta góðan skáldskap. Hógværð hans og lítillæti varð þó til þess að fáir fengju notið þess og það var einna helst þegar menn settust niður tii að kveðja starfsfélaga eða til að fagna ein- hverjum áföngum eða tíma- mótum að hann lét þetta ljós sitt skína. En þá var líka verulega gaman. Kristinn átti sér áhugamál, og þó meir hér áður fyrr, en það var ljósmyndun. Myndir hans eru margar sérstaklega skemmtilegar og þá ekki síst myndir af fjöl- skyldunni, börnum og barna- börnum, en barnabörnin voru afa sínum sérlega kær og komu oft að heimsækja hann á skrifstofuna. Og ekki gat hann leynt aðdáun sinni þegar hann frétti af vel- gengni þeirra í skóla, sagðist þó ekki geta skilið að þau hefðu gáf- urnar frá sér. Á árunum 1946 til 1954 var Kristinn varabæjarfulltrúi fyrir flokk sinn, Sósíalistaflokkinn, en vegna forfalla og fjarveru aðal- fulltrúa var hann viðloðandi bæjarstjórnina sem aðalmaður um langt skeið. Hann var mikill framfarasinni og gladdist yfir vexti og viðgangi Isafjarðar og stuðlaði eftir megni að framgangi allra góðra mála. Á þessum árum gekk flokkur Kristins til sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn og mæddi þá mjög á Kristni sem oddamanni í bæjarmálunum. Hann mat þó málefnin meir en mennina og á þessum árum kom- ust í framkvæmd mörg af stærstu og mikilvægustu velferðarmálum kaupstaðarins. Um árabil var Kristinn ritari bæjarstjórnarinnar og hafði þá rnikil samskipti við bæjarfulltrúa. Hann þekkti því betur en flestir aðrir innviði bæjarmálanna og gat miðlað öðr- um af þekkingu sinni og reynslu. Kímnigáfu hafði Kristinn góða og beitti henni óspart og þá ekki sjaldnar gegn sjálfum sér en öðr- um. Hann var vissulega fundvís á það spaugilega í tilverunni. Við- mót hans til nýrra starfsmanna, sem oft voru ungir að árum þegar þeir komu til starfa á bæjarskrif- stofunni, lýsir honum einkar vel. Hann var tillitssamur og nærgæt- inn og aldrei örlaði á hroka né mikilmennsku. Þannig aflaði hann sér vináttu og virðingar. Um Kristinn D. Guðmundsson mætti rita langa minningargrein, en það hefði varla verið honum að skapi. Hann var hæglátur og prúður maður sem unni heimili sínu og fjölskyldu. Hann gekk að eiga sína góðu konu, Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur árið 1941. Þau eignuðustu þrjú börn, Hrafnhildi, Sólveigu og Guð- mund. Fyrir hjónaband hafði Kristinn eignast tvær dætur með Guðfinnu Vilhjálmsdóttur, Brynhildi og Selmu. Barnabörn- in eru orðin 16 og barna barna börnin 3. Við fjölskyldu sína alla hafði Kristinn náið og gott sam- band. Að leiðarlokum viljum við samstarfsfólk Kristins á bæjar- skrifstofu og skrifstofu sjúkra- hússins þakka honum samfylgd- ina sem var ánægjuleg og góð. Við vottum eftirlifandi eiginkonu hans og aðstandendum öllum samúð. Samstarfsfólk. FREITIR Húsgögn Sóley fékk verðlaun Á umdæmisþingi íslensku Rotaryhreyfingarinnar, sem haldið var á Hótel Sögu þann 22. júní, var tilkynnt að Valdimar Harðarssyni arkitekt, hafi verið veitt viðurkenning úr Starfs- greinasjóði Rotary á Islandi, að upphæð 75 þús. kr, fyrir stólinn Sóley. Þetta er í fyrsta skipti, sem veitt er viðurkenning úr Starfsgreina- sjóði Rotary á Islandi. Sjóðurinn var stofnaður á 50 ára afmæli ís- lensku Rotaryhreyfingarinnar á sl. ári. Tilgangur starfsgreina- sjóðs Rotary á Islandi er að veita árlega viðurkenningu með fjár- framlögum fyrir nýjungar eða afrek, unnin af einstaklingum í einhverri starfsgrein. Leitað skal eftir ábendingum um aðila til að hljóta viðurkenn- injgu úr sjóðnum og er öllum frjálst að gera ábendingu. Aug- lýst var eftir ábendingum og bár- ust allnokkrar. Fósturskóli íslands Innkaupastjóri Verslunardeild Sambandsins óskar eftir aö ráöa innkaupastjóra fyrir Heimilisvörudeild. Starf hans er fólgið í yfirumsjón með innkaupa- mönnum, stjórn á vöruflæði og birgðahaldi deildarinn- ar. Góð enskukunnátta er áskilin. Kunnátta í þýsku og norðurlandamáli æskileg. Þekking á raftækjum eins og tölvum og hljómflutnings- tækjum æskileg. Leitað er að ungum og frískum manni með viðskiptafræði- eða góða verslunarmenntun. Nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra. Umsóknaiirestur til 1. júlí n.k. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A 58 luku burtfararprófi Valborg Sigurðardóttir sem verið hefur skólastjóri frá stofnun skólans lætur afstörfum Fósturskóla íslands var slitið 31. maí síðastliðinn að viðstödd- um fjölmörgum gestum og afmæl- isárgöngum. I byrjun skólaárs voru 200 nemendur í skólanum og skiptust þeir í 9 bekkjardeildir en 58 stúlkur luku burtfararprófi. Settur skólastjóri, Gyða Jó- hannesdóttir gaf yfirlit yfir starf- semi skólans á síðastliðnu skóla- ári og ræddi ýmis framtíð- arverkefni. Skólastjóri ræddi um brýna nauðsyn þess að endur- og framhaldsmenntun yrði eðlilegur þáttur í starfsemi skólans og um nauðsyn á eigin íþróttahúsi. Valborgu Sigurðardóttur sem verið hefur skólastjóri Fóstur- skóla íslands frá stofnun hans árið 1946 voru þökkuð vel unnin störf í þágu skólans og brautryðj- andastarf í uppeldismálum á ís- landi. Fulltrúar 25 ára og 10 ára af- mælisárganga fluttu ávörp og af- hentu peningagjafir. Kennarar athugið Lausar kennarastöður við Hafnarskóla Höfn í Horna- firði. Kennslugreinar: Almenn kennsla í 1.-6. bekk, smíðar og íþróttir. Góð vinnuaðstaða, húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-8148 og formaður skólanefndar í síma 97-8181. Listi yfir hótel og veitingastaði Eiginmaður minn Samband veitinga- og gisthúsa hefur gefið út kynningarbækling yfir hótel og veitingastaði á landinu. í bæklingnum er með táknmáli getið um alla þá þjónustu og að- stöðu sem viðkomandi hótel og veitingastaðir hafa upp á að bjóða. Ennfremur er í bæklingn- um kort af bæði Reykjavík og landinu öllu og staðirnir merktir inn á. Bæklingurinn liggur frammi á S.V.G. hótelum og veitingahús- um víðs vegar um landið, ferða- skrifstofum og ennfremur fæst hann í upplýsingaturni fyrir ferðamenn á Lækjartorgi. Sólmundur Sigurðsson frá Borgarnesi andaðist á Landakotsspítala 24.6. F.h. aðstandenda. Steinunn Magnúsdóttir. Þriðjudagur 25. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.