Þjóðviljinn - 25.06.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Page 13
Óttar B. Halldórsson, Kristinn Valdimarsson, Þorkell Helgason, Skúli Siómenn bíða spenntir eftir þessu tæki til rannsókna á veiðarfærum. Frá vinstri Valdimar Jónsson, Þorleifur Einarsson Alexandersson, Svavar Gestsson, Steingrímur Sigfússon og Sigmundur Guðbjarnarson. Ný sókn Mikið af nýjum hugmyndum Þingmenn Alþýðubandalagsins íheimsókn í verkfrœði- og raunvísindadeild Háskólans. Svavar Gestsson: Ánœgður með móttökur. Rannsóknir Háskólans gœtu gagnast atvinnulífinu enn betur Við erum mjög ánægðir með þær móttökur sem við hlutum og fengum fullt af nýjum hugmynd- um um nýja sókn atvinnulífsins, sagði Svavar Gestsson þingmað- ur en í gær kynntu þingmenn Al- þýðubandalagsins sér starfsemi Verkfræði- og raunvísinda- deildar Háskóla fslands, og Reiknistofnunar. Þetta er bara fyrsta heimsóknin af mörgum sem farið verður í í sumar til að kynna sér nýjar hugmyndir og nýja möguleika í atvinnulífinu og til að sjá hvað er verið að vinna að inná ýmsum deildum Háskóla ís- lands. Mór til brennslu? Meðal hugmynda sem þarna komu fram er hugsanleg nýting á mó. Valdimar Jónsson prófessor útskýrti þetta nánar og sagði að kol væru núna svo ódýr að verð þeirra væri ekki nema 1/3 af olíu- verði miðað við þann varma sem þau gefa. Það væri því hagkvæmt að nota kol við ýmsa iðnfram- leiðslu, til dæmis við loðnu- bræðslu í stað olíu. Og nú væru menn farnir að spyrja sig ef við erum komin svona mikið yfir í kol hvort ekki mætti nota mó sem væri vel samkeppnisfær. Nefndi Valdimar að nálægt Akranesi og Grundartanga væru miklar mó- mýrar og þaraf leiðandi yrði flutningskostnaður lítill ef mór yrði notaður til dæmis í sements- verksmiðjuna á Akranesi og málmblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Við framleiðslu á mó er mikilvægt að geta fundið stóra notendur r.álægt vinnslu- stað. f sementverksmiðjunni eru notuð 20 þúsund af kolum við framleiðsluna og 65 þúsund í Grundartangaverksmiðjunni. Þetta þýddi 85 þúsund sem væri um 3 prósent innfluttrar orku. „Úr því að kol eru svona stór þáttur orkunnar er vert að gefa því gaum hvort móframleiðsla gæti ekki borgað sig, en enn sem komið er eru rannsóknir á byrj- unarstigi." Reiknitækni við glerskurð Þá greindi Þorkell Helgason frá reikniaðferðum til að auka nýt- ingu glers við glerskurð. Sagði Þorkell að til væru erlend forrit og kerfi sem hægt væri að kaupa en betra væri að geta þróað slíkar reikniaðferðir sjálfir hér á landi. Þannig yrðu aðferðirnar gagnsærri og mætti auðveldar laga þær að mismunandi aðstæð- umíhverri glerverksmiðju. Sagði Þorkell að nokkrir nemendur Verkfræði og raunvísindastofn- unar hefðu þetta sem prófverk- efni, væru að skoða þetta og reyna að þróa en þetta væri bara eitt viðfangsefni af mörgum sem mætti nota reikniaðferðir við. Straumtankur Það eru allir íslenskir sjómenn spenntir fyrir þessu, sagði Skúli Alexandersson, þingmaður þegar mönnum var sýnt líkan af vatns- straumstanki sem komið verður fyrir í einum skála í nýju húsi verkfræði- og raunvísinda- deildar. Tankurinn sem verður tveir og hálfur metri að breidd og einn og hálfur metri að dýpt verð- ur notaður til rannsókna og til- rauna á veiðarfærum og öðru því sem þarf að rannsaka í þessu sam- bandi. Veiðarfærin verða sett of- aní og straumnum síðan hleypt á. En hingað til hefur fiskveiðiþjóð- in orðið að láta sér nægja út- reikninga á tölvu þar eð alla að- stöðu til tilrauna hefur vantað. -aró Dýrasta tæki deildarinnar: Massagreinir sem er notaður til að rekja feril heits vatns neðanjarðar. Þfiðjudagur 25. júní 1985' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.