Þjóðviljinn - 26.06.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 26.06.1985, Side 3
FRÉITIR Samningar Aðeins öiiítið brat Prentarar og blaðamenn semja íkjölfar ASÍ/VSÍ. Magnús E. Sigurðsson: Aðeins örlítið bort afþvísem búið er að taka af fólki r Igær voru undirritaðir samn- ingar milli Félags bókagerðar- manna og VSÍ um svipaða krónu- hækkun og samið var um milli VSÍ og ASI. Þá sömdu blaðamenn á svipuðum nótum. Prentarar og blaðamenn fá 7% hækkun frá og með deginum í gær og 4% hækkun 1. september. Þá verður einnig borguð áður um- samin 3% hækkun. Samningarnir eru til áramóta. Samningar FBM voru samþykktir á trúnaðar- mannaráðsfundi í gærkvöldi, en félagsfundur á eftir að fjalla um samninga blaðamanna. „Við höfðum ekki stöðu til annars en að skrifa undir tilboð VSÍ“ sagði Magnús E, Sigurðs- son formaður FBM við Þjóðvilj- ann í gær. „Um áramótin verðum við síðan með öðrum verka- lýðsfélögum að rétta hlut launa- fólks, - þetta er ekki nema örlítið brot af því sem búið er að taka af fólki. Um áramót verða menn að stilla strengina saman og taka á þessu máli.“ Samningar VSÍ við prentara og blaðamenn giltu hvorirtveggju til áramóta og hvorugur samningur- inn uppsegjanlegur fyrren þá. Undirskrift oddvita blaða- manna fylgdi bréf þarsem þeir lýsa vilja til að halda áfram við- ræðum um að samræma laun blaðamanna og fréttamanna á ríkisfjölmiðlum sem nú hafa mun hærra taxtakaup, og tóku VSÍ- menn sæmilega í það erindi. Eftir samninga Blaðamannafélagsins og VSÍ er búist við að samskonar samningar verði gerðir við við- semjendur blaðamanna utan VSÍ, Blaðaprentsblöðin NT, Þjóðviljann og Alþýðublaðið. -m Friðarávarpið Lokaátak í vikunni Nú um helgina lýkur undir- skriftasöfnun Friðarhreyfingar íslenskra kvenna og ’85-nefndar- innar og hvetja aðstandendur söfnunarinnar konur til að láta ekki sitt eftir liggja nú síðustu dagana. Friðarávarpið verður af- hent Kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem haldin verður í Nairobi í Kenya nú í júlí. Söfnuninni lýkur á sunnudag, 30. júní, og fram að þeim tíma verða konur víða á ferð við að safna undirskriftum og listum sem liggja frammi, segir í frétt frá undirbúningsnefndinni. Enn er hægt að fá lista og skrifa undir á skrifstofu Friðarhreyfingarinnar á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. Síminn er 24800. Hafnarbúðir Bakkað með söluna? Vandamenn sjúkl- inga mótmœla, - stjórn sjúkrastofnana líka Stjórn sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar hefur lagst gegn því að borgin selji ríkinu Hafnarbúð- ir. Samþykkt stjórnarinnar kom fyrir borgarráð í gær ásamt mót- mælum aðstandenda sjúklinga í Hafnarbúðum þarsem Borgar- spítalinn rekur langlegudeild aldraðra. Miklar líkur eru nú taldar á að samningar borgar- stjóra við fjármálaráðherra um söluna nái ekki fram að ganga og mun Davíð ætla að ræða málið á ný við Albert. Til stóð að ríkið keypti Hafnar- búðir af borginni fyrir 55 milljónir og var ætlunin að Landakotsspítali fengi húsið. Borgarstjóri kynnti samninginn í borgarráði fyrir nokkru, en samningurinn var ekki af- greiddur, og hefur síðan mælst illa fyrir. Fyrir helgi mótmælti 51 starfsmaður í Hafnarbúðum söl- unni, og nú vandamenn sjúklinga og sjúkrastofnanastjórn, en þar eiga sjálfstæðisflokkssæti borgar- fulltrúarnir Páll Gíslason og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. -m Sovétviðskipti Samið um saltsíldina Eftir nokkra hurðarskelli, símhringingar og milligöngu Matthíasar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra náðist loks samkomulag um sölu á 200 þús- und tunnum af saltsíld til Sovét- ríkjanna. Voru samningar um hana undirritaðir í Moskvu í gær- morgun. Ekki er enn Ijóst hve mikið íslenska samninganefndin þurfti að slá af verðinu en talið er að verðlækkunin milli ára sé 13- 14% miðað við dollaragengi. Þegar saltsíldarsamningarnir voru í höfn settust þeir niður, Matthías Á. Mathiesen og Nikol- ai S. Patolichev ráðherra utanríkisviðskipta í Sovétríkjun- um, og undirrituðu nýjan viðskiptasamning ríkjanna. Sá samningur gildir fyrir árin 1986- 1990 og gerir hann ráð fyrir rýmk- uðum sölukvótum á flestum þeim afurðum sem íslendingar selja so- véskum. Ekki verða miklar breytingar á kaupum íslendinga á sovéskum vörum. Tóbaksvarnir Reykingar -þreytt fýrirbæri Þrenn veggspjalda- verðlaun „Hugmyndin var að sýna hvað það er hreinlegt og jákvætt að reykja ekki,” sagði Dean Þór Magnússon sem vann fyrstu verð- laun, 50 þúsund krónur, í sam- keppni Tóbaksvarnanefndar um gerð veggspjalda. Veggspjald Deans sem ber yfirskriftina Nýtt og betra líf - framtíð án reykinga og sýnir ungt og nútímalegt fólk þar sem reyk- leysi er hluti af lífsstílnum. Önnur verðlaun vann Gunnar Karlsson sem nýkominn er frá myndlistarnámi í Stokkhólmi, Þorvaldur Þorsteinsson vann þriðju verðlaun. Aukaverðlaun hlaut Svala Jónsdóttir. Tóbaksvarnarnefnd hélt keppnina í tengslum við keppni alþjóðaheilbrigðismálastofnun- ar, Evrópudeild. Munu myndirn- ar 4 verða sendar í alþjóðakeppni um veggspjöld gegn reykingum sem verður haldin í september. Dómnefnd skipuðu fulltrúar frá félagi íslenskra teiknara, fé- lagi íslenskra myndlistarmanna, landlæknisembættinu og tóbaks- varnanefnd. -aró Verðlaunahafarnir Þorvaldur, Dean Þórog Gunnar. „Niðurlæging sígarett- unnar er orðin svo mikil að meira að segja reykurinn liðast niður á við” sagði Þorvaldur um mynd sína (innfelld) sem hlaut þriðju verðlaun í samkeppn- inni. Ljósm.: Valdís. Borgin Hundsar Hagvangstaxta Hagvangur reiknaði út taxta tannlœkna. Leiddi til 45prósenta hœkkunar. Formaður Tannlæknafélagsins: Hœkkanir okkar ekki umfram aðra Igær samþykkti borgarráð ein- róma að greiða tannlæknum ekki eftir töxtum, sem Tann- læknafélagið sjálft lét Hagvang reikna út fyrir sig. I stað þess að nota útreikninga Hagvangs ákvað borgarráð að grciða tannlæknunum samkvæmt gamla taxtanum, þangað til brúklegir útreikningar frá Hagstofunni lægju fyrir. Forsaga málsins er sú, að Hag- stofan hefur áður reiknað taxta tannlækna út frá tíu efstu launa- þrepum BHM. En eftir Kjara- dóm í málum þeirra tekur engin laun samkvæmt þessum töxtum, og starfsmaður Hagstofunnar neitaði því að reikna út taxtana. Tannlæknafélag fslands lét þá Hagvang reikna taxta sína út með þeim afleiðingum að þeir hækk- uðu um 45 prósent! Birgir J. Jóhannsson, formað- ur Tannlæknafélagsins sagði að ákvörðun borgarráðs kæmi tannlæknum spánskt fyrir sjónir. „Okkar laun hafa ekki hækkað meira en laun annarra í landinu“ sagði Birgir. ÞH/SG/ÖS Ránskjörin Vísitalan upp tæp 3% Lánskjaravísitalan hækkaði um 2,97% í júní en samkvæmt út- reikningi Seðlabankans gildir vís- italan 1178 fyrir júlímánuð. I frétt frá bankanum segir að hækkunin stafi einkum af því að „taxtar útseldrar vinnu hækkuðu vísitölu byggingakostnaðar”. Þessi hækkun lánskjaravísitöl- unnar er talsvert meiri en verið hefur undanfarna mánuði en í frétt bankans segir að lfkur bendi til „að meðaltalshækkun næstu mánaða verði talsvert lægri“. Miðvikudagur 26. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.