Þjóðviljinn - 26.06.1985, Page 5
Alþýðubandalagið
Með álfum
og tröllum á
Snæfellsnesi
Ferðakrónika Alþýðubandalagsins
í Kópavogi
Áð í Borgarnesi.
Sumarferð Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi var farin
helgina 22.-23. júní s.l. Óhætt
er víst að segja að veðurguð-
inn og vættir ailar góðar hafi
leikið við hvurn sinn fingur, þvi
betra hefði veðrið ekki getað
verið.
Farið var um Hvalfjörð og
Mýrar og áð á fallegum stað við
Hítará. Síðan var ekið vestur á
Snæfellsnes og séra Rögnvaldur
Finnbogason á Staðastað heim-
sóttur. Eftir að hafa gengið í kirk-
ju á Staðastað, nutum við leið-
sagnar séra Rögnvaldar út að
Búðum, þar sem litast var um.
Skömmu fyrir kvöldmat komum
við síðan á Arnarstapa, þar sem
gist var í góðu yfirlæti á bænum
Arnarfelli. Fyrirtaksaðstaða í
fögru umhverfi. A laugardags-
kvöldið var sameiginlegur kvöld-
verður á vegum félagsins og síðan
hófst kvöldvaka í léttum dúr sem
náði hámarki þegar félagi Ingi,
Hans frá Grundarfirði fór að
skýra frá því hve mörg þjóðar-
brot finndust í heimabæ sínum og
fleira í þeim dúr eins og honum
einum er lagið.
Storbrotin
fegurð
Það var fjarri því að ferðalang-
arnir úr Kópavogi væru búnir að
lítast nógu vel um á Arnarstapa,
þegar haldið var af stað á sunnu-
dagsmorguninn. Þó voru sumir
búnir að ganga niður á bryggju,
eftir stórbrotinni fjörunni og yfir
varpið hjá blessaðri kríunni
a.m.k. 3 svar sinnum. En við átt-
um langa leið fyrir höndum. Þó er
ekki hægt að flýta sér á fallegum
stað í fallegu veðri. Við stoppuð-
um á Hellnum og skoðuðum stór-
brotna fegurð fjörunnar, hella og
skúta og svo ótrúlegt form kletta
að því er ekki hægt að lýsa með
orðum. Við fórum heldur ekki
langt í næsta áfanga, því stoppað
var á Djúpalónssandi. Þar hjálp-
aðist allt að. Náttúrufegurðin,
stórkostleg sýn jökulsins sem
gnæfði svo tignarlega yfir sandin-
um við bláan himininn. Þá var og
komin þarna upp hálfgerð spán-
arstemmning jjar sem allflestir
voru farnir að vaða í fjöruborð-
inu og láta ölduna bleyta sig svo-
lítið. Enn aðrir spreyttu sig á
aflraunasteinunum sem þarna
eru. Það er á svona stundu sem
fararstjóri fær það erfiða verk að
láta hópinn halda áfram. Það
vildi einfaldlega enginn fara.
Ljúflega rann hann niður nestisbitinn. Myndir: Fr. Bald.
Áfram
veginn...
Það varð þó úr að áfram skyldi
haldið, en þó ekki fyrr en því
hafði verið hótað að matarhlé
yrði ekki fyrr en í Eyrarsveit.
Þangað var u.þ.b. 2 klst. akstur.
Við ókum framhjá þéttbýlis-
stöðunum á norðanverðu nesinu
Sandi, Rifi og Ólafsvík með smá
stoppi í Ólafsvík. Á þessari yfir-
ferð vakti Ingi Hans athygli okk-
ar á olíuborna veginum þarna á
smákafla, því yfirleitt eru vegir
mjög slæmir á Snæfellsnesi. Þessi
fíni vegarspotti er nefnilega á
milli heimila þingmannanna
Skúla og Alexanders. Rétt er líka
að vekja athygli á rnjög góðum
nýjum vegi undir Ólafsvíkurenni.
Ingi Hans þakkaði Skúla heiður-
inn af lagningu þess vegar og
bætti því við að hver einasti bíll á
Litið við á Staða- Sandi hefði verið kominn með
sta^- dældaðan topp áður en nýi vegur-
inn kom. Það gerði grjóthrunið.
Fyrir mig persónulega þá varð ég
veikastur fyrir Grundarfirði af
Snæfellsnesinu norðanverðu og á
Kirkjufellið ekki minnstan þátt í
því. Þar fyrir utan mega Grund-
firðingar vera hreyknir af fal-
legum bæ sínum.
Við áðum eins og áður hafði
verið lofað í Eyrarsveit í nágrenni
Kvíabryggju, í ágætri brekku
með dýrðlega fjallsýn. Síðan var
ekið um Berserkjahraun og Ber-
serkjavegurinn gamli skoðaður.
Fallegur og skjólsæli staður.
Þangað mun Kjarval hafa sótt
var haldið af stað heim á leið.
Félagi Ingi Hans sem hafði verið
með okkur frá kvöldinu áður
kvaddi okkur við gatnamótin þar
sem við lögðum yfir Kerlingar-
skarð, en hann hélt af stað fót-
gangandi til Grundarfjarðar.
„Ingi Hans, sértu kominn heim
og lesir þessar línur, hafðu miklar
þakkir fyrir.“
Eins og lesa má af frarnan-
sögðu tókst ferðin með miklum
ágætum og hjálpaðist þar allt að.
Ferðafélagarnir, tónlistarmaður
ferðarinnar Örn Bjarnason,
leiðsögumennirnir af Snæfells-
Fagurt í fjallasal...
mikið í myndefni. Loks var ekið
niður í Stykkishólm með fjalla-
hringinn á aðra hönd en Breiða-
fjörð og Barðaströnd á hina.
Axlar-Björn
stilltur
Að loknu stoppi í Stykkishólmi
nesi og þá ekki hvað síst tröll og
álfar sem létu alla kynlega at-
burði og dularfulla um kyrrt
iiggja á þessum miklu söguslóð-
um Bárðar Snæfellsás, Axlar-
Björns og fleiri garpa sem hafa
þrátt fyrir allt skreytt sögu okkar
myndum með tilveru sinni.
Friðgeir Baldursson
Miðvikudagur 26. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5