Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 1
Einkabarnaskólinn Ríkisrekinn klíkuskóli Harðorðar bókanir ífrœðsluráði. Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur átelur frœðsluyfirvöld ríkis og borgar vegna forréttindaskólans munað um námsmöguleika. Stjórnin „átelur fræðsluyfirvöld ríkis og Reykjavíkurborgar fyrir að stuðla að stofnun skóla fyrir börn sem njóta þeirra forréttinga að foreldrar þeirra geta greitt aukalega fyrir þjónustu sem öllum börnum á að standa til boða endurgjaldslaust.“ ~ m Sjá síðu 14 r Aaukafundi í fræðsluráði Reykjavíkurborgar í gær urðu miklar umræður um nýja einkagrunnskólann sem nú er far- inn að auglýsa eftir kennurum til starfa í haust. I bókun frá fulltrú- um kennara í ráðinu sagði að ráð- Stafanir menntamálaráðherra og borgarstjóra til að stofna skólann gangi í þveröfuga átt við grunn- skólalög um sem jafnasta aðstöðu til menntunar. „Það er enn sem fyrr krafa kennara, nemenda og foreldra að betur sé búið að grunnskólum cn verið hefur“, segja fulltrúarnir í bókun sinni: „Því marki verður ekki náð með stofnun einkaskóla fyrir fáa út- valda“. f bókun Gerðar Steinþórsdótt- ur er talað um „ríkisrekinn klíku- skóla“ sem muni auka á stétta- skiptingu í borginni. Þorbjörn Broddason segir í sinni bókun að opinber kostnað- ur við nýja skólann muni bætast við þá kostnaðarliði sem fyrir eru og verði opinbert fé til hans því í raun tekið frá öðrum skólum í borginni. „Þannig blasir nú þegar við“, segir Þorbjörn, „að tilvist Tjarnarskóla ein sér minnkar svigrúm annarra skóla og verður alger viðbótarbaggi á herðum skattgreiðenda.“ í samþykkt stjórnar Kennara- félags Reykjavíkur um málið segir að stofnun skólans hafi augljóslega í för með sér að nem- endum grunnskóla verði mis- júlí 1985 miðviku- dagur 148. tölublað 50. órgangur ÞJ0ÐV1UINN ÞJÓPMÁL MENNING Orrustuflugvélin F-15 lendir á Keflavíkurflugvelli í gær. Ljósm.: E.ÓI. Miðnesheiði Vopnum heilsað Viðtakendur: Þóttust vartfegurrifugl hafa séð. HverF-15 vél kostar milljarð Hann má þola margt, spóinn sem býr við flugbraut númer tutt- ugu á Keflavíkurflugvelli. Þegar máfurinn hafði hrellt hann nokkra stund með atgangi í gær, steyptu tvær F-15 orrustuflugvél- ar sér yfir hann í fyrsta en líklega ekki síðasta sinn. Þetta voru hinar fyrstu af 18 nýjum orrustuflugvélum af þess- ari gerð sem koma í stað 12 F4E véla. Þessar munu vera fullkomnari í öllum merkingum þess orðs. Það ríkti mikil gleði á herstöð- inni í Keflavík í gær. Aðmírálar og liðsforingjar héldu ræður og þóttust vart fegurri fugl hafa séð. Þetta væri stór dagur fyrir herinn, „a great day at Keflavík" og þess- ar vélar ættu eftir að verða stolt bæði íslands og Amríku. Það þarf varla að taka fram að þessar flug- vélar geta borið kjarnorkuvopn og ein flugvél mun kosta um það bil miljarð íslenskra króna. Þær hafa líka einkennisstafina ,,IS“ á stélinu, sum sé merktar Islandi sem er nýlunda á þessunt víg- stöðvum. - pv Bandalag jafnaðarmanna Allt uppíloft í BJ! Harðar deilur á landsnefndarfundum. Óánægja með frjálshyggjuþingflokksins og linku. Skipulagður andstöðuhópur með fundahöld Pað voru harðar deilur á síð- ustu tveimur landsnefndar- fundum BJ og því er ekki að leyna að það gætir vaxandi óánægju með frjálshyggjublæ þingflokks- ins og linkulega stjórnarandstöðu hans á þingi, sagði einn úr and- stöðuhóp innan BJ, sem hefur verið myndaður vegna óánægju með hægri blæinn á forystu bandalagsins. Þessi óánægja er nú farin að birtast í vel skipulögðum funda- höldum í lokuðum sal eins af veitingahúsunum í miðborginni, nú síðast í gær. Tildrög þessa munu vera megn andúð á þeim einhliða málflutn- ingi sem forysta BJ hefur haft í frammi, einkum ofurkappi henn- ar á stjórnarskrárbreytingarnar. „Þessa menn virðist fátt skipta máli nema hvort það á að kjósa forsætisráðherra beint eða ekki“, sögðu viðmælendur Þjóðviljans. A hinn bóginn þykir mönnum sem heldur lítið fari fyrir sam- stöðunni með hinunt vinnandi stéttum af hálfu forystunnar, og jafnframt þykir grasrótinni í flokknum sem þingflokkurinn hafi stigið fullmikið í vænginn við stjórnarliðið á lokadögum þing- haldsins. Forsprakki og aðalhvatamaður að andófsfundunum mun vera Garðar Sverrisson, en hann er jafnframt starfsmaður þing- flokksins, sem sýnir hversu mikil ástúð ríkir innan þess kærleiks- heimilis. Aðrirþekktir BJ-menn í hópnum eru Jónína Leósdóttir, sem líka er starfsmaður BJ, Vald- imar Unnar Valdimarsson, sagn- fræðingur, Árni Sigurbjörnsson, deildarstjóri, Guðni Baldursson, viðskiptafræðingur, Porlákur Helgason skólameistari Fjöl- brautaskólansáSelfossi.Þorííemn Einarsson verkfræðingur og Kristján Jónsson sagnfræðingur. „Við ætlum ekki að sitja að- gerðarlaus hjá og horfa á BJ sigla inní faðmlög fjármagnsaflanna í Sjálfstæðisflokknum", sagði einn úr andstöðuhópnum í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.