Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 3
Vestfirðir
Frystihús í vítahring
Mannekla veldur lélegri afkomufiskvinnslunnar á Vestfjörðum.
Neyðast til að vinnafiskinn í ódýrar og fljótunnarpakkningar.
Uttektþjóðhagsstofnunar ekki kynnt Vestfirðingum
Íúttekt sem Þjóðhagsstofnun
hefur gert á stöðu og rekstri
frystihúsa kemur fram að á Vest-
fjörðum er staða þeirra 3-4% lak-
ari en hjá öðrum frystihúsum á
landinu að meðaltali í fyrra og
þótt munurinn hafi eitthvað
minnkað það sem af er þessu ári
hafa þau ekki náð landsmeðaltali.
Af úttektinni má sjá að afkoma
vestfirsku frystihúsanna hefur
versnað frá árinu 1983 en þá var
hún ívið betri en afkoma annarra
frystihúsa í landinu.
Ástæðan fyrir þessum aftur-
kipp á Vestfjörðum er m.a. sú að
þar hefur verið skortur á vinnu-
afli í frystihúsunum. Þar af
leiðandi hafa húsin neyðst til að
pakka fiskinum í fljótunnustu
pakkningarnar sem eru um leið
þær ódýrustu.
Stuttu fyrir þingslit í vor vakti
Kjartan Ólafsson varaþingmaður
Alþýðubandalagsins athvgli á
þessu ástandi í þingræðu. fræðu
hans kom fram að á Hnífsdal varð
fyrir nokkru að vinna 150 tonna
togarafarm í ódýrustu pakkning-l
ar vegna manneklu í frystihúsinu.
Verðmæti þessa farms varð 3,5
milljónir króna sem rétt sleppur
fyrir vinnslukostnaðinum. Með
nægum mannafla hefði mátt
pakka fiskinum í dýrari pakkn-
ingar og auka verðmæti hans um
60% eða í 5,6 miljónir. Aðalá-
stæðuna fýrir manneklunni taldi
Kjartan vera lág laun fiskvinnslu-
fólks. Bágur rekstrargrundvöllur
frystihúsanna gerir þeim ókleift
að greiða hærri laun og þar með
komast þau í vítahring sem erfitt
er að losna úr.
Þjóðviljinn reyndi að kanna
viðbrögð vestfirskra frystihúsaf-
orkólfa við úttekt Þjóðhagsstofn-
unar en þeir vildu ekki segja neitt
vegna þess að þeir höfðu ekki
fengið hana í hendur. „Það er
eins og okkur komi þetta ekki
við,“ sagði Jón Páll Halldórsson
framkvæmdastjóri Norðurtang-
ans á ísafirði þegar Þjóðviljinn
leitaði álits hans.
-ÞH
Sjá leiðara.
Allt
fast
Við erum enn í
setuverkfallinu
Það er allt fast. Þeir vilja ekki
semja við okkur. Þetta sagði
Guðlaug Vagnsdóttir, Þingeyri,
þegar Þjóðviljinn ræddi við hana
seint í gærkvöldi. En konur í fisk-
vinnslunni hafa verið í setuverk-
falli útaf refsibónus, frá því 25.
júní.
„Við viljum ekki láta brjóta á
okkur" sagði Guðlaug. „Við vilj-
um fara að vinna, en ekki nema
bónusinn verði afnumin". Hún
sagði að Sigurður Auðunsson frá
Vinnumálasambandinu hefði
rætt við þær en „hann má ekki
semja. Meðan bíðum við bara“.
-ÖS
Vinnudagur
fjölskyldunnar
Vinnuskólinn í Kópavogi ásamt
tómstundaráði gangast fyrir
vinnudegi fjölskyldunar á morg-
un fimmtudaginn 4. júlí.
Markmiðið er að fá alla Kópa-
vogsbúa til að taka þátt í snyrt-
ingu bæjarins ásamt unglingum í
Vinnuskólanum, einn eftirmið-
dag, undir stjórn flokksstjóra
Vinnuskólans.
Um kvöldið verður bæjarbú-
um sem tóku þátt í hreinsuninni
boðið í félagsmiðstöðina Agnar-
ögn við Fögrubrekku, þar sem
verður grillað og tekin létt spor.
Bæjarbuar eru beðnir um að
mæta á eftirtalda staði á morgun
kl. 17 með eigin verkfæri.
1. Vesturbær:
Kársnesskóli,
Rútstún,
Hlégerði.
2. Miðbær:
Kópavogsskóli
Hlíðargarður
Leikskólinn við Bjarghólastíg
3. Austurbær:
Digranesskóli
Hjallaskóli
Snælandsskóli
Hólmagarður. “SP-
Millisvœðamntið
Margeir með
peð yfir
gegn Jansa
Millisvæðamótið í skák sem
Margeir Pétursson teflir nú á í
Biel í Sviss hófst á mánudag og
tefldi hann í fyrstu umferð á móti
stigahæsta manni mótsins, so-
véska stórmeistaranum Vaganj-
an. Skákin fór tvisvar í bið og
hefur Margeir lakari stöðu, peð
undir. f gærkvöldi tefldi Margeir
svo við tékkneska stórmeistarann
Jansa og fór sú skák einnig í bið
en Margeir hafði peði yfir og
veika vinningsvon.
Alls taka 18 stórmeistarar og
alþjóðlegir meistarar þátt í mót-
inu og eftir tvær umferðir var
mikill fjöldi biðskáka. Tveir
skákmenn höfðu þó unnið báðar
sínar skákir. Þeir eru Gutmann
frá ísrael og Ljubojevic frá Júg-
óslavíu. -GFr
AB
ísbjörninn
heimsóttur
I dag og næstu daga munu for-
ystumenn úr Alþýðubandalaginu
í Rcykjavík heimsækja fískiðju-
ver í höfuðborginni. Fyrir hádegi
í dag munu þeir Svavar Gestsson
og Sigurjón Pétursson heimsækja
Isbjörninn.
# W W W m ^
* * yt
W v W W
JL JLr W
tr * ir w
★ ★ ★ *+*i
* * * * *
Gleði og stolt einkenndu móttökuathöfnina í Keflavík, þegar nýjustu tækjum flugflotans var fagnað. Ljósm. E.ÓI.
Hjónagarðar
Hundsa hækkunina
Óskar Sigurðsson íbúi Hjónagarða: Greiðum ekki hœkkunina.
Viljum jákvœð samskipti við FS
Eins og komið hefur fram i frétt
Þjóðviljans síðastliðinn laugar-
dag standa Félagsstofnun stú-
denta og stúdentar í hörðum
deilum vegna hækkunar húsa-
leigu á hjónagörðum.
Félagsstofnun stúdenta sendi
þeim stúdentum uppsagnarbréf
sem skulduðu húsaleigu og var
uppsagnarfresturinn 7 dagar.
í dagblaðinu í gær kemur fram
að einhverjir stúdentar væru bún-
ir að greiða húsaleiguna fyrir júní
og hafði Þjóðviljinn samband við
Oskar Sigurðsson en hann er einn
ábúandi hjónagarða og spurði
hann hver staðan væri.
„Við gerðum með okkur sam-
komulag um að hundsa hækkun-
ina og greiða einungis 4000 krón-
ur fyrir júní mánuðinn. Við telj-
um hækkunina óraunhæfa, ef
ekki verður hægt að komast að
samkomulagi um lægri greiðslu
ætla ég og reyndar fleiri að flytja
út.“
-sp
Lax
Rokveiði í net - dauft á stöng
Elliðaár og Langá á Mýrum skástar. Búist er við smálaxagöngum í
Það hefur verið rokveiði í net
að undanförnu en stangveiði í
ám hefur verið dræm. Þó sæmileg
í Elliðaám og Langá á Mýrum,
sagði Þór Guðjónsson veiðimála-
stjóri við Þjóðviljann í gær.
Þór sagði ástæðuna vera þá, að
lítið er um stærri lax og lítið vatn
er í ánum. Srnálax, það er lax,
sumar
sem aðeins hefur verið eitt ár í
sjó er aðeins byrjaður að ganga
og Þór sagðist búast við heldur
meiri smálaxagöngu í ár en verið
hefur undanfarin ár, því í þeim
ám sem veiðimálastofnun hefur
vitneskju um var góð seiðagengd
til sjávar í fyrra. Verði sú raunin,
má búast við að laxveiði verði
allvæn næsta sumar og meira um
stærri lax.
Nokkur von virðist um að
veiðin í ár fari að glæðast, því nú
veiðist mjög vel í net í Borgar-
fjarðarám og mokveiði hefur ver-
ið í Hvítá í kjölfar stórstraums.
-gg
Miðvikudagur 3. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Kvöldferð
um
Laugames
Á fímmtudagskvöldið fer Nátt-
úruverndarfélag Suðvesturlands
kynnisferð um land Laugarness,
en það náði áður fyrr frá Sundum
suður í Fossvogsdal.
Farið verður frá Norræna hús-
inu kl. 20.00 og Náttúrugripa-
safninu Hverfisgötu 116 (gegn
Lögreglustöðinni) kl. 20.15.
Ekið verður suður í Skógræktar-
stöð, hún skoðuð og gengið um
Fossvogsdal ef veður leyfir. Það-
an ekið yfir í Laugardal og grasa-
garðurinn skoðaður. Úr Laugar-
dalnum verður ekið út á Köllun-
arklett, þaðan að Laugarnes-
bænum en við hann og út á
Laugarnestöngum eru merkar
mannvistarminjar. Þar lýkur
ferðinni. Fargjald verður 150 kr,
frítt fyrir börn.
Leiðsögumenn verða Þorleifur
Einarsson jarðfræðingur, Guð-
laugur R. Guðmundsson sagn-
fræðingur, Vilhjálmur Sigtryggs-
son forstöðumaður Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur og Sigurður
Albert Jónsson forstöðumaður
Grasagarðsins, Guðmundur Ól-
afsson fornleifafræðingur, og
Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi
Þjóðskjalavörður. Fararstjóri
verður Ólafur H. Óskarsson
landfræðingur.