Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Fiskvinnslan á Vestfjöröum A Vestfjörðum hefur skipulag sjávarútvegs löngum verið til mikillar fyrirmyndar, og frystihús á kjálkanum verið rómuð fyrir góðan rekstur. Afkoma þeirra hefur verið eftir því, þannig sýna skýrslur að á árinu 1983 var hún ívið betri heldur en annars staðar á landinu. Þessu er hins vegar á annan veg farið núna. Úttekt sem Þjóðhagsstofnun hefur gert á stöðu frystihúsanna á Vestfjörðum sýnir, að á árinu 1984 var afkoma þeirra 3-4 af hundraði lakari en landsmeðaltal. Tölur fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs sýna ennfremur að frystihúsin á Vestfjarðakjálkanum eru ennþá undir lands- meðaltali. Þetta er auðvitað uggvænleg þróun sem skiptir ekki aðeins Vestfirðinga eina máli. Sjá- varútvegur á Vestfjörðum er verulega þýðingar- mikill fyrir allt þjóðarbúið, sökum geysimikillar framlegðar. Þegar harðnar á hinum vestfirska dal þá kemur það að sjálfsögðu niður á landinu öllu. Það er því von að menn spyrji: hvað veld- ur? Þegar Þjóðviljinn leitaði álits Jóns Páls Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra Norðurtangans á þessu, kom biaðið að tómum kofanum. Ekki af því að Jón Páll vildi ekki ræða við blaðið, heldur af því að hann vissi ekki neitt um úttektina! Sjávarútvegsráðherra lætur gera úttekt á vestfirskum sjávarútveg á bak við forystumenn hans í kjördæminu. „Það er eins og okkur komi þetta ekki við“, segir Jón Páll. Þessi vinnubrögð eru auðvitað fyrir neðan allar hellur, en lýsa hins vegar vel þeirri fjarlægð sem því miður er á milli ráðherra stjórnarinnar og atvinnulífsins. Utsýn- ið úr fílabeinsturnum ráðuneytanna er nefnilega mjög þröngt. Hins vegar er auðvelt að benda á eina af meginorsökum þessara uggvænlegu þróunar eins og Þjóðviljinn hefur raunar gert án afláts um langa hríð. Hún er einfaldlega sú, að fólkið býr við alltof bág kjör. Það fær ekki nógu gott kaup og býr við hróplega lélegt atvinnu- öryggi. Þess vegna flýr það í stórhópum úr fiskvinnslunni yfir í önnur störf. Þannig tapast það fólk sem er orðið þrautþjálfað og býr yfir hvað mestri reynslu og skilar þar með bestu verki. Afleiðingin er sú, að það er ekki hægt að vinna aflann í verðmestu pakkningarnar, heldur verður að vinna hann í skjótunnustu afurðirnar, sem skila líka minnstum arði. Þetta er vanda- málið á Vestfjörðum. Fyrir skömmu vantaði 15-1600 manns í fisk- vinnsluna hér á landi samkvæmt upplýsingum vinnslustöðva. Agentar eru sendir til erlendra þjóða til að teygja hingað útlendinga, og fá sér- staka premíu á haus. Það dugar samt ekki. Kjartan Ólafsson, varaþingmaður Vestfirðinga upplýsti á síðustu dögum þingsins, að vegna manneklunnar töpuðu frystihúsin hundruðum miljóna á ári. Hann tók dæmi frá Hnífsdal, þar sem togari færði 150 tonn af góðum fiski til hafnar. Að öllu eðlilegu hefði aflinn verið unninn í dýrar pakkningar handa Ameríkumarkaði, sem hefðu gefið af sér 5,6 miljónir króna. En sökum manneklunnar varð að vinna fiskinn í skjótunn- ustu en jafnframt ódýrustu pakkningarnar: afla- verðmætið varð ekki nema 3,5 miljónir. Á þess- um eina farmi tapaði þjóðarbúið sem svaraði til tveggja miljón króna í gjaldeyri. Hvílíkt ráðslag! í gær upplýsti svo eitt dagblaðanna að ekki bæti úr skák þó skólafólkið hópist inn í frystihús- in nú í sumar, því það er starfinu óvant. Þrátt fyrir góðan vilja getur það ekki afkastað sama verki og þrautþjálfað starfsfólkið. Tölurnar um afkomu frystihúsanna á Vest- fjörðum sýna það eitt, að fólksflóttinn úr fisk- vinnslunni er farinn að segja til sín með mjög áþreifanlegum hætti. Hann erfarinn að leiðatil verulegs tekjutaps hjá frystihúsunum, og þar með hjá okkur sem þjóð. Láglaunastefnan er að ganga af fiskiðnaðinum dauðum. Hér duga engar smáskammtalækningar. Það verður að stórbæta kjör fiskverkafólks. Það verður að hækka laun þess og sjá um að at- vinnuöryggi verði ekki minna í starfsgreininni en annars staðar. Því miður virðast menn engan skilning hafa á þessu, einsog sást best á því hvernig fiskverkafólk var meðhöndlað í síðustu samningum. Það er einfaldlega staðreynd sem menn verða að skilja, að fiskverkafólk er þessari þjóð ein mikilvægasta burðarstoðin. Ef við ætlum að halda áfram að forsóma kjör þess eins og hing- að til, þá mun það einfaldlega verða til þess að eyðileggja rekstrarstöðu fiskvinnslunnar enn frekar. Það sýnir dæmið af Vestfjörðum. -ÖS KUPPT OG SKORHÐ TJARNAR SKÓU EINKASKÓLI VIÐ TJÖRNINA FRÍKIRKIUVEGI l-IOi REYKIAViK-SÍMI I6820 „Öfund“ og einkaskolar í blaðaskrifum um einka- skólann við Tjörnina skiptir í tvö horn. Annarsvegar fara Morgun- blaðið og DV sem lofa „merkilegt framtak í skólamáliimInntak þeirra ræðu er að með einka- skólanum sé verið að auka frelsið og margbreytnina. í þeirra máls- meðferð standa frelsissinnar í menntamálum keikir andspænis þeim lágkúrudagblöðum (Þjóð- vilja, NT og Alþýðublaði) sem „ávallt snúast hatrammlega gegn öllu sem getur hróflað við hinu opinbera kerfi og einkarétti ríkisins" eins og segir í leiðara Morgun- blaðsins um málið. í sama leiðara segir svo um málflutning vinstri- blaða: „Orðbragðið er Ijótt, ýtt er undir öfund, höfðað er til minn- imáttarkenndar og alið er á van- sœld þeirra, sem sagt er að hafi ekki efni á að senda börn sín í hinn nýja einkaskóla“. Takið eftirorðalaginu: Vinstri- blöðin „segja“ að einhver hafi ekki efni á að bæta á sig 3000 krónum mánaðarlega í skóla- gjöld fyrir eitt barn! Engu líkara að slíkar staðhæfingar séu öfund- aruppspuni Þjóðviljans og slíkra blaða í garð þeirra sem „gera það gott“ í Lýðveldinu ísland. Jafnrétti - forréttindi Þjóðviljinn og önnur vinstri- blöð hafa hinsvegar sett málið þannig upp, eins og menn vita, að hér sé fyrst og síðast spurt um jafnrétti til náms, eða forréttindi sem keypt eru fyrir peninga. Eins og rétt er og sjálfsagt. Vitanlega þurfum við öll, og ekki síst vinstrimenn, að gefa gaum að frelsinu og svigrúminu og valkostunum í menntakerfinu. Svokölluð „ríkiseinokun" í þeim efnum er ekki og á ekki að vera keppikefli, þótt hið opinbera hljóti óhjákvæmilega að koma mjög við sögu, þegar sett eru al- menn markmið fyrir grunnskóla. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að vinstrimenn styðji rétt minnihlut- ahópa sem af trúarlegum eða sið- ferðilegum eða vegna sérstakra viðhorfa í uppeldismálum vilja efna í skóla upp á eigin spýtur - og þá með þeim opinbera styrk sem eðlilegur má teljast. En hitt hlýtur svo að vera ljóst öllum þeim sem setja á það á oddinn, að öll börn eigi svipaðra kosta völ, hvað sem líður fjárhag foreldra þeirra, þeir hljóta að setja jafnaðarkröfuna efst á sitt sálarblað. Og það er reyndar sjálfgefið í dæmi eins og því sem nú er upp komið. Allir vildu skólastjórar í fyrirheitum, sem gefin eru um Tjarnarskólann, er ekkert annað en það, sem hver sæmilegur skólastjóri ríkisskóla vildi gera- ef hann hefði meiri peninga, ef hann hefði einsetinn skóla, - ekki sé talað um þá sérgæsku, að geta sent eitthvað annaðnem- endur sem kannski yrðu til traf- ala í „skemmtilegum og skapandi skóla". Ef marka má kynningar- bækling frá skólanum, þá er þar ekki boðið upp á öflugt félagslíf. Skólar sturlda starfskynningu - hér er boðið upp á meiri starfs- kynningu. Skólar reyna að bjóða ágætum eða þekktum mönnum í heimsókn - hér er boðið upp á margar heimsóknir. Þetta er semsagt forréttinda- skóli - reyndar niðurgreiddur m.a. með mikilli fyrirgreiðslu borgarinnnar í húsnæðismálum. NB: halda menn að þeir sem á eftir kynnu að koma muni njóta annarrar eins fyrirgreiðslu og Tjarnarskólinn fær með kennslu- húsnæði á besta stað svotil ókeypis? Nei. Og til hvers er sú niðurgreiðsla? Líklega til þess að hægt sé að hafa skólagjöldin nokkru lægri en þau ella væru - og dempa þar með í fyrstu gagnrýni þá sem skólinn fær fyrir að vera skóli handa börnurn efna- fólks fyrst og fremst. Falskur samanburður í fyrrgreindum leiðara Morg- unblaðsins um málið er merkileg athugasemd um vinstrimanna- gagnrýni á Tjarnaskólann. Þar segir „/ fyrsta lagi er látið eins og heimsendir sé í nánd. I öðru lagi er það viðurkennt með bœgsla- ganginum, að í raun geti einstak- MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir. Alfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglý8ingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgroiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. lingar líklega gert betur en sjálft ríkið“. Skoðum þetta. Þetta er alveg rétt, að „einstak- lingar geta gert betur en ríkið“ í skólamálum. Það liggur reyndar í augum uppi. Ef „einstaklingar" fá ókeypis húsnæði, meiri pen- inga en ríkisskólar hafa, geta val- ið úr kennurum (með bónus) og nemendum - og meira að segja foreldrum, skammtað sjálfum sér nemendafjölda og þar fram eftir götum - þá væri það í meira lagi skrýtið, ef þeir ekki næðu góðum árangri og fyrir ofan mælanlegt meðallag grunnskóla í heild. Allt tal t.d. formanns Fræðsluráðs um að með einkaskólanum fái ríkis- skólastjórar eins og hann segir sjálfur „aðhald og samkeppni“ er gjörsamlega út íhött. Samkeppn- isgrundvöllurinn er ekki til. Of ólíku er saman að jafna. En í athugasemd Morgun- blaðsins kemur það svo skýrt fram, til hvers þau Ragnhildur og Davíð vasast í einkaskólamáli þessu. Það á að búa í haginn fyrir einn skóla sem á að „gera betur en ríkið“ (eins og allir vita að hann getur). Til þess að undirbúa þann „heimsendir“ sem fram- haldið yrði - framhald sem stefnt getur í tvö skólakerfi: vel búinna einkaskóla og niðurníddra ríkis- skóla. Þeir sem halda að hér sé fjandinn málaður á vegg ættu að kynna sér skrif um merka bók eftir Jonathan Kozol, bandarísk- an kennara sem fjallar um þann vítahring ólœsis sem læsist um lygilega stóran hluta bandarísku þjóðarinnar. Meðan millistéttin og enn betur settir geta yppt öxl- um og treyst á það öryggi og þá þjónustu sem þeir hafa keypt sín- um afkvæmum í einkaskólakerf- inu. -AB Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverö: 35 kr. Áskriftarverð á mánuðl: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.