Þjóðviljinn - 03.07.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Qupperneq 6
Heilbrigðisfulltrúi Staða heilbrigðisfulltrúa fyrir Suðurnesjasvæði er laus til umsóknar. Um laun fer samkvæmt kjarasamningi við Starfsmannafélag Suöurnesjabyggða. Staðan veitist frá 01. september n.k. Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 150/1983 um menntun, réttindi og skyldur heilbrigðis- fulltrúa. Umsókn ásamt ítarlegum gögnum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 25. júlí n.k. til: Jóhanns Ág. Sigurðssonar, héraðslæknis Reykjaneshéraðs, Heilsugæslu Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 220 Hafnarfjörður. Kennarar 2-3 kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: eðlisfræði, stærðfræði, handmennt pilta, myndmennt, tónmennt og fleira. Ennfremur kennsla yngri bekkjadeilda. Nýtt skólahús - gott ódýrt húsnæði rétt við skólann. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5159. aair, <Of Laus staða Staða fiskmatsstjóra við Ríkismat sjávarafurða er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst n.k. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 20. júlí 1985. Sjávarútvegsráðuneytið, 1. júlí 1985. DALVIKURSKDLI Frá Dalvíkurskóla Ennþá eru lausar til umsóknar kennarastöður við Dalvíkurskóla. Kennslugreinar eru m.a. íslenska, enska, danska og eðlisfræði í 7.-9. bekk. Einnig vantar íþróttakennara við skólann. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við Kristján Aðalsteinsson skólastjóra í síma 96-61665. Skólanefnd Egilsstaðir Sjúkrahús/Heilsugæslustöð Egilsstöðum auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. - 3 stöður hjúkrunarfræðinga frá 1. september. - 2 stöður sjúkraliða frá 1. september. - Staða forstöðumanns í eldhúsi frá 1. ágúst - staða sjúkraþjálfara. - staða meinatæknis. Allar nánari upplýsingar veita: Hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss s. 97-1631 og 97-1400 Framkvæmdastjóri: s. 97-1386 Yfirlæknir: s. 97-1400 n Frá Skólaskrifstofu ^57 Kópavogs. Starfsfólk óskast við grunnskóla Kópavogs. 1. Starf húsvarðar, fullt starf. 2. Starf skólaritara, hlutastarf. 3. Starf ritara á Skólaskrifstofu, fullt starf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Kópavogs, Digranesvegi 12. Þangað skal senda umsóknir fyrir 12. júlí n.k. Ofan- greind störf veitast frá 15. ágúst n.k. Skólaf ulltrúi Auglýsið í Þjóðviljanum ÞJÓÐMÁL Vímugjafar Engin samstaða í ríkisstjóm Tillögur stjórnskipaörar nefndar um stefnumörkun í áfengis- og vímuefnamálum verða ekkiframkvœmdar Vegna ágreinings í ríkis- stjórninni hefur ekki verið tekin nein afstaða til tiliagna sem sérstök stjórnskipuð nefnd sem marka átti stefnu í áfengismálum hefur sett fram. Þeim verður því ekki hrint ( framkvæmd. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Seljan um hvað liði störfum nefndarinnar og framkvæmd á tillögum hennar. Nefndin, sem skipuð var 1983 hefur skilað tvennum tillögum; annars vegar um sérstakar ráð- stafanir í áfengismálum í nóvem- ber 1983 og hins vegar í vímuefn- amálum, sem bárust ríkisstjórn- inni í febrúar 1984. Þrjú ráðu- neyti, heilbrigðis-, dómsmála- og menntamálaráðuneytið skipuðu menn í sérstaka nefnd til að leita að einhverju sem ríkisstjórnin gæti sameinast um í tillögunum, en þar varð ekkert samkomulag að heldur. „Það virðist ljóst að tillögum þeim, sem nefndin sendi frá sér sem bráðabirgðatillögur, verður ekki hrint í framkvæmd“, segir í svari ráðherra, „og er sennilegast að ríkisstjórnin bíði eftir lokatil- lögum nefndarinnar. Þá mun heilbrigðisráðherra taka afstöðu til málsins.“ Áætlað er að nefndin ljúki störfum á árinu 1986, og er búist við að hún sendi frá sér tillögur í haust um áfengisvarnir, upplýs- ingastarfsemi, rannsóknir og um fyrirkomulag meðferðarstofn- ana. Það fer svo eftir því, segir í svari ráðherrans, hvaða samstaða næst í ríkisstjórn um þær tillögur, hvernig málinu vindur fram á þessu ári. Ýmsir fullyrða að kókaín sé tekið að flæða inn í landið, en tillögur stjórnskipaðrar nefndar í ávana- og fíkniefnamálum verða ekki framkvæmdar í bráð sökum ágreinings í stjórnarflokkunum. Markaðsleit Nýtl landnám í sjávarútvegi 2 miljónumþegar varið í könnun á útflutningi áþekkingu og reynslu á sviði sjávarútvegsins Sjávarútvegsráðuneytið hefur varið rúmlega 2 miljón- um króna í könnun á flutningi á þekkingu og reynslu á sviði sjávarútvegs og er nú unnið að því að draga saman niðurstöð- ur um hverjir möguleikarnir eru á þessu sviði. Þetta kom m.a. fram í svari við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni á alþingi rétt fyrir þinglok. í svarinu kom fram að 5 manna nefnd sem skipuð var 31. janúar s.l. hefur unnið að þessum mál- um. Komið hefur verið á nánum tengslum viðalþjóðlegar stofnan- ir sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna við uppbyggingu sjávar- útvegs í þróunarlöndum, svo sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðabankann og IFC, Alþjóðlega efnagasstofnun. Einnig hefur verið haft samband við Norræna fjárfestingasjóðinn og nokkur verkfræði- og ráðgjaf- arfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þá hafa verið kannaðir mögu- leikar í samvinnu við íslensk fyr- irtæki á verkefnum í Costa Rica, Oman, S-Yemen og Alaska. Ekki hafa verið teknar ákvarðan- ir um hvernig brugðist verður við óskum frá Yemen um samvinnu á sviði fiskveiða og fiskveiðatækni. Loks kom fram að í ráði er að stofna útflutningráð sem nái til allra atvinnuveganna, en nú er starfandi sem kunnugt er sérstök útflutningsmiðstöð iðnaðarins. -ÁI Framhald á bls. 5 til siglinga með kjarnorkuvopn, flutninga í lofti eða á annan hátt um eða yfir íslenskt yfirráða- svæði. Þessari tillögu var vísað til utanríkismálanefndar, sem seinni part vetrar samþykkti sem kunnugt er einróma „Stefnu ís- lendinga í afvopnunarmálum.“ Þar áréttar alþingi þá stefnu ís- lendinga að hér verði ekki stað- sett kjarnorkuvopn og hvetur til þess að stuðlað verði að allsherj- arbanni við tilraunum, fram- leiðslu og uppsetningu kjarn- orkuvopna. Sömu sögu má reyndar segja af fleiri málum, þau náðu fram, þó ekki hafi þau verið formlega sam- þykkt. Svavar Gestsson var t.d. fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um jafnréttismál og lagði það fram gegn frumvarpi Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra um sama mál. 19. júní varð frumvarp Al- exanders svo að lögum, en þá höfðu verið gerðar á því veiga- miklar breytingar til samræmis við frumvarp Svavars. Og kannski er svo skemmst að minnast yfirlýsinga samgöngu- ráðherra, Matthíasar Bjarna- sonar um að nú ætli hann að láta gera áætlun um jarðgangnagerð á Islandi, en tillaga frá Steingrími J. Sigfússyni og fleirum þar um náði þó ekki samþykki þingsins. Af þessu má sjá að þingmenn Alþýðubandalagsins hafa haft meiri áhrif en ætla mætti ef litið er eingöngu á tölur um afgreidd mál og samþykkt. Fjölmörg og það veigamikil mál flokksins náðu þó engum liljómgrunni í þinginu eins og vonandi verður hægt að greina frá síðar. -ÁI 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.