Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Blaðsíða 14
FRÉTTIR TilkyBDingin m nyja einkaskólaim befur vakié gdwlega athygli almermings og skóiamnaa og hefur Mn nýja forréttindastefna í menntamálum vakift lítta hylli. Á aukafundi í fræðsluráöi Reykja- víkurborgar í gær var hart deilt um skólann og lagðar fram bókanir, þar sem hart er deilt á fræðsluyfirvöld ríkis og borgar og talift aft verift sé aft veltast útaf þeirri jafnréttisbraut í skólamálum sem hér hefur verift reynt að fara. Hér birtast bókanir og fyrirspurnir frá fræftsluráftsfundinum í gær ásamt ályktun stjórnar Kennarafélags Reykjavíkur um nýja einkaskólann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræftshiráði fögnuðu stofnun nýja einkaskólans og töldu óþarfa aft ræfta málift í ráftinu. _m Kennarar í frœðsluráði: Fvrir fáa útvalda Bókuinrá fulltrúum kennara fræðsluráði: Vegna frétta undanfariö um stofnun Tjarnarskóla viljum við undirritaðir kennarafulltrúar í Fræðsluráði lýsa yfir undrun okk- ar að ekki var rætt um undirbún- ing að stofnun skólans í Fræðslu- ráði Reykjavíkur og að hvorki fræðslustjóri né fræðsluráð, svo ekki sé minnst á skólastjóra Námsflokka, Vesturbæjarsicóla og Kvennaskólans, skuli hafa verið höfð með í ráðum. Áteljum við harðlega að þessir aðilar allir skyldu vera sniðgengir við undir- búning málsins. Þegar þess er gætt að grunn- skólarnir hafa verið í fjársvelti undanfarið má furðu sæta að ráðamenn ríkis og borgar ætli að styrkja Tjarnarskóla og skerða þar með enn fjárframlög til hinna almennu grunnskóla umdæmis- ins. Samkvæmt 8. gr. laga um skólakerfi ber ríki og sveitarfé- lögum að tryggja nemendum, hvar sem er á landinu, sem jafn- asta aðstöðu til menntunar. Ljóst er að ráðstafanir menntamála- ráðherra og borgarstjóra ganga í þveröfuga átt við lög þessi og leiða til þess að nemendum verð- ur mismunað eftir efnahag for- eldra og búsetu. Það er enn sem fyrr krafa kenn- ara, nemenda og foreldra að bet- ur sé búið að grunnskólum en verið hefur. Því marki verður ekki náð með stofnun einkaskóla fyrir fáa útvalda. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Guðný Ýr Jónsdóttir Jóhannes Pétursson Kennarafulltrúarnir óskuðu ennfremur eftir skriflegum svörum við þessum spurningum: 1. í hverju felst aðstoð borgarinn- ar við Tjarnarskóla? 2. Hver er styrkur borgarinnar til annarra einkaskóla á grunn- skólastigi? 3. Er fyrirhugað að Tjarnarskóli fái afnot af sérgreinastofum, sem fyrir eru í Miðbæjarskóla og nýtt- ar eru af Vesturbæjarskóla, Kvennaskólanum og Námsflokk- um Reykjavíkur. KFR Fonéttindi fyrir greiðslu Samþykkt stjórnar Kennarafé- lags Reykjavíkur frá í gær: Stjórn KFR telur það alvarlegt mál að ríki og borg skuli styðja opinberlega með fjárframlögum og fyrirgreiðslu stofnun „einka- skóla“. Stofnun Tjarnarskóla hefur augljóslega í för með sér að nemendum grunnskóla er mis- munað hvað snertir námsmögu- leika. í fyrsta lagi þurfa foreldrar að greiða há skólagjöld sem ekki er á allra færi. í öðru lagi er nemendum boð- inn samfelldur skóladagur og að- staða til heimanáms. í þriðja lagi er nemendum Tjarnarskóla boðinn aðgangur að ýmisri sérhæfðri kennslu, t.d. tölvukennslu í formi aðkeyptra námskeiða sem grunnskólinn getur almennt ekki boðið nem- endum sínum upp á. í fjórða lagi er tryggt að nem- endafjöldi í bekk fari ekki yfir 25. í fimmta lagi er nemendum tryggð kennsla kennara með kennsluréttindi. í sjötta lagi hafa forsvarsmenn Tjarnarskóla lýst yfir að kennar- ar verði yfirborgaðir. Ef grunnskólalögum væri framfylgt veitti grunnskólinn alla þá þjónustu sem Tjarnarskóli ætlar að bjóða upp á og miklu meiri. Rekstrarkostnaði grunnskóla er haldið í algjöru lágmarki. T.d. er viðhaldi á skólahúsnæði víða mjög ábótavant, skólar búa við kennslutækja- og námsgagna- skort, aðstaða til sérgreina- kennslu er víða engin t.d. fara margir grunnskólanemendur á mis við tónmenntarkennslu. Grunnskólar búa margir við lé- legt og þröngt húsnæði og of fjöl- menna bekki. í örfáum skólum í Reykjavík er hægt að koma við einsetningu, sem er forsenda þess að hægt sé að skipuleggja sam- felldan skóladag fyrir alia. Kennarar hafa s.l. ár vakið rækilega athygli á lélegum kjörum sínum. Nýgerðir kjara- samningar fela ekki í sér breytingar þará.þrátt fyrir endur- mat á störfum kennara sem Menntamálaráðuneytið lét gera í vetur. Nú er ljóst að starfsréttindi kennara verða ekki lögvernduð á næstunni, og að grunnskólanem- endum sem ekki njóta kennslu kennara með full kennsluréttindi mun fjölga mjög næsta vetur. Stjórn Kennarafélags Reykja- víkur átelur fræðsluyfirvöld ríkis og Reykjavíkurborgar fyrir að stuðla að stofnun skóla fyrir börn sem njóta þeirra forréttinda að foreldra þeirra geta greitt auka- lega fyrir þjónustu sem öllum börnum á að standa til boða end- urgjaldslaust. Ennfremur telur stjórn KFR að ekki komi til greina að taka af rekstrarfé grunnskóla til að styr- kja einkaskólarekstur, né að skólagjöld verði frádráttarbær til skatts. Þorbjörn Broddason Gerður Steinþórsdóttir Ríkisrekinn klíkuskóli Atelur laumuleg vinnubrögð Sjálfstœðismanna Bókun Gerðar Steinþórsdótur, fulltrúa Framsóknarflokksins í fræðsluráði: Ég átel harðlega laumuleg vinnubrögð Sjálfstæðismanna í málum Tjarnarskóla, þar sem ekki er hirt um að ræða stofnun hans í fræðsluráði, fræðslustjóri er sniðgenginn, svo og samtök kennara og foreldra. Að sjálfsögðu kemur nýr grunnskóli í Reykjavík fræðslu- ráði við og gildir þá einu hversu oft formaður ráðsins sver það af sé. Tjarnarskóli er, eins og honum er lýst í fjölmiðlum, enginn „ein- kaskóli" þar sem hann á að fá jafnmikið fé frá ríki og aðrir skólar og frítt húsnæði frá borg- inni. Einstaklingsframtakið er hins vegar fólgið í skólagjöldum, sem „eigendur" skólans ákveða, og vali á nemendum. Hér er því verið að koma á fót ríkisreknum klíkuskóla sem mun auka á stéttaskiptingu sem við höfum blessunarlega verið laus við mið- að við aðrar þjóðir. Laun kennara á öllum stigum skólakerfisins eru smánarleg og ættu að vera öllum áhyggju- og umhugsunarefni. „Einkaskóli“ eins og Tjarnarskóli er hins vegar engin lausn á þeim vanda. Gerður Steinþórsdóttir. Fé tekið frá öðmm skólum Nýi skólinn: pilsfaldakapítalismi í þágu efnamanna Bókun Þorbjarnar Brodda- sonar fulltrúa Alþýðubanda- iagsins í fræðsluráði: Nýmæli í skólamálum eru alla- jafna fagnaðarefni og hafa frum- kvæðismenn þeirra oftast verið hugsjónaríkir kennarar og skóla- menn, sem hafa leitað eftir stuðn- ingi við hugmyndir sínar fyrir opnum tjöldum meðal almenn- ings og opinberra aðila. Önnur vinnubrögð eru nánast óþekkt á þessu sviði og raunar óhugsandi ef vel á að fara. Það vekur því mikla furðu þegar einu sérkenni- legasta nýmælinu, sem um getur í reykvískum skólamálum, er laumað eins og vandræðalegu feimnismáli fram hjá öllum eðli- legum umsagnaraðilum. Þriðjudaginn 25. júní síð- astliðinn, daginn eftir að fræðslu- ráð Reykjavíkur hafði haldið síð- asta reglulega fund sinn fyrir sumarleyfi, spurðist það í fjöl- miðlum að stofnað hafði verið til nýrrar grunnskólaeiningar í Reykjavík. Nú er komið í ljós að stofnendur skólans hafa heimild menntamálaráðuneytisins og njóta fulltingis þess á annan hátt, auk þess sem formaður fræðslu- ráðs hefur unnið ötullega að framgangi málsins. Þótt fátt bendi til þess að stofn- un hinnar nýju grunnskólaeining- ar, Tjarnarskóla, muni valda nokkrum þáttaskilum í skóla-1 sögunni, þá er hér eigi að síður nýbreytni á ferðinni, sem orkar ákaflega mikils tvímælis, og getur haft neikvæð áhrif á allt skóla- starf í borginni. Einmitt þess vegna hefði verið brýnt að undir- búningur málsins hefði farið fram fyrir opnum tjöldum og í and- rúmslofti yfirvegunar, í stað þess að lokast af í einum armi Sjálf- stæðisflokksins eins og raun hef- ur orðið á. Menntamálaráðherra hefur við undirbúning þessarar ráð- stöfunar algerlega sniðgengið fræðslustjórann í Reykjavík, helsta embættismann sinn á vett- vangi reykvískra skólamála. Ekki var einu sinni látið svo lítið að tilkynna honum hvað stæði til. Með þessu móti hefur ráðherr- ann óvirt embætti fræðslustjóra og lítillækkað persónulega mann, sem er nýtekinn við því starfi við erfið skilyrði. Þó er ráðherrann sjálfum sér verstur því enginn vafi leikur á því að Þráinn Guð- mundsson hefði reynst hollur ráðgjafi í þessu máli. Formaður fræðsluráðs hefur farið gersamlega á bak við ráðið í ráðgjafarstarfi sínu við stofnun Tjarnarskóla. Ekki verður betur séð en vísvitandi hafi verið beðið þess að fræðsluráð færi í sumar- leyfi áður en látið var vitnast um ofangreint ráðabrugg. Þetta til- tæki formannsins rýrir þann trún- að, sem nauðsynlegt er að geti ríkt milli allra ráðsmanna og for- mannsins. Ekki bæta úr skák til- raunir hans til að þvo hendur fræðsluráðsformannsins Ragnars Júlíussonar af athöfnum borgar- fulltrúans Ragnars Júlíussonar. Slíkar kúnstir gera hlut for- mannsins enn verri en ella og setja blett á allt fræðsluráð. Tjarnarskóli hefur verið nefndur einkaskóli. Öllum má þó ljóst vera að hann rís illa undir slíku nafni. Skólinn mun njóta nákvæmlega jafnmikilla hlunn- inda af opinberri hálfu og þeir ríkis- og borgarreknu grunn- skólar, sem fyrir eru í höfuð- staðnum og honum ber í einu og öllu að fylgja grunnskólalögum. I rauninni er einfaldlega um það að ræða að útsjónarsamir einkaaðil- ar eru að gera út á ríki og borg. Þeir stofna fyrirtæki, sem er nán- ast alfarið kostað af fé skatt- borgaranna, leggja fram sáralítið eða ekkert eigið fé, en ætla síðan að láta neytendur þjónustunnar hvern um sig greiða tugi þúsunda króna á ári til viðbótar, ekki til hins opinbera, heldur til eigenda skólans. Á íslensku hefur þessi tegund af rekstri verið kölluð pilsfaldakapítalismi. íslenskir at- hafnamenn, sem svo eru kallaðir á vettvangi viðskipta og fram- leiðslu, hafa löngum þótt miklir snillingar pilsfaldakapítalismans og ef til vill þykir því einhverjum viðeigandi að hann hasli sér nú völl í skólakerfinu undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Tjarnarskóli mun ekki leiða til neins sparnaðar í hinu almenna skólakerfi borgarinnar á kom- andi vetri. Hvergi mun fækka bekkjum eða stöðugildum kenn- ara. Þess vegna bætist sá kostnað- ur, sem af honum hlýst og sóttur er í sameiginlega sjóði, algerlega við þá kostnaðarliði, sem fyrir eru, og verður því í raun tekinn frá öðrum skólum í borginni. Þannig blasir nú þegar við að til- vist Tjarnarskóla ein sér minnkar svigrúm annarra skóla og verður alger viðbótarbaggi á herðum skattgreiðenda. Af þessari á- stæðu einni hlýtur fræðsluráð að vara alvarlega við þessu tiltæki í núverandi mynd sinni. Sú ákvörðun að taka svo há skólagjöld af nemendum Tjarn- arskóla að einungis hinir betur megandi geta nýtt sér starfsemina felur í sér óþolandi misréttissjón- armið, sem samrýmist ákaflega illa anda og bókstaf grunnskóla- laganna og því verður að átelja harðlega að menntamálaráðu- neytið skuli ganga fram fyrir skjöldu um að stofna til slíkrar starfsemi. Eigendur Tjarnarskóla hafa látið hafa eftir sér ótrúlega van- hugsaðar yfirlýsingar um að ák- varðanir um slík viðbótarútgjöld á heimili snúist ekki um fjárhag heldur viðhorf foreldra. Staðhæf- ingar af þessu tagi hljóta að verka eins og blaut tuska í andlitið á láglaunafólki, sem telur sig ekki verri uppalendur en aðra jafnvel þótt það geti ekki séð af 20% af mánaðarkaupi sínu í skólagjöld fyrir hvert barn sitt. Slíkar yfirlýs- ingar dæma sig sjálfar en gefa um leið vísbendingu um þann anda, sem ríkja mun í skólanum. Jafn- framt vekja þær spurningar um reynsluheim hinna ungu eigenda skólans og siðferðislegan sjón'- deildarhring þeirra. Ekkert hefur komið fram, sem- bendir til þess að eigendur Tjarn- arskóla búi yfir ferskari hug- myndum eða betri lausnum en nú þegar standa í blóma meðal kennara í velflestum eða öllum reykvískum grunnskólum. Marg- ar bestu hugsjónir þeirra hafa hins vegar strandað á tímaleysi, aðstöðuleysi og umfram allt skorti á fjármagni. Eftir því sem næst verður komist mun Tjarnar- skóli innheimta 3200 kr. á mán- uði af hverjum nemanda og hafa sem næst 25 manna bekki. Þetta táknar að í hverjum mánuði hafa eigendur skólans úr að spila 80.000 kr. á hvern bekk umfram það sem aðrir grunnskólar í borg- inni njóta. Með slíkan aukafarareyri sýn- ist ekki örvænt um að skólinn „verði skemmtilegur og lifandi" eins og segir í einu blaðaviðtali. En í Reykjavík eru kennarar hundruðum saman, sem hefðu jafngóðar forsendur og aðstand- endur Tjarnarskóla til að gera skóla sína skemmtilegri og líflegri en þeir nú eru, ef þeir hefðu úr jafndigrum sjóðum að ausa og þeir. Skyldi það vera raunveru- legt markmið þeirra, sem nú hvetja til stofnunar Tjarnarskóla að aðrir kennarar í landinu feti í fótspor eigenda hans, segi störf- um sínum lausum og bjóðist síð- an til að reka einkaskóla í húsa- kynnum hins opinbera fyrir börn efnaðri helmings þjóðarinnar? Hvernig mun þá skólakerfið líta út að nokkrum árum liðnum? Hver verður þá talinn árangur þess þrotiausa hugsjónastarfs, sem Guðmundur Finnbogason lagði grunninn að fyrir réttum 80 árum og staðið hefur óslitið síðan með jafnrétti að leiðarljósi? Óskað svara Spurningar sem óskað er skrif- legra svara við frá formanni fræðsluráðs, fræðslustjóra, menntamálaráðherra, fjármála- ráðherra og eigendum Tjarnar- skóla eftir því sem við á: 1. Verður foreldrum barna í Tjarnarskóla veittur árlegur viðbótarstyrkur í formi skattaafsláttar upp á rúmlega eina milljón króna, svo sem eigendur skólans virðast hafa farið fram á? 2. Af hvaða gjaldaliðum fjár- laga og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar verður reksturskostnaður Tjarnar- skóla tekinn á komandi hausti? 3. Hversu mikið rými í Miðbæj- arskólahúsi kemur í hlut Tjarnarskóla? 4. Hvar verður nemendum Tjarnarskóla kennd leikfimi, handavinna og matreiðsla? 5. Hvar verður bókasafn Tjarn- arskóla til húsa? 6. Eftir hvaða reglum verða nemendur teknir inn í Tjarn- arskóla ef umsækjendur reynast verða fleiri en 100 talsins? 7. Hvaða samráð hefur verið haft við skólastjóra Vestur- bæjarskóla og forstöðumann Námsflokka Reykjavíkur? 8. Verða kennarar Tjarnar- skóla aðilar að stéttarsam- tökum kennara? 9. Verða önnur sveitarfélög tolluð vegna aðkomubarna í Tjarnarskóla líkt og nú er gert varðandi aðkomuung- linga í reykvískum fram- haldsskólum? 10. Verður sálfræðiþjónusta innifalin í skólagjaldi Tjarn- arskóla eða verður foreldrum gerður sérstakur reikningur fyrir henni? 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. júli 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.