Þjóðviljinn - 03.07.1985, Side 2
FREfflR
Nýr vegur
Ferðamannastraumur
á Hólmavík
Vegurinn yfir Steingrímsfjarðarheiði hefur hleypt nýju lífi í ferðamannaþjónustu
á Hólmavík en minnkað hílaumferð framhjá Hótel Bjarkalundi
að er geysimikill straumur
ferðamanna hér um Hólma-
vík og mikið um að fólk gisti. Is-
firðingar fara t.d. varla aðra leið
suður en um Steingrímsijarðar-
heiði, sagði Haukur Claessen hót-
elstjóri á Hólmavík í samtali við
Þjóðviljann.
Hinn nýi vegur í ísafjarðardjúp
norður Strandir og yfir Stein-
grímsfjarðarheiði hefur breytt
töluverðu fyrir Strandamönnum
annars vegar og hreppum Aust-
ur-Barðastrandasýslu hins vegar
þar sem umferð hefur minnkað.
Reinhard Reynisson hótelstjóri í
Bjarkarlundi sagði að starfsfólki
hótelsins bæri saman um að bíla-
umferð framhjá hótelinu hefði
minnkað en hins vegar væri svip-
að um bókanir og í fyrra. Sagðist
hann vonast til þess að hinn nýi
vegur yfir Steingrímsfjarðarheiði
yrði tií þess að fleiri ferðamenn
færu hringveginn um Vestfirði en
áður.
Haukur Claessen sem tók við
hinu gamla hóteli á Hólmavík í
fyrrahaust hefur nú tekið annað
hús við hliðina á leigu til að anna
eftirspurn eftir gistirými og stofn-
að bílaleigu. _ GFr.
Allt uppí loft hjá Bandalagi
jafnaðarmanna? Ég sem hélt
það væri búið að leggja það
niður.
Kvennadagurinn
Eitt tré á hverja konu
Hreppsnefnd Eyrarsveitar fékk.
Hauk Viktorsson til að skipu-
leggja svokallaðan Þríhyrning
fyrir skrúðgarð í Grundarfirði,
og unnu starfsmenn hreppsins
undirbúningsvinnu. Garður þessi
verður með þremur göngustígum
og miðkjarna. Hægt er að komast
inn i garðinn af þremur götum.
Á kvennadaginn, 19. júní, af-.
henti sveitarstjóri kvenfélaginu
Gleym-mér-ei garðinn til gróð-
ursetningar og umsjár og voru
sett niður 360 birkitré, sem er eitt
tré á hverja konu í sveitinni. Þá
hafa húseigendur við hinn nýja
skrúðgarð og hreppsfélagið kom-
ið sér saman um að girða svæðið
með fallegri girðingu.
Rósant.
Sovétríkin
Gromiko fbrseti
Sjervanadze valinn utanríkisráðherra
Andrei Gromiko hefur látið af
embætti utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna og var hann kjörinn
forseti landsins á fundi Æðsta
ráðsins í gær. Við embætti utan-
ríkisráðherra tekur Edvard Sjer-
vanadze, til skamms tíma flokks-
ritari í Grúsíu, ættlandi Jóseps
Stalíns.
Ýmsir höfðu spáð því, að Nik-
olaj Gorbatsjof flokksritari
mundi fara að dæmi síðustu fyrir-
rennara sinna og láta kjósa sig til
virðingarembættis forseta. For-
setaembættið er í sjálfu sér valda-
lítið, en það hefur þótt þægilegra
fyrir flokksforingja að fara með
þjóðhöfðingjaembættið í leiðinni
- m.a. vegna samskipta við er-
lenda leiðtoga.
Gromiko var lengi fulltrúi So-
vétríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum en varð utanríkisráðherra
árið 1957 á valdatíma Krúsjofs.
Hann hefur mótað utanríkis-
stefnuna lengur en nokkur maður
annar og mun líklega hafa þar
hönd í bagga á næstunni, enda er
sá sem við tekur reynslulítill.
Edvard Sjervanadze var fyrst
yfirmaður leynilögreglunnar og
svo flokksforingi í Grúsíu á
dögum Brésnjéfs. Hann vakti at-
hygli fyrir mikil spillingarmál sem
upp komu í þessu Kákasuslýð-
veldi og tengdust þar ýmsir æðstu
menn flokksins ótrúlega umsvifa-
mikluneðanjarðarhagkerfi. Sjer-
vanadze varð 1978 aukameðlim-
ur í framkvæmdanefnd mið-
stjórnar flokksins og nýlega aðal-
maður í þessari mestu valdastofn-
un landsins.
Allt þetta gerist degi síðar en
það spyrst að Romanof, áður
flokksforingi í Leníngrad, og tal-
inn helsti keppinautur Gorbatj-
ofs um flokksritarastöðuna þegar
Tsjernenko lést, hafi misst sæti
sitt í framkvæmdanefndinni.
Ganga jafnvel þær sögur að hann
hafi verið handtekinn þegar hann
var að reyna að flýja land á
snekkju sinni með ungri ástkonu
sinni. í opinberri tilkynningu var
hinsvegar sagt, að Romanof léti
af ábyrgðarstörfum af heilsufars-
ástæðum.
- áb.
mm
Konur og rannsóknir
„Hvatning til dáða“
Umfangsmikil ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir í háskólanum
Ráðstefna um íslenskar
kvennarannsóknir ver'ður
haldin um mánaðarmótin ág-
úst-september í Háskóla íslands,
en að henni stendur hópur
kvenna og háskólinn. Má segja að
ráðstefnan sé framlag háskólans á
lokaári kvennaáratugar Samein-
uðu þjóðanna.
„Hugmyndin varð til í vetur
meðal nokkurra kvenna sem
starfa í háskólanum. Þar var
þýskur gestakennari sem sagði
okkur frá hliðstæðum ráðstefn-
um í Þýskalandi og margar konur
í háskólanum höfðu kynnst slíku
á Norðurlöndunum og í Banda-
rtkjunum. Við ræddum við rekt-
or sem sýndi málinu mikinn
áhuga og leggur háskólinn til fé
og húsnæði“, sagði Gerður G.
Oskarsdóttir, en hún á sæti í
undirbúningsnefnd fyrir ráð-
stefnuna. „Við höfðum samband
við 80-90 konur sem stunda rann-
sóknir og auglýstum ráðstefnuna
í frettabréfi háskólans í vor.
Áhuginn er mjög mikill og hefur
Gerður G. Óskarsdóttir.
það komið glögglega fram á þeim
undirbúningsfundum sem við
höfum haldið", sagði Gerður
ennfremur.
En hvað eru kvennarannsókn-
ir? „Samkvæmt okkar skil-
greiningu eru það rannsóknir
sem konur stunda á málefnum
kvenna", sagði Gerður. „Slíkar
rannsóknir eru stundaðar hér á
landi á ýmsum sviðum, t.d. sagn-
fræði, félagsvísindum, guðfræði,
landafræði, læknisfræði, bók-
menntum, lögfræði o.fl. Mark-
mið okkar er tvíþætt: Annars
vegar að vekja athygli á rann-
sóknum kvenna á ýmsum sviðum
um efni er snerta konur. Hins
vegar að vera konum sem stunda
rannsóknir hvatning til dáða og
samstöðu", sagði Gerður.
Fjöldamargar konur munu
flytja erindi á ráðstefnunni og má
nefna m.a. Önnu G. Jónasdótt-
ur, sem er kunn fræðikona á sviði
kvennarannsókna og er lektor
við háskólann í Örebro í Svíþjóð.
Fjallað verður um konur og bók-
menntir, listsköpun kvenna,
kvennarannsóknir í lögfræði,
konur á Grænhöfðaeyjum og
mörg eftirtektarverð erindi verða
flutt um konur fyrri alda, t.d. eld-
hússtörf, getnaðarvarnir, sjókon-
ur á íslandi og margt fleira. Þá
verður fjallað um kvennarann-
sóknir í raungreinum, t.d. nær-
ingarfræði, líffræði og læknis-
fræði, en gestafyrirlesari er Ul-
rike Schildmann frá Berlín. Hún
fjallar um heilbrigðismál kvenna
og viðhorf til tæknifrjóvgunar.
Erindin sem flutt verða munu
gefin út og seld á ráðstefnurini,
auk plakats, sem Messíana Tóm-
asdóttir teiknar. Dagskrá verður
auglýst síðar, en ráðstefnan, sem
stendur í 3 daga, verður öllum
opin og getur fólk hlýtt á hluta
hennar eða einstaka fyrirlestra.
þs.
Gromiko hafði verið utanríkisráð-
herra í meira en aldarfjórðung.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN