Þjóðviljinn - 03.07.1985, Qupperneq 7
Um Ríkisútvarpið
Ákvæðin um Ríkisútvarpið í
nýju lögunum eru ummargt
breytt frá þeim gömlu sem
sett voru fyrir 14 árum. Veiga-
mestu breytingarnareru á
kaflanum um hlutverkstofn-
unarinnar. Hérverðurekki
lagt mat á þær breytingar en
lesendum til glöggvunar birt-
um við kaflann eins og hann
varogeinsog hannverður
þegar nýju lögin taka gildi.
í gömlu lögunum segir svo um
hlutverk Ríkisútvarpsins:
„Ríkisútvarpið skal stuðla að
almennri menningarþróun þjóð-
arinnar og efla íslenska tungu.
Það skal meðal annars flytja efni
á sviði lista, bókmennta, vísinda
og trúarbragða, efla alþýðu-
menntun og veita fræðslu í ein-
stökum greinum, þar á meðal
umferðar- og slysavarnarmálum.
Pað skal kappkosta að halda uppi
rökræðum um hvers konar mál-
efni, sem almenning varða, á
þann hátt, að menn geti gert sér
grein fyrir mismunandi skoðun-
um um þau. Það skal halda uppi
fréttaþjónustu og veita frétta-
skýringar. Það skal flytja fjölþætt
skemmtiefni við hæfi fólks á
öllum aldri. Útvarpsefni skal
miða við fjölbreytni íslensks
þjóðlífs, svo og við þarfir og óskir
minni hluta og meiri hluta. Veita
skal alla þá þjónustu, sem unnt er
með tækni útvarpsins og almenn-
ingi má að gagni koma. Ríkisút-
varpið skal í öllu starfi sínu halda
í heiðri lýðræðislegar grundvall-
arreglur. Það skal virða tjáning-
arfrelsi og gæta fyllstu óhlut-
drægni gagnvart öllum flokkum
og stefnum í opinberum málum,
stofnunum, félögum og einstak-
lingum.“
í nýju lögunum hljóðar sam-
svarandi kafli þannig:
„Ríkisútvarpið skal leggja rækt
við íslenska tungu, sögu þjóðar-
innar og menningararfleifð.
Ríkisútvarpið skal halda í heiðri
lýðræðislegar grundvallarreglur
og mannréttindi og frelsi til orðs
og skoðana. Pað skal gæta fyllstu
óhlutdrægni í frásögn, túlkun og
dagskrárgerð. Ríkisútvarpið skal
m.a. veita almenna fréttaþjón-
ustu og vera vettvangur fyrir mis-
munandi skoðanir á þeim málum
sem efst eru á baugi hverju sinni
eða almenning varða. Það skal
flytja fjölbreytt skemmtiefni við
hæfi fólks á öllum aldri. Sérstak-
lega skal þess gætt að hafa á boð-
stólum fjölbreytt efni við hæfi
barna, jafnt í hljóðvarpi og sjón-
varpi. Ríkisútvarpið skal flytja
efni m.a. á sviði lista og bók-
mennta, vísinda og sögu auk tón-
listar. Það skal veita almenna
fræðslu og gera sjálfstæða dag-
skrárþætti er snerta ísland og Is-
lendinga sérstaklega. Útvarps-
efni skal miða við fjölbreytni ís-
lensks þjóðlífs. Veita skal alla þá
þjónustu sem unnt er með tækni
útvarpsins og þjóðinni má að
gagni koma.“
Það sem kannski vekur mesta
athygli í þessum kafla laganna er
að ákvæðið um að útvarpið skuli
miða efni sitt við „óskir og þarfir
minni hluta og meiri hluta“ er
fallið út. Skyldi það vera með
ráðum gert?
Útvarpsráð
í kaflanum um útvarpsráð hafa
orðið nokkrar breytingar. í báð-
um útgáfum segir að ráðið skuli
taka „ákvarðanir um hversu út-
varpsefni skuli haga í höfuðdrátt-
um“ en felld er brott viðbótin „og
leggur fullnaðarsamþykkt á dag-
skrá, áður en hún kemur til fram-
kvæmda". Þess í stað koma orðin
„innan marka fjárhagsáætlunar".
Eins og í gömlu lögunum segir í
þeim nýju að ákvarðanir ráðsins
séu endanlegar en bætt er við
málsgreininni „Útvarpsstjóri get-
ur þó stöðvað gerð þegar sam-
þykkts útvarpsefnis þyki sýnt að
það reynist fjárhagslega ofviða".
Aðrar breytingar eru litlar
nema hvað stofnuninni er nú
heimilt „að hafa samvinnu við
aðra aðila um dagskrárgerð og
útsendingar". Einnig skal að því
stefnt að „koma upp aðstöðu til
dagskrárgerðar og hljóðvarps í
öllum kjördæmum landsins“.
Hingað til hefur einungis verið
rætt um landsfjórðunga. Loks er
ákvæði um að útvarpinu sé skylt
„að starfrækja fræðsluútvarp í
samvinnu við fræðsluyfirvöld og
skal veita til þess fé á fjárlögum“.
-ÞH
Fjölmiðlun
Allt
skal
frjálst
Nýju útvarpslögin eru ákaflega
opin og óljós. Þess vegna veltur á
miklu hvernig reglugerð
Ragnhildursetur.
Nýju
útvarpslögin
Ný útvarpslög uröu að veru-
leika á síðustu dögum þings-
ins nú í vor. Meðferð þeirra á
Alþingi verður sennilega lengi
í minnum höfð og einkenndist
af miklum flýti og flaustri eins
og Eiður Guðnason rakti ný-
lega í ágætri grein í ákveðnu
síðdegisblaði. Héráeftirverð-
ur greint frá höfuðatriðum
þessara laga og gerð tilraun til
að rýna í einstök atriði.
Eftir að hafa skilgreint hvað er
útvarp segir í 2. grein að öðrum
en Ríkisútvarpinu megi veita
leyfi til útvarps. „Skal starfa sér-
stök nefnd, útvarpsréttarnefnd,
sem veitir slík leyfi... og fylgist
með að reglum sé fylgt.
Útvarpsréttarnefnd skipa sjö
menn. Skulu þeir, ásamt jafn-
mörgum varamönnum, kosnir
hlutfallskosningu á Alþingi til
fjögurra ára. Menntamála-
ráðherra skipar formann og vara-
formann úr hópi hinna kjörnu
nefndarmanna.” Þetta er sami
háttur og hafður er á við kjör í
útvarpsráð.
Nú er búið að gefa réttinn til útvarps frjálsan og þá vaknar spurningin hvort
báðir njóti góðs af frelsinu, sendandinn og móttakandinn.
Skilyrt
svœðisútvarp
f 3. grein segir að útvarps-
réttarnefnd geti veitt „sveitar-
félögum og öðrum lögaðilum
tímabundið leyfi til útvarps fyrir
almenning á afmörkuðum svæð-
um.” Leyfi til svæðisútvarps
(bæði sjónvarps og hljóðvarps)
eru háð ýmsum almennum skil-
yrðum og meðal þeirra eru eftir-
farandi.
Leyfin eru bundin við metra-
og desimetrabylgjur og sér Póst-
ur og sími um úthlutun senditíðna
og segir fyrir um afl sendis.
„Óheimilt er að veita er-
lendum aðila leyfi til útvarps-
rekstrar, né félagi eða stofnun
þar sem eignarhlutdeild erlendra
aðila er meiri en 10%.” Á þessu
er þó undantekning hvað varðar
útvarpsstöð hersins á Keflavíkur-
flugvelli.
„Útvarpsstöðvar skulu stuðla
að almennri menningarþróun og
efla íslenska tungu. Útvarps-
stöðvar, er leyfi fá til útvarps,
skulu í öllu starfi sínu halda í
heiðri lýðræðislegar grundvallar-
reglur. Þeim ber að virða
tjáningarfrelsi og stuðla að því að
fram komi í dagskrá rök fyrir mis-
munandi skoðunum í umdeildum
málum.” Einnig er ákvæði um að
þeim sem telja tiltekna útvarps-
stöð brjóta í bága við þetta skil-
yrði og að þeim hafi verið synjað
um að koma sínum sjónarmiðum
á framfæri í dagskránni geta lagt
málið fyrir útvarpsréttarnefnd og
kveður hún upp „eins fljótt og við
verður komið” úrskurð sem er
bindandi.
Útvarpsstöðvum er skylt að
lesa tilkynningar sem varða al-
mannaheill og jafnvel rjúfa dag-
skrá ef svo ber undir.
Eftiriit með
dagskrá
„Útvarpsstöðvar, er fá leyfi til
útvarps, skulu gera útvarps-
réttarnefnd grein fyrir þeirri dag-
skrárstefnu sem fyrirhuguð er.”
Einnig ber að tilkynna ábyrgðar-
mann stöðvarinnar og er hann
ábyrgur fyrir efni stöðvanna fyrir
lögum.
Næst kemur klausa sem fáum
hefur tekist að skilja, en hún
hljóðar svo: „Óheimilt er að aðrir
aðilar en sá, sem leyfi hefur til
útvarpsrekstrar, kosti almenna
dagskrárgerð þótt ekki gildi það
um einstaka dagskrárliði.” Þarna
mun vera átt við það að utanað-
komandi aðili, td. stórfyrirtæki,
megi ekki fjármagna alla
Miðvikudagur 3. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7