Þjóðviljinn - 03.07.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Síða 9
MENNING Úr sýningunni The Mysteries Lundúnir Frá Þjóðleikhúsi Breta Breska Þjóðleikhúsið er mikil bygging og mcrkileg leiklistar- stofnun sem stendur á suður- bakka Tempsár skammt frá Waterloobrúnni, innan um aðrar mcrkar menningarstofnanir svo sem Hljómleikahöll Elisabetar drottningar og Bresku kvik- myndastofnunina. í þessari bygg- ingu eru þrír ieiksalir sem samtals rúma 2.500 manns í sæti, stærst- ur er Oliviersalurinn með opið svið, síðan Lyttleton með ramma- svið og minnstur er Cottersloe, þar sem leiksvæði og áhorfenda- svæði má breyta að vild. Þjóð- leikhúsið býður upp á að minnsta kosti 6 sýningar samtímis og hef- ur haldið uppi háum listrænum kröfum. En þetta hús er dýrt í rekstri og opinberir styrkir hafa ekki hækkað til jafns við verð- bólgu,þannig aðnýverið neyddist stjórn hússins til að loka Cottersloesalnum um stundar- sakir - hann verður að vísu opn- aður aftur i september, þar sem borgarráð Lundúna hefur sam- þykkt sérstaka fjárveitingu til hússins. Coriolanus En á Oliviersviðinu er verið að sýna Coriolanus eftir William Shakespeare í uppsetningu þjóð- leikhússtjórans sjálfs, Peters Hall. Coriolanus er ekki meðal þeirra leikrita Shakespeares sem oftast eru sýnd, það er dálítið þungt og erfitt í meðförum, hetj- an vekur fremur andúð en að- dáun og það er að mestu laust við þann leiftrandi skáldskap í ein- tölum sem öðru fremur einkennir flest leikrit skáldsins. En þetta er pólitískasta verk Shakespeares og eitt hið margslungnasta, og ef vel tekst til með uppsetningu, einsog gerðist í þetta skipti, getur það talað mjög sterkt til nútím- ans. Leikritið byggir á frásögn Plut- archs af atburðum sem gerðust í Róm í kringum 490 f.Kr. Róm- verjar eiga í útistöðum við ná- granna sína Volska (Róm var þá bara pínulítið borgríki og lýð- veldið var nýstofnað), og hetjan Caius Martius bjargar þeim frá algerum óförum með því að brjótast einn síns liðs inn í borg- ina Corioli og ganga milli bols og höfuð á óvinunum. Fyrir þetta afrek er hann sæmdur tignar- heitinu Coriolanus og senatið út- nefnir hann konsúl. En til þess að geta gegnt þessu valdamikla embætti verður hann að hljóta viðurkenningu lýðsins, koma fram fyrir hann í tötrum, sýna sár sín og biðja auðmjúklega um stuðning. Coriolanus er gífurlega stoltur patrisíi og neitar fyrst al- farið að lítillækka sig þannig fyrir plebejunum, en þegar hann loks lætur tilleiðast er hann svo hroka- fullur að alþýðufulltrúunum tekst að telja lýðinn á að gera hann brottrækan frá Róm. í bræði sinni snýst Coriolanus gegn Róm, gerir bandalag við Volska og er á leið til Rómar með her, drepandi og brennandi. Rómverjar eru ráðalausir, þar til móðir og kona Corelianusar ná fundi hans og tekst að fá hann til að hætta her- förinni. Volskar drepa síðan Cor- iolanus. Það er gott dæmi þess hve Shakespeare er mikill jafnvægis- snillingur í persónusköpun sinni að þetta leikrit hefur verið lesið og leikið bæði sem viðvörun gegn hættum einræðis og harðstjórnar og sem árás á heimskan og ráð- villtan almúgann sem er ófær um að stjórna og snýst gegn bjarg- vætti sínum. Uppfærsla Peters Hall fer enn eina leið. Hér eru allir karlmennirnir gerðir ómerkilegir og hættulegir, hinar einu sönnu hetjur eru konurnar, sem tekst á síðustu stundu að höfða til mannúðar Coriolanusar og stöðva drápsæði hans. Ian McKellen leikur Coriolan- us af fádæma krafti með höfuð- áherslu á hroka og blóðþorsta persónunnar. Hrikalegar eru bardagasenurnar þar sem hann verður sífellt blóðugri og fötin tætast utan af honum, þangað til hann stendur uppi á brókinni alblóðugur frá hvirfli til ilja. En McKellen á fleiri strengi og best- ur er hann í atriðinu þar sem hann brotnar saman og verður aftur lít- ill drengur og grætur. Það atriði allt var snilldarlega gert og hápunktur sýningarinnar, ekki síst fyrir þá mannúð sem geislaði af Irene Worth í hlutverki móðurinnar. Eitt af því sem snjallast er í þessari sýningu er notkun bún- inga til að undirstrika samsvar- anir í nútímanum. Þeir eru mjög snjöll blanda af gömlu og nýju, t.d. er annar alþýðufulltrúinn klæddur (og í öllu fasi og tali) alveg einsog formaður verkalýðs- félags, en er svo stundum í róm- verskri skikkju utan yfir. Þetta varð til þess að mér varð ósjálf- rátt hugsað til Margrétar Thatch- er og Falklandseyjastríðsins meðan á sýningunni stóð. The Mysteries En merkasti leiklistar- viðburður í London á þessu méli er utan nokkurs vafa endur- sköpun Cottersloehóps Þjóð- leikhússins á alþýðlegum mið- aldahelgileikjum, þrjú leikrit sem saman ganga undir nafninu The Mysteries. Vegna þess að Cottersloesalurinn er lokaður voru sýningarnar fluttar í gamla Lyceumleikhúsið og ganga nú þar fyrir fullu húsi og ætti enginn sem tækifæri hefur að láta fram hjá sér fara. Þessi leikrit heita Mystery Plays á ensku, en til forna merkti mystery iðn eða handverk, og þessi leikrit voru flutt af hópum iðnaðarmanna, sem gjarnan tóku að sér þá hluta verkanna sem snertu þeirra iðn, t.d. sáu bakar- arnir um síðustu kvöldmáltíðina og naglagerðarmenn um kross- festinguna. Leikritin fjalla um öll helstu atriði sköpunarsögunnar og samskipta guðs og manna. Leikhópurinn hefur fengið skáldið Tony Morrison til liðs við sig til að setja saman texta úr þessum mikla bálki og hefur það tekist mjög vel. Fyrsta leikritið, The Nativity (Fæðingin) byrjar á sköpun heims og manns, segir frá Abraham og Nóa og endar á fæð- ingu Jesú. Annar hlutinn The Passion (Píslarsagan) greinir frá pínu og dauða Krists, en þriðji hlutinn Doomsday (Dómsdagur) segir frá för Krists til heljar, upp- risu hans og loks frá sjálfum dómsdegi. Leikritin eru sýnd hvert í sínu lagi, en á laugar- dögum gefst kostur að sjá þau öll sama daginn, frá 11 um morgun til 10 um kvöld, og var það mér ógleymanleg reynsla. Uppsetningaraðferðin er það sem kallað er „promenade the- atre” á ensku, mætti kannski kalla það spásseringarleikhús, en það byggist á því að leikið er á stóru opnu svæði, sem er jafn- framt áhorfendasvæði. Leikurinn berst síðan fram og aftur um svæðið en áhorfendur fylgja gangandi á eftir, ellegar þeir sitja á gólfinu. Þetta skapar mjög skemmtileg tengsl milli leiksins og áhorfenda og veitir áhorfend- unum miklu meiri samkennd en venjulegt leikhús gerir. í Lyceum eru að vísu einnig sæti uppi á pöllum, en ég hygg að það sé meira spennandi að vera í göngu- liðinu niðri á gólfi. Frásagnarmátinn er fyrst og fremst einlægur og alþýðlegur, enda er þetta upphaflega sönn alþýðulist. Gamalkunnar sögur urðu ferskar í þessum flutningi og var gaman að bera saman í hug- anum ferskleika og fyndni þess- arar sýningar við þá slepjulegu og væmnu framsetningu sem maður á að venjast t.d. í kvikmyndum. Sýningarnar eru fullar af snjöllum hugmyndum, ég nefni sem dæmi að djöfullinn og árar hans eru leiknir af skolpræsa- hreinsurum vopnuðum tækjum sinnar stéttar. En það er vonlaust að ætla sér í stuttu máli að reyna að gefa hugmynd um þá miklu auðlegð og uppáfinningasemi sem sýningarnar bjóða upp á. Þær eru hins vegar sönn nýjung, frumleg listsköpun sem yfirstígur venjubundna flokkun - er þetta tilraunaleikhús, samfélags- leikhús, alþýðuleikhús? Það er sannarlega ánægjulegt að breskt leikhús skuli enn búa yfir krafti og þori til þessháttar nýsköpun- ar, en það er um leið sorglegt að sá salur þar sem þessi nýsköpun fór fram skuli nú vera lokaður sökum fjárskorts. Sverrir Hóimarsson Gaukur ó Stöng Lyst- auki Gaukur á Stöng mun í júlímán- uði fara af stað með enn eina nýj- ungina í veitingahúsarekstri hér- lendis, mat með leikþætti. Leik- hópurinn „Lyst-auki”, þau: Barði Guðmundsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Þór Túliníus hafa æft leikþátt til sýninga í veit- ingahúsum, en slíkar sýningar hafa mjög rutt sér til rúms í er- lendum veitingahúsum undan- farin ár. Leikþátturinn er í léttum dúr og mun vonandi bæta meltingu matargesta, nefnist hann: Björn- inn - brandari í einum þætti, e. Anton Tjekov í þýðingu Kára Halldórs Þórssonar. Boðið er upp á sýninguna sem ábót með mat í neðri-sal mánu- dags-, þriðjudags- og miðviku- dagskvöldin 8.-24. júlí. Tekið verður á móti pöntunum í síma 11556. Einnig er hægt að kaupa „Mat m/leikþætti” á staðn- um. Fimmtudagur 4. júli 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.