Þjóðviljinn - 03.07.1985, Page 12

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Page 12
ALÞYÐUBANDALAGHD Ball/teiti/knall/skrall Ball verður haldið að Hverfisgötu 105, laugardaginn 6. júlí og hefst kl. 21.00. Verður dansað fram eftir sumarnóttinni og ýmislegt gert til þess að skemmta sér. Arthur Scargill heldur ræðu og Mick Jagger tekur lagið við undirleik Steinanna. Veitingar verða á boðstólum og því þarf kvenfólkið aðeins að koma ný rakað og karlmennirnir vel málaðir. Undirbúningsnefndin fyrir 12. heimsmót æskunnar. ps. takið með ykkur vini og félaga. Hellissandur Fundurinn sem auglýstur var á Hellissandi fimmtudaginn fellur niður af sérstökum ástæðum. - Alþýðubandalagið. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Ferðalangar Ath. Sumarferð Æskulýösfylkingarinnar er frestað vegna óviðráðanlegra ástæðna. - Ferðanefnd. Nokkrir sumarglaðir við upphaf landsferðar. Hopp og hí Sumargleðin hafin Fimmtán ára afmæli Skemmtiflokkurinn Sumargleðin er væntanlegur til Austfjarða næstu helgi, og hefur þegar hafið árlega sumaryfirreið sína um landið. í hópnum eru tíu manns, þar á meðal skemmtikraftarnir Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Hermann Gunnarsson, Magnús Ólafsson, Bessi Bjarnason o.fl. Þetta er í fimmtánda sinn sem Sumargleðin fer um landið, og mun vera sérstakur afmælishátíðarbragur á dagskránni af því til- efni. Sumargleðiskemmtun felst í tveggja tíma skemmtidagskrá með dansleik á eftir. Vatnaskógur Noirænt drengjamót Dagana 4. -10. júlí munu drengir frá nær öllum Norðurlöndun- um koma saman á norrænu drengjamóti í Vatnaskógi. Landssam- band KFUM á íslandi stendur að undirbúningi mótsins, en slík mót eru haldin til skiptist á Norðurlöndunum annað hvert ár. Heiti samkomunnar er „Landnámsmótið 1985“ og á að minna á landnám íslands fyrir rúmum 11 öldum. Á mótinu verður keppt í ýmsum íþróttum fornmanna og víkingar munu koma í heimsókn. Auk þess munu drengirnir iðka hestamennsku, veiðar, leiki og útilíf. -gg- 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN iMiðvikudagur 3. júlí 1985 SKUMUR ÁSTARBIRNIR FOLDA KROSSGATA NR. 52 Lárétt: 1 sjávargangur 4 listi 6 hár 7 kerra 9 sjóða 12 illvirki 14 hvíla 15 bit 16 nagla 19 bjartur 20 hræddist 21 göfug Lóðrétt: 2 sefa 3 fiönd 4 ferill 5 hrædd 7 forðast 8 bragðgóð 10 sjónglerið 11 ásýnd 13 reiðu 17 fugl 18 þýfi Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 væll 4 sult 6 eik 7 auli 9 ísak 12 étinn 14 bát 15 ali 16 týndu 19 kvik 20 Óðin 21 rissa Lóðrétt: 2 æru 3 leit 4 skín 5 lúa 7 afbaka 8 léttir 10 snauða 11 kvikna 13 inn 17 ýki 18 dós.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.