Þjóðviljinn - 03.07.1985, Qupperneq 13
Ungtemplarareglan
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Spjallað við Halldór Kristjánsson í tilefni afaldarafmœli
fyrstu stúkunnar í Reykjavík í dag
Grundarfjörður
50 manns
í Jóns-
Það varð að samkomulagi, að
Pjóðvilinn ætti viðtal við ein-
hvern af fyrirmönnum templara í
Reykjavík í tilefni þess að í dag
eru rétt 100 ár liðin síðan fyrsta
stúka templara var stofnuð í
Reykjavík. Það var stúkan Verð-
andi nr. 9, sem nú á hundrað ára
feril að baki.
Þingstúka Reykjavíkur er
svæðissamband ' stúkumanna í
Reykjavík formaður hennar er
Halldór Kristjánsson. Hann svar-
ar nú nokkrum spurningum.
Hvaðan barst félagsskapur
templara hingað?
Góðtemplarareglan nam land
á Akureyri. Það var norskur
skósmiður, Ole Lied, sem stofn-
aði þarstúkuna ísafold 10. janúar
1884 samkvæmt umboði frá stór-
stúku Noregs. En meðal þeirra
ísafoldarmanna voru tveir, sem
höfðu kynnst reglunni í Skot-
landi. Það voru þeir Björn Páls-
son og Ásgeir Sigurðsson, sem
lengi stjórnaði versluninni Edin-
borg í Reykjavík.
Stúkan ísafold sendi Björn
Pálsson til Reykjavíkur og hann
stofnaði stúkuna Verðandi nr. 9
með 33 mönnum 3. júlí 1885. Og
þá urðu þáttaskil í menningarlífi
höfuðstaðarins.
Hvernig er það rökstutt?
Þetta var í fyllingu tímans því
að það var að myndast jarðvegur
fyrir almenn félög. Stúkurnar
voru fyrstu félög, sem alþýðu-
menn tóku verulegan þátt í.
Þarna sátu saman menn úr öllum
stéttum, karlar og konur. Því
sagði Gestur Pálsson, að reglan
væri „til að þíða stéttaklakann
kalda“, kenna í reynd að bræður
erum við.“
Stúkurnar urðu félagsmála-
skóli. Þá var talað um stúku-
mælgi. Og út frá stúkunum
mynduðust ýmis konar félög eins
og Leikfélag Reykjavíkur og
Glímufélagið Ármann. Svo má
minna á það, að Sigurður Eiríks-
son regluboði stofnaði jöfnum
höndum stúkur og sjómannafé--
lög, Bárufélögin. Og eftir alda-
mótin spruttu svo ungmennafé-
lögin af þessari félagslegu vakn-
ingu og þau bjuggu mjög að arfi
frá templurum.
Það tengist þessu margt annað
en sjálft bindindisstarfið.
En hvað um bindindismálið?
Það má segja, að bindindis-
boðun hafi átt upphaf sitt á ís-
landi með Fjölnisbindindinu á
fimmta tug aldarinnar. Það fjar-
aði fljótt út, en þó var alltaf öðru
hverju eftir það verið að stofna
bindindisfélög. En það urðu
auðvitað greinileg skil þegar
bindindisfélög af alþjóðlegum
tenglsum fóru að starfa í Reykja-
vík. Ég held að Jón Ólafsson rit-
stjóri og Indriði Einarsson hafi
verið mestu áhrifamenn við að
móta félagsskap templara hér á
landi, en Ólafur Rósinkrans var
tvímælalaust sá sem félagsstarf í
Verðandi rnæddi mest á fyrstu
áratugina. Og stúkurnar í
Reykjavík áttu mikinn þátt í
styrk og starfi bindindishreyfingu
þjóðarinnar.
Hvað hefur svo áunnist?
Ég held að bindindisboðun í
hundrað ár verði seint ofmetin.
Þannig hafa ýmsir verið varðir
fyrir því að byrja áfengisneyslu.
Það er stundum spurt, hvað stúk-
urnar geri fyrir vínhneigða menn.
Hvers þurfa þeir? Þeir þurfa
♦~a»
messu-
gleði
Unglingarnir böðuðu
sig ísjónum um nóttina
Alþýðubandalag Grundar-
fjarðar gekkst fyrir sinni árlegu
Jónsmessuhátíð 23. júní. Lagt
var af stað frá Ásakaffi og ekið
sem leið liggur til Sigurvins
Bergssonar og konu hans Val-
gerðar Haraldsdóttur, en þau
búa að Krossnesi hér í sveit. Það-
an var gengið undir þeirra leið-
sögn að Krossnesvita og niður í
Sandvík, þar sem unglingarnir
Stjörnuljósin blika á Jónsmessunótt. Ölafur Guðmundsson Grundfirðingur útdeilir Ijósinu. Mynd: Rósant Egilsson.
fengu sér sundsprett í köldum
sjónum. Að því loknu voru grill-
aðar pylsur, kveikt í flugeldum og
alls kyns blysum, auk þess sem
yngstu þátttakendurnir fengu
stjörnuljós. Að þessu loknu var
svo sest niður og sungið fram eftir
kvöldi.
Fólki í þessum ferðum fer
stöðugt fjölgandi og í þessari ferð
voru um 50 manns.
Rósant.
Halldór: Mörg rök til þess að íslensk bindindishreyfing eflist á komandi árum.
bróðurlegt samfélag og áfengis-
laust umhverfi. Þetta býðst þeim í
stúkunum. Og þannig hafa þær
mörgum hjálpað.
Svo er í öðru lagi sú andlega
fullnæging og lífsfylling, að vinna
af heilum huga í góðum félags-
skap.
Og er ykkur nú bjart fyrir aug-
um?
Stundum svara menn já og nei
eða bæði og. Útlitið er svart.
Bindindissemi er lítil. Félög okk-
ar hafa ekki endurnýjað sig eins
og þarf síðustu árin. En nú virð-
ist, sem krakkar 12-15 ára séu
bindindissinnaðri en jafnaldrar
þeirra fyrir nokkrum árum. Svo
eru mörg jákvæð teikn víða um
lönd. Þar má fyrst nefna nýbind-
indið í bandaríkjunum. Það byrj-
ar ekki beinlínis sem bindindis-
hreyfing, heldur sem viðnám
gegn ökuslysum og ölvun við
akstur. En ætli maður að aka án
ölvunar heim frá
skemmtistaðnum heldur hann sér
við óáfenga drykki. Þá er ekki
annað rökrétt en að drekka skað-
lausa drykki. Og það er bindindi.
í öðru lagi má svo nefna þær
tilraunir sem gerðar hafa verið á
ýmsum stöðum til að bæta
drykkjuvenjur fólks með því að
auðvelda fólki aðgang að léttari
tegundum svo sem áfengu öli.
Þetta var líka svona á fyrri öld.
Fyrsta viðnámið voru hófsemdar-
félög, bjórfélög og þess háttar.
Nú eins og þá munu menn átta sig
á því, að slíkt er gagnslaust.
Þessi mál hafa verið meira og
betur athuguð síðustu ár, en
nokkru sinni fyrr. Hér er frá
mörgu að segja ef tími væri til.
Aðalatriðið er það að nú vita þeir
sem vilja vita að vandræði og tjón
af áfengisneyslu stendur í föstu
hlutfalli við það hvað drukkið er.
Leiðin til betri tíma er því undir
því komin, að minna og sjaldnar
verði drukkið. Það næst með því,
að þeim fjölgi sem aldrei hafa
áfengi um hönd eða halda því að
öðrum. Og það er eðlilegt að
menn bindist félagsskap um þá
lífsstefnu.
Þannig eru mörg rök til þess að
íslensk bindindishreyfing eflist á
komandi árum. Mér virðist, að
við getum nú tekið okkur í munn
herhvöt Jóns Trausta:
Heyrðu yfir höfin gjalla
harmaslag hins nýja dags.
Kenna í reynd að bræður erum við