Þjóðviljinn - 03.07.1985, Page 15

Þjóðviljinn - 03.07.1985, Page 15
Grand-Prix Hohn var of sterkur Einar annar og vann Petranoff Einar Vilhjálmsson varð að láta í minni pokann fyrir sjálfum heimsmethafanum í spjótkasti, Uwe Hohn, á Grand-Prix mótinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Hohn sigraði með glæsilegu kasti, 95,52 metra, en Einar varð í öðru sæti með 89,32 metra. Einar bar nú sigurorð af Bandaríkjamanninum Tom Petranoff, fyrrum heimsmethafa, sem varð þriðji með 85,94 metra. Finni var fjórði með 81,22 metra og sænski methafinn Dag Wen- lund fimmti með 80,12 metra. Einar er áfram hæstur í stiga- keppni Grand-Prix mótanna, hefur 35 stig eftir fjögur mót. Oddur Sigurðsson keppti í 400 m hlaupi og varð fimmti á 47,68 sekúndum. Mark Roe frá Banda- ríkjunum sigraði, hljóp á 45,56 sek.__________________—VS Frjálsar íslantísmet Svanhildar Svanhildur Kristjónsdóttir, Breiðabliki, setti í gærkvöidi nýtt ís- landsmet í 200 m hlaupi kvenna á móti í Óðinsvéum í Danmörku. Hún bætti fjögurra ára gamalt met Oddnýjar Arnadóttur um 3/io úr sekúndu, hljóp á 24,3 sekúndum og sigraði í hlaupinu. Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE, stóð sig vel og sigraði í þremur grein- um. Hljóp 100 metra á 10,7 sek, 200 metra á 21,4 og 400 metra á 47,7 sek- úndum. Unnar Vilhjálmsson sigraði í hástökki með 2,05 metra og Valdís Hallgrímsdóttir í 400 m hlaupi kvenna á 57,4 sek. Þá urðu íslenskar stúlkur sigursælar í kastgreinunum en náðu ekki sérstökum árangri þrátt fyrir það. _VS ★★★★★★★★★★★★★★★★ Stjörnuliðið Valþór nýliði Guðmundur Torfa- son inn á nýjan leik Guðmundur Torfason, Fram, og Valþór Sigþórsson, ÍBK, koma inní Stjörnulið Þjóðviljans eftir 8. umferð 1. deildarinnar í knatt- spyrnu. Guðmundur vinnur sig inn á ný, á kostnað Inga Björns Albertssonar, en Valþór er í lið- inu í fyrsta sinn, í stað Hálfdáns Örlygssonar. í Stjörnuliðinu eru jafnan þeir 11 leikmenn sem flestar stjörnu hafa hlotið í stjörnugjöf Þjóðvilj- ans fyrir einstaka leiki. Liðið lítur þá þannig út, stjörnufjöldi í svig- um: Markvörður: Halldór Halldórsson, FH (9) Varnarmenn: Guðjón Þórðarson, (A (10) Guðni Bergsson, Val (9) Freyr Sverrisson, (BK (8) Valþór Sigþórsson, (BK (7) Tengiliðir: Árni Sveinsson, (A (8) Ómar Torfason, Fram (12) Siguróli Kristjánsson, Þór (10) Framherjar: Ragnar Margeirsson, ÍBK (12) Guðmundur Steinsson, Fram (9) Guðmundur Torfason, Fram (7) Ragnar er því í fyrsta sinn í sumar ekki einn með flestar stjörnur, Ómar Torfason hefur náð honum. -VS - ÍÞRÓTTIR Hörður Jóhannesson skorar fyrsta mark sitt og Skagamanna á KR-vellinum í gærkvöldi, minnkar muninn í 2-1. Þrír KR-ingar fá ekki rönd við reist og þeir réðu ekki við Hörð í leiknum því hann skoraði þrjú marka ÍA. Mynd.: E.ÓI. Bikarinn Þrenna Harðar Sveiflukenndur baráttuleikur á KR-vellinum, KR komstí2-0 en ÍA vann 5-3 eftirframlengingu. KR jafnaði3-3 á síðustu mínútu. Bikarmeistararnir í8-liða úrslit. Það var sannkallaður bikar- leikur á KR-vellinum í gærkvöldi. Gífurieg barátta og harka og ann- ars ágætur dómari þessa erfiða leiks, Sveinn Sveinsson, leyfði mönnum að komast upp með full mikla hörku og röfl. Bikarmeist- arar síðustu þriggja ára, Skaga- menn, hófu bikarvörnina með því að ieggja KR-inga að velli 5-3 eftir framlengdan leik! KR-ingar voru betri í upphafi og eftir 15 mínútna leik náðu þeir forystunni með mark Willums Þórssonar eftir að Birkir mark- vörður Kristinsson hafði ekki haldið skoti Sæbjarnar Guð- mundssonar. KR-ingar héldu áfram að sækja ívið meira og náðu tveggja marka forystu eftir 30 mínútur - Ásbjörn Björnsson skallaði í mark eftir hornspyrnu. Þá fyrst fóru Skagamenn að sýna hvað í þeim býr og þeir pressuðu stíft það sem eftir var hálfleiks. Á 41. mín. náðu þeir að minnka muninn og það var Hörður Jó- hannesson sem skoraði fallegt mark eftir laglegt spil. Skagamenn hófu seinni hálf- leik með mikilli sókn og pressuðu ákaft. En þeir voru þó heppnir að Birni Rafnssyni skyldi ekki takast að skora eftir mikil mistök í Skagavörninni en þá skaut hann framhjá eftir að hafa komist framhjá Birki markverði. Það var síðan á 62. mín. sem Hörður jafn- ar með mjög fallegu skallamarki eftir sendingu Árna Sveinssonar, 2-2. Þá komu KR-ingar aftur meirainníleikinnená75. mín. er dæmd vítaspyrna á KR, nokkuð hæpinn dómur, eftir að Hörður var felldur í vítateigshorni. Júlíus Ingólfsson skoraði örugglega, 2- 3. Þær 15 mín. sem eftir voru pressuðu KR-ingar og lögðu allt í sölurnar til að jafna. Það var ekki fyrr en á 90. mínútu, þeirri síð- ustu, sem það tókst - Hálfdán Örlygsson átti langa sendingu fyrir markið og Stefán Pétursson skallaði í netið, 3-3. Framlenging tók við. Hún hafði ekki varað nema í 4 mínútur þegar Sveinbjörn Há- konarson slapp í gegnum KR- vörnina og skoraði örugglega, 3- 4. Við þetta virtust KR-ingar missa vonina og Skagamenn voru allan tímann sem eftir var mun harðari á boltann og nær því að bæta við en KR að jafna. Það var síðan á næst síðustu mínútu fram- lengingarinnar, 119. mínútu leiksins, sem Hörður gulltryggði sigur ÍA með fallegu skoti af markteig. 3-5 og Hörður með þrennu. Karl Þórðarson, Sveinbjörn og Hörður voru bestir Skagamanna sem sýndu mikla baráttu en Sæ- björn, Júlíus Þorfinnsson og Hálfdán sýndu bestan leik KR- mga -pv Hafsteinn láðinn! Hafsteinn Tómasson hefur tekið við þjálfarastöðunni hjá X. deildarliði Víkings í knattspyrnu og stjórnaði hann fyrstu æfingunni sinni í gær- kvöldi. Hann tekur við af Birni Arna- syni en mikil misklíð var búin að eiga sér stað innan félagsins áður en af þessu varð. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Þjóðviljans frétti Björn ekki af þessu fyrr en hann las eitt dagblað- anna í gærmorgun en leikmönnum var tilkynnt þessi ákvörðun stjórnar- innar í fyrrakvöld. Leikmenn höfðu á fundi um helgina ákveðið að standa við bakið á Birni en munu, að því er Þjóðviljinn hermdi í gærkvöldi, samt sætta sig fyllilega við nýja þjálfarann. -VS Bikarinn Fjörugt í Sandgerði Reynir komst í 2-0 og 3-2 en Þór vann að lokum Þórsarar frá Akureyri máttu hafa fyrir því að komast í 8-liða úrslit bik- arkeppninnar í knattspyrnu - þeir sigruðu Reyni 5-3 í Sandgerði í fjör- ugum og spennandi leik í gærkvöldi. 3. deildarliðið var óvænt komið í 2-0 eftir 17 mínútur. Á 13. mín. tók Þórður Þorkelsson aukaspyrnu, Baldvin Guðmundsson markvörður Þórs hélt ekki skoti hans og Ari Haukur Arason skoraði af stuttu færi. Á 17. mín. lék Þórður Ólafsson að endamörkum og sendi fyrir Þórs- markið, Sigurður Guðnason kom á fleygiferð og þrumaði í netið, 2-0. En Þórsarar svöruðu strax á næstu mínútu. Jónas Róbertsson var felldur í vítateig Reynis og skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni, 2-1. Fyrri hálfleikur var jafn og mátti vart á milli sjá. Þórsarar náðu góðum tökum á leiknum eftir hlé og á 50. mínútu jafn- aði Kristján Kristjánsson með óverj- andi lágskoti eftir varnarmistök Sandgerðinga. En heimamenn gáfust ekki upp, strax á næstu mínútu gaf Pétur Brynjarsson á Sigurð sem lék á Baldvin og skoraði sitt annað mark, 3-2. Á 59. mínútu jöfnuðu svo Þórsarar og það var búið að liggja í loftinu. Oskar Gunnarsson tók aukaspyrnu og Siguróli Kristjánsson skallaði í netið, 3-3. Nú voru Þórsarar komnir með undirtökin og á 69, mín. fékk Kristján boltann óvænt eftir varn- armistök Reynismanna og skoraði,3- 4. Fimm mínútum fyrir leikslok gaf svo Siguróli á Jónas sem gerði sitt annað mark og tryggði Þór endanlega sæti í 8-iiða úrslitunum, 3-5. Fjörugur og skemmtilegur leikur og góð frammistaða Reynismanna. Skúli Jónsson markvörður var besti maður vallarins og Sigurður og Júlíus Jónsson léku einnig vel. Jónas, Sigur- óli og Kristján voru bestir Þórsara. Ragnar Örn Pétursson dæmdi leikinn mjög vel. -ÞBM/Suðurnesjum Bikarinn Víðir þurfti vítakeppni Árvakur nálœgtsigrigegn 1. deildarliðinu Það var án efa erfitt fyrir ókunnug- an að skera úr um hvort Árvakur eða Víðir léki í 1. deild ef dæma átti eftir leik liðanna í 16-liða úrslitum bikar- keppninnar í gærkvöldi. Árvakur, sem leikur í 4. deild, stóð fyllilega uppi í hárinu á Garðsliðinu en varð að lúta í lægra haldi, 3-5, eftir vitakepp- ni. Haukur Arason fékk fyrsta fætið, á 8. mínútu, og skaut þá framhjá marki Víðis. Einar Ásbjörn átti tvö góð skot að marki Árvakurs, framhjá og varið, áður en hann hvarf meiddur af velli á 23. mín. Árvakur tók forystu á 25. mínútu. Skyndisókn, stungusending á Árna Guðmundsson sem skoraði laglega, 1-0. Víðismenn sóttu mjög eftir markið, en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi fyrir hlé. Víðismenn efldust eftir hlé en leik- menn Árvakurs börðust fyrir sínu og áttu mörg skyndiupphlaup með Ragnar Hermannsson fremstan í flokki. Á 75. mín. fékk Víðir horn- spyrnu og Rúnar Georgsson potaði boltanum í netið eftir að bjargað hafði verið á línu, 1-1. Ragnar komst síðan einn innfyrir Víðisvörnina þremur mínútum fyrir leikslok en Gísli Heiðarsson markvörður Víðis bjargaði glæsilega. Framlengingin einkenndist af miðjuþófi, Árvakur fékk besta færið í síðari hlutanum en Ragnar lét Gísla verja frá sér. Víðir vann síðan víta- keppnina - Árvakur úr leik eftir hetjulega frammistöðu. Leikmenn Árvakurs voru rnjög frískir, fljótir og mun sneggri í öllum sínum aðgerðum en Víðismenn. Ragnar Hermannsson, Ólafur Ólafs- son og Lárentínus Ágústsson mark- vörður voru bestir hjá 4. deildarlið- inu. Hjá Víði var Gísli markvörður langbestur og einnig léku Guðjón Guðmundsson, Gísli Eyjólfsson og Rúnar Gerogsson þokkalega. Gísli Guðmundsson dæmdi vel. - hs Miðvikudagur 3. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.