Þjóðviljinn - 16.07.1985, Qupperneq 1
HEIMURINN
ATVINNUUF
ÍÞRÓTTIR
MANNLÍF
Nýsköpun í fiskvinnslu
Ný skýrslafrá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Tvífrysting afla
varðveitir ferskleikaeinkenni fisksins enn betur en með geymslu í ís.
Vatnstap eykstekki. Hefurekkiáhrifááferð. Gœti stórbœtt hag
fiskvinnslufólks og fiskvinnslunnaríheild. Avallt til úrvals hráefni
Niðurstöður rannsókna, sem
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins gerði fyrir Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og Sjávarafurða-
deild SÍS sýna, að gæði aflans
minnka ekki við tvífrystingu.
Þetta kemurfram í skýrslu, sem
Alda Möller hefur nýverið gert á
vegum Rannsóknastofnunar-
innar.
Tvífrysting afla, sem felur í sér
að fiskurinn er fyrst heilfrystur
um borð í frystiskipi og síðan
þíddur og unninn í landi, getur
skapað grundvöll fyrir algjöra ný-
sköpun í fiskvinnslu. Tvífrysting
myndi tryggja að ávallt væri til
úrvals hráefni í frystihúsum, og
hægt væri að velja hráefni til
vinnslu eftir þörfum markaðarins
hverju sinni, í stað þess að nú fer
vinnslan eftir því hve mikið aflast
hverju sinni.
Áhrif aflatoppa eins og oft
verða myndu hverfa að mestu, en
einmitt nú þessa dagana eru fisk-
vinnslufyrirtækin í vandræðum
vegna þess hve mikill afli berst á
land en aftur á móti fólksfæð í
vinnslunni. Það breytta fyrir-
komulag, sem tvífrystingin mun
hafa í för með sér, gæti stórbætt
kjör fiskvinnslufólks og hin sí-
felldu mannréttindabrot, sem
framin eru á þessu fólki, yrðu
jafnvel úr sögunni.
í skýrslu Öldu Möller segir, að
með frystingu um borð í veiði-
skipum skapist aðstæður til að
vernda ferskleikaeinkenni fisks-
ins mun betur en við geymslu í ís.
Vatnstap fisksins yrði síst meira
en þyngdarrýrnun við geymslu í ís
fyrir venjulega landvinnslu. Tví-
frysting hefur ekki áhrif á áferð
físksins.
Það er því ljóst ef marka má
þessar niðurstöður og fleiri sem
gerðar hafa verið erlendis, að nú
eru allar forsendur fyrir því að
hefja nýsköpun í sjávarútvegi á
íslandi og þær fregnir, sem Þjóð-
viljinn hefur haft af tilraunum
frystihúsa með þessa nýju aðferð
vekur von um framkvæmd henn-
ar.
-gg-
Sjá bls. 5-6
Áfengi
Rússar
brjóta lögin
Moskvu 15/7 Reuter. - Lög-
reglan í Sovétríkjunum hefur
skráð 15.000 brot á lögum um
áfengissölu sem sett voru fyrir
mánuði. Samkvæmt lögunum er
óheimilt að selja áfengi nema
milli kl. 14 og 19 á daginn og alls
ekki á opinberum stöðum eða í
nágrenni við vinnustaði.
Sovésk blöð hafa birt margar
frásagnir af afskiptum lögreglu af
ólöglegum bruggstöðum og öðr-
um brotum á nýju áfengislöggjöf-
inni. Þykir það benda til þess að
slík brot séu afar útbreidd og að
yfirvöld vilji beita umfjöllun fjöl-
miðla til að vinna gegn áfengis-
vandanum.
Erlendar dagsfréttir frá Reuter
hófust í Þjóðviljanum um helgina.
Sjá í dag bls. 17.
Það blés hraustlega á dönsku víkingana sem léku víkingasýningu austur á Laugarvatni á föstudagskvöidið. Meðal gesta voru Elisabet prinsessa, maður hennar
Claus Hermannsen og sendiherra Dana á íslandi, H.A. Djurhus. Ljósm: ÞS.
Víkingarnir
Kóngafolk í kuldanum
Ofsarok á Víkingahátíðinni á Laugarvatni. Flúið til Reykjavíkur.
Fjármálið í „alvarlegri athugun(i
„ Við erum aö byrja að skoða
reikningana, en það er Ijóst að
tapið á Víkingahátíðinni er mjög
mikið. Við teljum að veðrið hafi
ráðið úrslitum, en ekki verðið,
sem var kr. 1000.- Miðað við það
sem átti að bjóða upp á á Laugar-
vatni var þetta ekki hátt verð“,
sagði Þorvaldur Geirsson, einn
forsvarsmanna Víkingahátíðar-
innar, sem halda átti á Laugar-
vatni um helgina síðustu.
Leiksýning dönsku víkinganna
var sýnd á Laugarvatni á föstu-
dagskvöldið í ofsaroki og kulda,
en um nóttina fauk megnið af
leikmyndinni. Var ákveðið að
aflýsa hátíðinni og leika í staðinn
í Laugardalshöllinni á sunnudag.
„Við ætluðum reyndar að
reyna að halda áfram fyrir austan
á laugardag, þegar veður fór að
lægja, en þá hafði verið sagt í út-
varpinu að búið væri að aflýsa
hátíðinni og fólk var þegar farið
að streyma af svæðinu,“ sagði
Þorvaldur. Ekki tókst að fá mikla
aðsókn í Laugardalshöllina, enda
lítill tími til undirbúnings og
auglýsinga. Það er því ljóst að
mikið tap varð á þessari víkinga-
heimsókn. Þorvaldur sagði enn-
fremur að allt væri óvist um styrki
frá Ferðamálaráði og öðrum aðil-
um og fjármálin almennt væru í
mjög alvarlegri athugun.
Sjá nánar bls. 7
Katla
Gos
í aðsigi?
„Það kom nokkuð snarpur
skjálfti síðdegis á laugardaginn
og ég veit til þess að hann hafi
fundist niðri í Vík, en annars hafa
verið að koma smáir skjálftar al-
veg síðan á þriðjudaginn í síðustu
viku,“ sagði Einar O. Einarsson,
skjálftavörður á Skammadalshóli
í Mýrdal við Þjóðviljann að-
spurður um jarðhræringarnar í
Mýrdalsjökli undanfarna daga.
Skjálftinn á laugardag mældist
um 3 stig á Richter. Önnur eins
skjálftavirkni hefur ekki verið á
þessu svæði síðan árið 1971 að
sögn Einars, en þá tók hann við
mælunum í Mýrdal. Mjög grannt
er fylgst með mælunum nú, því
þetta er óvenjulega mikil virkni.
Á sunnudag og mánudag mæld-
ust margir smáskjálftar.
-gg