Þjóðviljinn - 16.07.1985, Page 3
FRÉTT1R
VMSÍ
Bónusviðræöur
að hefjast
Samninganefnd VMSÍígœr áfundi um kröfur.
Hluti bónussins áfastakaupið?
Eyjamenn bíða eftir úrslitum uppá landi
Viðræður milli Verkamanna-
sambandsins og VSÍ um bón-
ussamninga fískvinnslufólks eru
nú að fara í gang. í gær hélt samn-
inganefnd VMSÍ fyrsta fund sinn
til að móta kröfur og er búist við
öðrum fundi bráðlega. Við-
ræðum um bónussamninginn í
Vestmannaeyjum var frestað
fyrir helgi þangað til úrslit fást
uppá landi.
Líklegt er að kröfur Verka-
MatthildurSigurjónsdóttirfráHríseyeráundirbúningsfundinum.
M-E. Ólason.
mannasambandsins verði aðal-
lega tvennskonar. Bónusinn er
nú miðaður við taxta undir lág-
markslaunum og má búast við að
VMSÍ krefjist viðmiðunar við
gildan taxta. Hinsvegar er rætt
um ýmsar leiðir til að auka hlut
taxtakaups miðað við bónus í
heildarlaunum, til dæmis með
beinni launauppbót eða fastri
lágmarksgreiðslu bónusmegin á
launaseðlinum.
í Vestmannaeyjum, þar sem
félögin hafa sérstakan bónus-
samning, var ein af aðalkröfum
að bónus yrði miðaður við taxta
eftir 6 ára vinnu í stað einsárs
taxta. Sá taxti gefur 80 krónur á
tímann, en lágmarkslaun eru nú
88,60 krónur á tímann. Sexára-
taxtinner92 krónur á tímann.
Ekkert samkomulag náðist um
þetta í Eyjum og var ákveðið að
fresta viðræðum þartil línur
skýrðust í Reykjavík. Atvinnu-
rekendur í Eyjum lögðu þó fram
yfirlýsingu um góðan vilja til
minniháttar lagfæringa á Eyja-
samningnum oghafatekið ekki
fráleitlega annarri meginkröfu
verkalýðsfélaganna um 100%
meðalbónus aðstoðarmanna í sal
(bakkaflutningar o.s.frv.) í stað
80% nú.
Á fjögra klukkustunda fundi
20 manna nefndarinnar sem fj alla
átti um bónusmálið í gær, voru
kröfurnar ræddar. Voru nefndar-
menn sammála um megin stefn-
una í málinu. Undirnefnd var
skipuð til þess að ganga frá end-
anlegum tillögum hópsins. Er
ætlunin að kröfur VMSÍ um
breytingar á bónussamningnum
verði lagðar fyrir VSÍ fyrir helgi.
-m/H.Kr.
Bónuskerfið
Ómanneskjulegt
Matthildur Sigurjónsdóttir: Leggja bónus-
kerfið niður í áföngum
Við höfum verið að sameina
kröfurnar, - reyna það að
minnsta kosti, sagði Matthildur
Sigurjónsdóttir frá Hrísey, einn
fulltrúa á fyrsta samningarnefnd-
arfundi VMSÍ fyrir bónusvið-
ræðurnar.
- Eg tel að það eigi að breyta
bónuskerfínu frá því sem er í dag,
sagði Matthildur, - og helst að
leggja það niður í áföngum. Byrja
á að bæta tímakaupið miðað við
bónusinn. Þetta er ósköp einfald-
lega óréttlátt og ómanneskjulegt
kerfi.
Við eigum auðvitað að miða
bónusinn við raunverulegan
launataxta, en ég tel ekki rétt að
lappa upp á það kerfi sem við
búum við núna. Fyrsta skrefíð
gæti verið að færa af bónusnum
yfír á föst laun, - það væri þá
fastur hluti af honum sem bættist
við tímakaupið hjá öllum í físk-
vinnu.
-m
Kína
Fangar
fá ekki
áfrýjun
Beijing 15/7 Reuter - Dagblað
alþýðunnar í Kína skýrir frá því í
dag að algengt sé að yfírvöld fang-
elsa hundsi áfrýjunarbeiðnir
fanga og nefnir sem dæmi mann
sem dæmdur var og settur í fang-
elsi árið 1953 fyrir morð sem
hann hafði ekki framið. Hann
slapp ekki úr prísundinni fyrr en
árið 1977.
Undanfarin ár hefur staðið yfir
herferð sem beinist að því að um-
skóla afbrotamenn og hafa þeir
sem að henni standa fundið
marga fanga sem hafa skrifað
hundruð áfrýjunarbeiðna sem
ekki hefur verið svarað hvað þá
meira. Ástæðan er sú að sögn
blaðsins að fangelsisstjórar taka
skrif fanganna ekki alvarlega.
Löggiltir
endurskoðendur
50 ára
í dag
í dag eru liðin 50 ár frá stofnun
Félags löggiltra endurskoðenda,
og hefur afmælisins verið minnst
á ýmsan hátt að undanförnu.
Félagið hélt hátíðarfund í hát-
íðasal Háskóla íslands laugar-
daginn 6. júlí sl. í tilefni afmælis-
ins. Meðal gesta á fundinum voru
formenn allra endurskoðenda-
félaganna á Norðurlöndum og
varaforseti Alþjóðasambands
endurskoðenda, auk fjármála-
ráðherra, sem flutti ræðu á fund-
inum.
Það var á árinu 1926 sem fyrst
voru sett lög um löggilta endur-
skoðendur á íslandi. í árslok
1934 höfðu 8 menn hlotið löggild-
ingu og voru þeir allir stofnendur
félagsins 16. júlí 1935. Fyrsti for-
maður félagsins var Björn E.
Árnason. Félagsmenn eru nú 159
talsins.
-gg-
BHMR
Af stað í haust
Birgir Björn Sigurjónsson: Skrítinn
kjaradómur, - allir samningar metnir hœrra
Ríkisstarfsmenn innan BHM
ætla að endurmeta kjarastöðuna
eftir mánuð eða svo, og búast við
að þá muni til gögn sem sýna ótví-
rætt að kauphækkun hjá BSRB,
ASÍ og fleiri samtökum sé mun
hærri en prósentin fímm sem
BHMR-mönnum voru úrskurðuð
á föstudag.
„Okkur finnst þetta skrítinn
dómur“, sagði Birgir Björn Sig-
urjónsson hagfræðingur BHMR
við Þjóðviljann í gær, „við fáum
fimm prósent frá fyrsta júlí, en
samningar annarra samtaka eru
allir um meiri hækkun, og frá
fyrsta júní.“
Birgir sagði samninga banka-
manna metna á 8,3% hækkun
strax, ASÍ-samningana á um 7% í
nýlegu fréttabréfi Alþýðusamb-
andsins og fjármálaráðuneytið
mæti samninga sína við BSRB á
7,5-8%. „Við fórum fram á að fá
meðalhækkunina hjá öðrum“,
sagði Birgir, „en fáum það sama
og þeir hópar í ASÍ sem hækkuðu
minnst. Ég dreg reyndar í efa að
nokkur fái aðeins fimm prósent,
- iðnaðarmenn innan ASÍ eru til
dæmis í þeirri stöðu að kaup
þeirra hækkar meira. Sagan sýnir
okkur það.“
Stjórn BHMR áskildi sér á
föstudag rétt til að krefjast nýrrar
málsmeðferðar fyrir Kjaradómi.
Birgir sagði að ekki væri senni-
legt að af því yrði næstu vikur.
Óyggjandi gögn ættu hinsvegar
að liggja fyrir í ágúst eða sept-
ember og mundu BHMR-menn
þá fara að hugsa sér til hreyfings.
- m
Hinar nýju íbúðir fyrir aldraða í Keflavík.
Nýjar íbúðir aldraðra
Þann 13. júní sl. var tekið í
notkun nýtt hús fyrir aldraða í
Keflavík.
f húsinu eru 12 íbúðir 45 og 52
fermetra, auk félagsaðstöðu og
aðstöðu fyrir ýmiskonar þjónustu
fyrir íbúa þess og aðra aldraða
íbúa bæjarins. Brúttóflatarmál
hússins er 1058 fermetrar, og er
það staðsett nálægt skrúðgarði
bæjarins og helstu þjónustustofn-
unum s.s. heilsugæslu, verslun-
um og umboði Tryggingarstofn-
unar. Húsið er í eigu Keflavíkur-
bæjar og eru íbúðirnar leigðar út.
Keflavíkurbær leigir nú út 30
íbúðir fyrir aldraða og er auk þess
eigandi að sameign í fjölbýlishúsi
með 8 íbúðum í einkaeign.
-vd
Norsk loðdýraskinn
Stóraukin
sala
Á síðasta ári voru flutt út frá
Noregi loðskinn fyrir sem svarar
1.850 miljónum íslenskra króna.
Það var um 500 miljónum krón-
um meira en árið 1983. Samtals
voru flutt út 547.955 minkaskinn
fyrir um 550 miljónir fsl. króna.
Flutt voru út 363 þúsund bláref-
askinn fyrir sem svarar 930 milj-
ónir ísl. króna.
Mest aukning var í útflutningi á
silfur- og platínurefaskinnum en
þau voru um 50.000 að verðmæti
um 370 miljónir ísl. króna. Aukin
eftirspurn hefur verið bæði á
minka- og refaskinnum. Helstu
kaupendur eru í Vestur-Evrópu,
Japan, Hong Kong og Bandaríkj-
unum. Sérstaklega hefur salan
aukist til Hong Kong og Japan. í
upphafi ársins voru um 2.300 loð-
dýrabú í Noregi og þar störfuðu
samtals um 2.600 manns. Auk
þeirra er talið að um 7.000 manns
hafi atvinnu óbeint vegna loðdýr-
aræktarinnar. Það er við fóður-.
framleiðslu, flutninga, verkun
skinna og sölu. - vd.
Þriðjudagur 16. júlí 1985 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 3