Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Sólheimasöfnunin Stefnir í fimm miljónir Ólafur Mogensen, Sólheimum: Vonumsttil að halda litlu jólin í nýja íþróttahúsinu. Reynir Pétur í vel heppnaðri augnaaðgerð og á leið til Fœreyja Við stefnum að því að halda litlu jólin í nýja íþrótta- leikhúsinu þ.e. í byrjun desember og verður þá væntanlega mikið um dýrðir, sagði Ólafur Mogen- sen á Sólheimum í Grímsnesi, þegar blaðamaður grennslaðist fyrir um hvernig gengi með ný- bygginguna, sem göngugarpur- inn Reynir Pétur safnaði fyrir með frækilegri göngu sinni kring- um landið á dögunum. „Pannig er að við erum að reisa bæði visteiningu og íþrótta- leikhús og steypum grunninn undir hvort tveggja á sama tíma. Par af leiðandi gengur þetta svo- lítið hægt en þó er lokið við að steypa kjallaraplötuna undir leikhúsið. En eftir að grunn- steypuvinnu er lokið verða reistir flekar því þetta er einingahús og þá ætti verkið að ganga fljótar fyrir sig.“ Ólafur sagði einnig að framlög væru enn að berast inn og væri reiknað með að eftir sumarið hefðu þeir safnað um fimm milj- ónum króna. Það hefur verið gestkvæmt hjá Sólheimafólki þessa dagana og koma sumir fær- andi hendi, eins og t.d. starfs- mannafélag ísals sem hafði með sér veglega peningagjöf að upp- hæð 70.000 krónur. „En peningar eru þó ef til vill ekki það sem mestu máli skiptir", bætti Ólafur við, „heldur sá áhugi á málefnum þroskahefts fólks sem ganga Reynis Péturs hefur vakið“. Að lokum sagði Ólafur okkur þær fréttir af Reyni að hann hefði skömmu eftir heimkomuna gengið undir aðgerð vegna tví- sýni, reyndar aðra aðgerðina á skömmum tíma og hefði hún heppnast vel. Reynir stefnir að því að halda í Færeyjaferðina þann 8. ágúst og við á Þjóðviljan- um óskum honum góðrar ferðar. - vd. Heimsmót œskunnar íslensk stórveisla í Moskvu íslensku þátttakendurnir bjóðafulltrúumfráflestum löndum heims til mikillar fiskveislu. SIS og Sölustofnun lagmetis leggja til hráefnið. Stirðara samstarfvið utanríkisráðuneytið Um 20 íslendingar sem sækja Heimsmót æskunnar, sem hefst í Moskvu í næstu viku, ætla að standa fyrir mikilli Islands- kynningu og matarboði fyrir minnst 300 gesti frá öllum þátt- tökulöndum á heimsmótinu. Boð- ið verður upp á fjölbreytta fisk- rétti sem íslensku fulltrúarnir matreiða sjálfir en Sjávarafurða- deild SÍS og Sölustofnun lagmet- isins útvega hráefni til veislunnar sem haldin verður 1. ágúst n.k. Ekki hefur gengið áfallalaust að koma hráefninu til veislunnar til Moskvu því um 90 kg af fryst- um fiski eyðilögðust á lestarstöð á landamærum Finnlands og So- vétríkjanna á dögunum fyrir handvömm finnsks flutningafyr- irtækis. Að sögn Önnu Hildi- brandsdóttur eins íslensku þátt- takendanna á heimsmótinu brást Sjávarafurðadeild SÍS fljótt og vel við þessum mistökum og er ný sending af fiski til veislunnar á leið til Moskvu en fiskurinn verð- ur geymdur í frysti í íslenska sendiráðinu þar í borg þar til tekið verður til við eldamennsk- una en henni mun stjórna Elín Harðardóttir matreiðslumaður sem verður meðal þátttakenda á heimsmótinu. Samskipti Moskvufaranna við utanríkisráðuneytið hafa ekki gengið eins greiðlega og við fisk- sölufyrirtækin. Til stóð að bjóða veislugestum að bragða á ís- lensku brennivíni og fékkst heim- ild fyrir kaupum á víninu á heildsöluverði. Utanríkisráðu- neytið sá sér hins vegar ekki fært að sjá-um sendikostnað á víninu til Moskvu heldur framvísaði reikningi uppá tæpar 20 þúsund krónur. „Við óskuðum eftir því við ráðuneytið að fá þessa þjónustu á hagstæðu verði en við ráðum alls ekki við að greiða þennan kostn- að og því afpöntuðum við send- inguna. Mér sýnist það vera miklu ódýrara að versla þetta vín í fríhöfninni og fara með það sjálf út“, sagði Anna Hildibrandsdótt- ir. -*g- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Stokkseyri Humarinn búinn Gott atvinnuástand. Bátarnirfara áfiskitroll og kolaveiðar að humarveiðum loknum gengið ágætlega. Sjö bátar lönduðu humar á Stokkseyri í sumar. Stokkseyrarbátar eru nú flestir búnir með humarkvóta sinn, að- eins einn bátur er enn að veiðum og á eftir um tvö tonn af kvótan- um. Stokkseyrarbátarnir fengu alls um 64 tonn í ár, sem er svipað og í fyrra. Veiðarnar þykja hafa 3 bátar eru nú farnir á fiskitroll og einhverjir munu fara á skar- kolaveiðar. Kolinn er veiddur í troll og sóttur að mestu vestur af Vestmannaeyjum. Full atvinna er nú á Stokkseyri og að sögn sveitarstjórans, Guð- mundar Sigvaldasonar, er búist við að svo verði það sem eftir lifir sumars. _ gg Er það ekki að bera í bakka- fullan lækinn að fara með brennivín til félaga Gorbat- sjoff? Djúpivogur Mikil atvinna Vantarfólk í vinnsluna. Mikill afli hefur borist á land. Á Djúpavogi er nú mikil atvinna og raunar svo mikil, að vegna fólksfæðar í fiskvinnslu er ekki hægt að vinna aflann í hag- kvæmustu pakkningar. Undan- farnar þrjár vikur hefur borist mikill afli á land á Djúpavogi, veiði hefur verið mjög góð á Austfjarðamiðum og fiskurinn hefur verið stór og góður. Það sem af er árinu hefur Bú- landstindur hf. tekið við 3500 tonnum af bolfiski og er sá afli að mestu fenginn úr togara fyrirtæk- isins, Sunnutindi SU 59. “ 88 Elliðaárrœsið Skýring borgarinnar í Þjóðviljanum 17. júlí sl. birt- ist rammagrein og mynd af útrás sem opnast út í ósa Elliðaánna, ásamt feitletraðri fyrirspurn: Hver á skólpið? Vegna þessarar fyrirspurnar skal eftirfarandi upplýst: Hér er um regnvatns útrás að ræða en ekki skólp. Inn á þessa regnvatnslögn er tengt frárennsli frá skolvatnsþróm steypustöðv- anna tveggja B.M. Vallár og Steypustöðvarinnar h/f. Þessar þrær hreinsa steypustöðvarnar reglulega skv. fyrirmælum, en í þeim botnfellur sandur og sement úr skolvatninu. Sé mikið álag á þrær þessar getur skolvatn- ið sem frá þeim rennur inn í ræsa- kerfið verið eitthvað litað en hér er um undantekningartilfelli að ræða. Virðingarfyllst, Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri. B.M. Vallá Ekki frá okkur Víglundur Þorsteinsson, frá B.M. Vallá, kom að máli við Þjóðviljann og vildi taka það skýrt fram, að ekki einn einasti dropi frá steypustöðinni B.M. Vallá færi í Elliðaárnar gegnum ræsið sem Þjóðviljinn hefur greint frá síðustu daga. „Við höf- um eytt miljónum króna í meng- unarvarnir, til að koma í veg fyrir að steypumengað vatn frá fyrir- tækinu fari út í holræsakerfið. Við höfum líka farið yfir holræsa- teikningar og það er alveg ljóst að ekki einn dropi fer frá okkur um þetta ræsi sem þið hafið skrifað um.“ - ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.